Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 62
62
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005
giHÉSSU|g©M
Eyjólfur Jónasson áyngri árum.
Minningarbrot um
Eyjólf Jónasson frá
Sólheimum í Laxárdal
►! Eyjólfur Jónasson fæddist á Gillastöðum í
Laxárdal 15 mars 1889. Foreldrarhans voru
þau Jónas Guðbrandsson og Ingigerður
Sigtryggsdóttir. 9 ára gamall flyst Eyjólfur
með foreldrum sínum að Sólheimum í Lax-
árdal og er jafnan við þann bæ kenndur síð-
an og átti þar heimili til æviloka að undan-
teknum 5 árum (1914 - 1919) sem hann bjó
á næsta bæ, Svalhöfða.
Séra Olafur Olafsson var þá prestur í
Hjarðarholti og hélt þar unglingaskóla um
tíu ára skeið 1910 - 1920, en áður hafði
hann verið prestur á Lundi í Lundarreykja-
dal. Vorið 1905 kemur vistráðin til séra
Olafs, frá Akranesi, Ingveldur Sigurðar-
dóttir, ekkja eftir Olaf Þorsteinsson en þau
u „hjón höfðu verið í vinnumennsku hjá séra
Olafi á Lundi og áður ýmist í vinnu-
mennsku eða húsmennsku á ýmsum stöðum
í Borgarfirði. Mun Ingveldur hafa fylgt séra
Olafi eftir það en með henni koma þá dæt-
ur hennar tvær, Sigríður f. 1895 og Ingi-
björg f. 1903. Um tvítugsaldur var Eyjólfur
í Hjarðarholtsskóla og takast þá þau kynni
með honum og Sigríði að þau ganga í
hjónaband árið 1914 og hefja þá búskap á
Svalhöfða sem hafði þá verið í eyði í 30 ár.
Nærri má geta hvert átak það hefur verið að
þurfa að endurbyggja öll hús að mestu eða
( ^öllu leyti með eigin höndum og þó stutt
væri til vina og ættingja höfðu þeir líka í
nóg horn að líta. Arið 1919 lætur Guð-
brandur bróðir Eyjólfs af búskap og flytja
þau þá að Sólheimum en árið 1925 deyr
Sigríður úr berklum aðeins 29 ára gömul
frá fjórum ungum börnum en þau voru O-
lafur Ingvi bóndi í Sólheimum, giftur
Helgu Guðbrandsdóttur. Ingigerður gift
Jóni Kristjánssyni á Kjörseyri, Guðrún, var
gift Gunnari Sveinssyni og Una sem var gift
Eiríki Sigfússyni . Arið 1939 kvæntist
Eyjólfur aftur, Ingiríði Guðmundsdóttur
I ^frá Leiðólfsstöðum en þau skildu eftir 18
ára sambúð. Börn þeirra urðu Steinn, giftur
Auði Skúladóttur og er hann einn eftirlif-
andi af börnum Eyjólfs og Sigríður Sólborg
sem var gift Freysteini Jóhannssyni. Við
Stein son sinn í vöggu kvað Eyjólfur og seg-
ir það okkur svolítið um lífsviðhorf hans og
hvað hann vildi innræta ungum syni sínum:
'»*■ Soföu Steinn á meban mátt,
mátt þinn láttu slakna.
Safna kröftum ungur átt
aftur til aö vakna.
í herrans nafni stattu Steinn,
Stattu fast í önnum.
Heimtaöu rétt þinn hreinn og beinn
En hjálpaöu þurfamönnum.
Eyjólfur var hraustmenni á yngri árum og
glíminn í betra lagi enda sagði hann að
hann hefði ekki fallið í glímu nema fýrir
einum manni og var það Olafur Thors síð-
ar forsætisráðherra þegar báðir voru á ung-
lingsaldri en Olafur þó þremur árum yngri.
^ Ólafur hafði hinsvegar lært glímu en
Eyjólfur ekki og því fór sem fór. Snemma
mun hafa borið á hneigð Eyjólfs til hrossa
og að ríða hratt ef því varð við komið. Ung-
Þeir flengríða á fegurðinni - enfierast lítt úr stað!
ur að árum eignaðist hann gráan hest sem
hann taldi síðar að hefði verið með bestu
hestum sem hann eignaðist á lífsleiðinni. A
þennan hest minntist hann í vísum sem
hann fór með á 75 ára afmæli sínu sem
nokkurskonar yfirlit yfir lífshlaupið:
Ungur sá ég heiöi háa,
haldinn dável knár.
Yfir flár og frerann bláa
flaug á gráum klár.
Þurfti ekki þceföa glófa,
þá var f mér blóö.
Treysti bara á haröa hófa
hunsaöi hverja slóö.
