Morgunblaðið - 08.05.2019, Page 24

Morgunblaðið - 08.05.2019, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2019 Kær frændi og góður vinur er fall- inn frá. Það er með miklum söknuði sem við fjölskyldan kveðjum Ás- geir, og við sendum Messý, dætrunum þremur, og allri fjöl- skyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ég hitti Ásgeir síðast þegar ég heimsótti hann á hjúkrunar- heimilið í lok nóvember síðast- liðins. Hann tók fagnandi á móti mér eins og alltaf. Við skemmt- um okkur fram eftir kvöldi með úrvalsviskí við hönd, og það var farið yfir allt sviðið, frá minn- ingum frá Laxárdal yfir í frá- sagnir frá Ísafirði, frá fjöl- skyldumálum yfir í harmonikkur, og þaðan yfir í það nýjasta í listum og pólitík. Ásgeir lét sér ekkert óviðkom- andi í þeim efnum, og hugurinn alltaf leiftrandi. Mér þótti aðdáunarvert hversu hann var einbeittur í að bjarga sér sem mest sjálfur og láta ekki undan heilsuleysinu. Hann sveiflaði sér á milli rúms og hjólastóls eins og besti sirk- uskúnstner og keyrði sinna erinda í stólnum á ískrandi hraða. Þetta var Ásgeir í sínu besta formi, – og já, hvað þetta var skemmtilegt! Þegar við kvöddumst vissi ég þó einhvern Ásgeir Sigurður Ingólfur Sigurðsson ✝ Ásgeir Sig-urður Ingólfur Sigurðsson fæddist 21. nóvember 1937. Hann lést 20. apríl 2019. Útför hans fór fram 27. apríl 2019. veginn að við myndum ekki hitt- ast aftur. Ásgeir var Lax- dælingur, alinn upp á bökkum þess fljóts á Íslandi sem sögur segja að sé það fegursta í heimi „… og þótt víðar væri leitað.“ Menningin í daln- um var á þessum tíma nokkuð einstök, mótuð af því að dalurinn er innilokaður þrátt fyrir að vera mitt í blómstrandi héraði. Dalbúar yf- irleitt félagslega sinnaðir, og margir mjög róttækir á vinstra vængnum, fólk yfirleitt upptekið af öðrum efnum en að skapa sér stundargróða og tileinka sér nýjustu tækni, – frekar að sög- ur, kvæði og tónlist væru í há- vegum höfð, enda mikið af ein- stöku listafólki sem kom úr þessari sveit. Það var afgerandi fyrir lífshlaup Ásgeirs, að hann kynntist Messý, þegar hún var á Kvennaskólanum á Laugum. Hún flutti hann með sér til Ísa- fjarðar, til síns heimabæjar, þar sem þau síðan stofnuðu sitt fal- lega heimili og bjuggu alla tíð. Ásgeir og Messý tengdust fjölskyldu minni á Smiðjugöt- unni nánum böndum. Það var oft daglegur samgangur á milli og þær dætur þeirra, Þórlaug, Helga og Sigga, urðu heima- gangar á heimilinu. Tryggari og hjálpsamari frænda var ekki að finna, og það tengdi fjölskyld- urnar enn betur saman að þau Messý voru virkir þátttakendur í tónlistarlífi bæjarins, Messý sem tónlistarkennari á bæði pí- anó og harmonikku, og Ásgeir sem söngmaður í kórum og frumkvöðull á sviði tónlistar með sínu einstaka harmonikku- safni. Það einkenndi Ásgeir að hann var mikill stemningsmaður, snöggur til lags eftir því sem aðstæður buðu, átti auðvelt með að hrífa aðra og hrífast með, glaðvær og kátur þótt undir byggi dýpri alvara og tregi en hjá mörgu samferðafólki. Hann fór hratt yfir, kvikur í hreyfingum, og horfði frekar upp til himins en að hann rýndi niður í svörð. Hann lýsti fólki og atburðum með fáum dráttum en skýrum, og kátínan í frásögn- inni smitaði alla þá sem heyrðu. Ásgeir var greiðvikinn um- fram flesta og alltaf hreinlynd- ur. Ég