Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005
gglSSlíIi©BH
/
A eigin vegum í hálfa öld
Sæmundur Sigmundsson fráfarandi sérleyfishafi í viðtali
Það er óhætt að segja að um
komandi áramót verði mikil
þáttaskil í samgöngusögu Vestur-
lands. A gamlársdag fer Sæmund-
ur Sigmundsson sína síðustu sér-
leyfisferð en hann hefur í dag sér-
leyfi fyrir áætltmarferðir á allt
Vesturland en árið 1958 fékk
hann fyrst sérleyfi fyrir leiðinni
Borgames - Reykjavík. Rútuút-
gerð Sæmundar á sér hinsvegar
aðeins lengri sögu því á næsta ári
em liðin 50 ár firá því að hann hóf
rekstur langferðabifreiða sem
hann hefur sinnt óslitið síðan. Það
má Iíka segja að í hugum Borg-
firðinga og fleiri Vestlendinga sé
það að taka rútu það sama og fara
með Sæmundi enda er það oftar
en ekki orðað þannig. I hugum
margra eldri Borgfirðinga er Sæ-
mundur dáður og í raun alveg ó-
trúlega lánsamur rútubflstjóri og
afár greiðvikinn við sitt fólk. I tdl-
efiii af fyrrgreindum tímamótum
ræddi Skessuhom við Sæmund og
bað hann um að rifja upp ökufer-
ilinn í stórum dráttum.
„Eg byrjaði í rútuútgerðinni árið
1956 með Valdimar Asmundssyni og
við eignuðumst tvær gamlar rútur
fyrsta árið. Fljódega urðu bílamir
fjórir og fjölgaði síðan smám saman.
Síðan keypti ég hans hlut og hef ver-
ið einn síðan.“ Það kom fljótlega í
ljós að rútuútgerð snýst um fleira en
að setjast undir stýri og aka af stað
því það fer ekki minni tími í að halda
bílunum við. „Við eignuðumst
reyndar fyrsta bílinn strax árið 1960
en það er feikna viðhald á þessum
bflum sama hvort þeir em nýir eða
notaðir. Til að byrja með fékk ég
viðgerðir hjá Finnboga Gunnlaugs
sem þá rak hér myndar verkstæði.
Það var svolítið annað en núna þeg-
ar ekkert almennt bflaverkstæði er
eftir í Borgamesi. Upp úr 1960
keypti ég síðan þetta hús hér sem var
áður sláturhús og breytti því í verk-
stæði og hér hefúr verið nóg að gera
síðan. Þetta er reyndar alltof lítið en
það stendm til bóta því ég er búinn
að kaupa bflaverkstæðið í Brákarey
þar sem er fyrirmyndar aðstaða en
það má hinsvegar segja að það sé á
asnalegum tíma akkúrat þegar sér-
leyfisferðirnar em að hætta sem
þýðir náttúrulega mikinn samdrátt."
Borgnesinga
í tveimur ferðum
Langferðabflar Sæmundar em 35
talsins en aðspurður kveðst hann
ekki muna sætafjöldann. Hann segir
þó ekki langt síðan hann gat flutt
Borgnesinga alla í tveimur ferðum.
Hann segir þó ffekar sjaldgæft að
allir bflanrir séu á akstri í einu en það
komi fyrir á sumrin. „Mínar áætiun-
arferðir hafa verið 1100 km á dag en
þar fyrir utan er allur skólaakstur og
hópferðir þannig að það er drjúgt
sem þessir bflar snúast,“ segir Sæ-
mundur. Hann hefúr hinsvegar ekki
hugmynd um hvað akstursmælirinn
fyrir hann sjálfan er kominn í. „Einn
þóttist hafa reiknað það út að ég
hefði eldð tvisvar í kringum hnött-
inn en ég veit ekki hvort það er rétt.
Það er ómögulegt að giska á það en
eftir á að hyggja hefði maður átt að
halda dagbók því það væri svosem
gaman að vita hversu langur vegur
er að baki.“
Ekki í forstjóraleik
Þótt Sæmundur hafi rekið fyrir-
tæláð sjálfúr í 50 ár þá hefúr hann
aldrei sest í forstjórastólinn enda
ekki mikið pláss á skrifstofunni sem
er tæpir þrír fermetrar og sennilega
leitun að minni yfirbyggingu á fyrir-
tæki miðað við umfang rekstrarins.
„Eg hef enga menntun til að vera í
forstjóraleik, ég er bestur undir stýri.
