Morgunblaðið - 08.05.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Mikill Eurovision-áhugi landans
virðist ekki hafa farið fram hjá
Þjóðminjasafni Íslands því safnið
leitar nú eftir aðstoð almennings við
að safna upplýsingum um hefðir
tengdar söngvakeppninni evrópsku.
Er fyrst og fremst verið að leita eftir
frásögnum fólks af eigin reynslu og
siðum í tengslum við keppnina, en
þetta mun vera liður í þeirri starf-
semi Þjóðminjasafnsins að safna
upplýsingum um samtímann.
„Við erum ekki bara á kúskinns-
skóm og í bændasamfélaginu,“ segir
Ágúst Ó. Georgsson, sérfræðingur
þjóðháttasafns hjá Þjóðminjasafni
Íslands, spurður út í Eurovision-
könnunina. „Þetta verkefni hefur í
raun verið nokkuð lengi í pípunum
því við reynum að vera með puttann
á því sem er að gerast í kringum
okkur. Og þessi keppni hefur verið
lengi áberandi og því fannst okkur
ástæða til að safna heimildum um
hana og þá hvernig fólk gerir sér
glaðan dag í tilefni af Eurovision.“
Er heimildasöfnunin því skrásetn-
ing um nýja alþjóðlega hefð, að sögn
Ágústs. „Um sjálfa keppnina er auð-
vitað til mikið af heimildum, bæði í
blöðum og sjónvarpi, en það er eig-
inlega ekkert til um hvernig fólk
heldur upp á þetta sjálft og þar ligg-
ur fókusinn okkar,“ segir hann.
Könnunin fer vel af stað
Áhugasamir geta nálgast könn-
unina á heimasíðu Þjóðminjasafns-
ins, en opnað var fyrir hana í fyrra-
dag. Þegar Morgunblaðið náði tali af
Ágústi snemma í gærmorgun höfðu
þegar um 120 manns tekið þátt í
könnuninni og segir Ágúst það lofa
góðu um framhaldið, en áfram verð-
ur hægt að taka þátt næstu vikur.
Meðal þess sem þátttakendur eru
spurðir út í er hvort þeir líti á Euro-
vision sem hátíð, hvort farið sé í ein-
hverja leiki í Eurovision-partíum,
hvort fólk skreyti híbýli sín sér-
staklega í tengslum við keppnina og
hvaða mat boðið er upp á í partíum.
Þá er einnig meðal annars spurt
hvort viðkomandi hafi sótt einhverja
Eurovision-keppni heim í útlöndum
og hvað hafi þá verið minnisstætt.
Könnun þessi er ekki sú fyrsta
sem Þjóðminjasafnið stendur fyrir
um samtímann. Hafa fyrri kannanir
meðal annars tekið fyrir búsáhalda-
byltinguna svonefndu, loftslags-
breytingar, gæludýraeign, aðstæður
kynjanna og sundlaugamenningu.
„Við erum jú safn og söfn safna og
þess vegna erum við að þessu ásamt
því að gera þessar upplýsingar að-
gengilegar fyrir almenning. Þessi
gögn eru mikið notuð, t.d. af há-
skólastúdentum,“ segir Ágúst.
Morgunblaðið/Eggert
Hatari Framlag Íslands í Eurovision 2019 hefur vakið talsverða athygli erlendis og spá margir því góðu gengi.
Þjóðminjasafnið vill vita
um Eurovision-hefðir fólks
Við erum ekki bara á kúskinnsskóm, segir sérfræðingur
Gengið verður að tilboði lægstbjóð-
anda, Ístaks, í byggingu Húss ís-
lenskunnar sem rísa mun við Arn-
grímsgötu í Reykjavík, að því er
mennta- og menningarmálaráðu-
neytið tilkynnti í gær.
Gert er ráð fyrir að verklegar
framkvæmdir taki um þrjú ár. Húsið
verður á þremur hæðum auk kjallara
undir hluta þess. Heildarflatarmál er
tæpir 6.500 m2. Kostnaðaráætlun
hljóðar upp á 6,2 milljarða. Ríkis-
sjóður mun fjármagna um 70% af
heildarkostnaði og Háskóli Íslands
um 30%. Tryggt verður að fjármagn
til verkefnisins rúmist innan fjár-
málaáætlunar.
