Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005
■ ■.l-.-OIIM... |
Vesturland 2005 í máli og myndum
Fegurð af ströndinni - — —.......
10 stúlkur af Vesturlandi kepptu sl. vor um titilinn Fegurð-
ardrottning Vesturlands 2005. Hlutskörpust varð Heiður
Hallfreðsdóttir en hún kemur úr Hvalfjarðarstrandarhreppi.
Heiður varð síðan í 4. til 5. sæti í keppninni um Fegurðar-
drottningu Islands. Heiður er hér önnur frá hægri í fremri
röð. ' —.......**> - -.— - .........
Ný deild skatteftirlits á Akranes
Skatteftirlit á landsbyggðinni var um síðustu árámót flutt frá
Ríkisskattstjóranum í Reykjavík og til tveggja skattstjóra-
embætta á landsbyggðinni. Undir skattstjóra Vesturlands-
umdæmis heyra nú Vestfirðir, Vesturland, Suðurland ásamt
Vestmannaeyjum. Við breytinguna var starfsmönnum emb-
ættis skattstjóra Vesturlandsumdæmis á Akranesi fjölgað um
3 auk þess sem einn starfsmaður sem fyrir var við skatteftir-
lit fluttist til hinnar nýju skatteftirlitsdeildar.—Tryggvi
Bjarnason, lögmaður á Akranesi var ráðinn deildarstjóri yfir
starfseminni.
eorgarfjarOafsvsiT
SS16
««« Skorratfala-
hrtppur
-tííL
/
Sameinað í Borgarfirði
I apríl var kosið um sameiningu 5 sveitarfélaga í Borgarfirði auk
Kolbeinsstaðahrepps. Ursht kosninganna urðu þau að 4 sveit-
arfélög munu sameinast í eitt, þ.e. Borgarbyggð, Borgarljarðar-
sveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur. Ibúar
Skorradalshrepps felldu sameiningtma í tvígang. Sameining
tekur gildi frá og með kosningum sem fram fara nk. vor.
Heilbrigðisyfirvöld krefjast úrbóta
Lyktarmengun frá starfsemi Laugafisks á Akranesi var nokk-
uð til umræðu á fyrri hluta ársins en hún pirraði mjög íbúa í
nærliggjandi íbúðahverfum. Mikla ólykt lagði frá verksmiðj-
unni og kröfðust heilbrigðisyfirvöld úrbóta og hótuðu jafn-
vel að krefjast þess að dregið yrði úr framleiðslu fyrirtækis-
ins yfir heitustu mánuði ársins. Fyrirtækið er nú í samráði
við heilbrigðisyfirvöld að vinna að úrbótum á lyktarmeng-
Jákvætt að þvera Grunnafjörð
. I .skýrslu.Vífils Karlssonar hagfræðings kom fram í mars að
þverun Grunnaljarðar myndi hafa margvísleg jákvæð áhrif
fyrir byggð og atvinnusókn á sunnanverðu Vesturlandi.
Þverun fjarðarins myndi stytfa leiðina milli Borgarfjarðar og
Akraness um 6 km. Hinsvegar myndi framkvæmdin ekki
hafa nein áhrif á vegalengdina milli höfuðborgarsvæðisins
og annarra þéttbýlisstaða. Heildarábatí af framkvæmdinni,
sem áætlað er að kosti 800 -1000 milljónir króna, fyrir Vest-
lendinga yrði a.m.k. 880-1.180 jn.kr. af mannvirkinu “Af því
má gera ráð fyrir að vegagerðin sé þjóðhagsleg arðbær, eða í
kringum 10% að raungildi,” segir í greinargerð Vífils. Auk-
ið atvinnuúrval og atvinnuöryggi með stækkun vinnumark-
aðarins eru nefndir sem kostír sem renna stoðum undir
hærri laun þar sem greiðari aðgangur verði að Akranesi þar
sem meðallaun eru hærri en í Borgarfirði. Bætt aðgengi að
Akranesi sem færir alla þjónustu þar nær mið- og norður
Vesturlandi; meira matvöruúrval, arðbærari rekstur sérvöru-
verslana, aukið aðgengi að opinberri þjónustu eru einnig
meðal kostanna við ffamkvæmdina. A fjölmennum borgara-
fundi um samgöngumál á Akranesi í maí tílkynnti Sturla
Böðvarsson, samgönguráðherra að færsla hringvegarins að
Akranesi og nýr vegur yrði tekinn til skoðunar við endur-
skoðun 12 ára samgönguáæthinar.
