Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 40

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 ■ ■.>->^11»..L I Hugvekja eftir sr. Eðvarð Ingólfsson, sóknarprest á Akranesi Það líður nær jólum. Bærinn okkar hefnr verið fag- urlega skreyttur og ljósdýrðin lýsir upp þessa dimmustu daga ársins. Það er spenna í lofti. I mörg horn er að líta á heimilun- um og allir, sem tök hafa á, reyna að leggja sitt af mörkum við undirbúninginn. Það þarf að skrifa á jólakort, skrúbba og skúra og kaupa gjafir. Dagarnir fljúga áfram í öllu annríkinu og skammdegið fær nýja og já- kvæða merkingu. En við skyldum þó muna að það hlakka ekki allir til jóla. Sumir kvíða undirbúningi þeirra, kvíða mikilli vinnu og út- gjöldum. Sumir hafa einfaldlega ekki efni á að gera sér mikinn dagamun, aðrir eiga hvergi höfði að halla. Þeir sem eru al- varlega sjúkir eða hafa misst sína nánustu á árinu eru viðkvæmast- ir á jólum og finna aldrei sterkar en þá fyrir tómleika og söknuði, þótt þeir reyni e.t.v. að leyna því til að spilla ekki gleði annarra. Við biðjum góðan Guð að blessa alla þá sem þannig er ástatt fyrir um þessi jól og vaka alveg sérstaklega yfir þeim. Við hugsum sömuleiðis í bæn til allra annarra sem fara á mis við þessa stærstu hátíð kristinna manna en þeir skipta milljónum um gjörvallan heim! Allur jólaundirbúningurinn, allar samkomurnar sem uppörva okkur og gleðja, öll jólalögin og ljósadýrðin - og allt annað sem á sinn þátt í að auka eftirvæntingu okkar og mýkja hugann - fær þó ekki sinn rétta hljóm fyrr en lot- ið er við jötu frelsarans og hon- um tekið opnum örmum. Og vart mun þá bregðast að eitt- hvað hlotnist af þeim fögnuði sem engillinn boðaði á jólanótt. Jesús ICristur kom sem gjöf Guðs til okkar mannanna, til að þjóna okkur, hjálpa og líkna. Hann var kærleiksríkur og hann vill að við líkjumst sér. Kærleik- urinn leiðir alltaf ff am það besta og fegursta í lífi manna og þá streymir góðvild ffá hlýju hjarta. Þannig vinnur Jesús Kristur í okkur þegar við höfum tekið við honum. Þá breytir hann lífi okk- ar og gerir það að sínu. Guð gefi þér, lesandi góður, að þiggja þá gjöf að finna jólin við jötu Jesú, sem er Kristur Drott- inn, og þakka þá gjöf og hljóta fögnuð gleðilegra jóla. Megi þessi ljóssins hátíð færa þér og þínum birtu, gleði og sannan frið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.