Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 ...fMim..- Vesturkmd 2005 í máli og sveitarfélaginu megi á- kveða að hann skuli víkja úr sveitarstjórn þar til hann taki aftur búsetu í sveitarfélaginu. Guðrún Jóna lét bóka í kjölfar at- kvæðagreiðslunnar að ljóst væri að sveitarstjórnar- menn væru ekki starfi sínu vaxnir og að með þessu væri viðhaft gróft einelti. Síðar á þessu ári var úr- skurðað af félagsmálaráðu- neytinu að ákvörðun meiri- hluta sveitarstjórnar hafi ekki staðist lög og hefur Guðrún Jóna því aftur tekið sæti sitt í sveitarstjórninni. Ferðaþjónustuaðilar tóku höndum saman 18 ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi tóku á árinu höndum saman og kynntu starfsemi sína sameiginlega, m.a. á ferða- kaupstefnunni Vest Norden í Kaupmannahöfn. Atak þeirra er undir slagorðinu “All senses” sem vísar til fjölbreytileika svæðisins og þess að Vesturland hefur eitthvað fyrir öll skiln- ingarvitin. Hópurinn fór saman í verkefnið í framhaldi af námskeiðaröðinni Hagvöxtur á heimaslóð sem Utflutnings- ráð stóð fyrir en þar er markmiðið einmitt að auka hagvöxt með öflugu samstarfi. Akveðið var að kynna fimm lykla sem ganga að svæðinu en þeir eru náttúra, saga, matur, menning, mannlíf og aðgengi. Mikið gróska er í atvinnugreininni á Vesturlandi. Ferðasumarið var almennt talið gott en það einkenndist öðru ff emur af því að fækkun var í stórum hóp- um ferðafólks en á móti fjölgaði þeim ferðamönnum sem ferðuðust á eigin vegum (í bílaleigubílum og utan skipu- lagðra ferða t.d. ferðaskrifstofa). Minnsta atvinnuleysið Atvinnuástand hefur sennilega aldrei verið betra á Vesturlandi en árið 2005 enda mikil þensla á vinnumarkaði hvarvema í landshlutanum sem oft hefur leitt til skorts á vinnuafli. Mál- efni erlendra starfsmanna komu oft í umræðuna á árinu bæði hér á svæðinu sem utan þess. Fljótlega á þessu ári gáfu tölur til kynna að atvinnuleysi á Vesturlandi væri það minnsta á landinu og hefur svo verið síðan. Utlit er fyrir áframhaldandi gott atvinnuástand á næsta ári enda mannffekar framkvæmd- ir í gangi, svo sem stækkun Norðuráls á Grundartanga og ný störf við ffamleiðslu þar, mikil eftirspurn eftir mannafla í byggingastarfsemi, vöxtur háskólastofnana, nýr ffamhalds- skóli í Borgarnesi, stækkun Grundartangahafnar og áffam mætti lengi telja. Ljósm: Mats Wibe Lund. Viðburðaríkt sumar Bæjar- og héraðshátíðir á Vesturlandi í sumar og haust skip- uðu stóran sess í menningarlífi okkar Vestlendinga. Hátíðir þessar voru 9 talsins vítt og breitt um landshlutann og tók- ust almennt vel. Eins og gengur lék veðrið við suma meðan hráslagi, úrkoma og vindur drógu úr aðsókn og stemningu á öðrum stöðum. Auk hefðbundinna bæjarhátíða má nefna að fjölmennt Fjórðungsmót hestamanna fór fram á Kaldármel- um. Mótið þóttist takast með ágætum þrátt fyrir fremur kalt og blautt mót, æska vestlensks hestafólks þykir efnileg og hrossrækt er í blóma. NO SIGNAL Slys utan þjónustusvæðis Segja má að það ætti að heyra fortíðinni til að þurfa að færa fréttir af lélegu fjarskiptasambandi t.d. við fjölfarna þjóðvegi landsins. Engu að síður birtum við fréttir um að í a.m.k. fjórum tilfellum á þessu ári hafi þær aðstæður komið upp í Dölum að fólk sem kom að bílslysum þurfti að aka langa leið að næstu bæjum til að láta vita um umferðarslys sem þar höfðu orðið. Slíkt hlýtur að teljast vandamál sem menn geta ekki sætt sig við. Þeir sem aka frá Borgarfirði vestur í Búð- ardal eru án síma- og jafnvel útvarpssambands alla leið frá hlíðum Bröttubrekku og þangað til séð er ofan í Hvamms- fjörð. Dapurleg staðreynd það. Bændur bjartsýnir þrátt fyrir allt Sumarið var ekkert sérlega hagfellt fyrir bændur með tilliti til grastekju og heyfengur er talinn í slöku meðaltali að magni og gæðum. Eftir hlýindaskeið í apríl voru frostnætur tíðar í maí og lét nærri að í innsveitum sunnan- og