Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 ^miMunuK. Með engil á öxlinm Rætt við Elínu Sigurðardóttur ljósmóður í Stykkishólmi Elín Sigurðardóttir og eigin- maður hennar, Sigurður Agústs- son, fluttu í mars í nýtt hús í Stykkishólmi. Nýja húsið er ansi frábrugðið uppeldisheimili Elínar, en hún bjó fýrstu 13 ár ævi sinnar í torfbæ. Elín var ljósmóðir í Stykkishólmi í áratugi og hefur frá mörgu fróðlegu að segja um æskujólin og starfið í öll þessi ár. Þeir eru ekki margir núlifandi ís- lendingar sem geta sagt frá því að hafa alist upp í torfbæ. Elín fæddist og ólst upp á bænum Hrísdal sem er skammt ffá Vegamótum í Mikla- holtshreppi. “Við vorum ellefu systkinin, sjö stelpur og fjórir strák- ar, en við vorum níu sem ólumst upp á bænum, tvö hjá ffændfólki. Þetta dreifðist nú yfir langt tímabil, eða 22 ár, og elstu bræðumir voru fluttir að heiman þegar ég var að alast upp.” Þó margs sé að minnast úr æskunni segir Elín það hafa einkennt þá tíma ffekar en í dag hvað lítil áhersla var lögð á menntun barnanna. “Já, skólagangan var nú ekkert tekin mjög alvarlega. Það var ekld það að fólk vildi ekki mennta bömin heldur vora tækifærin fágæt. Fyrstu árin var heimakennsla þar sem foreldrar sáu um menntunina og svo komu prest- urinn og prófdómari í heimsókn og við áttum þá að lesa fyrir þá, skrifa og leysa einföld reikningsdæmi. Svo fengu foreldramir áminningu ef ár- angurinn var ekki nógu góður. En þetta gekk nú alltaf eins og í sögu á mínu heimili. Svo þegar ég var 10 ára sótti ég farskóla, en þá var kennt á öðrum sveitabæ í tvær vikur, svo fór maður í mánaðarffí heima en okkur var sett íyrir. Þessari skóla- göngu lauk þegar ég var 14 ára.” Skóli lífsins “Það var nú þannig að vinnan var yfirleitt tekin fram yfir bóknámið. Eg man til dæmis að þegar ég var 11 ára var ég send til Reykjavíkur til að hjálpa konu einni með börn en hún hafði þá nýlega misst mann sinn. Þá var stríðið byrjað og ég man efrir því þegar ég var að leika mér við krakk- ana og hermennina. Eg lærði fyrstu orðin í ensku á þessum tíma sem vom auðvitað “please” og “chocola- te” því það var vinsælt að sníkja af þeim sælgæti og alltaf áttu þeir til súkkulaði.” Æska Elínar einkenndist af leik og auðvitað störfum, enda vom þá tím- arnir öðravísi. “Eg vann alltaf það sem til féll á bænum heima, til dæm- is við mótekju, og skólagangan varð ekki lengri efrir farskólann við 14 ára aldur. Það má segja að þá hafi ég farið í skóla lífsins og ég hef nú lært mikið í honum. Eg fór oft í vist og það jafnaðist á við nám í Kvenna- skólanum. Eg var í ár hjá prestfmnni í Söðulsholti, það var fínt heimili og þar lærði maður mikið í húslegheit- um. Svo var ég hjá prestshjónunum á Staðarstað eitt sumar og vann líka sem ráðskona í vegavinnu en þá var ég orðin þetta 17 eða 18 ára gömul.” Að sögn Elínar var ekki mikið um skipulagt skemmtanahald en krakk- amir fundu sér þó alltaf eitthvað að gera. “Iþróttafélag Miklaholtshrepps stóð nú fyrir einhverjum skemmtun- um, aðallega um jólin. Svo var alltaf gaman hjá okkur heima og mikið sem þurfri að gera, sérstaklega á sumrin. Við vomm látin sækja kýrn- ar, flökkukýrnar á kvöldin. Þá vom engar girðingar svo þær gátu farið