Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 52

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 SSiSSlíJHÖSffl Farsími verður áfram farsími Rætt við ungan Skagamann sem valdi að flytja aftur á heimaslóðir með fjölskylduna Samfélög á landsbyggðinni hafa löngum mátt horfa á eftir stórum hluta af sínu unga fólki til náms á höfuðborgarsvæðinu. ^Fæstir koma aftur. Ræður þar að sjálfsögðu sú staðreynd að minni samfélög hafa ekki úr jafh fjöl- breyttu atvinnulífi að spila og höfuðborgin. Fjölbreyttara at- vinnulíf og bamvænt umhverfi hefur þó gert fleimm kleift að snúa aftur. Bættar samgöngur við höfuðborgarsvæðið gera það einnig að verkum að vegalengd- ir styttast og þar með ferðatími. A síðustu missemm hefur nokk- ur fólksfjölgun átt sér stað á Akranesi og raunar víðar á Vest- urlandi. Þeim fjölgar sem kjósa að búa þar en sækja vinnu sína jafnvel áfram í höfuðborgina. * Einn þeirra Akumesinga sem snúið hafa aftur að undanfömu er Sævar Freyr Þráinsson. Hann stundar eftir sem áður starf sitt í Reykjavík. Það var því ekki úr vegi að kynnast viðhorfum hans og fjölskyldunnar til heimkom- unnar. Fyrst að náminu og bú- setu eftir brottflutninginn til “Eftir að ég lauk námi í FVA þá fór ég í viðskiptafræði í Háskóla Is- lands og útskrifaðist þaðan 1995. Samhliða lokaárinu starfaði ég sem markaðsstjóri Nútíma samskipta. * Eg hóf síðan störf hjá Símanum í kjölfarið og starfaði við mörg ólík svið innan Símans í um 10 ár. I Reykjavík bjó fjölskyldan á nokkrum stöðum en lengst af í Arbæ og Grafarvogi.” En ekki komstu einn til baka? “Nei alls ekki. Konan mín heitir Hafdís Hannesdóttir og við eigum þrjú börn; Arnar Freyr er tíu ára, Katrín Helga er fjögurra ára og Helena Rós er tveggja ára. Hafdís er geislafræðingur og vinnur nú á 'Gjúkrahúsinu á Akranesi. Arnar Freyr er byrjaður í Grundaskóla og hefur hann eignast marga góða vini þar. Stelpurnar eru báðar í leikskólanum Garðaseli en þar fá þær að njóta þess að vera hjá ömmu sinni. Við búum í Jörundar- holti með frábært útsýni yfir golf- völlinn sem spillir ekki fyrir þó ég eigi nú alveg eftir að byrja í golf- inu.” Umhverfið og fjölskyldan Nú ert þú í góðu starfi í Reykja- vík. Hvað rak þig aftur á Skagann? “Mest ráðandi þáttur í því var að komast í gott umhverfi með fjöl- skylduna. Þá fannst mér mikilvægt að komast nær fjölskyldu og vin- um. Nær öll fjölskylda konunar r minnar býr á Akranesi og mínir foreldrar líka. Við hjónin eigum marga góða vini sem eru búsettir á Akranesi og ekki spillti þegar góð- ur vinur minn, Astþór, ákvað einnig að flytja líka með fjölskyld- una á Akranes stuttu eftir að við höfðum keypt. Við hjónin erum bæði alin upp á Akranesi og þekkj- um vel þá kosti sem fýlgir því að búa þar. Langisandurinn, íþrótta- lífið, góðir skólar, Víðigrundar- stemningin og öruggt umhverfi fyrir börn að alast upp í voru mjög heillandi. I raun var það svo að því lengri tími sem leið, þá varð Akra- nes ofar og ofar í huga okkar. Eg held að ekki séu mörg ár síðan ég sagði að ég myndi líklega aldrei flytja aftur á Akranes en eigum við ekki bara að segja að aðdráttarafl Akrafjallsins hafi orðið því yfir- sterkara. Það var