Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 70

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 70
* 70 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 agESSgiMf^BM Uppbygging fyrir á annan milljarð króna á Jaðarsbökkum Tæplega hefur farið framhjá neinum íbúa Akraness að mikil :^.uppbygging á sér nú stað á íþrótta- svæðinu á Jaðarsbökkum. Þessa dagana spretta veggir upp úr jörð- inni sem í fyllingu támans verða hluti fjölnota íþróttahúss. I haust var einnig kynnt stefnumótun um aðra uppbyggingu á svæðinu sem stefnt er að ráðast í á næstu árum. Ekki hafa þó birst myndir í fjöl- miðlum af því hvemig áætlað er að íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum mun líta út eftir fyrirhugaðar ffamkvæmdir. Ur því verður nú bætt og auk mynda hér á síðunni verður lauslega sagt ffá þeim bygg- ingum sem fyrirhugað er að rísi á næstu árum. ■*" I stuttu máli má segja að helstu ffamkvæmdir felist í byggingu fjöl- nota íþróttahúss sem nú rís, bygg- ing nýrrar sundlaugar og endur- bætur á núverandi laugarsvæði. Að auki verður reist bygging sem tengir saman þá starfsemi sem fara mun ffam á Jaðarsbökkum bæði innanhúss og utan. Einn inngangur Aðalaðkoma fyrir gesti íþrótta- á að setja upp miðasölu og sölu- tjöld í forsalnum. Tengimannvirki Kjallarinn tengist forsal með stiga og lyffu. Einnig er tenging í austurhluta við sali á 1. hæð. Tveir útgangar eru úr kjallara, annars- vegar út á knattspyrnuvöllinn um stutt göng og hinsvegar út um austurgafl. Aðkoma að austurgafli er um skábraut þannig að auðvelt er að koma ökutækjum að stórum hurðum inn í tengibyggingu og fjölnotahús. Gert er ráð fyrir 11 fullbúnum búningsherbergjum. Margir salir Á fyrstu hæð tengibyggingar verða nokkrir íþróttasalir. Vestast í norðurhlið eru þrír minni salir sem einnig þjóna hlutverki funda- og félagsaðstöðu.Við hlið þeirra er 180 ffn salur með hefðbundna loft- hæð. Slíkur salur getur þjónað danskennslu og aerobic svo dæmi séu nefnd. Austast á norðuhlið eru þrír squash-salir með glerveggi inn í rýmið og ffaman við þá setrými. Squash-salir hafa aukna lofthæð eða a.m.k. 5,65 metra. Austast og ' iit, A þessari loftmynd má sjá íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum áður en framkvæmdir við fjölnotahúsið hófust. A myndina hafa veriðfærð- ar inn útlínur fynrhugaðra bygginga. He'r má sjá tengibygginguna sem fyrirhugað er að verði aðalinngangur að íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum. Þama munu allirfara um hvort sem um er að ræða iðkendur eða áhorfendur. Verði þessi hugmynd að veruleika þarf ekki að efast um að þama mun Skagahjartað slá í framtíðinni. húsinu. Hæðin tengist forsal og fatahengi á fyrstu hæð um stiga og lyffu. Suður úr forsal er komið út á svalir. Svalirnar eru undir þaki og því tilvalið að koma þar fyrir sölu- básum þegar mikið stendur til. Af svölunum eru nokkrir valmögu- leikar. Til austurs eru dyr inn á á- horfendapalla fjölnotahúss. Tröpp- ur ganga niður á knattspyrnusvæði að stíg sem liggur suður með fjöl- notahúsi að stúku og að Langa- sandi. Til suð-vesturs eru tröppur sem ganga niður í grasbrekku norðan knattspyrnuvallar og til vesturs er hlið inn á útisvæði sund- laugar. Ný laug Eins og áður sagði eru einnig fyrirhugaðar miklár framkvæmdir við sundlaugar á svæðinu. Gert er ráð fyrir nýrri yfirbyggðri 25 metra sundlaug með 8 brautum. Laugin verði reist vestan núver- andi laugar og að,byggt verði yfir núverandi súndlaug að hluta til og með því fæst betra skjól. Sundlaug- in verður þó áfram opin og í bein- um tengslum við potta- og renni- brautasvæði sem verði þar við hlið- Stefnt er að því að fjölnota- íþróttahúsið sem nú er í byggingu verði tekið í notkun síðla vetrar. Þá verður hafist handa við breytingar á stúku knattspyrnuvallarins í vet- ur. Jafnframt hefur bæjarstjórn Akraness samþykkt að veita 15 milljónum króna í hönnun og framkvæmdaáætlun um áfanga- skiptingu á byggingum þeim hér er lýst að ffaman. Hvenær ffamkvæmdir við þær byggingar geta hafist er óráðið. Bjartsýnustu menn innan bæjar- stjórnar vonast til þess að þessari miklu uppbyggingu geti lokið inn- an tveggja til þriggja ára. Ekki liggja fyrir kostnaðartölur en víst þykir að heildarkostnaður verði ríflega einn milljarður króna. HJ ^^miðstöðvarinnar í dag er um Garðabraut og Innnesveg, einnig er aðkoma að svæðinu um Jaðars- braut. Til að taka af allan vafa um aðkomu að hinum ýmsu svæðum þá er gert ráð fyrir að aðalinngang- ur verði aðeins einn að svæðinu. Inngangur ffá Jaðarsbraut verður J^þá eingöngu notaður vegna at- burða á knattspyrnuvelli. Einnig mun norðurinngangur inn í núver- andi íþróttahús verða áfram til staðar. Fjölnotahúsið rís sem kunnugt er austan við knattspyrnuvöllinn. Frá norðurenda þess og að núver- andi byggingum er ætlunin að rísi tengibygging og í henni verða ýmis stoðrými, svo sem búnings- herbergi, litlir og stórir salir og fleira. I þessari tengibyggingu verður aðalinngangurinn. Komið er inn í tengibygginguna inn í stóran forsal. Forsalurinn er hjart- •fp.að í húsinu því hann tengir saman ólík svæði miðstöðvarinnar og þar ákvarða gestir hvaða svæði þeir eru að heimsækja. Einnig er möguleiki sunnanmegin á 1. hæð er 350 fer- metra tækjasalur. Salurinn er með aukna lofthæð og gefur möguleika á ýmsum tækjum eins og hringjum, köðlum og fleira. Salurinn getur haft glugga inn í fjölnotahús og þannig myndað sjónræna tengingu milli iðkenda. Möguleiki er á að skipta salnum í minni einingar. I- þróttasalirnir tengjast búningsher- bergjum í kjallara um stiga við for- sal og stiga viðausturgafl. Vestan við tækjasalinn er inn- gangur inn á áhorfendapalla fjöl- notahúss. Inngangurinn er úr veit- ingaaðstöðu sem liggur að forsal. Aukin lofthæð er í veitingasalnum og stórir gluggar snúa út að knatt- spyrnuvelli og Langasandi. Svalir og fundaaðstaða Önnur hæð tengibyggingar er eingöngu ætluð fyrir skrifstofur og félagsaðstöðu. Tvö stór fundaher- bergi eru á hæðinni. Litlar skrif- stofur gætu verið afdrep ólíkra í- þróttagreina sem aðstöðu hafa í Eins og sjá má eru fyrirhugaðar byggingar engin smásmíði. Núverandi íþróttahús fellur í skuggann afþeim nýju. Rétt er að taka fram að á þessari mynd er hin nýja sundlaug ekki yfirbyggð. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hafa hana yfirbyggða. Útlit bygg- inganna verðurþví aðeins öðruvísi en hér kemur fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.