þakka dýrmæta sam- fylgd. Við hittumst, kæri frændi, á bakka fljótsins, – hinumegin. Hjálmar H. Ragnarsson. Hann Ásgeir maðurinn henn- ar móðursystur minnar kom til Ísafjarðar með Messý þegar ég var lítil. Þau kynntust fyrir norðan, þegar hún dvaldi á hús- mæðraskóla í námunda við heimili hans. Fyrstu minningar mínar um Ásgeir tengjast húsi ömmu og afa þar sem ég ólst upp. Messý og Ásgeir komu sér fyrir á efri hæðinni, fyrst fæddist þeim dóttirin Þórlaug sem er rúmlega þremur árum yngri en ég, hún fékk nafn föðurömmu sinnar frá Hólum í Laxárdal, síðan kom Helga Alberta, sem var skírð heima. Ég var á fimmta ári, var treyst fyrir hvað barnið ætti að heita og hélt þann trúnað. Nöfnin hennar eru frá móð- urömmu okkar og móður minni. Yngst er svo Sigríður Guðfinna, sem fæddist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði, þegar haldið var upp á 100 ára afmæli Ísa- fjarðarkaupstaðar. Hún hlaut nafn langömmu okkar og afa- bróður okkar sem lést sama ár og hún fæddist. Ásgeir spilaði á harmonikku. Ein minningin er frá því að Ás- geir var einn heima með dæt- urnar, sennilega þegar Helga eða Sigga var í vöggunni minni, þá var hann að rugga barninu í eldhúsinu uppi, hefur sennilega ýtt vöggunni með fætinum á meðan hann æfði sig á harm- onikkuna. Hljóðin frá hjólum vöggunnar og harmonikkutónarnir heyrð- ust á milli hæða. Þau fluttu síðar niður í Smiðjugötu 9 þar sem þau bjuggu næstu árin. Þangað fór ég oft, stundum til að passa stelpurnar. Síðar byggðu þau sér raðhús á Urðarveginum og bjuggu þar þangað til fyrir nokkrum árum. Við komum oft á heimili þeirra. Ásgeir hóf að safna harmonikkum og lagfæra þær. Það var gaman að kíkja í her- bergið hjá þeim hjónunum þar sem þau höfðu komið harmon- ikkusafninu fyrir. Þar mátti líka sjá ýmislegt fleira tengt tónlist og hljóðfærum. Safnið stækkaði óðum og tóku þau hjónin ákvörðun um að afhenda Ísafjarðarbæ safnið til varðveislu. Hluti safnsins hefur verið sýndur í Turnhúsinu í Neðsta- kaupstað og í Safnahúsinu á Eyrartúni. Ásgeir vann í Skipasmíða- stöðinni hjá tengdaföður sínum, fyrst sem járnsmiður en síðar á lagernum. Um tíma áttu þau hjónin Skipasmíðastöðina í félagi við móður mína og stjúpföður, ásamt þriðju systurinni Kristínu og Guðmundi Páli manni henn- ar. Messý og Ásgeir voru dugleg að mæta á viðburði hjá okkur fjölskyldunni. Í minningunni var Ásgeir alltaf hrókur alls fagnaðar í veislum og viðburðum hjá vin- um og vandamönnum. Hann var veislustjóri, hafði mjög gaman af því að segja sögur og sé ég hann fyrir mér þar sem hann slær sér á lær og skellihlær. Ásgeir átti það til að smíða úr timbri, ég á m.a. myndaramma sem hann smíðaði utan um út- saumaða mynd sem ég saumaði þegar ég var barn. Nú opnar fangið fóstran góða og faðmar þreytta barnið sitt; hún býr þar hlýtt um brjóstið móða og blessar lokað augað þitt. Hún veit, hve bjartur bjarminn var, þótt brosin glöðu sofi þar. (Þorsteinn Erlingsson) Elsku Messý, Þórlaug, Helga, Sigga, Andrea, Ásgeir og fjöl- skyldur, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra af Aust- urveginum. Áslaug J.J. og fjölskylda. Við Ásgeir, eða Geiri Mess eins og hann var gjarnan kall- aður, kynntumst í gegnum ástríðu hans, harmóníkuna. Þegar ég var unglingur lék ég tónlist fyrir ferðamenn í Neðstakaupstað