gott að vera í Grafarvogi þar sem við bjuggum síðast en eftir að samkeppni hófst fyrir alvöru á íbúðalánamarkaði þá fóru margir nágrannar okkar af stað og fluttu úr hverfinu og með þeim fóru vinir og skólafélagar stráksins. Við vildum því að börn- in okkar myndu geta búið við sömu tækifæri og í raun lífsgæði. Staðreyndin er sú að á Akranesi átti maður sterkan kjarna góðra vina sem maður þekkti öll upp- vaxtarárin á Akranesi. Fjarlægðin á milli manna er ekki jafn mikil.” Hann heldur áfram: “Stóra spurningin fýrir okkur var jafhvel meira að strákurinn myndi hætta í Tae Kwon Do en það var hann bú- inn að æfa í 3 ár með góðum ár- angri. Eftir að hafa hugsað málið og rætt við hann þá varð niður- staðan að hann myndi byrja í Kara- te á Akranesi og gengur það mjög vel. Annars er ágætt dæmi um sam- heldnina af Akranesi að nú hittist vikulega stór hópur vina flestir fæddir 1971 og spilar knattspyrnu sem ég hef reyndar ekki getað stundað í nokkurn tíma vegna krossbandaslita en læt mig ekki vanta þegar skipulögð er góð gleði.” Ferðatíminn vel nýttur “Þegar við fluttum þá var stóra spurningin aldrei að keyra til Reykjavíkur til vinnu. Lang flestir af öllum þeim erlendu aðilum sem heimsækja mig vinnunar vegna finnst ekki mikið mál að keyra í rúman hálftíma í vinnu þegar þeir eru frá einni til tveimur klukku- stundum að koma sér í vinnu. Þar sem ég er framkvæmdastjóri GSM sviðs Símans þá hef ég gott lag á því að nýta heimferðina vel og leysa ýmis mál í GSM símanum í gegnum Hvalfjarðargöngin. Eins og allir vita er dreifikerfi Símans frábært!” Nú hefur þú í nokkur ár starfað hjá Símanum og tekist á hendur ýmis krefjandi verkefni. Segðu okkur aðeins ffá störfum þínum þar. “Verkefnin hafa verið mörg og spennandi og ýmislegt sem stend- ur upp úr. Síminn er mjög spenn- andi vinnustaður þar sem maður Sævar Freyr Þráinsson. getur treyst því að breytingar eru stöðugar. Eitt fýrsta starfið sem ég tók að mér hjá Símanum fól í sér uppbyggingu á fýrirtækjaþjónustu Símans. I því fólst stjórnun á við- skiptastjórum sem selja og þjón- usta viðskiptavini Símans á fýrir- tækjamarkaði. Þessari einingu hef- ur vaxið fiskur um hrygg. Að mínu mati býr Síminn í dag yfir einni öflugustu sölueiningu á fýrirtækja- markaði á landinu. Næsta verkefni mitt fól í sér nýjar áskoranir í gagnaflutningi sem forstöðumaður í markaðsmálum og síðar í vöru- stýringu. Keppt var við verðuga keppinauta sem komu nýir inn á markaðinn en sem dæmi um verk- efni var uppbygging, markaðssetn- ing og þróun á ADSL þjónustu en ísland getur státað af því að vera með hæsta hlutfall heimila með ADSL tenginga í heiminum. Internetþjónusta Símans hefur vaxið mikið í minni tíð sem stjórn- anda hjá Símanum.” Energí og trú Aðspurður, um helstu verkefni sín sem stjófnánda hjá Símanum segir Sævar að þau hafi verið þegar hann tók að sér rekstur internets- fýrirtækisins Skímu, en í kjölfarið tók Síminn þann rekstur inn í móðurfýrirtækið. “Mjög spenn- andi var sá tími þegar Síminn bauð fýrstur allraí þráðlausar netteng- ingar og settum í loftið eina árang- ursríkustu markaðssetningu Is- lands það árið þar sem Stuð- mannalagið “Energí og trú,” var