Morgunblaðið - 23.05.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019
Í S L E N S K U R GÓÐO S T U R
TILBOÐ!
– BAR A GÓÐ U R –
Það var litrík skrúðganga sem gengin var frá
Laugarnesskóla yfir í Grasagarðinn í gær þegar
Dýradagurinn var haldinn í fyrsta skipti á Ís-
landi. Dýradagurinn er alþjóðlegur dagur líf-
fræðilegrar fjölbreytni og fá nemendur tækifæri
til að læra um og vekja athygli á m.a. loftslags-
breytingum, plastmengun og fjölbreytni lífrík-
isins. Þema göngunnar var málefni hafsins og
fengu börnin sem þátt tóku umhverfisfræðslu og
tóku þátt í skapandi vinnu sem meðal annars
fólst í búninga- og grímugerð úr efnivið sem
annars væri fleygt.
Alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni haldinn í fyrsta sinn á Íslandi
Morgunblaðið/Eggert
Litrík skrúðganga í tilefni Dýradagsins
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Nýgerðir kjarasamningar voru
samþykktir í öllum aðildarfélögum
Samiðnar nema Félagi járniðnað-
armanna á Ísafirði. Tæplega 73%
þeirra sem þátt tóku samþykktu
samningana. Nú liggja fyrir nið-
urstöður úr atkvæðagreiðslu hjá
öllum aðildarfélögum ASÍ sem
gerðu lífskjarasamninga við Sam-
tök atvinnulífsins. Þeir voru sam-
þykktir í öllum félögum nema einu
og sögðu um 80% þeirra sem þátt
tóku já. 98% vinnuveitenda sam-
þykktu samningana.
Samiðn var síðasta sambandið til
að tilkynna niðurstöður atkvæða-
greiðslu um samninga við Samtök
atvinnulífsins, Bílgreinasambandið,
Samband garðyrkjubænda og Fé-
lag pípulagningameistara. Atkvæði
greiddu 1.624 félagsmenn sem er
liðlega 23% þeirra sem á kjörskrá
voru. Já sögðu 1.183, eða tæplega
73%, nei sögðu 357 sem er 22% og
84 tóku ekki afstöðu.
„Þetta sýnir meiri jákvæðni í
garð samninganna en við áttum
von á,“ segir Hilmar Harðarson,
formaður Samiðnar.
Óánægðir með útfærsluna
Félag járniðnaðarmanna á Ísa-
firði er eina félagið sem felldi lífs-
kjarasamningana. Þátttaka var góð
miðað við það sem algengast er hjá
stéttarfélögum og sögðu 56%
þeirra sem greiddu atkvæði nei.
Ásmundur Ragnar Sveinsson, for-
maður félagsins, segir að breyt-
ingar á yfirvinnu
hafi aðallega
staðið í fé-
lagsmönnum.
Menn hafi ekki
verið nógu
ánægðir með út-
færsluna.
Segir Ás-
mundur að
framhaldið verði
ákveðið á fé-
lagsfundi annað kvöld. Hann við-
urkennir að staðan sé breytt þar
sem félag hans sé það eina sem
felldi.
Félag járniðnaðarmanna á Ísa-
firði var eina félagið sem felldi
kjarasamninga iðnaðarmanna í
síðustu kjarasamningalotu. Þá
ákvað stjórn félagsins að leggja þá
fyrir að nýju með lítilsháttar
breytingum og voru þeir þá sam-
þykkir.
Hilmar Harðarson vill lítið tjá
sig um afstöðu járniðnaðarmanna
fyrir vestan. Hann reiknar með að
forystumenn Samiðnar fari vestur
til að funda með félagsmönnum og
fara þá yfir það hvernig breytingar
á yfirvinnu komi út fyrir fé-
lagsmenn. „Það er yfirgnæfandi
meirihluti félagsmanna í Samiðn
sáttur við niðurstöðuna. Við lítum
svo á að við séum komnir með nýj-
an kjarasamning til að vinna með
og sem gefur félagsmönnum okkar
tækifæri til að stytta vinnutímann
og gera hann sambærilegan við
það sem þekkist annars staðar á
Norðurlöndunum. Eftir því hefur
lengi verið kallað,“ segir Hilmar.
