Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005
Vestiirland 20051 máli og myndiim
Árið 2005 var okkur íbúum á Vesturlandi á margan hátt
bæði gjöfult og gott og geta vafalítið flestir tekið undir
það. Þensla í íslensku efnahagslífi náði til okkar og ber
atvinnuástand og uppbygging ýmis konar skýran vott
um það. Þegar fréttir liðins árs eru rifjaðar upp kemur í
ljós að af mörgu var að taka enda hafa blaðamenn
Skessuhoms ekki á neinum tímapunkti þurft að glíma
við fréttaþurrð þrátt fyrir að snemma á þessu ári hafi
blaðið verið stækkað upp í fulla dagblaðastærð og síðum
þess verið fjölgað með tilheyrandi auknu rými fyrir efni.
Hér á eftir birtir Skessuhom brot af því sem blaðið hef-
ur fjallað um á Iíðandi ári og snertir okkur íbúana.
Lesendum Skessuhoms og velvildarmönnum blaðsins
víðsvegar um Vesturland, og utan þess einnig, em hér
með færðar bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á ár-
inu, með von um viðburðaríkt, gjöfult og gleðilegt ár
2006!
Umsjón: Magnús Magnússon.
Ljósmyndir: Blaðamenn Skessuhorns ogfleiri.
Jón Oddur maður ársins
Líkt og 6 undangengin ár stóð Skessuhorn fyrir vali á manni
ársins á Vesturlandi. Að þessu sinni var frjálsíþróttakappinn
Jón Oddur Halldórsson frá Hellissandi fyrir valinu en hann
hefur náð góðum árangri í spretthlaupum fadaðra bæði á
Ólympíuleikum og á öðrum sterkum mótum. Hann var ný-
verið kjörinn íþróttamaður fatlaðra árið 2005. I öðru sæti í
vali á manni ársins í fyrra varð Bárður Eyþórsson, þjálfari
Snæfells fyrir ævintýralega góðan árangur með liðinu árið
2004 og í því þriðja Pétur Geirsson, hótelhaldari fyrir kröft-
uga uppbyggingu Hótels Stykkishólms. Skessuhorn minnir
á að þessa dagana, eða til 28. desember nk., verður tekið við
ábendingum um mann ársins á Vesturlandi og er best að
senda tilnefningar á netfangið: skessuhorn@skessuhorn.is
Akraneshöll í byggingn
Um síðusm áramót var tekin sú ákvörðun hjá bæjaryfirvöld-
um á Akranesi að á þessu ári yrði hafin bygging nýs fjölnota
íþróttahúss á Jaðarsbökkum. Hér er um gríðarlega stóra
ffamkvæmd að ræða sem vafalaust mun auðga íþróttalíf bæj-
arins og nágrannabyggða einnig. Þessar vikurnar er unnið
hörðum höndum að byggingu hússins enda er gert ráð fyrir
að það verði vígt í apríl á næsta vori. I húsinu verður m.a.
knattspyrnuvöllur í fullri stærð, hlaupabrautir og önnur að-
staða fyrir íþróttafólk í íþróttabænum Akranesi. I undirbún-
ingi er einnig að stækka áhorfendastúku knattspyrnuvallar-
ins, byggja nýja sundlaug og bæta aðstöðuna á Jaðarsbökk-
um. Allt í allt framkvæmdir fyrir um einn milljarð króna á
næsm 3 árum (sjá einnig umfjöllun hér í blaðinu á bls. 70).
Kraftur í framhaldsskólastarfi
I upphafi ársins var formlega tekið í notkun hús Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga í Grundarfirði. Skólahald hófst þó haustið
áður þrátt fyrir að framkvæmdum væri ekki lokið við alla
hluta hússins. Nýja skólahúsið þykir bæði glæsilegt og ný-
stárlegt þar sem í því eru ekki eiginlegar skólastofur eins og
algengast er. Þess í stað em opin rými og aðstaða fyrir ein-
staklingsvinnu og hópavinnu sem mikil áhersla er lögð á í
skólastarfinu. Aðsókn að FSN hefur aukist meira en bjart-
sýnustu menn þorðu að vona og í haust vom innritaðir yfir
180 nemendur. Það vekur einnig athygli að aðsókn að Fjöl-
brautaskóla Vesmrlands á Akranesi hefur aukist þrátt fyrir
hinn nýja skóla á Snæfellsnesi og var sl. haust ekki hægt að
taka við öllum umsækjendum um skólavist þar. Og enn einn
skóli er í burðarliðnum, þar sem Borgfirðingar undirbúa nú
stofnun menntaskóla í Borgarnesi en hugmyndir em uppi
um náið samstarf háskólanna í héraðinu og sveitarfélaga við
uppbyggingu þess skóla og vonir bundnar við að skólahald
þar geti hugsanlega hafist næsta haust.
