Morgunblaðið - 23.05.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 23.05.2019, Síða 18
Morgunblaðið/Kristín Heiða Spjall Gulli og Marta móðir Kríu við fjárhúsið og bátur Gulla að baki. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hún Sleikja er uppáhalds-kindin okkar. Reyndarheitir hún Þemba, envið köllum hana alltaf Sleikju af því hún sleikir okkur í framan. Hún er alveg níutíu og níu prósent spök og fyndin kind,“ segja vinkonurnar Jóhanna Engil- ráð Hrafnsdóttir og Kristjana Kría Lovísa Bjarnadóttir, en þær voru á fullu í sauðburði í Steins- túni í Norðurfirði í Árneshreppi um nýliðna helgi. „Við höfum verið að hjálpa honum Gulla, bóndanum sem á kindurnar. Við hjálpum til við að gefa hey á garðana og við höfum líka verið að hjálpa nýfæddum lömbum við að komast á spena til að sjúga.“ Þær Jóhanna og Kría segjast alveg hafa lent í því að þurfa að hjálpa til þegar lömbin koma í heiminn og þeim finnst ekkert mál þó þau séu slímug og blóðug. Vinkonurnar góðu eru báðar tíu ára, Kría reyndar alveg að verða ellefu en Jóhanna var að fagna sínum tíunda afmælisdegi þegar blaðamaður fékk að fara með þeim stöllum í fjárhúsið. Jó- hanna er heimavön í kringum féð í Steinstúni, enda hefur hún búið í Norðurfirði frá því hún var lítið stelpuskott. Kría býr á Drangs- nesi og var í heimsókna hjá vin- konu sinni og skólasystur yfir helgina. Sumar kindur hættulegar Jóhanna er orðin gildur fjár- bóndi, hún á nokkrar kindur hjá Gulla og eina kind segist hún eiga á bænum Árnesi hjá Ingólfi Bene- diktssyni og Jóhönnu Ósk. „Sú kind heitir Bíbí eins og kisan mín, en kindurnar mínar í Steinstúni heita Sólveig, Bomba, Tía og Fíkja, sem er einmitt ný- borin og var þrílembd. Eitt lambið hennar var sett til fósturmömmu, því Fíkja á erfitt með að vera með þrjú lömb. Gulli gaf mér svo eitt fallegt lamb í afmælisgjöf í dag.“ Þegar þær eru spurðar að því hvað þeim finnist svona frábært við þessar skepnur, sauðkindur, sem þær njóta að vera í kringum allan daginn, stendur ekki á svari. „Þær eru mjög fyndnar. Og það er frábært hvað þær eru mis- munandi persónur. Til dæmis er Fíkja smá stríðin, hún þykist vera spök en þegar maður kemur nær henni þá hleypur hún í burtu, kemur svo aftur og hleypur aftur frá. En maður þarf að passa sig, því sumar kindur geta verið svolít- ið hættulegar, þessar sem eru mannýgar þær geta stangað. Ég hef séð eina kind hjá Gulla stanga hann mjög fast, hún tók tillhlaup,“ segir Jóhanna sem reynir að vinna í því að spekja sínar kindur og gera þær gæfar. Næturdýr kemur til hjálpar Í fjárhúsinu í Steinstúni bera um 275 ær þetta árið og hefur gengið vel það sem af er sauð- burði. „Ég hleypi ekki snemma til, djöflagangurinn í burðinum byrjar ekki hjá mér fyrr en í næstu viku,“ segir Guðlaugur Agnar Ágústsson, bóndinn á bænum. „Þetta hefur farið vel af stað og frjósemi góð. Ein þrílemba er borin en þær eiga að vera tíu slík- ar á leiðinni samkvæmt talningu hjá mér. Og ein fjórlemba,“ segir Gulli sem býr svo vel að áhuga- samar hjálparhellur koma árlega til hans í sauðburðinum. „Pabbi lætur sig aldrei vanta í sauðburðinn, en hann er orðinn 85 ára og hefur ágæta heilsu til að hjálpa til. Júlíana Lind dóttir mín kemur líka alltaf til að aðstoða á þessum árstíma, en hún er í há- skólanámi og að vinna að vorverk- efni þar, svo það er nóg á hennar könnu. Elsa Rut fósturdóttir bróð- ur míns kemur ævinlega og stend- ur hér næturvaktir í sauðburði, ég kalla hana næturdýr því hún vinn- ur líka næturvaktir í vinnu sinni fyrir sunnan. Hún er búfræðingur og flink með sauðfé.“ Siglir á haf út eftir sauðburð Kindurnar í Steinstúni eru nánast allar kollóttar, aðeins fimm þeirra eru hyrndar. „Uppistaðan í mínu fé er úr stofni föður míns sem hér bjó á undan mér en hans fé var alfarið kollótt. Ég hef mest átt um tutt- ugu hyrndar ær, þegar ég fékk hyrndan hrút frá Bæ á sínum tíma, og eins þegar ég fékk hyrnt fé frá Munaðarnesi og Krossnesi þegar fólkið þar brá búi.“ Gulli segir að norðanátt, kuldi og rigning hafi komið í veg fyrir að hann geti sett lambféð strax út, en hann segir þó hafa verið gott gróðrarveður, aprílmánuður hafi verið góður og tún séu orðin græn. En úthaginn er enn grár. Við fjárhús Gulla stendur bát- ur hans, sem hann nýtir vel til veiða enda gjöful mið við túnfót- inn. En þó strandveiðar séu hafn- ar þá hefur Gulli ekki komist vegna anna í fjárhúsinu. En hann ætlar sér að sjósetja bátinn snemma í júní þegar hann hefur komið fénu út úr húsi. „Það gengur ekki að ætla sér að gera allt í einu, þá verður mað- ur fljótt útbrunninn. Ég hef áttað mig á því að ef ég fer mér hægar þá hrasa ég sjaldnar, og sný mig síður á ökklanum,“ segir Gulli og hlær en hann hefur einmitt lent í því þegar hann var að flýta sér í önnum að vori, en það kemur sér augljóslega illa fyrir bónda að vera stirður til gangs. „Ég hef sett mér það mark- mið núna að ganga hægar og láta af öllum asa. Æðibunugangurinn er aðallega í hausnum, hann þarf ekki að framkallast í löppunum á hlaupum.“ Kollur Kindur Gulla eru næstum all- ar kollóttar og nokkuð forvitnar. Flott Kindin Sólveig er ein þeirra sem Jóhanna á í fjárhúsi Gulla. Hún er 99 prósent spök og fyndin „Þær eru mjög fyndnar. Og það er frábært hvað þær eru mismunandi persónur,“ segja Jóhanna og Kría um kindurnar í Steinstúni. Bóndinn á bænum segir djöflagang- inn byrja í næstu viku þegar burður fer á fullt. Vinkonur Blíða og Blær, lömbin hennar Sleikju, í fangi Kríu og Jóhönnu. 18 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 VIÐ TENGJUMÞIG KORTA býður uppá örugga greiðsluþjónustu og hagkvæm uppgjör. Posar, greiðslusíður, áskriftagreiðslur eða boðgreiðslur. Greiðslumiðlun er okkar fag. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.