Eyjólfur var um árabil póstur í Laxár-
dalnum og þótti framúrskarandi röskur og
dugmikill í þeim ferðum enda gjarnan til
hans leitað ef nokkurs þótti við þurfa að
bregða hratt og örugglega. Eitt sinn var
hann að koma úr póstferð og var kominn að
Svalhöfða á heimleið en þá voru þar veik-
indi og þurfti að sækja lækni í Búðardal.
Eyjólfur sneri strax við og lækninum náði
hann á fótum og fékk hann með sér en hálf-
fúlan þó. Þegar fram að Svalhöfða kom fékk
Eyjólfur sér kaffi en læknirinn var fljótur að
sinna sjúklingnum, þáði hvorki vott né
þurrt en vildi komast sem snarast til baka.
Eyjólfur drakk sitt kaffi hvað sem læknir
sagði en fljótlega eftir að þeir voru komnir
af stað fór læknir að hafa orð á að það væri
nokkuð mikið lagt á þessa hesta að fara
þrjár ferðir niður í Búðardal sama daginn.
Eyjólfur samsinnti því en sagðist sjá þar ráð
til. “Nú eru allir í dalnum sofandi og við
skulum bara fara heim á einhvern bæinn og
stela okkur hestum og hvíla mína hesta á
meðan.” Þetta þótti lækninum þjóðráð og
hafði hið mesta gaman af en Eyjólfur lét
þess að engu getið að hestarnir sem þeir
tóku voru í eigu Ingva sonar hans sem þá
bjó á Leiðólfsstöðum.
Með þeim Eyjólfi og Jóhannesi úr Kötl-
Eyjólfur og Rauður. Myndin er tekin um 1910.
jóhannes hefur jafna lund. (Ölvaöur)
jagar hann til sín indœl sprund. (Bölvaöur)
Postulíns eitt sinn átti hund. (Mölvaöur)
Alsœll fyrst á dauöastund. (Fölvaöur)
Einn af nágrönnum Eyjólfs var Gísli Sig-
urjónssson á Svalhöfða og á fimmtugsaf-
mæli hans annan september 1952 flutti
Eyjólfur honum þessar stökur:
Minnast þess ég mun í kvöld
meir af þökk í sinni,
höfum viö um hálfa öld
haft all náin kynni.
Hér viö rama heiöina
hryggö og gaman fundiö,
lagt oft saman leiöina,
leyst inn sama pundiö.
Höfum tamiö hund og jó
hressir saman galaö,
vaöiö saman vatn og snjó
votir saman smalaö.
Framtíöin er falin rún
en fáöu glas viö buginn.
Láttu Skjóna lyfta brún
leggöu á sjötta tuginn.
Sigríði Einarsdóttur á Leiðólfsstöðum
sendi Eyjólfur þessa afmælisvísu:
■ 4
Láttu árin auka (auöga) sýn,
engu fári kvíddu.
Breyttu tári í besta vín,
beislaöu klár og ríddu.
)
Eyjólfur var þekktur hesta- og tamninga-
maður og vafalaust hafa póstferðirnar
hjálpað mörgum folanum að vinna úr sér
kitlurnar og fara að hugsa aðeins fram á
veginn. Grun hef ég um að Eyjólfúr hafi lit-
ið það öðrum augum en tamningamenn nú
á dögum þó tryppi væru dálítil fyrir sér í
byrjun enda orti hann:
Á hestamannamóti þótti Eyjólfi nokkuð
skorta á tilþrif gæðinganna þó fallegir væru:
Veröur lengi mér í minni,
mér varö á og kvaö.
Þeir flengríöa á feguröinni
en fcerast lítt úr staö.
Eyjólfur í Sólheimum mun hafa orðið
flestum minnisstæður sem kynntust honum
og bar margt til. Hann var með fádæmum
næmur á fólk og fljótur að skynja hvernig
því leið og lagði oft leið sína til þeirra er
sorgin hafði sótt heim, færandi huggun og
hugarró. Lífsfjör hans og lífsgleði var svo
einstakt og stundum taumlítið að einn sam-
ferðamanna hans lýsti hlátri hans sem lúð-
urhljómi lífsgleðinnar. Undir niðri leyndist
þó hlýr en ofurviðkvæmur maður. Ein-
hverntíma lýsti hann sjálfúm sér á þessa
leið:
Hugardettum hef ég meö
harmagrettum bifaö
og viö glettum gjarnan séö,
glatt meö sprettum lifaö
Sjálfur fékk Eyjólfur sinn skammt af sorg
og erfiðleikum og varla hafa það verið auð-
veldir dagar þegar gamli bærinn í Sólheim-
um brann sama árið og yngsta dóttir hans
fæddist og fólk þurfti að búa um sig í úti-
húsum um hríð.
Ég er oröinn uppgefinn,
andar kalt af pólnum.
Brunninn liggur bcerinn minn
í brekkunni suör'af hólnum.