Það hafa reyndar margir spurt mig
hvort ég fái aldrei leið á akstrinum
og þessum rúturekstri en ég hef
aldrei fengið nóg þótt það sé að
verða komin hálf öld. Eg hef fengið
mikla útrás í þessu og þótt það
hljómi einkennilega þá hef ég eigin-
lega haft mest gaman af þessu þegar
erfiðleikamir hafa verið mestir. Það
er ákveðin áskoran að takast á við þá
og sigrast á þeim.“
Þeir sem til þekkja vita líka að Sæ-
mtmdur hefur ekki slegið slöku við
en hann fæst hinsvegar ekki til að
segja hversu langan tíma hann hefúr
verið á akstri í beit en segir að það
væri ekki löglegt í dag. „Einhvem-
tíman hefúr maðtn verið ansi marga
klukkutíma á akstri í einum rykk en í
dag eru komnar aðrar reglur en voru
þá og þeim fylgjum við að sjálf-
sögðu. í svona rekstri tekur maður
heldur engar óþarfa áhættur. Auð-
vitað sleppur enginn algjörlega
slysalaust þegar menn aka htmdruði
kflómetra á dag í fimmtíu ár en ég
hef hinsvegar verið heppinn. Eg hef
fokið útaf einum þrisvar sinnum en
sloppið við slys í öll skiptin. Oft hef-
ur maður orðið að bíða af sér veður
en það er náttúrulega umdeilanlegt
hvenær á að fara og hvenær ekki.
Stundum var maður lagður af stað í
ágætu veðri og síðan skall á með lát-
um á miðri leið. Ég lenti í því í
gamla daga að bíða með fúllan bfl
inni í Hvalfirði í fjóra tíma um
hánótt vegna veðurs og mörg slík at-
vik væri hægt að rifja upp. I dag
horfir þetta öðruvísi við því það er
búið að sníða verstu kaflana af vegin-
um og síðan er saltað og mokað oft á
dag þannig að það er örsjaldan sem
ferðir falla niður vegna veðurs.
Einkabíllmn tekið yfir
Það era ekki bara vegimir sem
hafa breyst heldur hefur notkun far-
artækja einnig breyst mikið á þeim
fímmtíu árum sem hér eru til um-
ræðu. „Einkabíllinn hefur náttúru-
lega tekið yfir þannig að almenn-
ingssamgöngur eru mun minna not-
aðar en var. Ég held að hér á landi sé
sjötíu bflar á hverja hundrað íbúa.
Þeir sem era að fara með áætiunar-
ferðum í dag eru mest unglingar og
fullorðið fólk, þ.e.a.s. þeir sem hafa
ekki yfir bflum að ráða. Síðan heyra
sætaferðir á dansleiki sögunni til en
það voru oft
fjörugar ferðir en
samt stórvand-
ræðalausar. Ung-
lingamir voru og
eru ágætir þannig
að þótt gengi á
ýmsu kom aldrei
neitt stórkostlegt
upp á. Póstflutn-
ingarnir voru líka
ágæt búbót sér-
staklega eftir að
farþegum tók að
fækka með áæd-
unarferðum en
núna er búið að
taka það í burtu
og póstinum er
ekið á nóttunni
með sérbflum.
Þetta var að vísu
ekki skemmtileg-
ur flutningur en gaf ágætar tekjur,“
segir Sæmundur.
Brennivínsflutningar
Eitt veigamikið hlutverk sérleyfis-
hafans hér áður fyrr er ótalið en Sæ-
mundur sá um einhverja mikilvæg-
ustu flutninga héraðsins áður en á-
fengisverslun var opnuð í Borgar-
nesi. „Það æxlaðist þannig að það
kom í minn hlut að kaupa vín fyrir
alla í héraðinu. Þetta var svolítið sér-
stakt niðri á stöð á föstudögum en þá
voru menn eins og mý á mykjuskán
og allir að sækja dropann en það var
ekki algengt að við kæmum með tólf
eða fjórtán kassa fyrir venjulegar
helgar enda gerði maður ekki mikið
meira í Reykjavík þann daginn en að
bera vínið út í bíl. Þetta var eina
leiðin fyrir fólk að nálgast þessa vöra
á þessum tíma og því var þetta þjón-
usta sem mér fannst að yrði að vera
til staðar. Þetta var náttúrulega mik-
ið ábyrgðarstarf að flytja þennan
vökva fyrir fólk en þetta gekk allt vel
og ég braut aldrei flösku.“
Ekki sáttur
Sem fyrr segir fer Sæmundur í
sína síðustu áædunarferð á gamlárs-
dag en Hópferðamistöðin tekur við
sérleyfinu um áramót en útboð á
sérleyfúnum fór ffam á þessu ári.
Sæmundur er hinsvegar ekki sáttur
við að þurfa að hætta með þessum
hætti. „Það sem ég hef gert hér á
Vesturlandi á síðustu árum er að
sameina öll sérleyfin í eitt. Hér áður
fyrr var ég með sérleyfið fyrir Borg-
arnes - Reykjavflt en síðan voru sér-
stök sérleyfi á Akranes, Reykholt og
í Dali og þrjú sérleyfi á Snæfellsnesi.