langan veg. Það er svo fallegt þarna í kring og mikið birkikjarr í holtum og hæðum. Við krakkamir fómm oft í leiðangra upp í fjöll en það sem var það albesta var að veiða síli og smá- silung í lækjunum.” Ljósmóðir umbeðin Elín valdi starfsferil sinn ekki heldur var hún beðin um að mennta sig sem ljósmóðir. “Oddviti sveitar- innar kom að máli við mig og bað mig um að fara í Ljósmæðraskólann. Mig granar nú að héraðslæknirinn hafi átt þar hlut að máli. Það þótti sjálfsagt að það væri í hverjum hreppi ljósmóðir og einhver sem kunni fyrir sér í ýmsum hjúkrunar- störfum. Til dæmis þurfri að sprauta lungnabólgusjúklinga með pensillíni og þá þurfri að gera það á fjögurra klukkustunda fresti.” A þessum tíma var sú ljósmóðir sem sinnt hafði hreppnum að hætta sökum aldurs og því þurfri að fá aðra í starfið. “Eg fór því í Ljósmæðraskólann 19 ára göm- ul árið 1949. Þetta var eins árs nám en svo var mælst til þess að þær sem fóra svo út á land eins og ég, þar sem ekki var læknir á hverju strái, að þær væm að vinna árið eftír skólann á fæðingardeildinni.” Elín var því rétt orðin tvítug þeg- ar hún hóf að taka á móti bömum í heimabyggð sinni. “Þegar ég kom úr námi tók ég við nokkrum bömum, þó ekki hafi verið milrið um fæðing- ar. Eg man sérstaklega efrir einni fæðingu sem myndi örugglega hafa verið staðið öðravísi að í dag. Eg fór á bæ tíl konu sem var að eiga sitt ní- unda bam og hún var orðin 43 ára gömul. Eg var þá jafrigömul elsta syni hennar og hafði verið að vinna hjá henni sem barnshjálp. Hún þekkti mig því sem bam og ég hugs- aði bara “gemr hún treyst þessari stelpu?” En svo var þetta ljómandi stund, þetta var um nótt og þau böm sem vora heima á bænum vora færð til og látin sofa í stofunni. Þetta var ljúf fæðing þar sem voram við móð- irin og faðirinn. Núna myndi vera staðið öðravísi að málum, það myndi vera fylgst mjög vel með móðurinni á öllum stígum með- göngu til dæmis. Það var þó ekkert sem kom upp á hjá litlu stelpunni sem fæddist og hún er núna leik- skólastjóri í Reykjavík.” Sex böm og bakvaktir Elín flutti í Stykkishólm árið 1952 en hóf ekki ljósmóðurstörf þar í bæ fyrr en í byrjun árs 1955. Þá áttu þau Siguður tvö börn en þau eiga nú alls sex. “Eg tók þá við ljósmóðuram- dæminu hér. Eg tók á móti í heima- húsum fyrir þær sem það vildu, en var ekki á spítalanum sjálfrim, á ár~ unum 1955-1964. Sankti Franciskussysturnar sáu um fæð- ingadeildina á sjúkrahúsinu og þar var ljósmóðir frá Belgíu. Hjá mér vora fæðingar frekar fáar, en þó þetta að meðaltali svona 8-10 á ári. Fyrsta bamið sem ég tók á mótí hérna fagnaði fimmtugsafmæli sínu í vor og ég hef tekið á mótí bömtm- um hans líka.” Arið 1964 urðu svo þáttaskil hjá Elínu því til sjúkrahússins vora ráðnir tveir nýir læknar, héraðslækn- ir og sjúkrahússlæknir, og eins og svo oft verða breytingar með nýju fólki. Þeir vildu báðir hafa íslensku ljósmóðurina með á sjúkrahúsinu. Það fór þannig smátt og smátt að tveimur áram seinna þá hættu syst- urnar að skaffa ljósmóður á sjúkra- húsið og efrir það var Elín eina ljós- móðirin. “Ég vann við fæðingar og hugsaði um mæðurnar á eftir og gat sem betur fer ráðið tímanum svolít- ið sjálf.” Þegar þama kemur við sögu