á Ísafirði og var þá svo heppinn að kynnast Ásgeiri og harmóníkusafni hans, sem var til húsa í Byggðasafn- inu. Ég hreifst af brennandi áhuga Geira á hljóðfærinu. Hann bauð mig strax velkominn og studdi mig með ráðum og dáð með hverslags „inspírasjón- um“, lánaði mér ótal nikkur með mismunandi hnappakerfum, út- skýrði fyrir mér uppruna hinna og þessara hljóðfæra og gaukaði að mér músík sem ég gríp í enn í dag. Í Neðstakaupstað lékum við nafni minn Halldór Sveinsson, fiðlu- og píanóleikari, gjarnan fallegan vals eftir Villa Valla sem Villi samdi fyrir Geira og ber nafnið Vals fyrir Ásgeir auk þess sem við nafnar sömdum annan vals í kaffipásum sem við kölluðum Geiramessa. Eftir því sem árin liðu fékk ég oft lánuð hljóðfæri hjá þeim heiðurshjónum, Ásgeiri og konu hans, harmóníkukennaranum Messíönu Marsellíusdóttur, Messí, og vandi komur mínar til þeirra. Í seinni tíð, eftir að ég eignaðist börn, heimsóttum við fjölskyldan þau á ferðum okkar vestur og tóku þau jafnan á móti okkur með nýsteiktar kleinur, rjúkandi kaffi og nýpr- jónaðar flíkur á börnin. Ekki að ósekju að eldri drengurinn skilgreinir þau enn sem ömmu Messí og afa Geira. Fyrir tveimur árum samdi ég strengjakvartettinn draw + play sem ég tileinkaði þeim hjónum. Verkið er innblásið af harmóníkunni og er titillinn dreginn af íslensku heiti hljóð- færisins: dragspil. Verkið verð- ur hljóðritað í sumar á Ísafirði af Strokkvartettinum Sigga fyr- ir fyrstu hljómplötu mína sem kemur út snemma árs 2020. Ásgeir tók mér alltaf sem jafningja þrátt fyrir að rúm fimmtíu ár hafi skilið okkur að. Ljúfari mann með meiri mann- gæsku er erfitt að finna. Hann var öndvegismaður sem mér þótti óskaplega vænt um. Ásgeir hafði mikil áhrif á mig sem ég verð ævinlega þakklátur fyrir. Megi hann hvíla í friði. Ég votta aðstandendum hans innilega samúð. Halldór Smárason. ✝ Stefán HaukurJakobsson fæddist 31. október 1932 á Miðgörðum, Grýtubakkahr., S- Þing. Hann lést 27. apríl 2019 á gjör- gæsludeild Sjúkra- hússins á Akureyri. Stefán Haukur var þekktastur undir nafninu Haukur Dúdda eða Dúdd- isen. Foreldrar Hauks voru þau Jakob Gíslason skipasmiður frá Ólafsfirði, f. 27. september 1907, d. 19. apríl 1984, og Matt- hildur Stefánsdóttir frá Mið- görðum á Grenivík, f. 15. nóv- ember 1906, d. 4. júlí 1978. Matthildur og Jakob hófu bú- skap á Grenivík en bjuggu lengst af á Akureyri, en þar ólst Haukur upp með foreldrum sín- um og systkinum, fyrst í Brekkugötu og síðan í Skipa- götu. Systkini Hauks eru 1) Sigur- laug, f. 9. ágúst 1931, d. 8. september 2013, 2) Gunnar Hallur, f. 23. ágúst 1934, d. 8. janúar. 2010, 3) Jakob Jak- obsson, f. 20. apríl 1937, d. 26. janúar 1963, 4) Friðrikka Fann- ey Jakobsdóttir, f. 13. nóv- ember 1941, d. 10. ágúst 1993, 5) Jóhann Einar Jakobsson, f. 13. september 1952. Haukur giftist Kolbrúnu Sveinsdóttur, f. 24. janúar 1935, d. 22. september 2016, 12. maí 1956. Foreldrar Kol- brúnar voru Sveinn Bragi Brynjólfsson og Anna Sigurðar- dóttir. Börn Hauks og Kolbrúnar eru 1) Sveinn Ævar, f. 12. febrúar 1956, maki Bjargey H. Péturs- dóttir, þau eiga fjögur börn. 2) Eiður, f. 18. des- ember 1965, maki Dagbjört H. Eiríksdóttir, þau eiga þrjú börn. 3) Matthildur, f. 17. des- ember 1968, maki Tómas Ólafs- son, þau eiga fjögur börn. 4) Anna, f. 