Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 63

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 63
■■■f.viiin... ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 63 Bráðum koma blessuð jólin... Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegrajóla og farsœldar á nýju ári. Þökkum viðskiptin. MODEL AKRANESI Stillholt 16-18 sími: 43! 3333/tiilvupóstur: moiiel. ak(asimnet. is Honum var þó gefinn kostur á að eignast hestinn en verðið var honum langtum of- viða enda var hann alla tíð fátækur maður af þeim verðmætum sem mölur og ryð fá grandað. Vinur hans einn sem var betur efhum búinn frétti hvernig ástatt var og kom þá til hans með peningana og sagði honum að kaupa hestinn og borga sér þeg- ar hann gæti. Eyjólfur dró ekki dul á að þetta mat hann mikils og taldi að þessi hest- ur hefði verið sendur sér af Guði. Eftir að Rauður var orðinn hans eign orti hann: Raubs skal snilli fylling fá framar gyllivonum, svo hann tylli öruggt á ystu hyllingonum Þó ekki sé full vissa fyrir því eru mestar líkur á að næsta vísa sé um sama hest: Rauöur nauman finnur frib fús í glauminn settur. Hcekki flaumur, hoppar vib hestur taumaléttur. Ekki veit ég hvaða hryssu Eyjólfur sakn- aði þegar hann orti eftirfarandi en ein- hverra hluta vegna hefur hún orðið honum hugstæð: Mitt er farib merarskass í myrkrib stari ég blindur, illa marinn á mér rass, úr mér farinn vindur Georg Jón Jónsson á Kjörseyri tamdi brúnan fola fyrir afa sinn sem varð gæðings- hestur en fullmikið viljugur fyrir almenning og kannske menn sem farnir voru verulega að eldast. Þegar þannig var í pottinn búið vildi Eyjólfur bara eiga hestinn hjá dóttur- syni sínum og þar var hann alla tíð. Á fjórð- ungsmóti á Kaldármelum reið Georg þess- um hesti í hópreiðinni þá 18 vetra gömlum og þótti Brún bæði þröngt um sig og hægt farið og lét skoðanir sínar óspart í ljós. Þá mun eftirfarandi vísa hafa orðið tdl: Láttu hljóbib hófa óba hœgja núna. Vcegbu móba gamla góba garpinum brúna. Á afleggjarann að Sólheimum var byggð brú, að mestu úr timbri sem Eyjólfi fannst tæplega nógu sterkleg: Stendur meban vatnib vex vissulega brúin, en komi flób sem segir sex, svo er hún alveg búin. Þeir Eyjólfur og Hallgrímur frá Ljár- skógum, sem var lengi símstöðvarstjóri í Búðardal, voru miklir vinir og ortust gjarn- an á. Einu sinni sem vafalaust oftar sátu þeir yfir bragðbættu kaffi og fóru með vísur og ræddu um vísur. Hallgrímur fór með vísu sem Eyjólfi þótti ekki mikið varið í og sagði að væri innantómt orðagjálfur. Byrjar þá Hallgrímur: Léleg vísa af lœgstu gerb, lipurt orbagjálfur. Allavega - Lengra komst hann ekki því nú greip Eyjólfur frammí og kláraði vísuna: - einskisverb eins og þú ert sjálfur. Eyjólfur hafði gjarnan þann hátt á að hringja til Hallgríms vinar síns og bera sig illa undan skorti á hundaskömmtum og taldi hund sinn bæði aldraðan mjög og heilsulausan og yrði sá krankleiki ekki læknaður nema með réttum inntökum sem Hallgrímur sá gjarnan um að útvega. Eitt sinn kvittaði Eyfi fyrir á þennan hátt: Hundurinn minn hressist enn, hann er ab verba góbur, prísar gub og góba menn og gleypir úrvalsfóbur. Síðasti fjárhundur Eyjólfs varð á elliárum fyrir bíl og slasaðist til ólífis en þá dugðu ekki skammtarnir frá Hallgrími. Þá brá Eyjólfi svo við að hann táraðist enda fann hann að hann mundi ekki koma sér aftur upp hundi og þar með væri ákveðnum þætti ævinnar lokið: Ég grœt ei þó fákana felli og fjarlcegist vinir um stund. Ég grcet ekki af gikt eba elli, ég grœt minn síbasta hund. Trúlega hefur Eyjólfur verið staddur í póstferð hjá Hallgrími vini sínum þegar hann heyrði Hallgrím gefa símastúlku í Reykjavík tiltal vegna slæmrar afgreiðslu: Eyju banda agar þú ekki ab vanda hálfur, orbabrandi beitir nú betur en fjandinn sjálfur. Sæmundi Björnssyni í Hrútatungu lýsti Eyjólfur með þessum orðum: Clabur eins og sumarsól, síhækkandi stjarna, jafnvígur á háb og hól helvítib ab tarna. Eyjólfur kom sér jafnan vel við þá lækna sem störfuðu í Búðardal og laginn að fá hjá þeim lyf til heilsubótar hundi sínum. Eitt sinn er Þórhallur læknir stakk að honum spíraglasi varð eftirfarandi vísa til á heim- leiðinni: Fjörs í bálib fór allur, fægbi stál úr kjafti. - þína skál ég Þórhallur þamba af sálarkrafti. Eyjólfur í Sólheimum andaðist á sjúkra- húsinu á Akranesi 19. desember 1989 og hafði þá lifað í eina öld og rúmlega hálfu ári betur. Þessum þætti um hann er rétt að ljúka með þessari ágætu vísu sem oft getur átt við þá sem skrifa vísnaþætti: Þó harbni átök ellinnar, andleg reisn sé þrotin, glitra á barmi glötunar gömlu vísubrotin. Með þökkfyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Refsstóðum 320 Reykbolt S 435 1367 og 849 2715 dd@hvippinn.is Helstu heimildir: Sólheimavefurinn: Minn- ingar og afmælisgremar. Viðtöl og greinar úr ýmsum áttum. Ymsar munnlegar heimildir, mest Georgjón Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.