Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 saéSs'ííwoiSKi S kilma n i laúreppiir ócskar íhúum áímim, Veátlmdiiigiim ag mSákiptaaðilum sínumgleðilegra jála ag/arsældar á kamandi árum HarpoSjöfn BUREKSTRARDEILD Sólbakka 8-310 BorgarnesifcfeftMMötó Afgreiðsla sími 430 5620 - Fax 430 5621 gUástig BORGARNESI Fyrsta útskrift frá Fjöl- brautaskóla Snæfellinga Fjórir nemendur voru útskrifaðir með stúdentspróf ffá Fjölbrauta- skóla Snæfellinga sl. laugardag, þeir fyrstu sem skólinn útskrifar. I útskriftarræðu Guðbjargar Aðal- bergsdóttur, skólameistara, kom ffam að nú eru 230 nemendur við nám í skólanum en upphaflegar á- ætlanir gerðu ráð fyrir 170 þegar skólinn yrði fullsetinn árið 2007. Skólinn tók til starfa haustið 2004 með því að taka inn fyrstu tvo árganga í ffamhaldsnámi, en þriðja árgangi var síðan bætt neðan við haustið 2005. Fyrsta árið voru 120 nemendur við skólann, en kennslu- fyrirkomulag skólans gerir nem- endum kleift að koma þar til náms hvar sem þeir eru staddir á leið sinni til stúdentsprófs. Vilhjálmur Pétursson í Grundar- firði útskrifaðist með hæstu meðal- einkunn nemenda og hlaut viður- kenningu ffá sveitarfélögunum á Snæfellsnesi. Þá fékk Vdhjálmur einnig viðurkenningu frá Eddu Miðlun fyrir hæstu einkunn í ís- lensku og ffá KB banka fyrir hæstu einkunn í viðskiptagreinum. Vil- hjálmur flutti kveðju til skólans frá nýstúdentum þar sem hann gaf skólanum og starfsliði fyrstu ein- kunn fyrir ffábært starf. GK Hreppsnefiid mælir með vegi um Teigsskóg Hreppsnefnd Reykhólahrepps hefur samþykkt umsögn til Skipu- lagsstofnunar vegna umfjöllunar stofhunarinnar um lagningu Vest- fjarðavegar ffá Bjarkalundi að Eyri í Kollafirði. Töluverð umræða hef- ur farið fram um hugsanlegt vegstæði og þá sérstaklega hvort leggja eigi veg um svokallaðan Teigsskóg. Hreppsnefndin mælir með því að vegurinn verði lagður um skóginn en þess verði gætt að sem minnst verði gengið á skóginn við ffamkvæmdir. I umsögn hreppsnefndarinnar segir meðal annars: “Reykhóla- hreppur leggur áherslu á mikilvægi vegabóta í Gufudalssveit fyrir íbúa og aðra vegfarendur. Vísað er til fyrirliggjandi skýrslu Rannsókna- stofnunar háskólans á Akureyri “Samfélagsáhrif og arðsemi,” sem fjallar um vegtengingar á Vest- fjörðum. Þar kemur vel fram mik- ilvægi styttinga í Gufudalssveit (svokölluð leið B) þar sem vegurinn verður á láglendi.” Um leiðina ffá Bjarkalundi að Þórisstöðum segir: “Þverun Þorskafjarðar er gríðarlega mikil- væg, enda styttir hún leiðina um 9,5 km. Hreppsnefnd telur að öll stytting á vegum hafi jákvæð áhrif fyrir umhverfið, þar sem hún minnkar útblástur frá bílvélum. Sama gildir reyndar þegar vegir flytjast af fjöllum niður á láglendi.” Frá Þórisstöðum liggur leiðin að Kraká. Um þann kafla segir meðal annars: “Sem fyrr mælir hrepps- nefnd eindregið með leið B, enda eiga brattir fjallvegir að heyra sög- unni til. Sú leið liggur í gegnum Teigsskóg. Huga þarf að því að taka eins lítið rými undir veginn sjálfan og kostur er, þannig að sem minnst verði gengið á skóginn sjálfan. Hreppsnefnd leggur áherslu á að annar áfangi þessarar leiðar verði boðinn út í einu lagi. Ekki kemur til greina að lagður verði bráða- birgðavegur um Grónes sunnan- vert. Sömuleiðis er mjög mikilvægt að huga að vegtengingu bæjanna fjögurra, þ.e. Djúpadals, Brekku, Gufudals og Fremri-Gufudals, sem verða fyrir mestri röskun ef leið B verður valin. Safh- og tengivegir heim að þessum bæjum lengjast og ganga þarf vel ffá þeirri vegagerð í samráði við ábúendur. Djúpadals- bæinn verður að tengja með vegi út Djúpafjörð sunnanverðan. Gufu- dalsbæina og Brekku skal tengja með vegi um Hofsstaðahlíð. Með B-leiðinni styttist mjög leiðin bæði að Skálanesi og Múla í Kollafirði sem hlýtur að teljast mjög jákvætt.” Umsögnin verður nú send Skipulagsstofhun sem kveður upp úrskurð sinn á nýju ári. HJ Nýr framkvæmdastjóri starfemannasviðs hjá Norðuráli Rakel Heiðmarsdóttir, sálfræð- ingur, hefur tekið við starfi fram- kvæmdastjóra starfsmannasviðs Norðuráls ehf. í stað Kristjáns Sturlusonar, sem ráðinn hefur ver- ið framkvæmdastjóri Rauða kross Islands. Rakel er doktor í ráðgjaf- arsálffæði ffá University of Texas, Austin, og hefur BA próf í sálfræði ffá Háskóla Islands. Aður en Rakel réðst til Norðuráls var hún mannauðsráðgjafi hjá Starfs- mannaskrifstofu Reykjavíkurborg- ar og vann m.a. áður að þróun starfsmannastefnu hjá hátæknifyr- irtækinu Motorola í Austin, Texas. Jafnframt hefur Rakel sinnt stjórn- unarráðgjöf í íslenskum fyrirtækj- um, kennt við háskólann í Texas og Háskóla Islands og sá um rann- sókn á verkefhinu “Auður í krafti kvenna” á vegum Háskólans í Reykjavík. Rakel er gift Sigurði Bjarka Magnússyni, upplýsingatækni- stjóra hjá Iðnskólanum í Reykja- vík, og eiga þau eitt barn. MM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.