Morgunblaðið - 23.05.2019, Síða 30
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Utanvert Snæfellsnes, leiðin fyrir
jökulinn sem ber við loft, er magn-
aður staður. Hér sést jarðfræði Ís-
lands í hnotskurn; úfin hraun, háir
klettar og duldir hellar. Í fjalls-
hlíðum eru storknaðir hrauntaumar,
sem ná raunar alla leið fram á kalda
kletta sem brimið ber. Oft eru öld-
urnar hér himinháar og ógnvekj-
andi. En svo koma líka bestu dagar
þar sem báran blíð og létt bátum
gefur á fengsælli fiskislóðinni
Hverfandi jökull
Frá Axlarhólum, rétt utan við
veginn upp á Fróðárheiði, er frá-
bært úsýni yfir víðfeðma Breiðuvík
og til Snæfellsjökuls, sem nú rýrnar
hratt. Þar ræður hlýnun andrúms-
loftsins og fram kom í Morg-
unblaðinu á dögunum að haldi svo
fram sem horfi verði jökullinn að
mestu horfinn eftir þrjátíu ár.
Í stórbrotinni náttúru gerist
margt svo úr verða kúnstugar sögur.
Margir þykjast hér kenna kynngi-
kraft frá jöklinum. Úr gíg hans ligg-
ur leiðin niður til undraheima, eins
og segir frá í skáldsögunni Ferðin að
miðju jarðar eftir Fransmanninn Ju-
les Verne, sem kom út árið 1864. Sú
saga hefur orðið ýmsum efniviður í
kvikmyndir, tónverk og tölvuleiki og
fleira gott.
Kjarval og Bárður Snæfellsás
Framan undan Snæfellsjökli er
hið svipsterka Stapafell og þar í
grennd eru þorpin tvö: Arnarstapi
og Hellnar. Á Arnarstapa er smá-
bátahöfn, gistihús og veitingastaðir.
Þar er einnig minnismerki um Bárð
Snæfellsás; sem til er um æv-
intýrakennd Íslendingasaga. Til eru
margar sögur af Bárði, sem hefur
orðið einskonar vættur Snæfells-
nessins. „Ég á ekki náttúru með al-
þýðu manna,“ sagði Bárður í sög-
unni áður en hann gekk í jökulinn.
Á Hellnum grípur augað þyrping
svartmálaðra timburhúsa, þar sem
fólk til dæmis af höfuðborgarsvæð-
inu á sitt afdrep og annað heimili.
Kjarvalströð heitir staður og vísar
til þess að Jóhannes Kjarval listmál-
ari var mikið þarna á sínum gjöf-
ulustu árum. Mun hin fræga Kjar-
valsmynd, Gaman að lifa, eiga
fyrirmynd úr Hellnafjöru.
Í Háahrauni komum við inn fyrir
mörk Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls
sem stofnaður var árið 2001. Hér
blasa við Svalþúfa og Lóndrangar,
háar strýtur sem eru leifar af gam-
alli eldstöð sem brimið hefur sorfið á
löngum tíma. Raunar eru hér frá
náttúrunnar hendi ýmsir undra-
heimar og má þar nefna Vatnshelli;
hvelfingu sem er aðgengileg ferða-
fólki og seldur er aðgangur í.
Nærri Lóndröngunum er Malar-
rif; þar sem er gestastofa þjóðgarðs-
ins með fróðlegri sýningu um nátt-
úru og sögu. Margvíslegar minjar er
að finna á þessum slóðum, svo sem í
Dritvík þar sem um aldir var ein
helsta verstöð á Snæfellsnesi. Þar
nærri er Djúpalónssandur, þangað
sem margir koma og ganga þá af
bílastæðum niður með svonefndum
Gataklett. Við hann eru steinatökin
frægu sem sagt er frá annarsstaðar
hér á síðunni. - Yst og nyrst á þess-
um slóðum á Snæfellsnesi, innan
þjóðgarðsins, eru fjögurra kílómetra
langir kolsvartir sjávarhamrar. Á
landi heitir hér Saxhólsbjarg ogNes-
bjarg norðar. Svörtuloft heitir stað-
urinn hins vegar þegar litið er til
hans af sjó.
Ljósin tvö
Þekkt er að í verstu veðrum nötr-
ar bergið undan briminu sem er ógn-
vekjandi að sjá og þegar skip lenda í
ofsaveðrum undan Svörtuloftum eru
leikslok ljós. Til halds og trausts eru
því hér tveir Skálasnaga- og Önd-
verðanesvitar, sem með sínu ljós-
máli leiðir sæfarendur fram hjá
brimi og boðum.