Ungmennabúðir að Laugnm
Reksmr Ungmennabúða að Laugum í Sælingsdal hófst
snemma árs. Þær eru reknar í anda hugmyndafræði UMFI
og er markmið þeirra m.a. að vera leiðandi í rekstri slíkra
búða, efla sjálfstraust unga fólksins, hvetja til samvinnu og
tillitssemi. Góð aðsókn hefur verið að búðunum.
Bruggað sem aldrei fyrr
I byrjun Þorra var hulunni svipt af miklu framleiðsluleynd-
armáli en þá kom í ljós að kornbændur sunnan Heiðar höfðu
í samstarfi við Olgerðina Egil Skallagrímsson bmggað fyrsta
bjórinn úr íslensku korni. Framleiðslan fékk góðar viðtökur
og verður framhald á henni. Víngerðinni í Borgarnesi óx
einnig ásmegin á árinu og var m.a. farið að framleiða úrvals
vodka með nýjum aðferðum í sérstökum eimkatli sem þar
var komið fyrir.
Kvótaverð upp og niður aftur
Mjólkurkvóti gekk kaupum og sölum milli bænda á árinu og
verð rauk upp. Það varð þess valdandi að sumir ákváðu að
hætta framleiðslu, seldu kvóta en aðrir veðjuðu á kvótakaup
og skuldsettu sig til slíkra fjárfestinga. Verðið fyrir lítrann
fór í 400 krónur fyrri hluta ársins en lækkaði aftur vemlega
þegar líða tók á haustið þar sem neysla mjólkurafurða hefur
aukist svo mikið að framleiðendur hafa vart undan að anna
eftirspurn.
Stórhýsi við Kirkjubraut
Framkvæmdir við byggingu fjögurra hæða stórhýsis á
svokölluðum Hvítanesreit á Akranesi gengu hægar en ráð
hafði verið fyrir gert í upphafi árs þar sem nágrannar kærðu
til skipulagsyfirvalda framkvæmdina. Húsið er engu að síður
risið og í byrjun desember byrjaði fyrsta verslunin rekstur á
neðsm hæð hússins. A efri hæðum verða íbúðir.
Sviptingar hjá HB Granda
Nokkrar sviptingar urðu í yfirmannsstöðum sjávarútvegsfyr-
irtækisins HB Granda á árinu og snerta þær breytingar mjög
tengsl fyrirtækisins við Akranes. Bræðurnir Smrlaugur og
Haraldur Smrlaugssynir hætm báðir störfum, fyrst Stur-
laugur í febrúar og síðan Haraldur nokkmm mánuðum síð-
ar. Samhliða þessu seldi fjölskylda þeirra bréf sín í fyrirtæk-
inu. Hvað af þessum breytingum leiðir á e.t.v. að einhverju
leyti eftir að koma í ljós, en margir óttast að útgerð og
vinnsla muni dragast enn frekar saman á Akranesi og gefa
tölur um landanir í haust vísbendingar um að sá ótti sé á
rökum reistur.
Góður árangur lögreglu
Á fyrri hluta þessa árs og á síðasta ári náði lögreglan í Borg-
arnesi og á Akranesi góðum árangri við að upplýsa fíkniefna-
mál í landshlutanum. Markvisst starf þessara embætta hefur
skilað góðum árangri og birmm við í Skessuhorni þó nokkr-
ar fréttir á árinu um mál sem upplýsmst jafnt sem snertir
neyslu, dreifingu og ræktun þessara efna.