reka þau Sigurður heimili með sex börnum. “Það gekk nú bara vel að samræma þetta. Og svo bjargaði tengdamóðir mín oft heimilinu. Um þetta leytí vora elstu bömin orðin það stór að þau gátu haft auga með þeim yngri og þetta blessaðist allt saman.” Elín segir marga hafa hjálpað sér í gegnxun tíðina en að enginn hafi verið jafri hjálpsamur og Sigurður, en þau hafa verið gift í 53 ár. “Hann var oft í burtu því hann vann hjá Vegagerðinni, en þegar hann var heima sá hann um allt í fjarveru minni. Hann hefur verið þolinmæð- in uppmáluð þegar viðkemur starf- inu mínu.” I langan tíma var Elín eina ljósmóðirin á þessum slóðum og var á bakvakt allan sólarhringinn, allt árið. “Eg fann ekki mikið fyrir því þegar ég var ung en ég held að það myndi enginn sætta sig við þessi vinnusldlyrði í dag. Eg man eftir því einu sinni þegar ég var í fimmtugsaf- mæli hjá mági mínum í Borgarfirð- inum og þegar ég var búin að heilsa gestunum þá var mér sagt að fara aftur heim því þar beið mín kona með léttasótt. Eg var líka öll þessi ár án bakvaktarkaups heldur fékk bara borgaða vinnutímana. Eg einfald- lega vissi ekki af þessum rétti mínum og það var enginn að leiðrétta þetta hjá mér. Upp úr 1970 vora svo tvær ungar ljósmæður í Grandarfirði sem leystu mig af þannig að ég gæti farið hálfan mánuð í sumarffí.” Þegar hlé var á fæðingum á sjúkrahúsinu að- stoðaði Elín við hjúkran í hluta- starfi. Allt hefiir bjargast Hún var þó ekki alla tíð ein við störf. “Eg vann með góðum konum öll þessi ár sem komu og fóra. I þrjú ár var með mér Margrét Guð- mundsdóttir sem flutti hingað með manni sínum sem var kaupfélags- stjóri. Svo var hér í smá tíma belgísk ljósmóðir og síðustu árin sem ég var starfandi var með mér Margrét Thorlacius. Eg er einnig búin að vinna með ógrynni af læknum allan þennan tíma, fastráðnum og afleys- ingalæknum. Það er eiginlega bara mesta furða en mér lyntí vel við þá alla. Eg er viss um að reynslan hefur off komið sér vel.” I dag era gerðar miklar kröfrir tíl verðandi ljósmæðra en reynslan hlýtur að vera betri en nokkur skóli. “Eg veit það bara að þær ljósmæður sem era starfandi í greininni í dag era mjög vel mennt- aðar því þær þurfa að fara í gegnum hjúkrunarnámið áður en þær byrja að sérhæfa sig sem ljósmæður. Eg held að þetta sé ekki svona í mörg- um löndum.” Islendingar eru því í góðum höndum. “A starfsferlinum hefur margt skeð og ætli ég hafi ekki tekið á móti svona 7-800 börnum. Eg veit hrein- lega ekki hvað hefur ekki gerst.” Þetta hefur alltaf allt bjargast og seg- ist Elín tíl allrar blessunar aldrei hafa orðið vitni að harmleik. “Eg held stundum að ég hafi bara haft engil á öxlinni því það er off eins og það sé einhver að hvísla að mér; gefa mér ráð tíl að finna leiðir. Eg er sennilega með sjötta skilningarvitið. Eina nóttina voram við læknirinn á vakt bæði að spá í hjartalínuriti fósturs sem var í fæðingu á deildinni. Eg var hreinlega ekki viss um að allt væri með felldu. Þá vora faxtækin komin og ég þurfri að faxa línuritið inn í vaktherbergið á Landspítalanum og biðja vaktmennina að koma því til fæðingarlæknis sem gat lesið úr því og hringdi svo í okkur. Það skeði tvisvar að ég notaði vaktmennina á þennan