Morgunblaðið - 23.05.2019, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 23.05.2019, Qupperneq 38
38 FRÉTTIRViðskipt | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Samdráttarskeið í sölu bifreiða held- ur áfram hér á landi, og var salan 34% minni í aprílmánuði þessa árs eða 1.201 bíll miðað við sama tímabil í fyrra þegar salan var 1.812 bílar. Dregur þó aðeins úr samdrættinum þar sem hann var 41% í mars þegar seldust 1.079 bílar samanborið við 1.833 sama mánuð 2018. Fyrstu fjóra mánuði ársins voru seldir 3.922 bílar, en á sama tímabili í fyrra voru seldir 6.427 bílar. Milli mars og apríl hefur salan aukist um 122 eða 11,3%. Þá hækkar einnig hlutfall umhverfis- vænni bíla svo sem raf-, tengiltvinn- og vetnisbíla og voru þeir 16% seldra bíla í apríl, en 13% í mars. Jón Trausti Ólafsson, formaður Bíl- greinasambandsins, segir söluaukn- inguna milli mánaða eftirtektarverða þar sem hún hafi komið þrátt fyrir að páskarnir hafi verið í apríl auk ann- arra frídaga. Dregur úr samdrætti Sala til einstaklinga í apríl var 566 bílar en í fyrra 1.016 bílar sem gerir samdrátt upp á 44,3%. „Þannig að það er dálítið meiri samdráttur hjá einstaklingum heldur en á markaðn- um í heild,“ segir Jón Trausti. „Við teljum nokkuð ljóst að það muni draga úr samdrættinum þegar líður á árið vegna þess að seinni hluta árs í fyrra var minni sala heldur en á fyrriparti ársins og við búumst við því að nokkuð margir hafa verið að bíða eftir kjarasamningum. Það leys- ir ákveðna óvissu. Kaupmáttur er góður og vextir voru lækkaðir í dag [gær]. Það er sífellt meira í boði af bílum sem eru tengiltvinn- eða rafbíl- ar. Margir eru að bíða eftir því líka. Þannig að almennt verður þetta hóf- samt ár í bílasölu en samt verður ágætis markaður,“ útskýrir hann og segist telja að áhrif kjarasamninga hafi ekki skilað sér inn í sölutölur enn og að sala taki líklega við sér á kom- andi mánuðum. „En það verður eng- in flugeldasýning vegna ársins.“ Óbreytt sala notaðra bíla Þrátt fyrir samdrátt í sölu nýrra bíla hefur verið óbreytt ástand í stærsta hluta markaðarins. „Það er búið að vera mjög góður markaður fyrir notaða bíla. Notaði markaður- inn hefur bara verið fínn fyrstu fjóru mánuði ársins og enginn samdráttur í sölu notaðra bíla, hann er bara á pari við árið í fyrra. Það er klárlega áhugi fyrir bílakaupum,“ segir for- maðurinn og bendir á að notaði markaðurinn sé um 70 til 80% af heildarmarkaði bíla. Samdráttinn undanfarin misseri má einnig að rekja til þess að bílaleig- urnar hafa ekki verið að endurnýja flota sinn jafn ört og áður, að sögn Jóns Trausta. „Það er ágætis bókun- arstaða hjá bílaleigunum fyrir sum- arið. Þó að það hafi hægt á í mars og apríl þá er ágætis útlit og bílaleig- urnar eru kannski að endurnýja hægar en áður, vegna þess að þær eru ekki lengur með niðurfellingu vörugjalda, nýta flotann sinn betur og taka kannski þá bíla úr sölu sem voru til sölu í vetur og nota þá í sum- ar. Það er ekkert of mikið af notuðum bílum á markaði í sumar.“ Metár í förgun Formaðurinn segir þurfa að hag- ræða og aðlaga rekstur að markaðn- um, en á sama tíma sé mikil þörf á endurnýjun bílaflotans þar sem aldur bifreiða Íslendinga er mjög hár. Hann bendir á að í fyrra hafi verið metár í förgun bíla þegar skilað var inn um 11 þúsund bílum til endur- vinnslu og að meðalaldur fargaðra bíla hafi verið 17 og hálft ár. Minni samdráttur Morgunblaðið/Kristinn Bílasala Bundnar eru vonir við að sala nýrra bíla taki við sér í sumar.  Þriðjungi minna seldist af nýjum bílum í apríl en á sama tíma í fyrra  Óbreytt sala notaðra bíla  Met sett í förgun 23. maí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.33 123.91 123.62 Sterlingspund 156.58 157.34 156.96 Kanadadalur 91.86 92.4 92.13 Dönsk króna 18.397 18.505 18.451 Norsk króna 14.029 14.111 14.07 Sænsk króna 12.747 12.821 12.784 Svissn. franki 122.01 122.69 122.35 Japanskt jen 1.118 1.1246 1.1213 SDR 169.83 170.85 170.34 Evra 137.42 138.18 137.