Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 49

Skessuhorn - 20.12.2005, Blaðsíða 49
^ousunuij; ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 49 Söfiiuðu fyrir Rauða krossinn 7. BB og 7. HE í Brekkubœjarskóla héldu bingó nýverið og söfnuðu 10.000 kr. fyrir Rauða Krossinn. Farið að tillögoim bæjarstjómar- fundar unga fólksins Bæjarstjóm Akraness hefur sam- þykkt að bregðast við tveimur á- bendingum er fram komu á bæjar- stjórnarfundi unga fólksins sem haldinn var þann 6. desember. A fundi bæjarstjórnar í síðustu viku lagði Sveinn Kristinsson fram svohljóðandi tillögur þar sem með- al annars segir: “Bæjarstjórn Akra- ness samþykkir að veita kr. 300.000 til endurbóta á félagsaðstöðu ung- linga í Brekkubæjarskóla. Undir- búningur og framkvæmd verði í höndum stjórnar nemendaráðs skólans og skólastjórnenda. Ráðist verði í framkvæmdir á yfirstandandi skólaári ef þess er nokkur kostur.” Þessi tillaga Sveins var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum. Síðari tillaga Sveins var svohljóð- andi: “Fram kom á bæjarstjórnar- fundi unga fólksins að nemendur FVA sækja lítið til Hvíta hússins og að félagslíf er í nokkurri lægð í skólanum. Bæjarstjórn Akraness gerir tillögu um að skipaður verði starfshópur sem hefur það verkefni að skoða með hvaða hætti Hvíta húsið getur stutt við uppbyggilegt félagsstarf nemenda FVA. Starfs- hópurinn verði skipaður tveimur fulltrúum úr unglingaráðinu þ.e. fulltrúa ráðsins fyrir hönd Hvíta hússins og fulltrúa ráðsins frá NFFA og með þeim starfi æsku- lýðsfulltrúi og forstöðumaður Hvíta hússins. Starfshópurinn skili tillögum til bæjarráðs fyrir lok jan- úar. Þessi tillaga var einnig sam- þykkt með níu samhljóða atkvæð- um. m Argjald unglinga lækkað í golf Á aðalfundi Leynis þann 6. des- ember sl. var samþykkt ný gjaldskrá fyrir árið 2006. Hefðbundin hækk- un var á árgjaldinu á milli ára og er það nú 48.000 kr. fyrir fullorðna og 22.000 kr. fyrir maka. Veruleg breyting var gerð á gjaldskrá ung- linga sem hefur verið skipt í þrjú þrep eftir aldri undanfarin ár; 14 ára og yngri (17.000 kr.), 15 til 17 ára (22.000 kr.) og 18-20 ára (27.000 kr.). Breytingin á árgjaldinu er fólgin í því að nú er aðeins eitt árgjald fyrir börn og unglinga 20 ára og yngri sem skiptist í tvo hluta, 15.000 kr. sumargjald og 7.000 kr. vetrargjald, en reglubundnar æfingar verða hér eftir yfir vetrarmánuðina. Með þessu fyrirkomulagi gefst ungum kylfingum nú kostur á að greiða að- eins fyrir afiiot af golfvellinum og golfkennslu yfir sumarmánuðina og hafa val um að taka þátt í vetrar- æfingum ef þeir kjósa það. Ár- gjaldið lækkar verulega hjá þeim hóp (15-20 ára) þar sem brottfall- ið er hvað mest og eru vonir bundnar við það að unglingar haldist lengur í í- þróttinni vegna lægra árgjalds. Áfram verður veittur systkina- afsláttur og af- sláttur fyrir börn foreldra sem eru í golfklúbbnum. MM Eg þakkajyrir hlýhug í minn garð og fjölskyldu minnar, góðar kveðjur og gjafir í tilefni sextugsafmœlis míns þann 23. nóvember s.l. Afmœlisveislan þann 19. nóvember með stórum hópi œttingja, góðra vina og samstarfsmanna verður mér œtíð eftirminnleg og um leið þakkarefni. Ég sendi mínar bestu kveðjur og óskir um gleðileg jól og gœfuríkt nýtt ár. Sturla Böðvarsson BORGARNESI EHF. ÓóJuun v iðökip tammmv akkar ag VeMlendingum iUlum gleðilegra jóla ag /ansældar á kamandi ári. m a annn rsem er ENGJAAS) 2-8 - SIMI 433 9000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.