Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 13
jaösunu^í ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 13 Vestwiand 2005 í máli og myndum / Nýir menn í stjórnunarstöður Allnokkrar breytingar urðu á árinu í ýmsum lykilembættum í landshlutanum. A sveitarstjórnarstiginu má nefna að Oli Jón Gunnarsson steig upp úr stóli bæjarstjóra í Stykkishólmi og gerðist framkvæmdastjóri hjá Loftorku í Borgarnesi. Við starfi hans tók Erla Friðriksdóttir. Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi til 18 ára lét af embætti og gerðist hafnarstjóri sameinaðra hafna á Faxaflóasvæðinu. Guðmundur Páll Jóns- son, bæjarstjórnarmaður gegnir starfi bæjarstjóra fram að næstu kosningum. Nýir yfirmenn tóku einnig við í stórfýrir- tækjum í landshlutanum. Má nefha að Gunnar Sigurðsson tók nýlega við starfi fJamkvæmdastjóra Sementsverksmiðj- unnar og Ingimundur Birnir stýrir nú Islenska járnblendifé- laginu á Grundartanga. Agúst Sigurðsson er rektor Land- búnaðarháskóla Islands sem formlega tók til starfa um liðin áramót við sameiningu nokkurra stofnana á sviði rannsókna og kennslu. Þá lét Magnús B Jónsson um leið af starfi rek- stors Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri sem hann hafði gegnt um áratugi. Loks ber að geta þess að Guðjón Guð- mundsson, fv. alþingismaður var ráðinn framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi. Ráðning hans var nokkuð umdeild þrátt fýrir að enginn efist um hæfi hans en ráðningin þótti bera keim af pólitík. Oskuðu m.a. nokkrir umsækjenda um starfið eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni. Bræðsluverð á ýsu I febrúarmánuði gaf vel til línuveiða hjá smábátum á Vestur- landi og veiði var afbragðsgóð. Engu að síður sigldu ekki all- ir af þeirri ástæðu einni saman að verðið á fiskmörkuðum var orðið svo lágt að það borgaði sig ekki að róa. Meðalverð fyr- ir kílóið af ýsunni fór þannig niður í 50 krónur og 100 krón- ur af þorskinum. Metþensla í byggingum Fara þarf meira en 20 ára aftur í tímann til að finna tölur um sambærilegan fjölda húsbygginga á Akranesi og á þessu ári og því síðasta. Arið 2004 voru byggð samtals 71 hús og 138 íbúðir og á yfirstandandi ári verður fjöldinn enn meiri. Framkvæmdir eru m.a. hafhar við byggingu fyrri af tveimur 11 hæða íbúðablokkum á Skagaverstúninu. Mikil aukning er auk þess í byggingu íbúðarhúsnæðis á öðrum þéttbýlisstöð- um á Vesturlandi. Hlutfallslega er vöxturinn þó mestur í há- skólaþorpunum Hvanneyri og Bifröst þar sem fjöldi nem- enda og starfsfólks á þessum stöðum hefur aukist verulega og því mikil vöntun á húsnæði. A Hellnum er þessi misserin að rísa nýtt frístundaþorp og mikið er byggt á öðrum þétt- býlisstöðum á Snæfellsnesi og í Borgarnesi. A Snæfellsnesi er aukinni eftirspurn eftir íbúðalóðum m.a. þakkað tilkoma Fjölbrautaskólans og bættar samgöngur. Fyrstu húsin eru nú risin í Reykholti eftir aldarfjórðungshlé á íbúðabyggingum þar. I Búðardal eru framkvæmdir einnig við nokkur íbúðar- hús og í raun er sama hvert litið er; allsstaðar er skortur á iðnaðarmönnum einn helsti þröskuldur þess að enn fleiri hús rísi en raun ber vitni. A Vesturlandi er einnig gríðarleg aukning í fjölda sumar- og heilsárshúsa enda er búið að skipuleggja hátt í 50 hverfi fyrir slíka byggðakjarna víðsveg- ar um landshlutann. Vantar hentug verkeftii I fréttum kom fram að Fjöliðjan, vemdaðir vinnustaðir á Vesturlandi, ætti undir högg að sækja. Astæðan: Það vantar hentug verkefni, bætta aðstöðu og meiri skilning stjórn- málamanna gagnvart mikilvægi verndaðs vinnustaðar. Mikil þörf er óuppfyllt til sérhæfðs stuðnings til atvinnu fyrir ein- staklinga með skerta starfsorku, bæði stuðnings til að geta aðstoðað fólk til þátttöku á almennum vinnumarkaði og til hæfingar og starfa á vernduðum vinnustað. Ymsir telja á- stæðu til að hvetja jafnt ráðamenn í stjórnsýslunni sem og at- vinnurekendur til að huga að verkefnum sem hentað gætu skjólstæðingum Fjöliðjunnar. HH| ISafcfcSa m Óskum nemendum, starfsmönnum og Vestlendingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. www.bifrost.is VIÐSKIPTAHASKÓLINN BIFRÖST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.