Guðrún Bergmann ferðafrömuður ársins
Guðrún Bergmann framkvæmdastjóri ferðaþjónusmnnar á
Brekkubæ á Hellnum var útnefhd Ferðafrömuður ársins af
útgáfufélaginu Heimi í apríl. I álití dómnefndar sagði m.a.:
“Lagt er til grundvallar frumkvæði, metnaður og framúr-
skarandi árángur á sviði umhverfismála í uppbyggingu
ferðaþjónustú á Vesturlandi sem og mikilsvert framlag til
betra starfsumhverfis í atvinnugreininni á landsvísu.”
Nýir leikskólar
Samhliða fjölgun íbúa og barnafólks í landshlutanum er
bygging leikskóla eitt af hinum nauðsynlegustu málum á
vettvangi Sveitarfélaganna. Nú eru í byggingu eða í undir-
búningi nokkrir leikskólar í landshlutanum. Má þar n.efiia að
framkvæmdir eru hafnar við nýjan leikskóla í-Stykkishólmi
og stækkun í Grundarfirði. Þá er í farvatninu bygging nýs
leikskóla t.d. í Borgarnesi, Búðardal og á Hvanneyri. Mynd-
ip sýnir væntanlegan leikskóla í Stykkishólmi sem áætlað er
að taka í notkun næsta vor.
Heitt vatn finnst á Berserkseyri
Eftir ríflega tuttugu ára bið sjá Grundfirðingar nú fram á að
hitaveita verði að veruleika eh líflega 20 sekúndulítrar af 75
gráðu heim vatni streymdu uppúr vinnsluholu á Berserks-
eyri í aprílbyrjun. Samið hefur verið við Orkuveitu Reykja-
víkur um virkjun vatnsins í Grundarfirði. I Stykkishólmi var
einnig á árinu samið um kaup OR á hitaveitunni á staðnum.
í þeim samningi var m.a. samið um þacTáð vatnið í Hólmin-
um yrði framvegis selt á sama verði og á höfuðborgarsvæð-
Lækkun fýrir áskrifent
Langþráður áfangi náðist í Baráttunni við allt of hátt veg-
gjald í Hvaltjarðargöngin, að mati margra, þegar veggjaldið
var lækkað um allt að 38% þjnn 1. apríl. Þessi árangur náð-
ist vegna endurfjármögnunai; 5,milljarða króna lána Spalar.
Skuldbreytingin gaf svigrúm til að lækka veggjald í Hval-
fjarðargöng um allt að 38% fyrir áskrifendur. Verð á stökum
ferðum lækkaði þó ekkert, er áffam þúsund krónur og er það
~talið hafaletjandi áhrifrdrtýer^aþfónnstu á Vesturlandi þar
sem ferðamenn kaupa sjaldap áfsláttarlykla. A árinu var á-
fram rekinn áróður fyrir því á Alþingi að ríkið yfirtaki göng-
in og gjald í þau verði þar með fellt niður. Enginn sigur virð-
ist enn í sjónmáli fyrir þá baijátjumenn.
Ár atvinnuhúsnæðisbygginga í Borgamesi
A árinu vár gríðarlegur vöxtur í byggingu nýs atvinnuhús-
næðis í Borgarnesi. Þar má nefna að Loftorka hóf byggingu
nýs 3000 ferm. iðnaðarhúss og keypti auk þess fyrrum
mjólkursamlagshús og hefúr nú breytt því með þarfir starf-
seminnar í huga. Eðalfiskur byggði nýtt hús við Sólbakka og
Svanur Steinarsson stækkaði Bananann svokallaða, en þang-
'að flýtur útíbú KB banki á næsta ári. Bónus byggði nýtt
verslunarhús við Digranesgötu og Sparisjóður Mýrasýslu
fluttí á árinu inn í nýtt og glæsilegt hús við sömu göm. A
vegum Kaupfélags Borgfirðinga og dótturfélaga þess voru í
apríl teknar fyrstu skóflustungurnar að tveimur nýjum hús-
um. Annað er 650 ferm. bygging sem mun hýsa KB bú-
rekstrardeild við Egilsholt en hitt er nýtt tæplega 2000 fer-
metra sérhæft kjötvinnsluhús fyrir Borgarnes kjötvörur við
Vallarás eri það hús verður tekið í notkun næsta vor.
Guðrún út og inn aftur
A fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar í apríl var samþykkt
með fimm. atkvæðum gegn tveimur að Guðrún Jóna Gunn-
arsdóttír vjki úr sveitarstjórn tímabundið á þeim forsendum
að hún væri ekki búsett í sveitarfélaginu. I rökstuðningi með
tillögunni var m.a. vísað til 4. mgr. 24. gr. sveitarstjórnarlaga
þar sem segir að flytji sveitarstjórnarmaður tímabundið úr