Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 27
■jnnc CT-rr<rntT91CT nr cttt^t * cTTnrxTíTcr r r SHSS'tí'HÖElRI ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 27 Beðið ákvörðunar ráðherra um Menntaskóla Borgaríjarðar Ytri stýrihópur um stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar í Borg- amesi bíður nú niðurstöðu Þorgerð- ar Katrínar Gunnarsdóttur, mennta- málaráðherra varðandi umsókn hópsins um stofnun einkarekins, þriggja ára menntaskóla ffá og með næsta hausti. Fyrirhugaður menntaskóli er samstarfsverkefni Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveit- ar, Viðskiptaháskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Islands á Hvanneyri. Vinna við námsskrá skólans, húsnæði og fjármögnun er á lokastigi. „Ég hef þá trú að hér sé um að ræða afar mikilvægt mál sem við erum að reyna að koma í gegn, en stofnun menntaskóla í Borgarfirði er að okkar matd lykilatriði fyrir áfram- haldandi þróun héraðsins sem þekk- ingarsamfélags. Þá má benda á þá leið sem við förum að stofna skóla í hlutafélagaformi í eigu fyrirtækja, sveitarfélaga og almennings í Borg- arfirði sem er nokkur nýbreytni. Við erum ekki að fara ffam á að ríkið byggi og reki fyrir okkur skóla, heldur að fara ffam á heim- ild tdl að ffamkvæma slíkt sjálf á okkar á- byrgð, gegn greiðsl- um menntamála- ráðuneytis fyrir nemendaígildi. I því sambandi má benda á að skortur hefúr verið á pláss- um í núverandi framhaldsskólum landsins, þ.a.m. á Akranesi,“ segir Runólfur Agústsson, rektor, einn fjórmenninganna sem skipa stýrihóp til undirbúnings stofnunar mennta- skóla. Háskólaráð Borgarfjarðar ályktar: Á fundi sínum í síðustu viku á- lyktaði Háskólaráð Borgarfjarðar um stuðning við verkefhið en áður höfðu Samtök sveitarfélaga á Vest- urlandi gert hið sama. I ályktun ráðsins segir: „Háskólaráð Borgar- fjarðar telur afar mikilvægt að stofn- aður verði menntaskóli í Borgarnesi eins og nú eru hugmyndir um. Há- skólaráð telur að menntun ung- menna í heimabyggð sé grundvall- aratriði í áffamhaldandi uppbygg- ingu öflugs sveitarfélags og háskóla- samfélags í Borgarfirði. Samfélag þetta telur nú um 3.500 manns en sé tekið tdllit til dulinnar búsetu og þess fjölda háskólanema sem búsettir eru á Bifröst og Hvanneyri má áætla að þessi tala sé rúmlega 4.000 manns. Það er ljóst að möguleikar á framhaldsnámi tmgmenna skipta miklu máli þegar fólk velur sér búsetu Það er ekki á- sættanlegt að senda 16 ára ólögráða ungmenni tdl langtímadvalar fjarri fjölskyldu og heimahögum þar sem allar aðstæður eru fyrir stofiiun og starffækslu ffamhaldsskóla. Eins og nú háttar til í Borgarfirði fara 34% útskrifaðra grunnskólanema til námsdvalar annarsstaðar en á Vest- urlandi. 18% þeirra fara ekki í ffam- haldsnám. Þessu þarf að breyta. Með stofhun menntaskóla í Borgar- nesi verður mögulegt fyrir ung- menni að dvelja í heimahúsum og stunda sitt nám hvort sem um er að ræða dreifbýli Borgarfjarðar eða þéttbýli í Borgarnesi, Bifföst og Hvanneyri. Háskólaráð Borgarfjarðar skorar á menntamálaráðherra og yfirvöld að taka jákvætt í hugmyndir Borgfirð- inga um stofhun menntaskóla og lýsir yfir fullum stuðningi við ffam- komnar hugmyndir þar sem gert er ráð fyrir stofnun skólans strax haust- ið 2006.“ I stýrihópnum vegna undirbún- ings menntaskóla eru þau Ágúst Sig- urðsson ffá Hvanneyri, Helga Hall- dórsdóttdr ffá Borgarbyggð, Runólf- ur Agústsson ffá Bifföst og Þórvör Embla Guðmundsdóttir ffá Borgar- fjarðarsveit. MM Hver er maður ársins á VesturlandiP i Líkt og undanfarin ár stendur Skessuhorn fyrir I vali á þeim einstaklingi sem þykir hafa skarað f framúr á einhverju sviði á árinu. Eina skilyrðið er að viðkomandi sé búsettur í landshlutanum. Minnumst þess sem vel er gert! Sendið tölvupóst á: skessuhorn@skessuhorn.is fyrir 28. desember nk. Gjarnan má rökstyðja valið með nokkrum línum. Einnig er hægt að hringja inn tilnefningar í síma 894-8998. Sérstök valnefnd á ritstjórn Skessuhorns vinnur úr tilnefningum og kynnir úrslit í fyrsta tölublaði nýs árs sem kemur út miðvikudaginn 4. janúar 2006. Skessuhorn ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.