11. september 1970, maki Hilmar M. Baldursson, þau eiga þrjú börn. 5) Tinna, f. 12. október 1971, hún á þrjú börn. Haukur og Kolbrún eiga 10 barnabarnabörn. Haukur vann margvísleg störf um ævina, meðal annars vann hann sem versl- unarmaður, fór á vertíðir, vann í byggingarvinnu hjá Híbýli og var verkstjóri hjá Skinnaiðn- aðinum. Haukur var mikill íþróttamaður og náði góðum árangri í mörgum íþróttagrein- um, meðal annars keppti hann í frjálsum íþróttum, á skíðum, í fótbolta og í golfi. Síðustu ár átti golfið hug hans og hjarta. Haukur verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, 8. maí 2019, klukkan 13.30. Afi Haukur var ljúfmenni í alla staði, hann dásamaði okkur barnabörnin og barnabarnabörn- in sín og þótti einstaklega gaman þegar við kíktum til hans. Afi var glaðlyndur karl, uppfullur af sög- um og kátínu. Hann var alltaf til staðar ef á þurfti að halda, nema þegar kom að heimilisverkum þá var hann ekki fyrstur á staðinn. Hann þekkti ótrúlega marga og vissi maður að það að skreppa með afa í búðina gæti tekið sinn tíma þar sem hann hitti alltaf ein- hverja „vini“ sína (allir voru vinir hans í hans huga) og tók á tal við þá. Afi var hreinskilinn og voru ráðleggingar hans hvatningar því sagðar af heilum hug. Elsku afi, ég mun alltaf sakna þín en ég ylja mér við fallegar og góðar minningar. Helena Arnbjörg. Nú kveð ég eina af fyrirmynd- um mínum, afar merkilegan og góðan mann. Hann skilur eftir sig stórt skarð en fullt af góðum minningum. Frá því ég var lítill hef ég alltaf litið mikið upp til afa míns og fannst mér afar skemmtilegt að brasa eitthvað með honum. Golfferill minn var nú ekki farsæll eða langur en á yngri árum þótti mér fátt skemmtilegra en að heimsækja afa niður í Golfbæ. Skjóta nokkr- um kúlum, pútta, hlusta á eldri karlana og sníkja mér svo nammi í sjoppunni. Ég vildi verða góður í golfi eins og afi sem átti fullt af bikurum en íþróttaferill minn var þó aðallega í handbolta og studd- ir þú mig og hvattir áfram þar. Eins var þér í mun að ég, sem og hin barnabörnin, stæði mig vel í námi og varstu iðulega að hvetja mig á þeim velli líka. Afi var afar skemmtileg per- sóna sem gaman var að tala við, hann hlustaði á sögurnar manns og átti nokkrar ansi magnaðar sjálfur sem mér þótti alltaf gam- an að heyra. Hetjusögur úr íþróttabransanum og einhverjar grallarasögur þótti mér einna skemmtilegastar, sumar heyrði maður svo sem töluvert oftar en aðrar. Mér þótti afi alltaf jákvæð- ur og skemmtilegur karl og það virtist flestum sem til hans þekktu og umgengust hann líka. Hann var þó ekki alltaf á jákvæðu nótunum þegar maður var að horfa með honum á íþróttir í sjónvarpinu og átti það til að þræta við þulina eða tuða yfir leikmönnum „sem geta ekki gert einn einasta hlut rétt“ „þetta eru atvinnumenn og eiga að gera bet- ur“ heyrði maður þig oft segja yf- ir enska boltanum. Maður átti það stundum til að glotta út í ann- að yfir þessu röfli hans. Far vel, afi, og takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Nú ertu á stað þar sem Jaðar er alltaf upp á sitt besta og þú getur slegið eins og þér sýnist. Kveðja, Ólafur Haukur. Það er alltaf jafn erfitt að kveðja. En minningarnar um þig, elsku afi, fá mig til að brosa í gegnum tárin. Þú varst einstakur maður, og