Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 S'gESSUtiöM Kosið í Menningarráð Vesturlands og skrifáð undir samstarfssamning Fulltrúar sveitarfélaga á Vesturlandi skrifa undir samstarfssamninginn í Snorrastofu um menningarmál til þrigg/a ára. Fulltrúa DalabyggSar vantaði þar sem sveitarst/óm þar var á sama tíma aS fjalla um fjárhagsáœtlun. Þær hafir borið hita ogþmiga að gerS menningarsamnings jyrir Vesturland. VerkefniS hefur átt langan aSdraganda. Helga Halldórsdóttir, formaSur SSV og Hrefna BJóns- dóttir, framkvœmdastjóri. Samstarfssamningur sveitarfé- laganna á Vesturlandi um menn- ingarmál var undirritaður í Reyk- holti sl. fimmtudag við hátíðlega athöfn. Jafnframt var skipað nýtt Menningarráð Vesturlands sem sér um framkvæmd menningarmála næstu 3 ár. Menningarsamningur milli SSV og samgönguráðuneytis og menntamálaráðuneytis var und- irritaður á aðalfundi SSV 28. októ- ber sl. Tekur hann gildi nú um ára- mótin en í honum var gert ráð fyr- ir að samstarfssamningur sveitarfé- laga á Vesturlandi um menningar- mál lægi fyrir og hefur nú þeim á- fanga verið náð. Að lokinni stuttri athöfn í Reyk- holtskirkju, var skrifað undir sam- starfssamninginn í Snorrastofu. I Safnaðarsal kirkjunnar var síðan boðið upp á léttar veitingar. Þar flutti Helena Guttormsdóttir er- indi í forföllum Signýjar Ormars- dóttur, starfsmanns Menningar- ráðs Austurlands, þar sem sam- bærilegur menningarsamningur hefur verið í gildi sl. 4 ár. Erindið fjallaði um hvað menningarsamn- ingur Austfirðinga hefur gert fýrir menningarlífið í landshlutanum. Var það niðurstaða viðstaddra að margan lærdóm megi draga af því sem Austfirðingar hafa gert. Langur aðdragandi Hrefna Bryndís Jónsdóttir, ffamkvæmdastjóri SSV hefur átt veg og vanda að undirbúningi og gerð menningarsamnings milli sveitarfélaganna og ríkisins. Hún var að vonum ánægð þegar undir- rituninni var lokið. “Eg er afskap- lega ánægð með að þessi samning- ur skuli nú vera í höfn. Samninga- viðræður hafa tekið langan tíma og ég get alveg viðurkennt að ég var ekki alltaf bjartsýn á að samningar tækjust, m.a. vegna ráðherraskipta í menntamálaráðuneytinu og hafði það áhrif á framgangshraða þessa verkefnis. Okkar heimafólk í sveit- arstjórnum hefur verið duglegt við að ýta við stjórnmálamönnum og það hefur haft sín áhrif,” segir Hrefna. 155 milljónir til skiptanna næstu 3 ár Nú hefur nýtt Menningarráð fyrir Vesturland verið skipað. Tek- ur það nú við verkefninu og stjórn- un þess. “Það fylgir starfi Menn- ingarráðs mikil ábyrgð að spila vel úr því fjármagni sem nú verður til staðar, sjá til þess að það nái til metnaðarfullra og raunhæfra verk- efna og tryggja að mótffamlag inn í menningarsamninginn skili sér frá sveitarfélögum og öðrum aðil- um. Fyrsta verkefni Menningar- ráðs er að skilgreina hlutverk sitt og eðli þeirra verkefna sem undir það munu heyra í framtíðinni. Þannig verður t.d. að móta mjög skýrar úthlutunarreglur. Sam- kvæmt samningnum er að því stefnt að a.m.k. helmings mót- framlag komi frá öðrum aðilum en ríkinu og getur þar bæði verið frá sveitarfélögum, fyrirtækjum og jafnvel einstaklingum, allt eftir eðli verkefna hverju sinni. Við sjáum t.d. sóknarfæri í því að fjármagna ákveðin verkefni með styrkjum frá eða í samstarfi við erlenda aðila ekki síður en innlendra.” Hrefna segir að gríðarleg tæki- færi liggja í þessum samningi. Næstu 3 ár sé gert ráð fyrir að menningarráð hafi um 155 millj- ónir til ráðstöfunar með mótfram- lagi heimamanna og annarra aðila. Þessi upphæð verður til skiptanna til reksturs Menningarráðs, til launa starfsmanns og úthlutun framlaga til