Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Qupperneq 14

Skessuhorn - 20.12.2005, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 ■ ■.l-.-OIIM... | Vesturland 2005 í máli og myndum Fegurð af ströndinni - — —....... 10 stúlkur af Vesturlandi kepptu sl. vor um titilinn Fegurð- ardrottning Vesturlands 2005. Hlutskörpust varð Heiður Hallfreðsdóttir en hún kemur úr Hvalfjarðarstrandarhreppi. Heiður varð síðan í 4. til 5. sæti í keppninni um Fegurðar- drottningu Islands. Heiður er hér önnur frá hægri í fremri röð. ' —.......**> - -.— - ......... Ný deild skatteftirlits á Akranes Skatteftirlit á landsbyggðinni var um síðustu árámót flutt frá Ríkisskattstjóranum í Reykjavík og til tveggja skattstjóra- embætta á landsbyggðinni. Undir skattstjóra Vesturlands- umdæmis heyra nú Vestfirðir, Vesturland, Suðurland ásamt Vestmannaeyjum. Við breytinguna var starfsmönnum emb- ættis skattstjóra Vesturlandsumdæmis á Akranesi fjölgað um 3 auk þess sem einn starfsmaður sem fyrir var við skatteftir- lit fluttist til hinnar nýju skatteftirlitsdeildar.—Tryggvi Bjarnason, lögmaður á Akranesi var ráðinn deildarstjóri yfir starfseminni. eorgarfjarOafsvsiT SS16 ««« Skorratfala- hrtppur -tííL / Sameinað í Borgarfirði I apríl var kosið um sameiningu 5 sveitarfélaga í Borgarfirði auk Kolbeinsstaðahrepps. Ursht kosninganna urðu þau að 4 sveit- arfélög munu sameinast í eitt, þ.e. Borgarbyggð, Borgarljarðar- sveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur. Ibúar Skorradalshrepps felldu sameiningtma í tvígang. Sameining tekur gildi frá og með kosningum sem fram fara nk. vor. Heilbrigðisyfirvöld krefjast úrbóta Lyktarmengun frá starfsemi Laugafisks á Akranesi var nokk- uð til umræðu á fyrri hluta ársins en hún pirraði mjög íbúa í nærliggjandi íbúðahverfum. Mikla ólykt lagði frá verksmiðj- unni og kröfðust heilbrigðisyfirvöld úrbóta og hótuðu jafn- vel að krefjast þess að dregið yrði úr framleiðslu fyrirtækis- ins yfir heitustu mánuði ársins. Fyrirtækið er nú í samráði við heilbrigðisyfirvöld að vinna að úrbótum á lyktarmeng- Jákvætt að þvera Grunnafjörð . I .skýrslu.Vífils Karlssonar hagfræðings kom fram í mars að þverun Grunnaljarðar myndi hafa margvísleg jákvæð áhrif fyrir byggð og atvinnusókn á sunnanverðu Vesturlandi. Þverun fjarðarins myndi stytfa leiðina milli Borgarfjarðar og Akraness um 6 km. Hinsvegar myndi framkvæmdin ekki hafa nein áhrif á vegalengdina milli höfuðborgarsvæðisins og annarra þéttbýlisstaða. Heildarábatí af framkvæmdinni, sem áætlað er að kosti 800 -1000 milljónir króna, fyrir Vest- lendinga yrði a.m.k. 880-1.180 jn.kr. af mannvirkinu “Af því má gera ráð fyrir að vegagerðin sé þjóðhagsleg arðbær, eða í kringum 10% að raungildi,” segir í greinargerð Vífils. Auk- ið atvinnuúrval og atvinnuöryggi með stækkun vinnumark- aðarins eru nefndir sem kostír sem renna stoðum undir hærri laun þar sem greiðari aðgangur verði að Akranesi þar sem meðallaun eru hærri en í Borgarfirði. Bætt aðgengi að Akranesi sem færir alla þjónustu þar nær mið- og norður Vesturlandi; meira matvöruúrval, arðbærari rekstur sérvöru- verslana, aukið aðgengi að opinberri þjónustu eru einnig meðal kostanna við ffamkvæmdina. A fjölmennum borgara- fundi um samgöngumál á Akranesi í maí tílkynnti Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra að færsla hringvegarins að Akranesi og nýr vegur yrði tekinn til skoðunar við endur- skoðun 12 ára samgönguáæthinar. Guðrún Bergmann ferðafrömuður ársins Guðrún Bergmann framkvæmdastjóri