Morgunblaðið - 23.05.2019, Side 36
36 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena
undirfataverslun • Næg bílastæði
Frábært úrval af
sundfatnaði
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Víða við strendur landsins liggur
hvítagullið í hrönnum og er þar átt
við rekaviðinn sem jafnan hefur ver-
ið talinn til mikilla hlunninda. Feg-
urð er líka falin í þessum hvítþvegnu
trjábolum sem brimið kastar upp á
land eins og listamenn hafa glöggt
auga fyrir. Leið rekaviðar frá
Langanesi liggur nú til Berlínar þar
sem hann mun umbreytast í listform
af einhverju tagi á vegum lista-
mannsins Ólafs Elíassonar sem ósk-
að hafði eftir ósöguðum rekaviði frá
Sauðanesi á Langanesi.
Gámabíll var kominn í Sauðanes
til að taka timbrið, rúm níu tonn, frá
bóndanum Ágústi Marinó Ágústs-
syni sem gaf sér tíma frá sauðburð-
inum til að sinna þessum við-
skiptum:
„Við erum langt komnir með að
fylla þennan 20 feta gám af rekaviði í
ýmsum stærðum eftir þessari pönt-
un frá Berlín og verður honum skip-
að út frá Húsavík í næstu viku,“
sagði Ágúst Marinó sem búinn var
að safna saman rekaviði í ýmsum
stærðum, allt frá stærstu trjábolum
sem voru 6 metra langir og niður í
meters langa boli, allt samkvæmt
pöntun.
„Þetta eru um 200 bolir í heildina
af ýmsum stærðum sem fara í gám-
inn og smá baks að koma þeim efstu
fyrir, upp í fjögurra metra hæð,“
sagði Ágúst.
Rekaviður notaður í sænskt hús
Tildrög þess að Ágúst sendir
rekavið út til Berlínar eru þau að
Guðjón Stefán Kristinsson frá
Dröngum í Árneshreppi hafði bent á
hann sem ákjósanlegan seljanda
rekaviðar af því tagi sem óskað var
eftir og kom hann einnig í Sauðanes
til að líta á timbrið og brást Ágúst
vel við erindinu. Rekaviðurinn mun
því aftur halda í ferðalag á sjó en í
þetta sinn innanborðs í flutn-
ingaskipi.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fal-
ast er eftir rekaviði frá Ágústi til út-
flutnings en hann hefur selt fjár-
sterkum aðila í Svíþjóð nokkurt
magn af rekatimbri sem sagað var í
borðvið og flutt út með Norrænu
þar sem það endaði í íbúðarhúsi í
Svíþjóð.
Ágúst segir að alltaf sé nokkur
ásókn í rekaviðinn, niðursagaðan í
borðvið og neitar hann því ekki að
töluverð vinna fylgi því að safna
viðnum saman af rekanum. „Við
erum ekki endilega að tala hér um
ódýrasta borðviðinn og sagaður
rauðviður er góð vara,“ sagði
hann.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Stund milli stríða Ágúst Marinó Ágústsson, bóndi, og Óli Ásgeir Stueland, flutningabílstjóri, hlóðu viðnum í gám.
Reki frá Langa-
nesi til Berlínar
Ólafur Elíasson ætlar að búa til lista-
verk úr ósöguðum íslenskum rekaviði
Hvítagullið Nóg er af rekaviði á Sauðanesi á Langanesi.