Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005
■■.miiih..-; |
Getum við
aðstoðað þig?
4
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Ársreikningar, skýrslur,
ritgerðir & handbækur
stafræn prentun & frágangur
Kveldúlfsgötu 23-310 Borgarnes
437 2360 - 893 2361
olgeirhelgi@islandia.is
Þorláksmessuskata
í hádeginu
Opnunartími yfir jól og áramót:
Aðfangadagur 10:00 -14:00
Jóladagur lokað
Annar í jólum 11:00 -22:00
Gamlársdagur 10:00 -14:00
Nýársdagur 17:00 -22:00
Starfsfólk Ís-Myndar óskar
öltum gleðilegra jóla og
farsældar a nýju ári'
Digranesgötu 6 - Borgarnesi - s. 436 1300
Getum við aðstoðað þig? / Vinnunótur, reikningar & eyðublöð á sjálfkalkierandi pappír
Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23-310 Borgarnes 437 2360 - 893 2361 olgeirhelgi@islandia.is
HCainUmíðað ókart
frá cAkmne&i íjálapaltkami
<§>ti/*cislfc(ður
gjðfht fiemficur feest fyá alduir!
'Dýifiiina Tarfadáttir
Timwr iPárðoirámi
gidl&miðir ag skartgripafiánnuðir
mnar: 862 6060 - 464 3460
Sá/itótaðnr:
Fyiirheit gefin um frekari
lækkun fasteignagjaldsstofiis
Bæjarstjórn Akraness afgreiddi
fjárhagsáætlun bæjarins og stofn-
ana hans fyrir árið 2006 á fundi í
síðustu viku. Fyrir fundinum lágu
breytingartillögur minnihluta
Sjálfstæðismanna sem sagt heíur
verið frá í Skessuhorni. Skemmst
er frá því að segja að tillögur Sjálf-
stæðismanna voru allar felldar.
Meðal þess sem minnihlutinn
lagði til var að lækka gjaldstofn
fasteignagjalda meira en meiri-
hlutinn lagði til, það er að hann
verði 0,36% í stað 0,394% sem
meirihlutinn lagði til. I bókun sem
meirihlutinn lagði fram á fund-
inum segir meðal annars: “Á fundi
bæjarstjórnar Akraness sem hald-
inn var 15. nóvember sl. var álagn-
ing Akraneskaupstaðar vegna árs-
ins 2006 samþykkt samhljóða en
þar var álagningarstofn fasteigna-
gjalda á íbúðarhúsnæði lækkaður
úr 0,431% í 0,394% sem er 9,4%
lækkun. Þegar niðurstöður frá
Fasteignamati ríkisins liggja fyrir
nú í lok ársins og ljóst verður
hverjar breytingar verða á fast-
eignamati íbúðarhúsnæðis á Akra-
nesi mun verða skoðað hvort gerð-
ar verði frekari breytingar til lækk-
unar á álagningarstofni íbúðarhús-
næðis.”
Eins og fram kom í Skessuhorni
fyrir nokkru hefur fasteignamat á
Akranesi hækkað umtalsvert á
liðnum árum án þess að álagning-
arstofnar hafi lækkað. Hefur því
skattbyrði fasteignaeigenda aukist
mjög. Einnig er gert ráð fyrir að
fasteignamat muni hækka nokkuð í
lok ársins. Nú hefur stofninn hins
vegar verið lækkaður og fyrirheit
gefin um frekari lækkun þegar
fasteignamat liggur fyrir um ára-
mót.
Hj
Þvottastöð opnuð við Shellstöðina
I vikunni var ný þvottastöð opn- menn þvo sjálfir en geta valið mis- undanfarin ár hefur ekki verið hægt
uð við Shellstöðina við Brúartorg í munandi þvottakerfi; sápu, bón og að þvo bíla á þvottaplönum í bæjar-
Borgarnesi. Um er að ræða svokall- slíkt. Opntm stöðvarinnar er mikil félaginu eftir að frysta tekur á
að hálfsjálfvirka stöð þar sem öku- ffamför fyrir bíleigendur þar sem haustin. MM
Ellefii árgangar
Leirárskóla hittast á ný
Ellefu árgangar nemenda úr
Leirárskóla í Borgarfirði skipu-
leggja nú endurfund sem haldinn
verður á Hótel Glym í Hvalfirði 4.
mars næstkomandi. Upphaf endur-
fundanna má rekja til 40 ára afmæl-
is Leirárskóla fyrir skömmu. I
framhaldinu kviknaði hugmynd að
endurfundum árganga nemenda
sem fæddir voru á árunum 1957-
1961. Góður rómur var gerður að
þessari hugmynd og var þegar haf-
inn undirbúningur. Það kveikti á-
huga hjá fleiri árgöngum og smátt
og smátt hefur árgöngum fjölgað
svo nú verða saman árgangar 1951-
1962 eða ellefu árgangar.
Samtals voru 185 nemendur í
þessum árgöngum. Drengirnir
voru mun fleiri eða 99 talsins eða
53,5%. Flestir voru í árgangi 1959
eða 27 nemar en í árgangi 1961
voru þeir fæstir, 9 að tölu. Undir-
búningsnefnd endurfundanna hef-
ur tekið saman búsetuskiptingu
nemanna í dag. Á Akranesi búa 60
eða rúm 32%, á höfuðborgarsvæð-
inu búa 55 eða tæp 30% og á skóla-
svæðinu búa 38 eða rúm 20%, þar
af eru 21 með sama heimilisfang og
þegar þeir voru í skólanum. Af
þessu má ráða að nemar í Leirár-
skóla hafa sýnt byggð sinni mikið
trygglyndi. Fimm nemanna búa er-
lendis í dag og fjórir þeirra eru
látnir.
Undirbúningsnefndin hefur opn-
að heimasíðu og er slóð hennar
http://www.blog.central.is/leirar-
skoli þar sem nemendur geta fund-
ið nánari upplýsingar um endur-
fundina. Þar hafa nemendur líka
skrifað skilaboð sem ffóðlegt og
skemmtilegt er að lesa. Fer ekki á
milli mála að spenningur fer hratt
vaxandi og ekki að efa að mildð fjör
verður þegar þessir ellefu árgangar
koma saman. Hjf
Dafiiar vel
Fyrsti Vestlendingur þessa árs
fæddist á Sjúkrahúsinu á Akranesi
4. janúar. Síðan er liðið hátt í eitt
ár og hafa yfir 220 börn komið í
heiminn á SHA síðan. Litla stúlk-
an hefur dafnað vel á árinu. Hér
er hún ásamt móður sinni, Sigur-
veigu Gunnlaugsdóttur á jólatrés-
skemmtun á Akratorgi fyrr í mán-
uðinum.
Ljósm: MM