Nú nálgumst við að hafa farið
hálfhringinn um utanvert Nes en um
45 kílómetrar eru frá Axlarhólum,
upphafsstað þessarar leiðarlýsingar,
að Gufuskálum. Sá staður, sem við
þekkjum meðal annars úr veðurlýs-
ingum í útjaðri Snæfellsjök-
ulsþjóðgarðs, er kenndur við land-
nemann Ketil gufu Örlygsson.
Margvíslegar minjar eru um útræði
og fiskverkun á þessum slóðum, til
að mynda 200 forn fiskbyrgi í hraun-
jaðri.
Öldur ljósvakans
Hæst ber þó á Gufuskálum og það
í orðsins fyllstu merkingu, mastrið
sem þar var reist árið 1963 fyrir lór-
anstöð Bandaríkjahers. Það er 412
metra hátt og var lengi hæsta mann-
virki í Evrópu. Þar var lengi ýmis
radíóbúnaður sem notaður var með-
al annars fyrir kafbáta Bandaríkja-
hers svo úr þeim mætti skjóta eld-
flaugum á skotmörk í
Sovétríkjunum, kæmi til stríðs. Aðr-
ir gætu einnig nýtt sér þessi fjar-
skipti í friðsamlegum tilgangi. Nú er
í mastrinu búnaður fyrir lang-
bylgjusendingar Ríkisútvarpsins;
öldur ljósvakans.
Fyrir jökul
Yst á Snæfellsnesinu Hverfandi
jökull, huldir hellar og hátt mastur
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hellnar Kjarvalströð sem þessi fallegu hús standa við er nefnd eftir Jóhannesi Kjarval listmálara sem hér var mikið.
Utanvert Snæfellsnes
Axlarhólar
Arnarstapi
Saxhóll
Skálasnagaviti
Öndverðarnes
Hellissandur
Ólafsvík
Rif
Gufuskálar
Hellnar
Malarrif
Vatnshellir
Djúpalónssandur
Breiðavík
Svörtuloft
Kortagrunnur: OpenStreetMap
Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn
Snæfellsjökull
Lóndrangar Gígtappar sem brimið
hefur sorfið til á löngum tíma.
Gufuskálar Mastrið mikla er 412
metra hátt, reist árið 1963 og var
lengi hæsta mannvirki í Evrópu.
Arnarstapi Eiríksbúð fellur vel inn í
umhverfið. Húsið er byggt 1930.
Hvalrauf Klettur við Saxhólabjarg,
sem af sjó séð heitir Svörtuloft.
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019
Á Djúpalónssandi láta margir
reyna á mátt sinn og megin. Stein-
arnir þar eru þrír; Fullsterkur er
155 kíló að þyngd, Hálfsterkur 140
kíló, og Hálfdrættingur er 49 kíló.
Fjórði steininn, Amlóði, var 23 kíló
og brotnaði fyrir löngu. Forðum tíð
var til siðs að sjómenn sem vildu
komast í pláss á árabátum sem var
róið úr Dritvík, þarna skammt frá,
urðu að reyna sig á steinunum. Var
enginn jaldgengur á bát nema geta
lyft Fullsterk á stall, en erfitt er að
ná utan um ávalan og sjóbarinn
hnullunginn. „Það var á þeirri tíð
er gáfur og mannvit gátu ekki kom-
izt í neinn samjöfnuð við líkams-
krafta,“ segir Árni Óla rithöfundur
í bókinni Undir jökli, frá árinu
1969.
„Fullsterk mun þungt að færa á
stall, fáir sem honum valda,“ yrkir
Jón Helgason í ljóðabálknum
Áfangar, Einn þeirra sem þó hefur
tekist hið ómögulega er einmitt afa-
barn skáldsins, Jón Björnsson þjóð-
garðsvörður hér. „Á þrítugsaldri
tókst mér einu sinni að velta Full-
sterk upp í fang mér og þóttist þá
vera góður. Svo tók það mig
nokkra daga aftur að jafna mig eft-
ir átökin,“ segir Jón og hlær þegar
hann rifjar afrekið upp.
Hálf milljón gesta
Jón Björnsson, sem lengi sinnti
landvörslu á Hornströndum, tók við
sem þjóðgarðsvörður á Snæfells-
nesi sumarið 2016. Verkefnin á
svæðinu eru mörg og margt er
framundan, svo sem gerð stíga,
bílastæða og salernisaðstöðu við
þjóðveginn ofan Djúpalónssands.
Þá eru hafnar framkvæmdir við
byggingu þjóðgarðsmiðstöðvar á
Hellissandi. Veitir þar ekki af, því
gestir garðsins nálgast nú að vera
hálf milljón á ári.
Fáir valda Fullsterk
Kraftar Jón Björnsson þjóðgarðs-
vörður hér við steininn Fullsterk.
Máttur og megin á Djúpalónssandi
W W W. S I G N . I S
Fornubúðir 12, 220 Hafnarfjörður │ S: 555 0800 │sign@sign.is