Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 j*U3Unu>j Jólakveðja úr Stykkishólmi Lítil börn hafa gaman af því að hlusta á sögur og fátt þykir þeim skemmtilegra en að hlusta margoft á sömu söguna, jafnvel þótt þau kunni hana utan að. Engu má breyta í sögunni, mismæli lesarans eru leiðrétt og biðin eftir hápunkti sögunnar er alltaf jaín spennandi. Þetta þekkja allir. um eftir áföll í atvinnulífmu og það gerist aftur. Það er eins öruggt og koma jólanna enda stendur mann- líf hér á gömlum merg með blóm- legu og fjölbreyttu menningar- starfi í tónlist, leiklist, íþróttum og mörgu fleiru. Þetta eru lífsgæði á sama hátt og góð þjónusta, hreint loft, nægt vatn og ódýrt heitt vatn. Það er hins vegar merkilegt hvernig jólunum tekst á hverju ári að gera okkur fullorðna fólkið að börnum. Við viljum sömu söguna með sömu atburðarás og persón- um. Við viljum helst engu breyta í undirbúningi jólanna eða helgi- haldinu sjálfú ög viljum geta geng- ið að hlutum jafnt sem viðburðum og tilfinningum á vísum stað í des- ember. Þetta er eitthvert viðhorf sem er innbyggt í okkur mannfólk- ið, held ég, og við komum út úr skápnum með það í kringum jólin. Jólin eru líka tímamót. Sólin hækkar á lofti á ný og framundan er nýtt ár, þetta er tími uppgjörs og nýrra fýrirheita. Liðið ár hefur á margan hátt verið gjöfult og gott fyrir okkur Hólmara þrátt fýrir á- föll í sjávarútvegi. Mikil atvinna hefur verið í öðrum greinum t.d. byggingariðnaði og ýmiss konar þjónustu. Breytingar í útgerð og stöðvun skel- og rækjuvinnslu hafa áhrif í bæjarfélaginu, hjá því verð- ur ekki komist. Það er hins vegar mikilvægt að fólk missi ekki trúna á því afli sem býr í því sjálfu og sjálfstraust íbúanna og samtaka- mátmr virðist ekki hafa beðið var- anlegan hnekki. Það hefur gerst fýrr að Hólmarar hafi rétt úr kútn- Ég nefndi hér að ofan íhaldssemi okkar þegar kemur að jólahaldi. Hún birtist þó oft á annan hátt á öðrum árstímum. Eitt dæmið um tregðu okkar til breytinga fannst mér vera niðurstöður sameining- arkosninganna hér á Snæfellsnesi, og reyndar víðar. Vilji kjósenda var mjög skýr, um það verður ekki deilt, en hvers vegna hann var svona á skjön við vilja ríkisvaldsins og samtök sveitarfélaga er ekki eins augljóst. Þó má auðveldlega tína til ýmsar skýringar á úrslitum kosninganna. Það hefur verið gert og verður ekki farið út í þá sálma hér að öðru leyti en því að hér á Snæfellsnesi held ég að hafi skipt mestu andstaða margra sveitar- stjórnarmanna í málinu. Það er samt sem áður enn skoðun mín að ein besta leiðin til þess að efla sveitarfélögin sé að stækka þau. Það er ekki eina leiðin en hún er mikilvægur áfangi að því mark- miði. Sé litið til næstu ára þá vona ég að næsta kjörtímabil líði ekki án þess að sameiningarmálin verði tekin til alvöru umræðu á ný hér á Nesinu. Jól nútímans eru gjarnan borin saman við jól fýrri tíma. Það mæla líklega fáir gegn því að jólahaldið hefur vaxið að umfangi með tón- leikum, jólaviðburðum ýmiss kon- ar og fjársöfnunum svo fólk er önnum kafið við jólahald frá því í nóvember og fram yfir áramót. Neyslan og óhófið hefur líka auk- ist og allt þetta veldur því að marg- ir efast um gildi jólanna. En hefur ekki alltaf verið ofneysla og óhóf á jólum? Margt sem tengist jólum og jóla- haldi hjá okkur kallast einhvern veginn á við andstæður sínar. Ljós- ið sem sigrar myrkrið er líklega það sem kemur fýrst upp í hugann en gjafirnar og góði maturinn minna okkur á þá sem líða skort, hvort sem er hér á landi eða úti í hinum stóra heimi. Hátíð friðarins og kærleikans verður til þess að ó- friðurinn sem ríkir víða um heim verður átakanlegri en fýrr og fjöl- skyldum sem búa við heimilisof- beldi eða eru sundraðar tekst ekki að búa til þá fjölskylduhátíð sem við viljum að jólin séu. Eru þá jólin ónýt hátíð? Eiga jólin sér enga málsvörn lengur? Jú, ég held að jólin séu þrátt fýrir allt svo stór hluti af tilveru hvers Is- lendings, ungs eða gamals, að kjarni þeirra lifi þrátt fýrir ytri um- búðirnar og skrumið. Þessi kjarni á sér líka svo djúpar rætur