Morgunblaðið - 23.05.2019, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 23.05.2019, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Einn mæli-kvarði áframmi- stöðu samfélags er hvernig hugsað er um börn. Enginn ágreiningur ríkir um það mark- mið að búa eigi þannig að börn- um að þau eigi þess kost að blómstra og nýta sín tækifæri. Mikilvægur þáttur í því er að vernda börn fyrir áföllum og of- beldi. Ný skýrsla frá Unicef á Ísland sýnir að í þeim efnum er þörf á rækilegu átaki. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær segir í skýrsl- unni að 16,4% barna á Íslandi verði fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi áður en þau ná 18 ára aldri, sum þeirra daglega. Þetta eru um 13 þús- und börn. Það ber alvarleika málsins vitni að í þessari tölu er ekki vanræksla á börnum, and- legt ofbeldi, rafrænt ofbeldi eða einelti. Ljóst má vera að í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað inni á heimilum, sem ættu að vera þeirra helsti griðastaður. Ofbeldi getur markað barn alla ævi, sérstaklega ef það fær enga hjálp. Ofbeldi hefur mun meiri áhrif á börn heldur en fullorðna. Börn, sem hafa orðið fyrir ofbeldi, eru tvöfalt líklegri til að reyna að svipta sig lífi en önnur börn og sömuleiðis lík- legri til að ánetjast áfengi og fíkniefnum. Unicef ætlar að hleypa af stað átaki undir yfirskriftinni „Stöðvum feluleik- inn“ og snýst það meðal annars um að dreifa upplýs- ingum um hvernig bregðast eigi við leiki grunur á að barn verði fyr- ir ofbeldi. Þá þarf að gera allt til að auðvelda börnum að leita sér hjálpar, meðal annars með því að leggja áherslu á að skömmin sé ekki þeirra, heldur þess sem fremur ofbeldið. Einnig á að þrýsta á um stofnun ofbeldisvarnarráðs til að safna upplýsingum og beita sér fyrir forvörnum og fræðslu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur lýst yfir því að hann ætli að beita sér sérstaklega í mál- efnum barna og unglinga í vanda. Til þess að hnykkja á þessu bætti hann börnum sér- staklega við í starfstitilinn. Hann brást í gær við skýrsl- unni, boðaði til fundar með Uni- cef samdægurs og sagði: „Í framhaldinu munum við hreyfa okkur hratt.“ Á undanförnum misserum hafa komið upp mál úr fortíð- inni þar sem fullkomlega óboð- leg meðferð á börnum við- gekkst árum saman. Það er auðvelt að horfa aftur og hrylla sig yfir framferði fyrri kyn- slóða, en um leið verður að spyrja hvað viðgangist á okkar tímum, sem síðar meir verður fjallað um með sambærilegum hætti. Skýrsla Unicef er vís- bending um það. Ofbeldi gegn börnum er allt of algengt} Velferð barna Í dag og næstudaga verður kosið til þings Evr- ópusambandsins. Kosningar til þess draga sjaldan að sér athygli enda þátttaka í þeim dræm og íbúar einstakra ESB landa vita lang- fæstir hverjir sitja á þessu þingi í þeirra nafni og haldi veitingastöðum og golfvöllum nágrennisins uppi. Sagt er að Bretar kannist þó flestir við að Nigel Farage sitji þar en aðrir séu þar í nafni óþekkta þing- mannsins. En vegna upplausnarinnar í ESB er áhuginn nú meiri en endranær. Ef marka má kann- anir þá mun flokkur sem Fa- rage stofnaði fyrir svo sem mánuði skjóta öllum öðrum flokkum aftur fyrir sig. Á Ítalíu er talið, með sama fyrirvara, að flokkar hægra megin við miðju stjórnmála fái um 80% at- kvæða, en jafnaðarmenn og flokkar vinstra megin við þá fái saman um 20 %. Af þessum rétt um 80% hægra megin muni flokkar sem fjandsamlegir fréttamenn kalla lýðskrumsflokka eða vinsældasókn- ara (eins og allir flokkar séu það ekki fyrir kosn- ingar) muni fá um 70% heildar atkvæða, en flokkur Silvio Ber- lusconi 9-10%. Gert er ráð fyrir að þeir þingmenn sem komi í hlut Berlusconi muni taka upp samstarf við hefðbundna hægriflokka á þingi, en hinir