ferðaþjónusmnnar á Brekkubæ á Hellnum var útnefhd Ferðafrömuður ársins af útgáfufélaginu Heimi í apríl. I álití dómnefndar sagði m.a.: “Lagt er til grundvallar frumkvæði, metnaður og framúr- skarandi árángur á sviði umhverfismála í uppbyggingu ferðaþjónustú á Vesturlandi sem og mikilsvert framlag til betra starfsumhverfis í atvinnugreininni á landsvísu.” Nýir leikskólar Samhliða fjölgun íbúa og barnafólks í landshlutanum er bygging leikskóla eitt af hinum nauðsynlegustu málum á vettvangi Sveitarfélaganna. Nú eru í byggingu eða í undir- búningi nokkrir leikskólar í landshlutanum. Má þar n.efiia að framkvæmdir eru hafnar við nýjan leikskóla í-Stykkishólmi og stækkun í Grundarfirði. Þá er í farvatninu bygging nýs leikskóla t.d. í Borgarnesi, Búðardal og á Hvanneyri. Mynd- ip sýnir væntanlegan leikskóla í Stykkishólmi sem áætlað er að taka í notkun næsta vor. Heitt vatn finnst á Berserkseyri Eftir ríflega tuttugu ára bið sjá Grundfirðingar nú fram á að hitaveita verði að veruleika eh líflega 20 sekúndulítrar af 75 gráðu heim vatni streymdu uppúr vinnsluholu á Berserks- eyri í aprílbyrjun. Samið hefur verið við Orkuveitu Reykja- víkur um virkjun vatnsins í Grundarfirði. I Stykkishólmi var einnig á árinu samið um kaup OR á hitaveitunni á staðnum. í þeim samningi var m.a. samið um þacTáð vatnið í Hólmin- um yrði framvegis selt á sama verði og á höfuðborgarsvæð- Lækkun fýrir áskrifent Langþráður áfangi náðist í Baráttunni við allt of hátt veg- gjald í Hvaltjarðargöngin, að mati margra, þegar veggjaldið var lækkað um allt að 38% þjnn 1. apríl. Þessi árangur náð- ist vegna endurfjármögnunai; 5,milljarða króna lána Spalar. Skuldbreytingin gaf svigrúm til að lækka veggjald í Hval- fjarðargöng um allt að 38% fyrir áskrifendur. Verð á stökum ferðum lækkaði þó ekkert, er áffam þúsund krónur og er það ~talið hafaletjandi áhrifrdrtýer^aþfónnstu á Vesturlandi þar sem ferðamenn kaupa sjaldap áfsláttarlykla. A árinu var á- fram rekinn áróður fyrir því á Alþingi að ríkið yfirtaki göng- in og gjald í þau verði þar með fellt niður. Enginn sigur virð- ist enn í sjónmáli fyrir þá baijátjumenn. Ár atvinnuhúsnæðisbygginga í Borgamesi A árinu vár gríðarlegur vöxtur í byggingu nýs atvinnuhús- næðis í Borgarnesi. Þar má nefna að Loftorka hóf byggingu nýs 3000 ferm. iðnaðarhúss og keypti auk þess fyrrum mjólkursamlagshús og hefúr nú breytt því með þarfir starf- seminnar í huga. Eðalfiskur byggði nýtt hús við Sólbakka og Svanur Steinarsson stækkaði Bananann svokallaða, en þang- 'að flýtur útíbú KB banki á næsta ári. Bónus byggði nýtt verslunarhús við Digranesgötu og Sparisjóður Mýrasýslu fluttí á árinu inn í nýtt og glæsilegt hús við sömu göm. A vegum Kaupfélags Borgfirðinga og dótturfélaga þess voru í apríl teknar fyrstu skóflustungurnar að tveimur nýjum hús- um. Annað er 650 ferm. bygging sem mun hýsa KB bú- rekstrardeild við Egilsholt en hitt er nýtt tæplega 2000 fer- metra sérhæft kjötvinnsluhús fyrir Borgarnes kjötvörur við Vallarás eri það hús verður tekið í notkun næsta vor. Guðrún út og inn aftur A fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar í apríl var samþykkt með fimm. atkvæðum gegn tveimur að Guðrún Jóna Gunn- arsdóttír vjki úr sveitarstjórn tímabundið á þeim forsendum að hún væri ekki búsett í sveitarfélaginu. I rökstuðningi með tillögunni var m.a. vísað til 4. mgr. 24. gr. sveitarstjórnarlaga þar sem segir að flytji sveitarstjórnarmaður tímabundið úr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.