Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 43

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 43
 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 43 >• Jólasaga Elínar urklæddur þó hann væri torfbær og það var allt geit hreint fyrir jólin. Við þvoðum okkur upp úr vaskaföt- um því ekkert var baðið, það var skipt á rúmunum og við fórum í hrein föt. Svo biðum við eftir mess- unni í útvarpinu og þá komu jólin og töífastundin rairn upp.” Hreint í fjárhúsinu “Ég hlakkaði alltaf svo til jólarma. Á aðfangadagskvöld voru eldaðir bestu saltkjötsbitarnir og svo gerði mamma uppstúf en hún hafði nú lag á því að elda góðan mat. Á jóla- dag var hangikjöt og sviðasulta og stundum sæt súpa úr berjasaft en það þótti okkur ekki verra. A jóla- dag fór pabbi með okkur krakkana gangandi til messu. Ég man ekki eftir því að hafa fengið jólapakka fyrr en ég var svona 14 eða 15 ára gömul. Þá hafði bróðir minn verið að vinna í kaupfélagi Amesinga á Selfossi og sendi okkur stóran pakka um jólin en hann var fyrir okkur allar stelpurnar. I honum voru epli og appelsínur, niðursoðn- ir ávextir og svo neðst var ein bók. Núna gengur þetta að miklu leyti út á gjafimar. Við systumar reyndurn að gera fi'nt í útihúsunum fyrir Þor- láksmessu. Við sögðum við hvora aðra að ef að Jesú fæddist aftur nú væri eins gott að hafa hreint í fjár- húsinu! Ef ég á að lýsa jólunum eins og þau vora þá var það þessi jóla- andi sem var svo mikilvægt að upp- lifa. Ég man eftir því hvað mér fannst gaman þegar allt var orðið svona rosalega hreint og fint, það var kveikt á kertaljósum og ffiður fyllti bæinn. Við nutum samver- unnar og helginnar og ég vona að sem flest böm fái að upphfi það nú á jólum.” GG Allir kristnir menn þrá ffið og gleði jólanna. Fjölskyldur reyna að vera saman, skólafólk kemur heim sjómenn era flestir í landi, flestir vinnustaðir loka svo starfsfólkið geti verið heima með fjölskyldunni. Og sumir taka upp á því að fæðast svo þeir geti verið með allri fjölskyld- mmi. Ég ætla að segja ffá nokkmm jólum þar sem ég hef þurft að fara að heima til að hjálpa þessum ein- staklingum í heiminn. Þó ég hafi þurft að víkja ffá heim- ili mínu í nokkrar klukkustundir þá hefur það ekki spillt jólastemning- unni hjá minni fjölskyldu, heldur ffekar aukið hana. Fyrsta bamið sem ég tók á móti um jól var á jól- um 1968. Ég var verulega þreytt á Þorláksmessukvöld eftir undirbún- ing jólanna, búin að baka, strauja, sauma og þrífa tdl. Með 6 börn og unglinga í heimili auk eiginmanns- ins. Þá kom Guðmundur Helgi læknir með konu ffá Grundarfirði í fæðingu sem hafði ædað sér að fæða heima. Sóttin var lin og fæðingin dróst á langinn svo hann ákvað að flytja hana á sjúkrahúsið í Stykkis- hólmi. Þetta var rétt eftir miðnætti og læknirinn gat ekki stoppað lengi með konunni því hann var þá eini læknirinn í Stykkishólmi, Grundar- firði, Skógarströnd, Miklaholts- hreppi og gott ef ekki allri Dala- sýslu líka. Fæðingin gekk í róleg- heitum alla nóttina en rétt fyrir há- degi á aðfangadag fæddist lítið stúlkubarn. Oll þreyta konunnar hvarf eins og dögg fyrir sólu og hún komst í hvíld fyrir kvöldið, áður en jólahátíðin gekk í garð og upplifði tvöfalda jólagleði með lidu telpuna við brjóst sér. Ég komst heim til að elda jólamatinn og gat haldið jólin með fjölskyldunni. En ég gleymi aldrei hvað ég var ánægð með fyrsta jólabamið mitt þrátt fyrir að ég væri bæði syfjuð og þreytt þessi jól. Jólin efrir, árið 1969, var ég ný- sofnuð á jólanótt þegar síminn hringdi. Ég var beðin að koma upp á sjúkrahús. Þessa nótt fæddist stúlkubarn og gekk allt að óskum. Ég minnist þess hve allt var kyrrt og hljótt þegar ég gekk heim undir morgun, mér fannst vera helgiblær yfir öllum bænum. Heima vom öO bömin sofandi í nýju náttfötunum sínum með jólagjafirnar í eða við rúmin. Til að ég fengi ffið til að sofa þann morgunn fór pabbi þeirra með þau í bíl út að Ogri og gekk með þeim á hjarni út í Jónsnes og til baka aftur en yngsta barnið þurfri hann að bera hluta af leiðinni heim. Þau muna ennþá þessa jólagöngu og hvað þau vom ánægð og höfðu góða matarlyst efrir hana. Þriðja árið í röð fæddist jólabam. Ég var kölluð upp á sjúkrahús um miðja jólanóttina og var þar allan jóladaginn og ffam