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.4028 Hrávöruverð Gull 1276.0 ($/únsa) Ál 1785.5 ($/tonn) LME Hráolía 72.15 ($/fatið) Brent Peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands ákvað í gær að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Í tilkynn- ingu frá bankanum segir að sam- kvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðla- bankans hafi hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað 1,8% hagvaxtar á þessu ári eins og gert var ráð fyrir í febrúar sé nú spáð 0,4% samdrætti. Þessi umskipti stafi einkum af sam- drætti í ferðaþjónustu og minni út- flutningi sjávarafurða vegna loðnu- brests. Af þessum sökum muni framleiðsluspenna snúast í slaka á næstunni. Samtök atvinnulífsins fögnuðu vaxtalækkuninni í frétt á vef sínum, og segja hana mikið gleðiefni fyrir heimili og fyrirtæki landsins. Lækk- unin styrki Lífskjarasamninginn svokallaða, með því að draga úr vaxtakostnaði heimila og skapi svig- rúm fyrir fyrirtækin til að mæta kostnaðarauka kjarasamningsins. Í frétt frá Greiningardeild Arion banka segir að ákvörðunin sé í sam- ræmi við væntingar greiningaraðila, sem fyrirfram höfðu allir spáð vaxta- lækkun, mismikilli þó. Bendir deild- in á að hún hafi verið eini aðilinn sem spáði 50 punkta lækkun. Þá segir í frétt- inni að greining- ardeildinni sýnist sem frekari vaxtalækkanir séu á leiðinni. „[...]sýnist okkur á máli nefnd- arinnar að hún sé hvergi nærri hætt heldur búin að girða vaxta- lækkunarbuxurnar og tilbúin í næstu skref. Farin eru tækin og tól- in og viljinn og hótanir um vaxta- hækkanir, leyst af hólmi af svigrúmi peningastefnunnar til að mæta efna- hagssamdrætti.“ Í sama streng tekur Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslands- banka, í samtali við Viðskiptapúls- inn, hlaðvarp ViðskiptaMoggans, en hann segist verða hissa ef vaxta- stigið verði ekki orðið töluvert lægra fyrir áramót. Reynir á heimilin Seðlabankinn segir að samdráttur í þjóðarbúskapnum muni reyna á heimili og fyrirtæki en viðnáms- þróttur þjóðarbúsins sé umtalsvert meiri nú en áður. tobj@mbl.is SÍ lækkar vexti um 0,5 prósentur Vextir Seðlabanki Íslands.  Spáir núna 0,4% samdrætti á árinu ● Fasteignaverð á höfuðborgarsvæð- inu hækkaði um 0,3% milli mars og apríl. Þá hækkaði verð á fjölbýli um 0,4% og verð sér- býlis um 0,1%. Síð- ustu tólf mánuði hefur verð á fjölbýli hækkað um 3,9% og verð á sérbýli um 6,5%. Vegin árshækkun húsnæðisverðs nemur nú 4,7%, sem er 0,4 prósentu- stiga hækkun frá fyrri mánuði. Fram kemur í Hagsjá Landsbankans að hækkun vísitölu neysluverð hafi verið 0,5% milli mars og apríl og 2,8% fyrir síðustu tólf mánuði. „Árshækkun raun- verðs er orðin hóflegri en áður. Þannig var raunverð fasteigna nú í apríl um 1,8% hærra en í apríl 2018. Hækkun raunverðs síðustu 12 mánuði er mun minni en árin tvö þar á undan. Samsvar- andi tölur voru 5,6% fyrir apríl 2018 og 25% fyrir apríl 2017.“ gso@mbl.is Fasteignaverð í auknum takti við neysluverð STUTT ● Það var grænt um að litast í Kauphöll Íslands í gær og virðist markaðurinn hafa tekið afar vel í stýrivaxtalækkun Seðlabankans upp á 0,5 prósentur. Að- eins Marel lækkaði í verði, um 0,17% en 13 félög hækkuðu um 1,5% eða meira. Mest hækkuðu bréf í fasteignafélaginu Regin um 3,1% í 460 milljón króna við- skiptum. Reitir hækkuðu um 3,09%. Vel tekið í vaxtalækkun í Kauphöll Íslands Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum R GUNA GÓÐAR I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.