að þótt margt fólk telji sig að öllu jöfnu ekkert sérstaklega trúað þá snertir hin hljóða og friðsæla mynd af Jesúbarninu í jötunni strengi sem hljóma betur og lengur en auglýs- ingastefin á aðventunni. Þess vegna finnst mér að við eig- um að láta það eftir okkur að vera bæði barnaleg og barnsleg í jóla- haldinu, jafnvel þótt sumir vilji byrja í október. Við viljum heyra sömu söguna aftur. Agætu Vestlendingar, með þess- um línum fýlgja óskir um að þið eigið gleðileg og kærleiksrík jól og að nýja árið verði ykkur gæfuríkt og gott. Eyþór Benediktsson Stykkishólmi Jólakveðja úr Dalasýslu Bjart er yfir Dalabyggð og ófrið- ur sá er hér ríkti, stundum kallaður “Sturlunga hin síðari,” af gárung- um, er að baki og menn virðast vera orðnir nokkuð sáttir við lífið og tilveruna hér í Dölum og ekki er seinna vænna þar sem framund- an eru kosningar á vormánuðum. Dalirnir eru orðnir fjölmenningar- samélag og má hér finna fólk af margvíslegum þjóðarbrotum s.s. flestum norðurlöndunum, Pól- landi, Þýskalandi, Tailandi, Filippseyjum og Kína svo eitthvað sé upp talið. Sláturhúsið var opnað aftur, með viðhöfn nú í haust eftir miklar endurbætur og telst eitt fullkomn- asta sláturhús landsins. Það er glæsilegt á að líta bæði utan sem innan og er lóðin þar í kring til mikillar fyrirmyndar þar sem gamlar byggingar voru brotnar niður og gróðursett í reiti við hús- ið. Iþrótta- og tómsmndabúðun- um á Laugum hefur verið vel tekið og hafa unglingar, víðsvegar að af landinu komið og notið dvalarinn- ar þar í sveitarsælunni, án áreitis GSM-símanna við leik og störf og fengið að kynnast búskaparháttum Dalamanna og heimsótt Eiríks- staði þar sem þau hafa skyggnst inn í líf víkinganna sem þar bjuggu fýrir um 1100 árum. Hér eru menn fullir bjartsýni og ekkert atvinnu- leysi er, frekar hafa stofnanir og fyrirtæki átt í vandræðum með að fullmanna í stöður. I Búðardal hef- ur verðið erfitt að fá húsnæði og nú hefur verið úthlutað nokkrum lóðum og eru húsbyggingar komn- ar af stað. Einnig var byrjað á að byggja við Dvalarheimilið á Fells- enda þar sem plássum fjölgar og enn fleiri stöf skapast. I skólanum fjölgar í árgöngum, með þeim af- leiðingum að börnin eru að sprengja utan af sér skólahúsnæð- ið, en verið er að leita leiða til að leysa vandamál leikskólans sem hefur verið í húsnæði skólans til margra ára. Þá eru fullorðnir dug- legir við að mennta sig og er fjöld- inn allur af Dalamönnum sem stunda fjarnám frá hinum ýmsu skólum. Dalamenn hafa sótt hinar ýmsu samkomur á haustmánuðum og það er næstum sama hvað er í boði að húsfyllir er á þeim öllum, hvort sem um er að ræða kaffi- húsakvöld, kveikt á ljósunum á jólatrénu, danssýningu og jóla- hlaðborð, svo eitthvað sé upp talið. Jón Pétur danskennari kom að sunnan eins og hann hefúr gert sl. átta ár og var með dansnámskeið fyrir börn og fullorðna sem var mjög vel sótt og verða menn ekki í vandræðum með tjúttið á þorra- blótunum, sem skemmtinefndir víðsvegar um Dalabyggð eru farn- ar að æfa fyrir. Haldið var frumkvöðlanámskeið fyrir bæði unglinga og fullorðna og komu þar fram miklar og góðar hugmyndir sem flestar tengdust ferðaþjónustu á einn eða annan hátt. Voru það mæðgin sem skör- uðu fram úr, annað hjá fúllorðnum og hitt í unglingahópnum. Mikið er af handverksfólki hér í Dölum og má hér finna saumaklúbb sem stundar mjög gamalt handverk, svokallaðan vattarsaum, en það var sú aðferð sem Islendingar notuðu áður en þeir lærðu að prjóna. Handverkshópurinn Bolli opnaði markaðinn sinn nú fyrir jólin en þar getur að líta mjög íjölbreytt handverk. Sá fáheyrði atburður gerðist hér á aðventunni að einhver tók sig til og stal heilli hraðahindrun af einni af götum bæjarinns, hindrunin fannst sem betur fer en hvað gera átti við hindrunina er ekki vitað. Dalamenn eru mikið fyrir að tendra ljós í skammdeginu og hvarvetna má nú sjá fallegar skreytingar og hefur Búðardalur breyst í fallega jólaþorpið sem ger- ist alltaf fyrir hver jól. Jólakveðja úr Haukadalnum, Helga Agústsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.