á kvöld. Þá fæddist loks sprækur drengur eftir langa vöku en þetta tók mest alla jólanóttina og jóladaginn allan. en laun erfiðisins fengust greidd ríku- lega og við gátum báðar hvílt okkur eftir að fæðingin var afstaðin. Ég gat farið heim og hún notið hvíldar með sína stórkosdegu jólagjöf sem lá við hlið hennar í vöggunni. Nú hðu sex ár áður en nokkuð gerðist á fæðingarstofunni á jólum. Ég var nýkomin ff á miðnæturmessu í kaþólsku kapeUunni. Veitingamar vom ffam bomar að vanda, heitt súkkulaði og gómsætar kökur handa kirkjugestum, alhr vita hvað shkt góðgæti gerir fólk þungt og syfjað. Það var hringt í mig klukkan tvö á jólanóttina, kona sem var gestkom- andi hjá foreldmm sínum en ædaði ekki að fæða fyrr en effir tvær vikur á sínum heimaslóðum í Reykjavík. Hún var samt komin með léttasótt og ekki effir neinu að bíða. I kyrrð næturinnar biðum við komu bams- ins. Mikil var gleðin þegar drengur- inn fæddist og rauf þessa kyrrð með þessum yndislega gráti, sem er kannski eini gráturinn sem allir gleðjast yfir. Nú hðu fimm ár áður en nokkur fæðing yrði um jól. En þá fæddist drengur aðfaranótt aðfangadags. Mér er einkum minnisstætt að þá var tengdasonur okkar hjóna, Eirík- ur Jónsson í heimsókn í jólaffíinu, þá kominn áleiðis í læknisnámi. Hann fékk leyfi til að vera með mér við fæðinguna, en þetta var í fyrsta sinn sem hann sá bam fæðast. Jóla- helgin var komin yfir byggð og bæ og unga læknanemanum fannst hann vera þátttakandi í kraftaverki. Ennþá minnist hann á þessa nótt á fæðingarstofunni, á jólabamið okk- ar og þann ffið og kyrrð sem um- lukti okkur öll þessa nótt. Nú liðu sjö ár, þá vildi annar drengur verða jólabarn. Það varð nokkuð langur dagur, ffá því klukk- an fimm á jólanótt til klukkan sjö á jóladagskvöld voram við að vinna í þessu. Mikið var móðirin þreytt þegar drengurinn fæddist. En eins og alltaf hvarf þreytan og erfiðið gleymdist þegar þetta undur gerist. Svo hðu önnur sjö ár án jólafæð- inga, árið 1995 komið og ég var hætt störfum - eða það hélt ég. Þennan desembermánuð var ljós- móðurlaust í Hólminum og ég vissi að það vom a.m.k. fjórar fæðingar væntanlegar. Ég bauðst til að taka starfið að mér í einhvern tíma. Börnin fæddust eitt og eitt. A að- fangadagskvöld um klukkan hálftólf var hringt í mig og kona kvaðst vera komin með verki. Við hittumst í anddyri sjúkrahússins og urðum samferða upp í lyftunni. Þá segir hún við mig að sér þyki nú leiðin- legt að vera að trafla mig svona aft- ur á jólunum. Ég kvaðst nú aldrei hafa þurft að sinna hermi hvorki á jólum né á öðram tíma. Hún segir þetta nú ekki alveg rétt hjá mér því hún sé telpan sem ég tók á móti á aðfangadag jóla árið 1968. Þá fannst mér allt vera fullkomnað. Ég held að meiri ánægja geti varla hlomast nokkurri ljósmóður. Þessi jólanótt varð alveg mögnuð, reykelsisilmur á göngum, jólaskraut og kertaljós hér og þar og á fæðingarstofimni fædd- ist lítil stúlka um þrjúleytið. Þegar ró var komin á og barnið baðað og vigtað fengu foreldrarnir heitt súkkulaði og flott smurt brauð og allir gám lagst sæhr til hvílu. Ég held að ef hægt væri að mæla gleði og hamingju hefði útkoman orðið þreföld. Trúlega verða jólabörnin mín ekki fleiri. Efrir þessa endurkomu mína í desember 1995 var ég í starfi árið 1996 og út ágústmánuð 1997 en þá tók ég síðast á móti barni. Ég geri mig ánægða með það sem komið er. cAkurmóingwii qij iiderómjtiuigum gleðilegm jóla ag far&ældar á hmumdi ári. Gleðileg jól ogfarsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða HRAÐFRYSTIHUS HELLISSANDS HF Hafnarbakki 1 ■ 360 Hellíssandur ■ Sími: 430 7700 ■ Fax: 430 7701 Safnasvæðið Á Akranesi Einstakt ög veglegt safn safna á einum staö / Ofs/umi (/es fíi/N 'Se//i o/ i Est/e/u(uu/u/n ö//imi (//(’()(/(///<((/()/(( ()(//(U'S(('/(/((/» (( /((//(( ((/'( 'Pö/i/uun ,sa/n's/í(f?f(/t á (uv/tu s e/n e/* (/() //()(/ Sími 431 5566 Fax 431 5567 Verrang: www.museum.is N’etfang; museum@museum.is Akurnesingar og nágrannar athugið! Gáma sorpmóttökustöð verður opin sem hér segir yfir hátíðirnar: Þorláksmessa 8-18:30 Aðfangadagur 8-12 Gamlársdagur 8-12 Qleðilegsjál GÁMA Sorpmóttökustöð Höfðaseli sími 431 5555 gama@akranes.is fax 431 5556 « * * 4. >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.