Morgunblaðið - 23.05.2019, Page 6

Morgunblaðið - 23.05.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Hefur þú prófað nýju kjúklingasteikurnar? NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOLT A Aðalfundur Breytt dagsetning Aðalfundur Vörubílastöðvarinnar Þróttar hf. verður haldinn að Sævarhöfða 12, þriðjudaginn 4.6.2019 klukkan 19:00. Dagskrá aðalfundar skv. 27. gr. laga Vörubílstjórafélagsins Þróttar. Stjórnin. Andrúm arkitektar fengu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni sem haldin var um nýjan leikskóla á Sel- tjarnarnesi. Niðurstaðan var kynnt 17. maí við opnun sýningar á öllum innsendum tillögum en þær voru 27 talsins frá innlendum og erlendum arkitektum. Vinningstillagan heitir Undrabrekka og eru höfundar henn- ar arkitektarnir Haraldur Örn Jóns- son, Hjörtur Hannesson og Kristján Garðarsson. Í umsögn dómnefndar um vinningstillöguna segir m.a.: „Mjög metnaðarfull tillaga sem mætir vel forsendum í keppnislýs- ingu. Heildaryfirbragð leikskólans er áhugavert og ásýnd hans styrkir miðbæjarrými Seltjarnarness. Byggingin er skemmtilega brotin upp og vel staðsett á lóð með tilliti til aðkomu og umferðar. Með því að byggja yfir bílastæði náði þessi til- laga stærsta útisvæði þeirra tillagna sem komust á 2. þrep keppninnar.“ Dómnefndin sagði einnig að tillagan væri sérlega vel unnin í alla staði og framlögð gögn til fyrirmyndar. Þrjár aðrar tillögur fengu sérstök verðlaun. Höfundar þeirra eru THG arkitektar, ASK arkitektar ehf. og Teiknistofa arkitekta – Gylfi Guð- jónsson og félagar ehf. Í greinargerð Andrúms arkitekta með vinningstillögunni kemur m.a. fram að hún byggist á hugmynd um barnshöndina „þar sem lófinn er miðjan – salurinn og fjölnotarýmin auk stjórnunarrýma. Deildirnar eru svo fingurnir sem teygja sig til suð- urs að útisvæðum.“ Tillagan er sögð gefa fyrirheit um nýja nálgun við mótun leikskóla- starfs. Byggingin taki sterka stöðu á horni Suðurstrandarvegar og Nes- vegar og leggi sitt af mörkum við að skapa fallega götumynd á þessum krossgötum. Bílar fá hvorki að setja svip á götumynd né stela af leik- svæði. Leikskólastarfið verður í nánd við iðandi bæjarlífið og börnin sýnileg í leik og starfi. gudni@mbl.is Teikning/Andrúm arkitektar Undrabrekka Fyrirmynd leikskólans sem teiknaður er á horni Suðurstrandar og Nesvegar er barnshöndin. Tillaga Andrúms vann  Hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi  27 tillögur bárust frá innlendum og erlendum arkitektum Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Umræða um þriðja orkupakkann hefur staðið yfir linnulítið á Alþingi undanfarna daga. Þingfundi var slitið klukkan 8.41 í gærmorgun og hafði hann þá staðið yfir í rúmar 19 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa nán- ast verið einráðir í þessum um- ræðum. Þeir flytja hverja ræðuna af annarri um málið og fara svo í andsvör hver við annan. Þetta hefur orðið til þess að þingmenn flokksins hafa rokið upp listann yfir þá þingmenn sem lengst hafa talað á yfirstandandi þingi, 149. löggjafarþinginu.. Birgir Þórarinsson í Miðflokki er í nokkrum sérflokki og stefnir hraðbyri að titlinum „Ræðukóngur Alþingis.“ Þegar fundi var slitið í gærmorgun hafði Birgir flutt 518 ræður og athugasemdir á yfirstand- andi þingi og talað samtals í 1.505 mínútur, eða 25 klukkustundur. Þegar staðan var tekin fyrir rúmum mánuði síðan, 19. apríl, voru þeir svo að segja hnífjafnir Birgir og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Þorsteinn heldur enn 2. sætinu, hefur talað í 1.108 mínútur. Þorsteinn Sæmunds- son Miðflokki hefur talað í 1.076 mínútur og nálgast nafna sinn óð- fluga. Björn Leví Gunnarsson Pír- ati hefur talað í 907 mínútur og í 5. sæti er Ólafur Ísleifsson Miðflokki, sem hefur talað í 858 mínútur. Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæð- isflokki hefur talað lengst þing- kvenna, eða í 847 mínútur. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki hef- ur talað lengst ráðherra eða í 790 mínútur. Umræða um 3. orkupakkann hélt áfram síðdegis í gær. Þá voru nokkrir þingmenn Miðflokksins enn á mælendaskrá. Þar á meðal Birgir Þórarinsson, sem ætlaði að flytja sína 13. ræðu og fleiri ræður þegar á daginn leið. Samkvæmt yfirliti á vef Alþingis í gærmorgun höfðu þingmenn flutt 12.299 ræður og athugasemdir á yf- irstandandi þingi og talað samtals í 559 klukkustundir. Miðflokksmenn „reykspóla“ upp ræðulistann  Birgir Þórarinsson hefur talað oftar en 500 sinnum  25 tíma ræðuhöld Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Birgir Þórarinsson Hefur margt til málanna að leggja um orkupakka. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forsætisnefnd Alþingis ákvað í gær að gera þær breytingar á starfsáætl- un þingsins að þingfundir verði síð- degis í dag og á morgun, að afloknum nefndafundum. Búast má við því að fundirnir standi fram á nótt, ef þing- menn Miðflokksins halda áfram mál- þófi í seinni umræðu um staðfestingu á þriðja orkupakkanum. Forseti Al- þings vonast til að mál skýrist í viku- lokin, eftir að nefndir hafa að mestu leyti lokið afgreiðslu mála, en útilok- ar ekki að þingið þurfi að starfa leng- ur en til 5. júní þegar því átti að ljúka samkvæmt starfsáætlun. Met í næturfundahöldum Umræður um þriðja orkupakkann stóðu frá því kortér yfir þrjú í fyrra- dag og þangað til fundi var slitið klukkan 8.41 í gærmorgun. Þing- menn Miðflokksins sátu að mestu einir að ræðustólnum. Þingfundur- inn stóð raunar frá klukkan 13.30, eða í rúmar 19 klukkustundir. Er þetta sá þingfundur sem staðið hefur lengst fram á morgun frá því Alþingi var gert að einni málstofu. Fyrra metið var 19. desember 1996 þegar fundi var slitið kl. 7.59 morguninn eftir. Næturfundurinn fór í að ræða öryggi raforkuvirkja og fleiri mál. Dæmi eru um lengri fundi í deildum Alþingis á árum áður, til dæmis um kvótafrumvarpið 1984. „Það hefur vissulega farið mikill og dýrmætur tími í þetta eina mál sem enn er til umræðu. Það er aðeins farið að setja áætlanir okkar úr skorðum,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon, forseti Alþingi, spurður um þinghaldið framundan. Forsætis- nefnd hefur brugðist við með því að lengja fundi fram á nótt og bæta við þingfundum, eftir nefndafundi í dag og á morgun. „Þetta fer fljótlega að bitna á þeim málum sem við annars hefðum verið að vinna með. Það verður ennþá verra ef ekki tekst að leysa málið fyrir helgi.“ Á meðan rætt er um þriðja orku- pakkann afgreiða nefndirnar frá sér mál sem sett eru á dagskrá þingsins til síðustu umræðu en komast ekki að. Á fundi þingsins í gær voru 20 mál á dagskránni. Búist er við að það bætist á þann hlaða á nefndafundum í dag og á morgun en þá eiga nefnd- irnar að vera búnar að afgreiða helstu mál. Steingrímur segir að staðan skýrðist betur undir lok vikunnar. Ef það mál sem nú tefur afgreiðslu annarra mála verður þá frá reiknar Steingrímur með að farið verði að ræða alvarlega um það hvernig hægt verði að ljúka þingstörfum. Sam- kvæmt starfsáætlun er stefnt að þingfrestum 5. júní. Fram til þess tíma eru 4 þingfundardagar, auk þeirra tveggja kvöldfunda sem boð- aðir hafa verið, og svo eldhúsdagur fyrir almennar stjórnmálaumræður. Steingrímur segir að ef ekki takist að ljúka vinnunni á þessum tíma gæti þurft að funda eitthvað lengur. Bætt við tveimur kvöldfundum á Alþingi  Stefnt að þingfrestun 5. júní  Gæti þurft að funda lengur Morgunblaðið/Hari Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og félagar hans í þingflokknum eru í aðalhlutverki á maraþonfundum í þinghúsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.