Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 ■■KVVIW... Það er gamall og góður siður að senda jólabréf, en það er nokkurs konar ítarefni með jólakveðjum, þar sem auk þess að senda kveðju eru sagðar helstu fréttir úr sveitinni. Skessuhom leitaði til sjö valin- kunnra Vestlendinga og bað þá að senda lesendum Skessuhoms jólabréf úr sínu heimahéraði. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Afram Island! Um jól og áramót færist yfir flesta einhver tregi. Angurværð sem lætur fólk í ffiði að öllu jöfnu. Þá lítum við gjaman yfir farinn veg og spyrjum okkur: Hvert liggur leiðin? Fyrir mér eru jól og áramót tími til að þakka. Eg þakka fyrir landið mitt, Skagann minn, samferða- mennina og fjölskyldu mína. Þetta er líka tími sem menn nýta til að líta rækilega í kringum sig og spyrja: Getum við ekki létt undir með þeim sem em í erfiðleikum af ein- hverjum völdum. Kostur við lítið samfélag, litla bæi, er að við eigum að geta séð í stómm dráttum hvað hægt er að bæta og það sem meira er að alltaf má finna einhverjar leið- ir til úrbóta ef við höfum augun opin. Nú í byrjun aðventu keyrði ég seint að kveldi á Akranes, ljósadýrð- in var að ná hámarki og himininn glóði í tunglskini. Hugurinn hvarfl- aði meira en þrjátíu ár aftur í tím- ann. Þegar ég kom fyrst á Akranes einmitt á þessum árstíma. Kom sem gestur til að dvelja um skamman tfma og vinna á sjúkrahúsinu. Mér fannst eiginlega samanburðurinn ó- trúlegur; hvað Skaginn hefur breyst og byggst upp, hvað þjónustan hef- ur styrkst. Hér em möguleikarnir ótæmandi ef rétt er á málum haldið. Mér finnst ég hafa verið heppin að koma einmitt hingað fyrir öllum þessum ámm og festa hér svo kyrfi- lega rætur. Fengið að vera þátttak- andi í lífinu í þessum bæ. I haust kom til mín kona frá Bret- landi sem er alíslensk en hefur ekki dvalist hér frá 6 ára aldri. Hún var að rifja upp að 70 ár era liðin frá því að hún flutti héðan. Hún hafði aldrei saknað neins frá þessu landi, alltaf litið á sig sem Breta. Hún minnist þó náttúrufegurðarinnar héðan en fannst landið að öðm leyti dauflegt í minningunni. “Hvað hefur orðið um þig, litla Island, sem var svo fátækt og smátt fyrir 70 ámm en er nú eins og Para- dís á jörðu.” Hún dáðist að tæra haustloftinu og fallegu litunum í landslaginu. Hún fann gamla bernskuheimilið sitt í Reykjavík. Strauk útidyrahurðina sem faðir hennar lét smíða af miklum stórhug fyrir 80 áram. Er þetta ekki merki- legt land sem ég á rætur að rekja til, sagði hún. Ibúafjöldi sá sami og í Hull í Bretlandi. Það þætti saga til næsta bæjar ef þeir gætu stært sig af því sem Islendingar era að gera heima og heiman. Islendingar hafa sannarlega gert sig gildandi, í við- skiptum, íþróttum, listum, svo ekki sé minnst á kvennablómann sem hrifsar til sín alheimskórónur aftur og aftur. Hún var allt í einu svo stolt af uppranalandi sínu, Islandi. Nú hringir hún í hverri viku bara til að vita hvernig himinninn sé á litinn og hvernig sjólagið er. I leiðinni gefur hún mér þær upplýsingar að Björk hafi sungið í London eða að íslenskir viðskiptajöfrar hafi verið að leggja undir sig ný vígi. Eg minni hana á að hún sé að verða að þjóðrembusvíni. Hún segir það ekkert gera til því það sé þjóðarein- kenni og genetískt og hafi gert okk- ur kleift að hfa af á Islandi í þúsund ár og gott betur. En hún er einnig meðvimð um að sú mikla velgengni sem Islendingar hafa fengið að njóta er vandmeðfarin. Við þurfum að gæta okkar að fara ekki fram úr okkur þannig að stéttaskipting verði hér á landi eins og í Bretlandi þar sem börn sem fæðast við slærnan efnahag eiga sér litla möguleika. Aldraðir sem búa við erfið kjör eiga í fá og óspenn- andi hús að venda. Við megum ekki láta svokallað frelsi til að velja villa okkur sýn. Við viljum sömu þjón- ustu fyrir alla þegar kemur að menntun og velferð. Æska landsins hefur aldrei verið glæsilegri, aldrei átt meiri möguleika. Stöndum vörð um velferð hennar. Við eigum að breyta hugtakinu ffelsi til að velja í jafna möguleika fyrir alla. Ef ís- lendingar geta það ekki getur það enginn. Sendi lesendum Skessuhorns mína bestu jóla- og nýjárskveðjur og þakka samferðina á liðnum áram. Ingibjörg Pálmadóttir, Akranesi. Um landið og lykkjur sögunnar... Fjölmiðlar þeirra tíðar segja að hingað til lands hafi komið hreysti- menni og búandkarlar ffá Noregi með sitt lítdð af hverju í skipum sín- tun, og raðað sér til