Ég er búinn að koma þessu öllu und-
ir einn hatt. Það hefúr skeð þannig
að ég hef keypt upp þennan rekstur
á hverjum stað fyrir sig. Ég þurfti
einu sinni að kaupa sjö rútur á einu
bretti til að geta hagrætt á þennan
hátt. Mér finnst það þessvegna ó-
sanngjarnt að það sé hægt að taka af
manni ævistarfið og bjóða það út
með þeim hætti sem hér hefur verið
gert. Það má líkja þessu við kvóta í
sjávarútvegi eða landbúnaði. Ég er
hræddur um að menn í þeim geirum
yrðu ekki kátir ef það væri tekinn af
þeim framleiðslurétturinn eða veiði-
rétturinn án þess að þeir fengju neiu
til baka. Mér fyndist lágmark að þeir
sem taka við séu skyldaðir til að
kaupa hluta af bflakostinum. Það er
hinsvegar ekki á dagskrá þannig að
ég sit uppi með alltof marga bfla sem
erfitt er að losna við. Maður fær ekk-
ert fyrir gamlar rútur í dag. Ég lít
þessvegna á þetta sem eignaupptöku
á mínu ævistarfi en rfldð ræður þessu
og getur farið með mann eins og því
sýnist. Þess má reyndar geta að sér-
leyfið á Akranes var ekki boðið út.
Það var samið við Strætó í Reykjavík
um að taka þá leið og mér var bara
tilkynnt það í gegnum síma. Mér
skilst að þeir fái greitt með þeim
akstri og þannig geta þeir boðið upp
á lægri fargjöld og fleiri ferðir. Ég
hef aldrei beðið um styrk ffá Akra-
nesbæ og aldrei verið boðið slíkt.
Það þýðir svosem ekki að vera að
tuða um þetta en þetta er samt
svekkjandi þegar maður hefúr lagt í
mikinn kostnað við að kaupa upp
fyrirtæki til að hagræða í sínum
rekstri að það skuli í raun vera hægt
að taka það allt af manni.“
Aðspurður um hversvegna hann
hafi ekld bara boðið í sérleyfin eins
og aðrir segir Sæmundur að dæminu
hafi verið stillt þannig upp að það
voru engir nema þeir allra stærstu
sem gátu tekið þátt í leiknum. „Sér-
leyfin á Vesturlandi voru ekki boðin
út sér heldur var þetta hengt við
Norðurland og alla leið til Eigils-
staða. Ég hafði ekki bolmagn til að
bjóða í hálft landið þannig að mér
var aldrei boðið að þessu borði. Ég
er þessvegna ekkert sáttur við að
Ijúka þessu með þessum hætti og
mér finnst Vegagerðin og ráðuneyt-
ið skulda mér skýringar. Þetta eru
menn sem era að hefja sín störf
kannski löngu eftir að ég er búinn að
sameina sérleyfin og kosta til þess
tugum milljóna. Það er ljóst að þeir
hafa ekki haft fyrir því að líta um
öxl.“
Aftur til fortíðar
Þótt ekki séu nema faeinir dagar í
síðustu áætlunarferðina þá er langt í
síðustu rútuferðina hjá Sæmundi því
hann ætlar að halda áffam ótrauður
með annan akstur og núna er hann í
raun og veru kominn aftur í sömu
stöðu og hann var í fýrir fimmtíu
árum þegar hann byrjaði því hann
einbeitir sér að hópferðum. „Ég er
líka með átta bfla í skólaaksri og get
ekki farið að hætta því. Það er líka
ýmislegt annað að hafa þó það sé
ekki nóg fyrir alla bflana. Ég á
nokkra trausta viðskiptavini og suma
sem hafa skipt við núg nánast frá
upphafi. Hinsvegar verður þetta
náttúrulega hark eins og hjá hverri
annarri leigubflastöð því maður á
enga viðsldptavini í þessu frekar en
öðru. Maður verður bara að standa
sig. Ég neyta því hinsvegar ekki að
sjálfúm hefur mér fundist mest gam-
an af áætlunarferðunum og hef verið
mest í þeim sjálfúr en ég tek því
hinsvegar sem að höndum ber,“ seg-
ir Sæmundur Sigmundsson ffáfar-
andi sérleyfishafi en ávallt rúmbfl-
stjóri.
GE
Þmnan rútubíl keyptu þeir Sæniundur Sigmundsson og Vdldimar Ásmundsson driú 1960 og erþaSjýrsta rútan
sem þeir keyptu nýja.