Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 56

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 aikUSlinu^ Upp á lífog dmiða -Jólasaga eftir Eivind Kolstad Liðið var fast að jólum og það leit út fyrir að við ætluðum að fá goð og gamaldags jól að þessu sinni því að allt var hulið snjó og fjallið fyrir ofan bæinn var ævintýralega hvítt. Alllangt utan við sjálfa byggðina lá kofmn hans Syverts gamla. Þarna bjó hann aleinn og var ófáanlegur til að flytja inn í byggðina. Hann elskaði fjalhð og skóginn. Og einmitt nú stóð hann fyrir utan kofadyrnar sínar og var að kveðja Hans og Aslaugu sem höfðu komið alla þessa leið til að færa honum ýmislegt gott frá pabba og mömmu. Þetta var orðinn fastur ^iour að börnin frá Þórsnesi kæmu til hans á Þorláksmessu með poka fullan af alls konar góðgæti en Sy- vert hafði unnið mörg ár á Þórsnesi áður fyrr. Það var hætt að snjóa og himinn- inn var orðinn heiðskír með gullna bliku í vestri þar sem vetrarsólin hafði áður logað. Hans var tólf ára gamall en Aslaug systir hans var lít- ið eitt eldri. Það var um það bil tveggja klukkustunda leið til byggða svo að það veitti ekki af að komast af stað. Syvert stóð fyrir utan kofann, veifaði til þeirra og fcDskaði þeim gleðilegra jóla, þegar þau hlupu niður sneiðingana. Þau urðu að hraða sér svo að þau lentu ekki í þreifandi myrkri. Þau voru veginum mjög kunnug og í svona skíðafæri skyldu þau komast úr sporunum. Aslaug var hugrökk stúlka og þau skiptust á að fara á undan og leggja brautina. I fyrstu gekk allt vel, það var unun að því að renna sér á ská niður brekkurnar. fl -Við vorum of lengi hjá Syvert, sagði Aslaug. - Fyrir vikið komum við of seint heim og pabbi og mamma verða hrædd um okkur. Við verðum að hraða okkur. - Bara að setja dampinn á, sagði Hans, ég reyni að hanga í þér - og svo renndu þau sér áffam. Þeim þótti sem þegar væri kominn jóla- svipur á allt þegar þau brunuðu gegnum auðar geilarnar í smáskóg- inum. Snjórinn var nægilega mikill og þau voru farin að hlakka svo af- ^þaplega mikið til jólanna því að ekkert kvöld ársins gat jafnast á við aðfangadagskvöldið á Þórsnesi. Þá kom öll fjölskyldan saman og jóla- sveinninn kom með troðfullan poka af jólagjöfum. Ja, þvílík til- hlökkun. in beint heim. Bærinn þeirra var fallegur fjallabær sem stóð hátt en mestöll byggðin lá nokkru neðar. Þessi skógur og þessi fjallabyggð voru langt inni í hjarta Noregs svo að þarna var víða einmanalegt og hrikalegt. - Jæja, þá höldum við áfram, sagði Hans. - Nú verð ég á undan, þú hangir í mér, Aslaug. Þau þutu niður Litlafjallið svo að snjórinn þyrlaðist upp allt í kringum þau. Þegar þau komu niður á slétt- lendið nam Aslaug skyndilega stað- ar og Hans sömuleiðis. - Ertu uppgefirm? spurði Hans í gamni. - Þei, þei, sagði Aslaug og rödd hennar skalf. - Heyrir þú ekkert? Hans hlustaði. Svo varð hann Uppi við brúnina á Litlafjalli þar sem þau höfðu verið fyrir skömmu, sást grár skuggi sem þokaðist á- fram. Það rann kalt vatn milli skinns og hörunds á þeim systkin- um. - Haltu áffarn, haltu áffam eins og þú kemst, sagði Aslaug. Við eig- um upp bratta brekku að fara áður en við komumst til Hlíðarfjalls og þar sem skógurinn tekur við, liggur gamall skóghöggvarakofi. Þangað förum við. Guð minn góður, en hvað þau voru hrædd! Ef þau skyldu nú ekki geta forðað sér? Þau bitu saman tönnunum og héldu áffam í átt til kofans. En hann lá víst allt of langt undan. Ulfurinn, hinn soltni og hættu- slá í brjóstum þeirra. Annar úlfur kom að þeim með gapandi kjaft. Þau börðu þangað til þau voru orðin þreytt í handleggjunum. Hvað