vestan- lands hafi mælst ffost aðra hverja nótt í mánuðinum. Einnig var óvenjulega þurrt í mánuðinum og mældist úrkoma ein- ungis innan við 10 mm í flestum landshlutum. Engu að síð- ur er ástæða til bjartsýni meðal bænda. Sala á landbúnaðar- afurðum hefur aukist og afkoma bænda er að batna. A það bæði við um mjólkur- og kjötframleiðendur. Astand kjöt- markaða komst í jafnvægi á árinu eftir verðstríð undangeng- inna ára sem fáir græddu á nema hugsanlega neytendur til skammst tíma litið. Sala á mjólk og mjólkurafurðum er óvenju góð og svo virðist sem neytendur séu meðvitaðri en áður um ágæti mjólkurdrykkju í stað t.d. sætra gosdrykkja. Brautskráð frá LBHÍ í fyrsta skipti f maí voru nemendur brautskráðir frá Landbúnaðarháskóla íslands í fýrsta skipti en LBHÍ varð til úr þremur stofnunum um sl. áramót; Garðyrkjuskóla ríkisins, Landbúnaðarháskól- anum á Hvanneyri og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Rektor LBHÍ er Agúst Sigurðssön og var þetta jafnframt fýrsta brautskráning hans sem rektors hinnar nýju stofnun- Islensku menntaverðlaunin á Akranes Forseti íslands afhenti íslensku menntaverðlaunin í fýrsta skipti í júníbýrjun. Stærstu viðurkenninguna hlaut Grunda- skóli á Akranesi í flokknum: “Skólar sem sinnt hafa vel ný- sköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi.” A myndinni sést herra Olafur Ragnar Grímsson eftir að hafa afhent Guðbjarti skólastjóra og öðrum fulltrúum skólans verðlaun- in. íslensku menntaverðlaunin eru mikil hvatning og viður- kenning fyrir metnaðarfullt skólastarf. Met laxveiðisumar Gott sumar var í lasveiðinni þetta árið. Heildarveiðin yfir landið var um 55 þúsund laxar en 98% af laxinum sem veiddist var eins árs fiskur. Laxveiðin á Vesturlandi er gríð- arleg búbót fyrir veiðiréttareigendur, en talið er að um 44% af hagnaði bænda af bújörðum í landshlutanum megi rekja til hlunnindanna. Um 45 % af þeim laxi sem á land berst á landinu er á Vesturlandi. Borgfirsku árnar voru að gefa gríð- arlega góða veiði og var Þverá þeirra fremst með 4151 lax í sumar, næstum jafnmikið og Eystri Rangárnar skiluðu en þær lentu í toppsætinu. Sérleyfi boðin út Sérleyfi í hópferðaflutningum voru í fyrsta skipti boðin út á árinu og taka ýmsar breytingar gildi um næstu áramót. Ak- urnesingar hafa t.d. sótt það stíft að tengjast leiðakerfi Strætó bs og mun þeim verða að ósk sinni innan skamms. Þjónusta við aðra íbúa á Vesturlandi á að verða svipuð þó svo breytingar verði á hverjir sinni henni. Hópferðamiðstöðin og Vestfjarðaleið buðu lægst í sérleyfi vegna fólksflutninga á leiðum á Vestur- og Norðurlandi. Sameiningarkosningar Þann 8. október sl. var kosið um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Lítill áhugi var fýrir sameiningunni og var til- lagan kolfelld, svipuð niðurstaða og víðast hvar annarsstað- ar á landinu þar sem kosið var sama dag. Þó gerðu Dala- menn sér lítið fýrir og samþykktu sameiningu Saurbæjar- hrepps og Dalabyggðar. Ibúum Reykhólahrepps hugnaðist ekki samflot suður yfir Gilsfjörð og felldu í tvígang samein- ingu við Dalamenn. Framhaldsskóli í Borgames Þrátt fýrir að ekki séu nema fáeinir mánuðir síðan formlega var farið að vinna að undirbúningi framhaldsskóla í Borgar- nesi virðist málið vera komið á góðan rekspöl og flest sem bendir 'tíl þess að einkarekinn menntaskóli taki til starfa næsta haust og þá í bráðabirgðahúsnæði. Þess ber að geta að hugmynd um fJamhaldsskóla í Borgarnesi er ekki ný af nál- inni en málið fékk byr undir báða vængi eftir könnun sem unnin var á vegum SSV síðasta vetur í tengslum við gerð vaxtarsamnings Vesturlands. Þar kom fram að það sem íbú- um Borgarfjarðar þótti helst vanta var framhaldsskóli í hér- aði. Síðsumars kom síðan fram hugmynd um einkarekinn menntaskóla í nánu samstarfi við háskólana á Bifröst og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.