80% félagsmanna ASÍ samþykktu
Félögin sem stóðu að lífskjarasamningum samþykktu samningana Járniðnaðarmenn á Ísafirði
voru þeir einu sem felldu Framhaldið verður ákveðið á fundi félagsins á Ísafirði annað kvöld
Hilmar
Harðarson
Minna er að gera hjá embætti
ríkissáttasemjara eftir að stóru
samningunum var landað. Þó
eru allnokkur félög á almenna
vinnumarkaðnum með lausa
samninga. Þannig er boðað til
samningafunda Samtaka at-
vinnulífsins í máli Félags ís-
lenskra flugumferðarstjóra í
dag sem og í kjaradeilu Mjólk-
urfræðingafélags Íslands.
Tveir fundir
boðaðir í dag
RÍKISSÁTTASEMJARI
Bréfið, sem Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, þáverandi forsætisráð-
herra, sendi Jean-Claude Juncker,
forseta framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins, í lok mars 2015 til
þess að árétta stefnu ríkisstjórnar
hans vegna umsóknar Íslands um
inngöngu í sambandið frá 2009 fól
ekki í sér að umsóknin væri dregin
til baka.
Haft var eftir Sigmundi Davíð í
Morgunblaðinu sl. mánudag að bréf-
inu hefði verið ætlað að árétta þá
stefnu ríkisstjórnarinnar sem fram
kom í bréfi sem Gunnar Bragi
Sveinsson, þáverandi utanríkisráð-
herra, sendi ESB 12. mars 2015 um
að ekki bæri að
líta á Ísland sem
umsóknarríki að
sambandinu.
Ferli ESB,
þegar ný ríki
ganga í sam-
bandið, felur í sér
að umsóknarríkið
(e. applicant
country) sendi
umsókn sína til
ráðherraráðs sambandsins. Með
hliðsjón af niðurstöðum frumathug-
unar framkvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins ákveður ráðherraráðið
hvort líta eigi á umsækjandann (e.
applicant) sem umsóknarríki (e.
candidate country).
Líkt og fjallað var um á mbl.is um
síðustu helgi kom fram í bréfi Gunn-
ars Braga að stjórnvöld litu ekki svo
á að Ísland væri „candidate country“
sem var þýtt sem umsóknarríki í
þýðingu utanríkisráðuneytisins á
bréfinu, en þetta sama enska hugtak
er notað í umræddu bréfi Sigmundar
Davíðs til Junckers.
Miðað við umsóknarferlið er ljóst
að hvorki bréf Sigmundar né Gunn-
ars Braga fól í sér að umsóknin væri
dregin til baka heldur einungis það
að Ísland færðist aftur á fyrsta stig
ferlisins. hjortur@mbl.is
Hvorugt bréfið dró
ESB-umsóknina til baka
Sigmundur Davíð notaði sama hugtak og Gunnar Bragi
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
„Það er starfsmönnum skrifstofu Al-
þingis þungbært að sitja undir ásök-
unum um að greiða tilhæfulausa
reikninga og gæta ekki að meðferð
almannafjár,“ segir í yfirlýsingu frá
skrifstofu Alþingis í tilefni af um-
ræðu á þingfundi í fyrradag þar sem
því hafi verið haldið fram að rök-
studdur grunur væri um að Ásmund-
ur Friðriksson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, hefði dregið sér
almannafé og að ekkert hafi verið
gert til að setja á fót rannsókn á því.
Þá segir að skrifstofa þingsins hafi
engin gögn sem styðji við þau um-
mæli. Helgi Bernódusson, skrif-
stofustjóri Alþingis, ritar undir
yfirlýsinguna.
Björn Leví Gunnarsson, þingmað-
ur Pírata, lét umrædd orð falla en
áður hafði Þórhildur Sunna Ævars-
dóttir, þingmaður sama flokks, gert
slíkt hið sama og komst siðanefnd
Alþingis að þeirri niðurstöðu í síð-
ustu viku að þar með hefði hún brotið
gegn siðareglum alþingismanna. Í
yfirlýsingunni segir að 5. mars á síð-
asta ári hafi skrifstofa Alþingis skil-
að greinargerð um þróun og fram-
kvæmd laga um þingfararkostnað
sem birt hafi verið á vef þingsins.
„Skrifstofan hefur engin gögn sem
benda til þess að rangt hafi verið
haft við og röngum eða tilhæfulaus-
um reikningum verið skilað inn til
endurgreiðslu.“
Þungbært
að sitja und-
ir ásökunum
Yfirlýsing frá
skrifstofu Alþingis