hátt.” Elín segir ótrúlega mikið hafa breyst undanfarin ár og sé mikil bót á. Þegar sjúkrahúsið fékk mónitor og sónar hafa orðið ó- trúleg breyting á greiningu barna. Gaman að losna við sím- ann “Þegar píptækið kom tíl sögunnar var ég miklu ffjálsari en ég hafði ver- ið. Ég hef alltaf unnið mikið í skóg- rækt á sumrin og gat þá verið með píptækið og var ekki bundin síman- um heima. Ég man að ég horfði stundum á símann á náttborðinu og bað hann um að vinsamlega vera hljóðan. Tilhlökkunin þegar ég hætti að vinna var ekki sú að losna úr starfinu heldur að losna við símann úr svefriherberginu. Þetta var líka orðið öðravísi því ég hafði þá fengið greitt fyrir bakvaktimar í einhvem tíma alveg frá því að ég byrjaði að vinna með Margréti Guðmunds- dóttur. Svo fékk ég einu sinni heilt sumar í ffí árið 1985 vegna bakvakta og gat þá varið því á fæðingardeild- inni í Keflavík. Ég vann líka á sæng- urkvennaganginum á Landspítalan- um. Það er náttúralega milrill lúxus að vera að vinna 8 tíma vakt og geta svo farið heim og þurfa ekki að hafa meiri áhyggjur af vinnunni.” Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Elín hafi verið starfandi allan þennan tíma því hún er svo hress og ungleg. “Já, mér finnst ótrúlegt hvað tíminn líður og mér finnst ég ekkert eldast. Við höfum hist á 5 ára ffesti, við sem úlskriftiðumst úr Ljós- mæðraskólanum fyrir 55 árum. Það er alveg ótrúlegt hvað við eram hressar.” Elínu og Sigurði líður vel í Hólm- inxun. “Já, það er held ég miklu betra að verða gamalmenni hérna í Stykk- ishólmi heldur en í bænum. Við eig- um okkar vini og kunningja hérna en auðvitað sakna ég þess mikið að hafa ekki börnin héma hjá mér.” Eins og áður sagði eiga Elín og Sig- urður sex böm, fimm stelpur og einn strák. Þau búa öll nema eitt í Reykjavík, ein dóttir hennar býr í Borgarfirði. Svo era komin nítján barnabörn og fjögur langömmu- böm. Æskujólin Það er oft sagt að jólin á Islandi hafi breyst mikið frá því sem áður var. Þegar Elín lýsir sínum æskujól- um er ljóst að þetta era ekki bara orðin tóm, jólin hafa vissulega breyst. “Jólin vora svo ólík og það er ekki hægt að bera mín æskujól við hvernig þetta er í dag. Það var í fyrsta lagi ekki talað mikið um jólin fyrr en þau gengu í garð. Þau vora svo heilög, það var eins og fólk hafi ekki viljað spilla þessari miklu helgi. Þó vora þau undirbúin á bæjxmum, það var mikið prjónað og búin til ný föt á okkur þó við höfum ekki feng- ið alklæðnað, og þau vora yfirleift gerð upp úr gömlxim fömm. Það var jú sagt að annars færi maðxir í jóla- köttirm. Það var sígandi í jólaxmdir- búningnum, mér fannst jólin alltaf vera á næsta leiti þegar ég fann lykt af reyktu kjöti. Pabbi var með skúr þar sem hann reykti kjöt fyrir okkur og nágrannana. Hann reykti úr mó og birki. Svo var fólk að reykja þama rúllupylsur og lax og alls konar kjöt og þetta var sko byrjunin á jólastemningunni. Bærirm var timb- Hér er Elín og mynd sem St. Franáskussystur í Stykkishólmi afhendu henni sem þakkhetisvott fyrir stötf hennar á sjúkrahúsinu. Myndin er ekki hekluð heldur hnýtt og er þetta handverk allsérstakt og œttað frá heimaslóöum systranna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.