Morgunblaðið - 23.05.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019
595 1000
Sérferð til
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
g
Víetnam
.
ge
tur
20. september í 18 nætur
Frá kr.
599.995
eð
fyr
irv
a
ÖRFÁ SÆTI LAUS
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Fjölmargar stelpur úr 9. bekk grunnskóla tóku
þátt í verkefninu Stelpur og tækni í gær. Þær
heimsóttu Háskólann í Reykjavík, fengu kynn-
ingu á tækninámi og gátu svo kynnt sér ýmis
tæknifyrirtæki. Markmið verkefnisins er að
vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í
tækninámi og -störfum, brjóta niður staðal-
myndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem ein-
kennir tækniiðnaðinn.
Stelpur í 9. bekk kynntu sér tækninám
Morgunblaðið/Hari
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Það vakti athygli þegar skúlptúrinn
„Kanína“ eftir Jeff Koons seldist á
11,3 milljarða króna 15. maí. Það var
met fyrir verk eftir listamann á lífi.
Gunnar B.
Kvaran, safn-
stjóri Astrup Fe-
arnley-listasafns-
ins í Ósló, segir
það skýra met-
verð fyrir lista-
verk að mark-
aðurinn hafi
stækkað.
Áður hafi nær
eingöngu hinn
vestræni listmarkaður og listheimur
ákveðið verðmæti vestrænnar listar.
„Nú eru komnir nýir safnarar við
Persaflóann og í Kína. Kaupin eru
hluti af áformum ríkja við Persa-
flóann um að byggja upp menning-
artúrisma í framtíðinni. Listaverkin
eru orðin mjög skýr fjárfesting-
arkostur. Áhættan við kaupin er orð-
in sáralítil þegar keypt eru verk eftir
listamenn á borð við Pablo Picasso
og aðra sem hafa verið viðurkenndir
í 50-60 ár. Nú er að myndast sam-
staða um nokkra listamenn sem
fæddir eru 1930-50,“ segir Gunnar
og nefnir David Hockney og Koons.
Samstaða um framlagið
„Listheimurinn er sammála um að
Koons hafi komið með afburða frum-
legar hugmyndir um listina og bætt
við listahugtakið á skýran hátt,“
segir Gunnar og tekur „Kanínuna“
og styttu Koons af Michael Jakcson
og apanum Bubbles sem dæmi.
Gunnar keypti Bubbles fyrir safn
sitt á sem svarar til 680 milljóna kr.
og áætlar að verðið sé nú 8,8 millj-
arðar. Bæði verkin séu tímamóta-
verk. »32-34
Listaverk að
seljast fyrir
metverð
List Styttan af Jackson og Bubbles
var sýnd í Listasafni Íslands 2004.
Auðmenn við
Persaflóann safna list
Kanína Verkið fór
á 11,3 milljarða.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Leynileg hljóðupptaka Báru Hall-
dórsdóttur á samræðum þingmanna
á veitingastaðnum Klaustri í nóvem-
ber á síðasta ári fór í bága við lög um
persónuvernd og vinnslu persónu-
upplýsinga, samkvæmt úrskurði
stjórnar Persónuverndar frá því í
gær. Skal Bára eyða upptökunni.
Ekki var þó orðið við kröfu lögmanns
þingmannanna um að leggja stjórn-
valdssekt á Báru vegna upptökunn-
ar.
Lögmaður fjögurra þingmanna
Miðflokksins kvartaði undan hljóð-
upptökunni en það voru þeir sem
tóku þátt í samræðunum á Klaustri
ásamt tveimur þingmönnum sem þá
voru í Flokki
fólksins.