„Það er fagnaðarefni að fram-
kvæmdir við Hús íslenskunnar séu
að hefjast. Þetta er löngu tímabært
að verðugt hús sé reist til að varð-
veita handritin okkar. Þau eru einar
merkustu gersemar þjóðarinnar og
geyma sagnaarf sem ekki aðeins er
dýrmætur fyrir okkur heldur hluti af
bókmenntasögu heimsins. Nú er
heppilegur tími fyrir opinberar
framkvæmdir í ljósi þess að hagkerf-
ið er að kólna,“ segir Lilja Alfreðs-
dóttir mennta- og menningarmála-
ráðherra í tilkynningunni. Í bygg-
ingunni verða sérhönnuð rými fyrir
varðveislu, rannsóknir og sýningu á
skinnhandritum auk vinnustofa fyrir
kennara og fræðimenn, lesrými,
fyrirlestra- og kennslusalir, bóka-
safn og kaffihús. gudni@mbl.is
Tilboði í Hús ís-
lenskunnar tekið
Framkvæmdir taka um þrjú ár
Tölvuteikning/Mennta- og
menningarmálaráðuneytið
Hús íslenskunnar Ístak mun reisa
húsið sem verður tæpir 6.500 m2.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjortur@mbl.is
Tilurð evrusvæðisins var algerlega
ótímabær. Þetta kom meðal annars
fram í máli Mervyns Kings, fyrrver-
andi bankastjóra Englandsbanka, á
fundi á vegum viðskiptafræðideildar
Háskóla Íslands og Samtaka spari-
fjáreigenda sem fram fór í hátíðarsal
skólans í gær.
King brást þar við fyrirspurn frá
Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi
fjármálaráðherra, sem innti banka-
stjórann fyrrverandi eftir sýn hans á
stöðu mála á evrusvæðinu. Sagðist
King ekki þekkja nein dæmi í sög-
unni um myntbandalag sem hefði lif-
að af án þess að hafa orðið að einu
ríki (e. full political union). Ef ekki
væri vilji til þess að taka það skref
væri betur heima setið.
King sagði áhrifafólk innan Evr-
ópusambandsins hafa gert sér fulla
grein fyrir því að evrusvæðið væri
ávísun á vandamál eins og staðið
hefði verið að því. Það fyrirkomulag
gæti ekki gengið. Það kæmi til efna-
hagskreppu á endanum en hún
myndi hins vegar neyða ráðamenn
innan sambandsins til þess að fara
alla leið og breyta því í eitt ríki.
„Þeir trúa þessu ennþá, þeir trúa
því enn að Þýskaland verði aldrei
reiðubúið til að láta myntbandalagið
hrynja og að lokum muni þýskir
kjósendur neyðast til þess að niður-
greiða skuldir [evru-]ríkja í suðr-
inu,“ sagði King. Leiðtogar Evrópu-
sambandsins hefðu engan veginn
staðið sig í þessum efnum. Án sam-
eiginlegra ríkisfjármála væri
ábyrgðarlaust að setja myntbanda-
lag á laggirnar.
Evruríki föst þar sem þau eru
Þetta hefði meðal annars leitt til
þeirra efnahaglegu erfiðleika sem
Grikkir hefðu þurft að takast á við,
sem hefðu verið jafnvel verri en
efnahagskreppan á fjórða áratug
síðustu aldar. Það væri hneyksli að
hans áliti. Ríki evrusvæðisins væru á
milli steins og sleggju. Þau legðu
ekki í að yfirgefa evrusvæðið, þótt
það væri misheppnað, og ekki væri
heldur nægur vilji til þess að taka
skrefið í átt að sameiginlegum fjár-
málum. „Þau eru algerlega föst þar
sem þau eru.“
King sagði ekki hægt að fara út í
„ævintýri“ eins og evrusvæðið án
þess að vera heiðarlegur við kjós-
endur og tjá þeim hvað því myndi
fylgja. Ekki hefði verið heiðarlegt að
segja kjósendum að ekkert neikvætt
fylgdi evrusvæðinu og ekki þyrfti að
hafa neinar áhyggjur.
Vissu að evrusvæðið myndi
leiða til efnahagserfiðleika
Fyrrverandi bankastjóri Englandsbanka segir evrusvæðið hafa verið ótímabært
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ótímabært myntbandalag Mervyn King, fyrrverandi bankastjóri Englands-
banka, ræddi m.a. um evrusvæðið á fundi í hátíðarsal Háskóla Íslands.
Mjaldrarnir Litla-Grá og Litla-Hvít
eru væntanlegir til landsins 19. júní
næstkomandi. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá góðgerðarsamtök-
unum Sea Life Trust. Verða dýrin
flutt til landsins með sérútbúinni
flutningavél lúxemborgíska flug-
félagsins Cargolux frá Changfeng
Ocean World-sædýragarðinum í
Sjanghæ í Kína.
Upprunalega stóð til að flytja
mjaldrana til landsins 16. apríl en
komu þeirra var þá frestað vegna
veðurs og lokunar Landeyjahafnar.
Eftir flugið stendur til að flytja
mjaldrana til Vestmannaeyja þar
sem svæði í Klettsvík hefur verið
útbúið og girt af fyrir þá.
Dýrin eru talin ófær um að bjarga
sér í náttúrunni, en þau hafa varið
meirihluta ævi sinnar í steypukeri í
sædýragarðinum. Svæðið í Klettsvík
á að vera líkara náttúrulegum heim-
kynnum þessarar hvalategundar, en
þar munu þær Litla-Hvít og Litla-
Grá hafa 32.000 ferkílómetra svæði
til umráða.
Mjaldrarnir væntan-
legir til Eyja í júní
Mjaldrar Litla-Grá og Litla-Hvít eru vænt-
anlegar til Vestmannaeyja hinn 19. júní.
Ljósmynd/Sea Life Trust