menningarmála á Vesturlandi. Menningarráð tekur strax til starfa og gerir Hrefna ráð fyrir að fyrsta úthlutun styrkja fari fram á útmánuðum 2006. Stjórnin kjörin Kosið hefur verið í stjórn Menn- ingarráðs Vesturlands. SSV til- nefndi Helgu Halldórsdóttur for- mann í stjórnina. Jón Pálmi Páls- son, sviðsstjóri menningarmála hjá Akraneskaupstað er fulltrúi sveit- arfélaga 5 sunnan Skarðsheiðar, Þorvaldur T Jónsson, bæjarfulltrúi í Borgarbyggð er fulltrúi Borgar- fjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar og Mýrasýslu. Guðrún Anna Gunnarsdóttir, formaður safna- og menningarmálanefndar Stykkis- hólmsbæjar er fulltrúi sveitarfélag- anna á Snæfellsnesi og Helga A- gústsdóttir, forstöðumaður Eiríks- staða Haukadal er fulltrúi frá Dalasýslu. MM/ Ljósm: ÞÞ Stjóm MenningarráSs. Frá vinstri: Þorvaldur, Jón Pálmi, Helga Agústsdóttir, Helga Halldórsdóttir og GuSrún Anna Gunnarsdóttir. PISTILL GISLA Jólin Þótt ég geti seint talist til venjulegs fólks þá er ég ekkert frábrugðinn venjulegu fólk að því leyti að ég vil gjarnan hafa fínt hjá mér á jólunum og líkt og aðrir hef ég gjarnan lagt mikið á mig í þeim tilgangi. Mér verður oft hugsað til jól- anna 1990 í því sambandi en þá var ég að vinna til mið- nættis á Þorláksmessu og átti þá jólahreingerninguna eftir að stærstum hluta. Nóttin fór að mestu í þær framkvæmdir og undir morgun sofnaði ég standandi á eldhúsgólfinu með eldfast mót í höndunum og vaknaði ég við það að lok- ið datt í gólfið og brotnaði. Þótt það séu í það mirmsta fimmtíu ár þangað til ég kem til með að viðurkenna að ég sé að verða gamall þá lærir mað- ur þó sitthvað með aldrinum, ungum aldri það er að segja, og meðal annars það að sleppa því frekar að þrífa eld- fasta mótið heldur en að vera útkeyrður, úttaugaður og út- brunninn á aðfangadagskvöld. Um helgina var ég skikkað- ur til að heimsækja musteri Mammons, verslunarmið- stöðina Kringluna í Reykja- víkurhreppi. Taldi ég mig hafa sloppið vel með því að komast þaðan lifandi en troð- ast ekki undir í mannmergð- inni. Þar var fólk á hlaupum í innkaupum eins og segir í kvæði Þórhalls Sigurðssonar um Austurstræti hvar þá voru ys og læti sem hafa nú færst inn í verslunarhallir á borð við Kringluna. Allir þurfa alltaf að gera allt fyrir jólin. Þannig er það nú bara og því verður sjálfsagt ekki breytt. Kaupmenn reyna að sjálf- sögðu að reita af neytendum eins og þeir geta-fyrir hver jól enda eru jólin ágætis mark- aðsvara. Það er því ekki við höndlarana að sakast en lykill- inn að góðum jólum er hins- vegar að láta ekki teyma sig of langt í vitleysunni. Það er hinsvegar um að gera að láta teyma sig allavega hálfa leið. Jólin eru neftiilega nokkurs konar „deadline“ eins og það heitir í blaðamennsku eða skiladagur eins og helst má þýða það á íslensku. Fyrir jól- in þarf að klára allt og það er svosem í lagi svo fremi að þetta allt sé innan viðráðan- legra marka þannig að menn fái notið jólanna. Að verki loknu slaka menn á í stundar- korn og síðan eru jólin búin og aftur komið á byrjunarreit. Jólin eru því nauðsynlegt upphaf og endir og eitthvað sem alltaf er stefnt að. Eg óska lesendum Skessu- horns gleðilegra jóla og vona að þeir kunni sér hóf fyrir þessi jól og alla tíð. Þar sem ég lét af störfum sem ritstjóri blaðsins eftir sjö ára setu í rit- sjórastólnum á árinu þá vil ég nota tækifærið núna í árslok og þakka samfylgdina á þeim vettvangi. Þetta er þó ekki hinsta kveðja því ég mun alla- vega enn um sinn ausa hér á þessum stað af visku minni og vísdómi. Hittumst heil á nýju ari. Gísli Einarsson, jólasveinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.