Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Page 27

Skessuhorn - 20.12.2005, Page 27
■jnnc CT-rr<rntT91CT nr cttt^t * cTTnrxTíTcr r r SHSS'tí'HÖElRI ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 27 Beðið ákvörðunar ráðherra um Menntaskóla Borgaríjarðar Ytri stýrihópur um stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar í Borg- amesi bíður nú niðurstöðu Þorgerð- ar Katrínar Gunnarsdóttur, mennta- málaráðherra varðandi umsókn hópsins um stofnun einkarekins, þriggja ára menntaskóla ffá og með næsta hausti. Fyrirhugaður menntaskóli er samstarfsverkefni Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveit- ar, Viðskiptaháskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Islands á Hvanneyri. Vinna við námsskrá skólans, húsnæði og fjármögnun er á lokastigi. „Ég hef þá trú að hér sé um að ræða afar mikilvægt mál sem við erum að reyna að koma í gegn, en stofnun menntaskóla í Borgarfirði er að okkar matd lykilatriði fyrir áfram- haldandi þróun héraðsins sem þekk- ingarsamfélags. Þá má benda á þá leið sem við förum að stofna skóla í hlutafélagaformi í eigu fyrirtækja, sveitarfélaga og almennings í Borg- arfirði sem er nokkur nýbreytni. Við erum ekki að fara ffam á að ríkið byggi og reki fyrir okkur skóla, heldur að fara ffam á heim- ild tdl að ffamkvæma slíkt sjálf á okkar á- byrgð, gegn greiðsl- um menntamála- ráðuneytis fyrir nemendaígildi. I því sambandi má benda á að skortur hefúr verið á pláss- um í núverandi framhaldsskólum landsins, þ.a.m. á Akranesi,“ segir Runólfur Agústsson, rektor, einn fjórmenninganna sem skipa stýrihóp til undirbúnings stofnunar mennta- skóla. Háskólaráð Borgarfjarðar ályktar: Á fundi sínum í síðustu viku á- lyktaði Háskólaráð Borgarfjarðar um stuðning við verkefhið en áður höfðu Samtök sveitarfélaga á Vest- urlandi gert hið sama. I ályktun ráðsins segir: „Háskólaráð Borgar- fjarðar telur afar mikilvægt að stofn- aður verði menntaskóli í Borgarnesi eins og nú eru hugmyndir um. Há- skólaráð telur að menntun ung- menna í heimabyggð sé grundvall- aratriði í áffamhaldandi uppbygg- ingu öflugs sveitarfélags og háskóla- samfélags í Borgarfirði. Samfélag þetta telur nú um 3.500 manns en sé tekið tdllit til dulinnar búsetu og þess fjölda háskólanema sem búsettir eru á Bifröst og Hvanneyri má áætla að þessi tala sé rúmlega 4.000 manns. Það er ljóst að möguleikar á framhaldsnámi tmgmenna skipta miklu máli þegar fólk velur sér búsetu Það er ekki á- sættanlegt að senda 16 ára ólögráða ungmenni tdl langtímadvalar fjarri fjölskyldu og heimahögum þar sem allar aðstæður eru fyrir stofiiun og starffækslu ffamhaldsskóla. Eins og nú háttar til í Borgarfirði fara 34% útskrifaðra grunnskólanema til námsdvalar annarsstaðar en á Vest- urlandi. 18% þeirra fara ekki í ffam- haldsnám. Þessu þarf að breyta. Með stofhun menntaskóla í Borgar- nesi verður mögulegt fyrir ung- menni að dvelja í heimahúsum og stunda sitt nám hvort sem um er að ræða dreifbýli Borgarfjarðar eða þéttbýli í Borgarnesi, Bifföst og Hvanneyri. Háskólaráð Borgarfjarðar skorar á menntamálaráðherra og yfirvöld að taka jákvætt í hugmyndir Borgfirð- inga um stofhun menntaskóla og lýsir yfir fullum stuðningi við ffam- komnar hugmyndir þar sem gert er ráð fyrir stofnun skólans strax haust- ið 2006.“ I stýrihópnum vegna undirbún- ings menntaskóla eru þau Ágúst Sig- urðsson ffá Hvanneyri, Helga Hall- dórsdóttdr ffá Borgarbyggð, Runólf- ur Agústsson ffá Bifföst og Þórvör Embla Guðmundsdóttir ffá Borgar- fjarðarsveit. MM Hver er maður ársins á VesturlandiP i Líkt og undanfarin ár stendur Skessuhorn fyrir I vali á þeim einstaklingi sem þykir hafa skarað f framúr á einhverju sviði á árinu. Eina skilyrðið er að viðkomandi sé búsettur í landshlutanum. Minnumst þess sem vel er gert! Sendið tölvupóst á: skessuhorn@skessuhorn.is fyrir 28. desember nk. Gjarnan má rökstyðja valið með nokkrum línum. Einnig er hægt að hringja inn tilnefningar í síma 894-8998. Sérstök valnefnd á ritstjórn Skessuhorns vinnur úr tilnefningum og kynnir úrslit í fyrsta tölublaði nýs árs sem kemur út miðvikudaginn 4. janúar 2006. Skessuhorn ehf.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.