Eyjólfur var bókhneigður maður og las
lengi vel nánast allt sem hann kom höndum
yfir. Sjaldan taldi hann sig hafa rekist á bók
sem ekki væru í nokkrar setningar sem hann
hefði grætt á að lesa, þó ekki væru nema ein
eða tvær. Aldurinn skapaði honum einnig
aðra og víðari sýn á ýmsa viðburði samtím-
ans og margt sem menn töldu mikilvæga
viðburði þegar þeir áttu sér stað taldi hann
aðeins storm í vatnsglasi. Reynslan hefur
svo í mörgum tilfellum sannað að hann
hafði rétt fyrir sér. Alla tíð var Eyjólfur
árrisull og hripaði gjarnan á morgnana
vísukorn niður á blað sem hann stakk svo í
kistil sinn, en það fór allt ásamt bókasafni
hans þegar íbúðarhúsið í Sólheimum brann
1986. Tvo unglinga vakti hann eitt sinn til
starfa með eftirfarandi orðum:
Eru þetta ungir menn
sem ætla aö leggja á brattann.
I sínu rúmi sofa enn,
- svei þeim bara attan
Ekki veit ég nákvæmlega um tilurðartíma
eftirfarandi vísu en nokkuð segir hún okkur
um manninn:
Ég hef lengi haft þau hót
hart þó fengi aö reyna,
hvaö sem gengi mér í mót
mœtti enginn greina.
Marga hesta tamdi Eyjólfúr um dagana
og þó eitthvað af þeirri vinnu hafi verið
unnið í póstferðunum fer ekki hjá því að
það hefur verið tekinn tími bæði frá svefni
og búi. Á þeim tíma var ekki í tísku að
borga fyrir tamningu nema hugsanlega ein-
hvern greiða á móti enda taldi Eyjólfur það
undarlegt að menn skyldu taka borgun fyr-
ir að temja gæðingsefni, nær væri að þeir
borguðu fyrir að fá að hafa þau undir hönd-
um. Svo sterk voru tengsl Eyjólfs við sum
þau gæðingsefni sem hann hafði undir
höndum að minnsta kosti þremur hestum
hafnaði hann að koma á bak á því hann ótt-
aðist að löngunin til að eignast þá yrði sér
erfið. Rauðan gæðing tamdi hann sem hon-
um féll mjög þungt að skila og orti eftir að
Rauður var farinn til síns heima:
Alltaf þyngjast örlögin
einn og gleöisnauöur
horfi ég á hnakkinn minn
og hugsa til þín Rauöur.
um var góð frændsemi og mikil vinátta.
Lengi framan af mun Jóhannes ekki hafa
látið mikið frá sér fara af kveðskap án þess
að bera hann undir Eyjólf og mat hann
flestum mönnum meira. Töluverðar líkur
eru á því að það hafi verið fyrst og fremst
fyrir hvatningu Jóhannesar þegar hann var
barnakennari í'Ðölum að Eyjólfur byrjaði
að yrkja eðá allavega láta eitthvað heyrast.
Eyjólfur sagði eitt sinn mn Jóhannes þeg-
ar menn voru ekki á eitt sáttir um eina af
síðustu ljóðabókum Jóhannesar. “Mér er nú
sama hvað þið segið um Jóhannes. Hjartað
í honum er gott og allt sem hann yrkir kem-
ur þaðan.” Aftur á móti þótti Eyjólfi Jó-
hannés hafa einkennilega mikla tiltrú1 á sér
og kvaðst alltaf hafa verið eins og posttilíns-i
stytta uppi á hillu hjá honum. Jóhannes væri
hinsvegar þannig gerður að hann bæri alla
heimsins þjáningu á herðunum og gæti því
ekki orðið sæll fyrr en í gröfinni. Ut frá
þessum hugleiðingum gerði Eyjólfur vísu
en bætti síðan einu orði aftan við hverja
hendingu svo vísan >rði nú skárri ems og
hann orðaði það:
Þaö er í flestum lítiö liö
sem lifa til aö hika.
Mér er yndi aö ýta viö
öllu og sjá þaö kvika.
Bæði menn og hestar geta átt sína uppá-
haldsstaði þar sem margs er að minnast og
á einum slíkum bletti gæti eftirfarandi"vísa
hafa orðið til:
! I
Hér var stundum hesti beitt
er hlýnaöi grund á vorin.
Leitaö, fundiö, lagiö þreytt,
loguöu uhdir sporin.
Þáð er hverjum hestamanni fagnaðarefni
þegar tryppið fer að hugsa svolítið fram á
veginn, viljinn að aukast og ganglagið að
breytast en sú breyting getur komið á
furðulegustu tímum:
W- ' I' •
Loksins tókst aö lengja sporiö,
leynast stundum kraftar duldir.
Mér fipaöist viö faöirvoriö
- fyrirgef oss vorar skuldir.