Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 37

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 37
--r.vilimJ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 37 Bjarni viS sáluhliSiS á kirkjugarðinum í Reykholti. uppbyggingar sem fram hefur far- ið. Hann hefur þetta talent sem sögumaður og áhrifamaður að hann hlaut að verða aðalmaðurinn á staðnum. Geir háði baráttu um réttindi prestssetursins og forsvar staðarins. Hér höfðu fleiri kallast forráða í tengslum við búskap og skólahald á staðnum og þegar fjar- aði undan hvoru tveggja átti Geir mestan þátt í því hvernig málum skipaðist í Reykholti. Þegar við Geir lögðum saman í málflutningi útávið í kirkjumálinu þóttumst við stundum góðir. Hins vegar má vera að í mestu önnunum höfum við ekki sinnt heimaum- ræðu nægilega vel. Stundum höf- um við eitthvað fjarlægst íbúana þegar mest gekk á. Því er ekki að neita. I Reykholti var hinsvegar mörgum málum stýrt utanfrá. Þar má nefna örlög Héraðsskólans. Það var reynt að breyta honum í menntaskóla þegar fjaraði undan héraðsskólunum í landinu. Það tókst á Laugum en ekki hér. Það er ekki hægt að benda á neinn einn þátt sem réði því að okkur tókst ekki að verja skólann. Trúlega hef- ur það verið aumingjaskapur okkar heimamanna sem réði þar mestu um. Að vísu var þessu fjarstýrt að hluta eins og ég sagði áðan og það er aldrei gott. Það er ávallt best að svona mál standi og falli með sam- takamætti heimamanna. I mínum störfum í gegnum tíðina hef ég auðvitað fundið fyrir því að samfé- lagið hafi ekki alltaf fylgt mér eftir. Það gerist óhjákvæmilega þegar mikið gengur á. Eg er sennilega af einrænni gerðinni og tek það ekki nærri mér þó að sitthvað sé um mig talað. Sigrún er öðruvísi og tekur slíkt meira inn á sig. Okkur hefur hinsvegar verið mikill sómi sýndur í tengslum við afskipti mín af menningarmálum í Reykholti og víðar. Mér þótti vænt um og þakka þann heiður að vera meðal kirkj- unnar manna sem forseti Islands veitti heiðursviðurkenningu 17. júní árið 2000.” Reykholt ekki fyrsta átakið “Uppbyggingin í Reykholti var ekki fýrsta uppbyggingin sem ég kom að. Ég hafði dýrmæta reynslu bæði frá uppbyggingu á minni jörð og einnig af störfum mínum við stækkun félagsheimilisins Loga- lands. Ég var svo heppinn að fá að koma að þeim málum. Upphaf þessa byggingaáhuga míns má rekja til starfa minna á yngri ártxm á Keflavíkurflugvelli. Þar starfaði ég um tíma í byggingarstörfum og þar kynntist ég vinnubrögðum sem voru óþekkt hér í sveitum. Kaninn var okkur talsvert ffemri í ýmsu sem laut að húsbyggingum. Ég reyndi að taka eftir því sem ég sá þar. Þessa nasasjón nýtti ég mér síðan þegar kom að uppbyggingu jarðarinnar, félagsheimilisins og dugðu lán fyrir efni en vinnuna lagði maður fram ásamt nágrönn- unum auðvitað. Þá skiptust menn á vinnu. Fjósbyggingin hjá mér naut góðs stuðnings og þar vil ég nefna Sigurð Guðbrandsson mjólkurbús- stjóra. Fjósið var um margt tíma- mótafjós. Ég fór með mínar hug- myndir suður í Búnaðarfélag Is- lands til Magnúsar Sigsteinssonar. ingin vakti athygli og hingað komu hópar víðs vegar að til þess að skoða herlegheitin. Þetta var hins vegar dýr framkvæmd og ég neita því ekki að verðbólguárin hjálpuðu mér að greiða niður kostnaðinn. Eins og áður sagði þurfti ég ekki að kvarta undan stuðningi við þessa uppbyggingu á jörðinni. Kaupfélagið stóð vel við bakið á þeim sem byggðu í sveitum og einnig Sparisjóðurinn. Mitt lán var líka það að hafa lokið allri upp- byggingu áður en framleiðslutak- markanir tóku gildi. Sigurður son- ur okkar og Vaka kona hans hófu hér búskap 1980 og bjuggu hér með okkur í 13 ár. Hann var veill í baki og varð að hætta búskap vegna þess.” Orgelkaup og orgelspil “Ég var formaður sóknarnefndar þegar ákveðið var að fá pípuorgel í Reykholtskirkju árið 1966. Það eru þrjú orgel í Reykholtskirkju. Harmonium sem kom 1901, lítið pípuorgel sem kom árið 1966 og síðan dómkirkjuorgelið sem vígt var skömmu eftir aldamótin. Eig- inlega má segja að fyrsta áþreifan- lega málið sem ég kom að fýrir kirkjuna í Reykholti hafi verið kaupin á