átm þau að gera þegar þreyt- an hafði yfirbugað þau? Ef þau hreyfðu sig ffá klettinum myndu úlfarnir nota tækifærið og ráðast á þau. Ulfunum fannst nú nóg komið af þessu þófi. Annar þeirra læddist nú alveg að þeim og þeim sortnaði fyrir augum og lá við að gefast upp. - Hans, kallaði Aslaug. - Gáðu að þér, Hans! Hún lyfti öðrum stafn- um með hvössum broddi og gerði áhlaup: Stafbroddurinn lenti í kjafti dýrsins. Hann rak upp ýlfur og hörfaði affur á bak. Og Hans gerði einnig svipað áhlaup og barði W' En það var ekki tími til þess nú að tala mikið. Þeim var líka eitt- hvað einkennilega órótt innan- brjósts. Þau höfðu aldrei verið svona seint á ferð áður. Trén sem þau fóru fram hjá stóðu svo ein- kennilega þögul og þungbúin. En brátt komust þau fram úr skógin- um og þá tóku stjörnurnar að lýsa á himninum og skína niður á jörðina. Hans var orðinn móður og dró nú djúpt andann. Hann vildi ógjarnar verða á eftir Aslaugu. Nú voru þau að komast upp úr skóginum og þegar þau stóðu á tindi Litlafjalls, hvíldu þau sig and- I '3*írtak. Hér var snjórinn harður. Enn var nokkur spölur efdr þar til þau komust í skóginn og þá lá leið- náfölur. - Úlfavæl, sagði hann og skalf í hnjáliðunum. A veturna þegar það var kalt bar oft við að úlfar kæmu niður í sveit- ina. Menn höfðu margsinnis orðið þeirra varir uppi í fjallinu og inni á heiðunum. - Hvað eigum við að gera? spurði Aslaug og í augum Hans var sama spurningin. Hann sá í hinni fölu skímu að systir hans var ná- bleik og æst. Hvað átti að gera? - Við flýtum okkur niður Hlíðar- fjallið, sagði Hans. - Þaðan er stutt heim til okkar. Ef við komumst í Hlíðarjallið áður en úlfurinn tekur eftir okkur, held ég að okkur sé borgið. Þau brunuðu af stað og vonuðu að þetta væri aðeins einn einstakur úlfur, því að þeir eru hugaðasdr og grimmastir, þegar þeir eru margir saman. Þau hröðuðu sér allt hvað af tók en þeim sótdst ferðin dálítið seint því að nú var á brekku að sækja. Hvorugt mælti orð af munni. Þau renndu sér með samanbitnar tennur, allt hvað þau gátu. - Heyrðurðu? sagði Hans og nam staðar. Það var eins og grátur- inn væri að koma upp í hálsinn á honum. - Heyrðirðu? Það er að færast nær... , j - Sjáðu, hvíslaði Aslaug og benti. legi gráfótur, hafði þegar orðið þeirra var, því að nú heyrðist enn ýlfur sem gaf til kynna að hann hefði orðið var við bráðina. Það fór hrollur um þau því að enn lengra í burtu heyrðu þau einnig ýlfur. Það leið ekki á löngu þar til úlf- urinn sem þau hpfðu séð uppi á fjallsbrúninni, var kominn í nánd við þau. - Við náum ekki skóghöggvara- kofanum í tæka tíð, sagði Aslaug - Við skulum flýta okkur upp að klettunum og reyna að verjast þar, ef hann ræðst á okkur. Þau hröðuðu sér nú allt hvað af tók upp að klettastalli þar skammt ffá en eftir litla stund kom úlfurinn þangað einnig. I fyrstu var hann bara einn en þau heyrðu ýlfrið í öðrum skammt í burtu. - Berðu og öskraðu, sagði Hans. Og þarna stóðu þau bæði með skíðin og skíðastafina á lofti og voru tilbúin að hefja baráttuna upp á líf og dauða. Úlfurinn færði sig nær og nær. Þau kölluðu bæði af öllum kröft- um. Kannski myndi einhver heyra til þeirra? Nei, þess var varla von hér inni á heiði. Úlfurinn kom alltaf nær og nær og ljósrauð tung- an lafði út úr gapandi kjaftinum. Bæði börnin börðu til hans af alefli er hann kom í nánd við þau og hann hopaði undan í,hvert skipti. En nú var eins og hjartað hætti að af öllum kröftum sva að úlfarnir hörfuðu báðir til baka. En þau systkinin tókú sér síðan stöðu á ný við klettavegginfr. * - Sjáðu, hérna er stór steinn, sagði Hans. Úlfurinn