Morgunblaðið - 23.05.2019, Side 22

Morgunblaðið - 23.05.2019, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 svipað og ég var að skrifa um í Morgunblaðinu á sínum tíma þótt auðvitað höfum við fjallað um keppni þar líka. Mér hefur alltaf þótt mest gaman að skrifa um al- menna hestamennsku, þjálfun, heilsu hesta, umhirðu og reið- mennsku. Svo vill þjóðfræðingurinn einnig komast að og ég lauma inn molum með þjóðlegum fróðleik sem tengist hestamennsku,“ segir Ásdís. Ánægð með viðtökurnar Hún segir auðvelt að finna efni til að skrifa um. Segist vera með lang- an lista til að leita í. Sumt taki lengri tíma í vinnslu en annað. Tek- ur hún fram að ágætt sé að hlaða ekki of miklu efni inn í einu, þetta séu almennt greinar sem vel geti staðið um tíma. Þá segir hún það kost við vef sem þennan að efnið standi áfram og hægt að skoða það aftur síðar ef áhugi vaknar. Ásdís fékk styrk úr Uppbygging- arsjóði Vesturlands til að greiða stofnkostnað. Hugmyndin er að bjóða auglýsingar til að reka vefinn. Hún er ánægð með viðtökurnar. Tugir þúsunda Íslendinga stunda hestamennsku sér til ánægju. Hags- munir þeirra vilja gleymast í um- ræðu um keppni. „Ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð. Vefurinn er töluvert mikið lesinn og margir hafa sagt að mikil þörf sé fyrir þetta efni. Einstaka greinum hefur verið deilt mikið. Ég vona að þessi vefur vinni sér sess í flórunni, segir Ás- dís.“ Skemmtilegt að skrifa um hesta  Ásdís Haraldsdóttir heldur úti fræðsluvef um hestamennsku  Segir að vantað hafi upplýsingar fyrir almenna hestamenn  Hagsmunir þeirra vilji gleymast í umræðu um mót og keppni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Álftanes á Mýrum Ásdís Haraldsdóttir með gamla reiðhestinn, Gust, og hundinn Magna sem hleypur í kringum þau. Álftaneskirkja sést í baksýn. „Ég er aðallega að gera þetta fyrir sjálfa mig. Það skemmtileg- asta sem ég geri er að skrifa um hesta og hesta- mennsku,“ segir Ásdís Haralds- dóttir um vinn- una við að halda úti vefnum hestamennska.is. Þegar hún skrifaði sem mest um hestamennsku í Morgunblaðið var almennt mun meiri umfjöllun um hesta og keppni. Morg- unblaðið var á tímabili með tvær síður um hesta vikulega og oft meira. Gefin voru út sérhæfð hestablöð og -bækur. Nú eru hestafréttirnar aðallega á frétta- vefjum. Ásdís hefur verið í hesta- mennsku frá unga aldri. Hún var aðeins fimm ára þegar hún byrj- aði að ríða út. „Ég fluttist í sveit- ina til að geta haft hestana nær mér. Hestar eru mínar ær og kýr.“ Á þeim 30 árum sem hún hefur búið á Álftanesi hafa oft verið margir hestar en þeim hefur farið fækkandi á síðustu árum. Hún byggði gott hesthús og er nú að- eins með nokkur hross til eigin brúks. „Ég þekki margt hestafólk og vinahópurinn er duglegur að koma hingað til að ríða út.“ Paradís fyrir menn og dýr Ásdís þrífst vel í sveitinni, ekki síst í vori eins og í ár. „Það er ekki oft logn á Álftanesi en í vor hafa komið margir logndagar. Þegar veðrið er svona gott tekur maður betur eftir fuglunum. Þetta er paradís fyrir menn og dýr.“ Henni finnst gott að búa í litlu samfélagi þar sem allir þekkjast. Svo sé alltaf eitthvað um að vera. Vegirnir á Mýrunum eru það eina sem hún kvartar undan. Hestarnir eru mínar ær og kýr ÁSDÍS HARALDSDÓTTIR NÝTUR SÍN Í SVEITINNI Ásdís Haraldsdóttir Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FYRIR BÍLINN ENDURHEIMTIR UPPRUNALEGT ÚTLIT OG LIT VERNDAR FYRIR UMHVERFISÁHRIFUM AUÐVELT AÐ BERA Á FLÖTINN ENDIST LENGI GÚMÍ NÆRING FYRIR DEKK Atvinna VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Mér fannst vanta fræðsluvef fyrir almenna hestamenn og fólk sem stundar útreiðar,“ segir Ásdís Har- aldsdóttir, þjóðfræðingur og blaða- maður á Álftanesi á Mýrum, sem skrifar og heldur úti vefnum hesta- mennska.is. Stofnun hestamennskuvefjarins á sér allnokkurn aðdraganda. Ásdís vann áður fyrr við skrif um hesta- mennsku fyrir Morgunblaðið og Eiðfaxa. „Ég hef lengi séð að það vantaði vef fyrir almenna hesta- menn. Axel Jón Fjeldsted, graf- ískur hönnuður, útbjó fyrir nokkr- um árum vef á léninu Íslandshestar sem aldrei hafði farið í loftið. Ég sá tækifærið en þar sem ég var í miðju meistaranámi í þjóðfræði hentaði tímasetningin ekki,“ segir Ásdís. Vantaði verkefni „Eftir námið vantaði mig verkefni og datt þá í hug að skoða vefinn. Hann var þá enn óseldur svo ég keypti hann eftir talsverða umhugs- un. Raunar fannst mér nafnið ekki passa mér og þegar fyrirtæki fal- aðist eftir léninu seldi ég það í sam- ráði við Axel. Það var þó ekki fyrr en ég hafði leitað að lausu léni undir hestum og hrossum og öllu sem því tengist, en án árangurs. Þá datt mér í hug að athuga með hesta- mennska.is sem ég taldi að hlyti að vera frátekið. Svo reyndist ekki vera en þetta er einmitt heiti sem nær yfir það sem ég vildi gera. Axel tók að sér að hanna nýjan vef og hefur verið mér ómetanleg hjálpar- hella,“ segir Ásdís. Vefurinn fór í loftið í janúar á þessu ári. Ásdís setur sér það markmið að vera með vandaðan vef þar sem öllu efni er ritstýrt. Ætlunin er að fjalla um hesta og hestamennsku í sem víðustum skilningi. Hún sleppir um- fjöllun um kynbótasýningar og keppni enda er það gert á öðrum vettvangi. „Þetta er í raun og veru

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.