yfirskrift markaðsherferðarinnar og texti lagsins “Þú getur gert það hvar sem er,’j var notað til að koma skilaboðum á framfæri. Jafnframt var skemmtilegur tími þegar boðið var upp á þann möguleika á Islandi að viðskiptavinir Internetþjónustu Símans ættu möguleika á ótak- mörkuðu erlendu niðurhali.” Hann heldur áfram: “Líklega er mest krefjandi verkefnið sem ég vann að gera viðskiptaáætlanir fýr- ir sjónvarp um ADSL, kaup á enska boltanum og Skjá Einum. Um margra vikna skeið var vinnu- álagið svo mikið að mér fannst það Iíkjast sögum sem ég hef heyrt hjá pabba og mömmu af síldarárunum. Arangurinn er sá að Síminn er eitt fremsta fýrirtæki í heiminum á þessu sviði. Nú er svo komið að Síminn býður þjónustu í samstarfi við Skjáinn, svokallaða myndveitu sem gerir viðskiptavinum mögu- legt að panta nýjar bíómyndir heim í stofu fýrir 450 krónur og eldri myndir fyrir 2Í50 kr. Auk þess er heilmikið af fríú efni svo sem fféttir og íslenskirj þættir af Skjá Einum. Viðskiptavinir Símans sem eru með ADSL tengingu geta fengið aðgang að þessari þjónustu án þess að greiða sérstaklega fyrir. Margir gera sér eþki grein fyrir þessum möguleika. Þráðlaus beinir er innifalinn í þjönustunni auk myndlykils, uppsemingar á þjón- ustu, myndveita og sjónvarpsrásir s.s. Skjár Einn, RUV og seinkun á þessum stöðvum um klukkustund. Eftirspurn eftir þjónustunni hefur verið mikil og álaa á þjónustuver mikið að sama skapí en nú sér Sím- inn ffarn á mun 'betri þjónustu hvað þetta snertir næsm vikurnar. Um síðusm áramót tók ég síðan að mér starf framkvaimdastjóra far- símasviðs hjá Símatium og er það hápunkturinn á j starfsferlinum hingað til. Þetta ár hefur verið annasamt og mikið áunnist og spennandi tímar framundan sam- hliða sjálfri sölu Símans.” Farsími og afþreyingar- iðnaðurinn Ekki er offnælt þó maður segi að GSM hafi tekið völdin í okkar þjóð- félagi. Flestir em mjög háðir því. Sífellt fjölgar möguleikum við notkun þess. Er ekkert lát á slíku? Hvað er helst á döfinni í tækninýj- ungum? “I starfi mínu sem fram- kvæmdastjóri GSM sviðs fer ég með rekstur sviðs sem telur rúm- lega 50 starfsmenn. Mikið af há- menntuðum sérffæðingum starfa á sviðinu s.s. verkfræðingar, tölvunar- fræðingar, kerfisfræðingar, raf- eindavirkjar, viðskiptaffæðingar og markaðsffæðingar. Lykilinn að ár- angri liggur í því að virkja þekkingu þessa fólks og gera því kleift að njóta sín í starfi. Við hjá Símanum höfum sett okkur háleit markmið um nýja þjónustu sem við viljum færa okkar viðskiptavinum en ekki síður gera atlögu að erlendum mörkuðum. Sem dæmi um þjón- usm sem Síminn veitir erlendis er GSM þjónusta um borð í erlendum skemmtiferðaskipum og ferjum sem sigla um heimsins höf og er margt fleira í burðarliðnum. Helsm nýjungar eru að viðskiptavinir geti lesið og svarað tölvupósti í farsíma en jafhffamt er farsímatæknin að taka stökk inn í afþreyingariðnað- inn. Farsíminn kemur til með að leysa af hólmi geislaspilarann, staf- rænu myndavélina og jafhvel þjóna leikjaáhugamönnum en fyrst og ffemst verður farsíminn til að eiga símtöl áfram. Farsíminn verður áfram farsími.” HJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.