sem hafði særzt varð nú enn grimmari og æstari en áður en þegar hann var í fimm metra færi kastaði Hans steininum af öllum mætti í höfuð úlfsins. Hann féll til jarðar á einu andartaki og stóð ekki upp aftur. I sama bili kastaði hinn úlfurinn sér yfir dauða félaga sinn en Hans og Aslaug nomðu tækifærið og laum- uðust burt, yfirkomin af þreytu og æsingi. Óttinn gaf þeim nýja krafta og þau stefndu í átt til Hlíðarfjalls- Bara að þau gætu nú náð kofan- um. Úlfurinn sem ekki var særður myndi um stund ekki hafa huga á öðru en hinum særða félaga sín- um... ef ekki bættust nýir við... Þau hlupu sem mest þau máttu. Það var nálega orðið aldimmt. Þau urðu að komast áffarn. Nú heyrðist aftur í úflinum - og öðrum úlfi. - Hans, reyndu að flýta þér, sagði Aslaug og rödd hennar fól í sér svo mikla von að Hans lá víð að brosa. - Þú ert hugrakkarí en nokkur piltur, Aslaug. - Eg er hreykinn af þér, sagði Hans. - Bíddu nú með þett hól þangað til seinna, sagði Aslaug. Enn nokkum spöl og þá blasti Hlíðar- fjaUið við þar sem brattar fjallahlíð- arnar liggja niður að veginum. - Heldur þú að við náum yfir þessa hæð? Þau þorðu naumast að líta aftur fyrir sig en brátt urðu þau þess vör af ýlfri dýrsins að það ætl- aði sér að hefja eftirför. - Hér, kallaði Hans næstum því ær af gleði. Aðeins nokkra metra í viðbót þá var það versta búið. Þeim þótti sem fætumir vildu ekki bera þau lengra en nú var um lífið að tefla. - Einn, tveir, þrír - nú stungu þau sér fram af bröttustu brekkunni sem þau höfðu nokkra sinni farið. Ef þau stæðu í henni myndi allt fara vel. Það söng og hvein fyrir eyram þeirra og þó að skíðin sykkju í nýsnævið var hrað- inn ofboðslegur. Þvílíkur ofsa- hraði! Ef þau stæðust þessa þraut þá var þeim borgið, en ef... - Hertu þig, sagði Hans. Enn einn kílómetra og þá eram við komin til Kari gömlu í kofanum. Þau heyrðu ekki lengur vælið í úlfunum en þrátt fyrir það gengu þau af svo mikilli ákefð að það kom blóðbragð í munninn á þeim. Og þegar þau sáu ljósglætuna í kofan- um hjá Kari gömlu urðu þau svo glöð að því verður ekki með orðum lýst. Þau hentust áfram síðasta spölinn að kofanum og þegar þau náðu þangað börðu þau svo harka- lega á kofadyrnar að gamla konan sem þarna bjó var nærri dáin af hræðslu. Þegar Kari gamla lauk upp kof- anum varð hún bæði undrandi og hrædd. - Er það sem mér sýnist. Era þetta ekki bömin frá Þórsnesi? En þegar hún sá hve föl þau vora hleypti hún þeim samstundis inn. - Úlfar, hvíslaði Aslaug, og hné svo niður á stól. Hans svimaði lítið eitt en náði sér fljótt. - Við skulum taka þessu öllu með ró, sagði Kari gamla, svo jafnið þið ykkur fljótlega þegar þið hafið hvílt ykkur vel. Ef hann er bara einn þorir hann ekki að koma heim að kofanum. Þegar Lars, sonur gömlu kon- unnar, kom heim um kvöldið og fékk að heyra söguna, fylgdi hann þeim Hans og Aslaugu heim til þeirra. Foreldramir urðu auðvitað himinlifandi glaðir er börnin komu heil á húfi. Því að nú var mjög lið- ið á kvöld. Og þegar þau höfðu heyrt alla sögu þeirra, urðu þau mjög undrandi. - Þið erað börn af réttu tagi, sagði faðir þeirra. Lars hvarf þegj- andi heim á leið. Hann skyldi sann- arlega senda úlfunum skeyti seinna. Bíðið þið bara! - En jólakvöldið, sem beið þeirra næsta dag átti sér engan líka, hvorki fyrr né síðar. Hið hættulega ævintýri sem þau höfðu lent í var með öllu gleymt og horfið þegar þau gengu kringum jólatréð og sungu jólasálmana. Og ekki minnkaði gleðin þegar jólasveinn- inn kom og hvolfdi úr pokanum sínum á gólfið. Þýtt ilr norsku H.J.M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.