Morgunblaðið - 23.05.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.05.2019, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@bl.is Svigrúm Faxaflóahafna sf. er mikið til aukinna arðgreiðslna til eig- enda. Þetta kemur fram í greinargerð Reykjavíkurborgar með ársreikn- ingi fyrirtækisins fyrir árið 2018. Greinargerðin var kynnt á síðasta stjórnarfundi þess. Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Faxaflóahafna sf. með 75,6% hlut og fær því stærstan skerf af arðinum. Tillaga að arð- greiðslu verður tekin fyrir á stjórnarfundi í næsta mánuði. Að- alfundur verður haldinn 21. júní næstkomandi. Fram kemur í greinargerðinni, sem er unnin af fjármálaskrifstofu borgarinnar, að rekstrarniðurstaða Faxaflóahafna sf. árið 2018 var betri en gert var ráð fyrir í fjár- hagsáætlun. Tekjur umfram áætlun Reglulegar tekjur voru alls 134,4 milljónir króna umfram áætlun, eða 3,5% en rekstrarútgjöld voru 215,5 m.kr. undir áætluðum út- gjöldum. Auknar tekjur skiluðu sér aðallega vegna aukins umfangs í skipakomum og þá einkum stækk- andi skipum sem komu til hafnar. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagns- liði varð því 349,9 m.kr. hærri en áætlað hafði verið eða 1.076,8 m.kr. Óreglulegar tekjur af sölu eigna námu 624,3 milljónum. „Ársreikningurinn ber með sér trausta fjáhagsstöðu félagsins,“ segir í greinargerðinni. Bent er á að fjárbinding í félaginu sé hærri en það geti ávaxtað með góðu móti. Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum var arður fyrst greiddur eigendum fyrirtækisins árið 2010 vegna ársins 2009, eða 173 milljónir. Síðan hefur arður verið greiddur árlega, alls rúmlega 2.000 milljónir. Hæstur var hann 2017, eða 371 milljón. „Þess má geta að félagið er vel í stakk búið til að fjármagna hluta fjárfestinga sinna með lántöku í stað handbærs fjár sem myndi skapa aukið rými til útgreiðslu töluverðrar fjárhæðar í arð- greiðslu. Slík aðgerð myndi lækka eiginfjárhlutfallið sem telst mjög hátt og minnka fjárbindingu eig- enda í félaginu og auka arðsemi eigin fjár,“ segir í greinargerð fjár- málaskrifstofunnar. Hún bendir jafnframt á að fjárfestingar ársins 2019 séu áætlaðar 2.330 m.kr. Fé- lagið gæti ráðist í þær án frekari lántöku. Sem fyrr segir er Reykjavík- urborg langstærsti eigandi Faxa- flóahafna sf. með 75,6% hlut, Akra- neskaupstaður kemur næst með 10,8%, Hvalfjarðarsveit 9,3%, Borgarbyggð 4,1% og Skorradals- hreppur 0,2%. Borgin vill hærri arðgreiðslur  Reykjavíkurborg er langstærsti eigandi Faxaflóahafna með 75,6% hlut  Telur að fjárbinding í félaginu sé hærri en það geti ávaxtað með góðu móti  Skipum hefur fjölgað og þau eru stærri Morgunblaðið/sisi Sundahöfn Í sumar verður enn eitt metárið í komum skemmtiferðaskipa. Þetta færir höfnunum auknar tekjur. Heildarrekstrartekjur Faxaflóa- hafna sf. verða að stærstum hluta til í Sundahöfn en tekjur af því svæði hafnanna voru 60,5% árið 2018. Þá hefur hlutur skemmti- ferðaskipa í tekjum Faxaflóa- hafna sf. vaxið hröðum skref- um. Þær voru á árinu 2018 brúttó alls 447,4 m.kr. eða sem nemur 11,3% heildartekna. Kostnaður á móti þeim tekjum er m.a. launakostnaður hafnar- starfsmanna, kostnaður við dráttarbáta og öryggisgæslu. Komum skemmtiferðaskipa fjölgar ár frá ári og tekjur aukast samhliða. Á árinu 2018 voru skipakomur 152 en á þessu ári verða þær 200 talsins. Sundahöfn mikilvæg HAFNIRNAR SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.