nýrrar búsetu, m.a. um Borgarfjörð: Grímur há- leyski settist að á Hvanneyri, Bjöm gullberi á Gullberastöðum, Geirr hinn auðgi í Geirshlíð og Þorkell kornamúli í Asi, svo nokkrir séu nefndir. Þeim þótti þröngt um sig austan hafs og höfðu sumir auk þess lent í stælum við konung og liðs- menn hans. Þeir vora drifhir áffam af þörf fyrir ffelsið sem felst í sjálf- stæði og því að hafa í sig og á fyrir sig og fjölskyldur sínar. Einhverjir þeirra réðust í víking og komu heim vellauðugir, efndu jafnvel til kaup- stefna á Hvítárvöllum þar sem verslun, viðskipti og skemmtan blómstraðu. Aðrir sátu ffiðsamir á búum sínum. Tíminn leið og iðjan fór að verða hversdagsleg; fólkið lifði á því sem landið gaf, ræktaði hefðimar sem hægt og sígandi urðu að grónum staðreyndum. Hver dagur varð öðr- um líkur, dagarnir urðu að áram og árin að öldum. Helst vora það tíð- arfar, jarðeldar, pestir, svo og uppá- tæki kóngs og kirkju sem skópu til- breytingu. En svo náðu menn taki á áður óþekktu eldsneyti úr jörðu og ffumefnunum þremur til þess að örva vöxt nytjajurta, og áhyggjan af svölun hinna daglegu þarfa varð næstum því að ljúfum leik við skurðgröft, torfþælu, tóvinnu, fiski- drátt, matseld og heyskap, og hver, sem jörð sat, gat hagað sér sem Skalla-Grímur bóndi: Haft fjöl- menni og margt fjár. Þörfin fyrir hina mörgu heimilismenn þvarr, svo þeir ýmist snera sér að öðram verkum, sem meiri þörf var fyrir, eða þeir af hugkvæmni sinni komu auga á nýja þörf: Þessir menn hófu útgerð, ffæðimennsku, húsgagna- smíði, tölvustúss, umönnun hvers konar, kvikmyndagerð, vertshúsa- rekstnr, fjársýslu og verðbréfamiðl- un, nú ellegar að segja dag hvern sögur og tíðindi af nágrönnum, en það hafði áður einkum verið hlut- verk förukvenna. Og skyndilega, a.m.k. ef maður notar ævi þjóðar sem viðmiðun, virðist allt orðið breytt, eins og við sannfæramst um á stuttri reisu um Borgarfjörð: Búskapareinkenni ald- anna era á hverfanda hveli, ær og kýr ekki lengur á hverjum bæ sem margir standa um þessar mundir tómir nema yfir blánóttina: Heimil- ismenn virðast liggja í stöðugum víking. A öðram bæjtun hafa menn breytt um sið. Nefhum t.d. það að í landnámi Oleifs hjalta standa nú sumardagana vel búnir húsvagnar hvíldarþurfi fólks þar sem kvíaær Fossatúnshúsfreyju vora sennilegar áður reknar tdl mjalta. Og skömmu norðar er fyrir yfirhitað nútíma- samfélag rekið mannbótabú, í anda Erlings Skjálgssonar, þar sem fyrr- um var eitt helsta jarðræktarbýli héraðsins, Hvítárbakki. Enn streyma líka margir til Reykholts; Ekki til þess að troða illsakir við Snorra Sturluson bónda þar og sækjast eftir lífi hans, nema þá í ó- eiginlegri merkingu, heldur til þess að ffæðast um söguna og til þess að þreyja orlofsdaginn. I nágranna- landnámi Þorkels komamúla í Asi þar sem húsfellskir ferfætlingar vöfraðu meðal bjarkanna sér til bötunar sumar hvert um aldaraðir eiga nú aðkomnir og uppréttir tví- fætlingar sér samastað og auðnu- stundir svo haldið geti til síns heima feitir í andanum. Þannig mætti rekja mörg fleiri dæmi um breytta siði í byggðum Borgarfjarðar: Hinar daglegu þarf- ir, sem móta gerðir okkar mann- anna, bæði sem einstaklinga og samfélagshópa, hafa breyst. Við eram ekki lengur upptekin við það eitt að svala ffumþörfunum; þörf- unum fyrir mat, klæði og húsaskjól. Til sögunnar hafa komið þarfimar fyrir tómstundir, félagslegt sam- neyti, og margvíslega ræktun sjálfs- ins við afþreyingu, listir og margt fleira. En hver er þá kjarni sögunnar? Jú, hverjar svo sem þarfimar era er það landið sem mætir þeim flestum og svalar þeim. Því leitum við jafh- an til landsins; með náttúra sinni og afurðum, eiginlegum og óeiginleg- um: ffiðsæld, fegurð, beit, orku- lindum, veiði, mannvirkjamöl og grjóti, sögu, minjum og minning- um. Landið stendur nefhilega af sér byltingu tímanna og breytilegar þarfir manna og samfélaga. Og þó árið 2005 kunni að komast á spjöld sögunnar fyrir ótrúlega hækkun jarða- og landverðs í Borgarfirði og víðar, svo og hvassa umræðu um eignarhald á landi er samt vert að rifja upp vísuorð Guðmundar Böðvarssonar: ...”En þú átt að muna/alla tilverana/að þetta land á þig.” Hvort sem við eram Bimir gullberar eða Geirar auðgu nútím- ans breyta kaupsamningar og millj- ónir til eða frá engu um það, ffekar en fyrir þúsund árum. Gleðilegar hátíðir! Bjami Guðmundsson Hvanneyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.