hafði ég virkilega gam- an af því að hlusta á frásagnir þínar frá því þú varst ungur. Þú sagðir prakkarasögur af svo mik- illi innlifun að stráksglottið og glampinn í augunum gerði þær svo raunverulegar. Helsta ein- kenni þitt var að sjá hið góða í öll- um og allir sem á vegi þínum urðu vinir þínir. Ég hef alltaf litið mikið upp til þín og þinna afreka og held það séu fáir sem geta státað af jafn fjölbreyttum íþróttaferli og þú. Síðustu ár hefur golfið verið íþróttin sem hélt þér í formi, en hins vegar fylgdist þú með öllum öðrum íþróttum, ekkert fór fram hjá þér hvað varðar fótboltann, í frjálsum íþróttum og í skíða- keppnum, bæði hér heima og er- lendis. Þú hefur alltaf verið minn klettur og sá sem ég hef getað leitað til hvort sem mig vantaði að létta á hjartanu eða vantaði hvatningu. Þú hefur gefið mér ómetanlegt nesti út í lífið og mun ég ávallt verða þakklát fyrir að hafa fengið þig fyrir afa. Hvíldu í friði, elsku afi. Lena. Elsku afi, það er stórt skarð sem þú skilur eftir sem erfitt verður að fylla og ég kveð þig með mikilli sorg en hlýju í hjarta yfir öllum minningunum sem við eigum saman. Við eigum ótal margar minningar saman flestar þeirra koma nú frá staðnum þar sem okkur líður best á, eða uppi á golfvelli. Þú ert ástæðan fyrir því að ég byrjaði að spila golf og hef- ur þú hvatt mig svo mikið áfram og verið mín helsta fyrirmynd bæði í golfinu og lífinu sjálfu. Ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurður uppi á golfvelli hvort ég sé barnabarn Dúddísen en í hvert skipti fyllist ég stolti yfir því að geta svarað því játandi. Það virt- ist sem öllum líkaði við þig og það var sama hvar maður kom, þú þekktir alltaf margt gott fólk. Það verður einstaklega skrítið og erfitt að sjá þig ekki uppi á golf- velli eða geta ekki hringt í þig til að segja þér hvernig mér hafi gengið í mótum í sumar. Þú varst minn helsti stuðningsmaður og hefur það hvatt mig til að gera mitt besta, að gera þig stoltan. Það mun ekki breytast, ég mun halda áfram að spila golf með heilræði þín í hjarta. Ég mun halda áfram að gera þig stoltan og þegar ég slæ bolta í framtíð- inni mun ég hugsa til þín. Þú varst alltaf mættur upp á golfvöll til að fylgjast með mér keppa, skipti engu máli hvað klukkan var, þú horfðir á mig slá á fyrsta teig, óskaðir mér góðs gengis og beiðst svo yfirleitt í tvo klukku- tíma eftir að ég væri búinn að spila helminginn til þess að vita hvernig gengi. Ef það gekk vel þá sagðirðu mér alltaf að halda þessu áfram en ef það gekk ekki nógu vel hikaðirðu ekki við að segja mér að rífa mig í gang og setja hökuna upp, sem hjálpaði alltaf. Mun sakna þess að hlusta á sögurnar þínar, þú hefur brallað ýmislegt á þinni ævi, og hafði ég einstaklega gaman af að hlusta á þig rifja upp tímana þína í Noregi eða gömlu góðu fótboltataktana. Ég vona innilega að ég muni líkj- ast þér þegar ég verð stór, já- kvæðari og sterkari mann er ekki hægt að finna. Mun sakna þín á hverjum degi, elsku afi minn, en minningarnar sem þú skilur eftir munu lifa í hjarta mínu alla tíð. Takk fyrir allt sem þú gerðir, þú verður alltaf minn besti vinur. Víðir. Stefán Haukur Jakobsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Undirskrift | Minning- argreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.