pípuorgelinu árið 1966. Benedikt heitinn í Víðigerði var mikill áhugamaður um að fá pípu- orgel í kirkjuna. Þegar afi varð átt- ræður var stofnaður minningar- sjóður um hann sem heitir Orgel- um margra árauga skeið eða fram undir 1970. Þá tók Kjartan Sigur- jónsson við og starfaði í nokkur ár. Hann var með kennslu hér líka og börnin mín voru í námi hjá hon- um. Ég ákvað að fylgja þeim í náminu og rifjaði upp það sem ég lærði í æsku á Skáney. Við festum kaup á píanói fyrir börnin og ég naut góðs af því. Þegar Kjartan flutti til Isafjarðar var orðað við mig hvort ég vildi ekki taka starf organista að mér. Ég sagðist ekki gera það fyrr en ég treysti mér til. Ég fór því í Tónlistarskólann á Akranesi árið 1975 og í þrjú miss- eri sótti ég vikulega tíma þangað. Eg fékk góða kennslu en því er ekki að neita að ég var auðvitað orðinn fullorðinn og stífur í hönd- um þegar ég hóf nám fyrir alvöru. Það gerir það að verkum að ég hef aldrei náð að slaka algjörlega á við hljóðfærið. Nú, ég tók að mér starf organista á meðan ég var í náminu. Haukur Guðlaugsson var kennari fyrsta árið en síðar tók Fríða Lár- usdóttir við. Ég náði að fara í gegnum 5. stig í píanó- og orgel- leik. Það er nú eiginlega það minnsta sem hægt er að komast af með til að klóra sig fram úr ein- földum lögum. Til að komast lengra varð ég að hætta að reyna á hendurnar með erfiðisvinnu. Það var ekki hægt. Þetta varð að duga. Ég hef nú verið organisti síðan, eða í tæp þrjátíu ár. Ég hef komið að ýmsu kórastússi sem ég held að Við orgelið í Reykholtskirkju þar sem hann hefur verið organisti sl. 30 ár, en hann og nafni hans og afi; Bjami Bjamason á Skáney hafa verið organistar kirkjunnar í hartnœr heila öld. ekki síður Reykholts. Þessi reynsla sem ég öðlaðist á þessum árum gaf mér sjálfstraust til þess að takast á við hlutina. Hún kenndi mér að vera ekki hræddur við húsbygging- F ramúrstefnufj ósið “Við Sigrún hófum búskap í Gróf árið 1955. A sama tíma hóf ég byggingu íbúðarhúss í Nesi og við fluttum í það vorið 1957. Við bjuggum félagsbúi með foreldrum mínum. Byggðum fjárhús og verk- færahús 1962 og fjósbyggingu 1969-1971. Þegar við byggðum í- búðarhúsið var að sumu leyti auð- veldara að byggja en í dag. Þá Sú vinna skilaði framúrstefnufjósi. Þetta var lausagöngufjós en með fasta legubása. Hins vegar var hægt að keyra vinnuvél í gegnum fjósið. Fóðurgangurinn var það breiður að vél komst þar um. Hlöðuveggina var hægt að opna þannig að þar var líka hægt að aka vélum í gegn og létta fóðurflutn- inga. Fjósið komst nú reyndar ekki í tísku fyrr en um aldamótin síð- ustu eða nokkrum áratugum eftir að við byggðum. Þegar rúllu- baggatæknin kom á níunda ára- tugnum var okkar fjós kjörið fyrir þá tækni. Þessu fjósi, sem byggt var 1969, hefur í litlu þurft að breyta ffarn til dagsins í dag. Bygg- og söngmálasjóður Bjarna Bjarna- sonar á Skáney. Stofnfé sjóðsins var söfnunarfé sem kom frá nær hverju heimili í sókninni. Kaupin á þessu pípuorgeli framlengdu í raun líf afa sem organista um nokkur ár. Hann var nánast hættur að una sér við gamla harmoníumorgelið í kirkjunni en þegar þetta nýja hljóðfæri kom var hann oft daglega í kirkjunni að spila. Nú þurfti ekki að stíga orgelið til að kæmi tónn. Sjónvarpið tók viðtal við hann við orgelið, sem sýnt var á nýársdag 1971. Þetta hljóðfæri er ennþá í góðu lagi og oft gripið til þess. Ég er alinn upp við tónlist frá blautu barnsbeini. Afi var organisti hafi gengið vel. Samstarf hófst á árunum eftir 1980 við kórinn á Hvanneyri og það samstarf hefur gengið vel. Kórarnir hafa stutt hvom annan við stærri afhafhir. Þegar Olafur Noregskonungur kom 1988 sungu kórarnir samein- aðir. Þá var þetta orðinn alvörukór. I kórstarfinu sjást þess merki eins og í öðru félagsstarfi að fólk hefur minni tíma nú til dags en áður. Fé- lagsstörf hafa tilhneigingu til þess að leggjast mikið til á sama fólkið. Það er vaxandi vandamál. I dag eru að starfa í þessum kómm á milli 30 og 40 manns meira og minna. Kórfólkið fór í skemmtiferð til Noregs meðal annars til þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.