Stjórn Per-
sónuverndar
hafnaði frávísun-
arkröfu lögmanns
Báru sem byggð-
ist á þeim rökum
að hljóðupptök-
urnar féllu utan
gildissviðs per-
sónuverndarlag-
anna þar sem þær hefðu farið fram í
tengslum við störf Alþingis. Einnig
voru þau rök ekki talin eiga við að
umrædd vinnsla persónuupplýsinga
félli utan gildissviðs laganna þar sem
þær hefðu einvörðungu verið unnar í
þágu fréttamennsku. Taldi stjórn
Persónuverndar að þegar litið væri
til tímalengdar upptökunnar, sem
stóð í fjórar klukkustundir, hefði hún
falið í sér rafræna vöktun. Ekki sé
hægt að líta á slíka vöktun með leynd
í þetta langan tíma þannig að hún
falli undir fréttamennsku.
Lögmaður þingmanna Miðflokks-
ins krafðist þess að lögð yrði stjórn-
valdssekt á Báru vegna brota henn-
ar. Stjórnin taldi ekki efni til þess.
Þótt upptakan færi úr hófi fram var
talið rétt að líta til skýringa Báru.
Nefnt er að hún hafi tekið samræð-
urnar upp þar sem hún hafi talið um-
mæli í þeim hafa þýðingu í ljósi stöðu
þátttakenda sem þingmanna og hún
hefði verið stödd þar fyrir tilviljun.
Þá hefðu samræðurnar orðið tilefni
mikillar umræðu í samfélaginu um
háttsemi þjóðkjörinna fulltrúa.
Hljóðupptökur á Klaustri
úrskurðaðar ólögmætar
Persónuvernd telur upptökurnar ólögmæta rafræna vöktun
Bára
Halldórsdóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ríkinu ber að greiða fyrrverandi
sameigendum sínum að hverasvæð-
inu Geysi í Haukadal um 1,2 millj-
arða króna, með vöxtum og verðbót-
um, samkvæmt yfirmati sem gert
var á verðmæti eignarinnar. Er það
svipað mat og kom út úr upphaflegu
mati en ríkið vísaði því til yfirmats.
Ríkið gerði samning við meðeig-
endur sína að hverasvæðinu Geysi í
Haukadal síðla árs 2016 um kaup á
þeirra hlut. Ríkið átti um þriðjung
þeirra tæplega 20 hektara sem eru
innan girðingar um hverasvæðið,
þar á meðal Geysi sjálfan, og land-
eigendur tvo þriðju. Þar sem ekki
náðist samkomulag um verð var
ákveðið að fela dómkvöddum mats-
mönnum að ákvarða kaupverðið.
Matsmennirnir, einn frá hvorum
aðila og oddamaður, mátu verðið
um 1,1 milljarð króna. Ríkið vísaði
matinu til yfirmats þar sem tveir
matsmenn voru frá hvorum aðila og
oddamaður sem þeir sammæltust
um. Niðurstaða yfirmatsins var
nánast sú sama og undirmatsins en
fer í 1,2 milljarða með vöxtum og
verðbótum, samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins.
Málinu lokið eftir langt þref
Garðar Eiríksson, formaður
Landeigendafélags Geysis, gat ekki
staðfest tölurnar nákvæmlega, þeg-
ar eftir var leitað. Hann segir að
eftir sé að fara yfir niðurstöðurnar
með lögmönnum og að leggja mats-
gerðina fyrir fund í félaginu.
Garðar segir að hlutverk mats-
manna hafi verið að finna sann-
gjarnt verð fyrir þennan eignarhlut.
Það hafi þeir gert eftir bestu getu.
„Ég tel að allir landeigendur séu
sáttir við að komin er niðurstaða í
málið. Hún gildir og við hana verð-
ur unað. Þar með eru komin lok í
þetta mál eftir áratuga þref og
þjóðin á þetta svæði allt,“ segir
Garðar.
Fulltrúar landeigenda og odda-
maður stóðu að niðurstöðunni gegn
fulltrúum ríkisins.
Verð Geysissvæðis ákvarðað
Ríkið skal greiða 1,2 milljarða fyrir kaup á tveimur þriðju hlutum hverasvæðisins
við Geysi í Haukadal Sáttir við að niðurstaða er fengin segir fulltrúi landeigenda