muni halla sér að flokkum eins og þeim sem Marine Le Pen og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverja leiða og verði sú fylk- ing mun öflugri en hún var á fráfarandi þingi. Ekki þarf það þó að boða mikil tíðindi vegna valdaleysis þessa þings. Þá fullyrða spekingar þar að verði úrslitin í Bretlandi þau sem spáð er geti Theresa May ekki forðast lengur að sitja uppi með reisupassann sem er búið að veifa framan í hana síð- ustu mánuði. Aldrei þessu vant er dálítill áhugi á kosningum til Evrópuþingsins} Óspennandi kosningar loks spennandi S iðferði og siðgæði þingmanna eru of- arlega á baugi. Alþingi, sem ætti að vera stolt frjálsrar þjóðar, nýtur bara trausts eins af hverjum sex landsmanna samkvæmt skoðana- könnunum. Aftur og aftur koma upp mál þar sem þingmenn ganga fram af almenningi, stundum með framgöngu sinni innan þingsala, stundum annars staðar. Vissulega geta menn verið siðlausir, en innan ramma laganna. Sérkennileg myndlíking í biblíunni fjallar um bjálka og flís: „Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?“ Maður hugsar: Hver myndi ekki taka eftir því ef hann hefði bjálka í auganu? Höfundur er þó ekki á villigötum því að boð- skapurinn er: Hvers vegna ástundar þú sjálfur af miklum krafti það sem þú fyrirlítur aðra fyr- ir að gera? Sumir stjórnmálamenn og atvinnurekendur tala um að engin mynt henti Íslendingum betur en krónan, sem auð- vitað er sjónarmið. En þegar þeir sjálfir sjá aftur á móti ekkert að því að eiga fúlgur fjár á erlendum reikningum verður hljómurinn holur. Með sama hætti skýtur það skökku við ef þjónar almennings geyma fjármuni í skatta- skjólum. Þegar hópur þingmanna kom saman á bar og lét dæluna ganga um samþingmenn sína og fleiri var ekkert ólöglegt á seyði, en samt brá flestum. Margir spurðu sig hvort þetta væru þingmennirnir sem þjóðin ætti skilið. Virðingin fyrir Alþingi hrapaði, þrátt fyrir að þarna sætu aðeins sex þingmenn að sumbli og háværu og klúru spjalli. Stundum gleymist að þingmenn eru mann- legir. Vissulega má og á að gera til þeirra kröfur, en allir eru breyskir. Kröfurnar eru líka mismunandi eftir því hver maðurinn er. Þeir sem sífellt eru með keyrið á lofti til þess að berja á öðrum eru dæmdir hart þegar þeir sjálfir hrasa. Sumir hafa aftur á móti með orð- færi sínu og athöfnum svo oft gengið fram af almenningi að fólk kippir sér ekki upp við einn skandalinn enn. Aðrir mega varla bora í nefið á almannafæri án þess að allt verði vitlaust. Nú kann einhverjum að finnast álitamál hvar strikið er sem ekki má fara yfir. Sumir segja að við ættum aldrei að gera það sem ekki þyldi að birtast á forsíðum blaðanna. Ekki er það góður mælikvarði. Til dæmis er góður siður að fara í sturtu daglega, þó að fæstir vildu fá myndir af sér í fjölmiðlum við þá athöfn. Miklu betra próf er: Væri það í lagi að allir gerðu það sem ég geri? Það einkennilega er að sumir svara spurn- ingunni neitandi, en halda samt áfram sínu athæfi. Þeir sjá flísarnar, en kippa sér ekki upp við bjálkann. Eins og þér viljið að aðrir menn gjöri er góð regla. Þeir sem finnst ekki í lagi að almenningur nýti sér skattaskjól eiga ekki að fela sína peninga. Þeir sem telja óviðeigandi að þingmenn klæmist slompaðir á almanna- færi eiga að fara varlega með áfengi. Eða tala minna. Benedikt Jóhannesson Pistill Væri það í lagi? Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ríkisstjórn Katrínar Jak-obsdóttur var mynduð 30.nóvember 2017 og verðurþví eins og hálfs árs í næstu viku. Segja má að í megin- dráttum hafi stjórnin átt nokkuð far- sæla og átakalitla 18 mánuði, þótt viss núnings gæti á milli flokka í ákveðnum málum. Stjórnarþingmenn sem blaða- maður ræddi við voru sammála um að stjórnarsamstarfið væri síður en svo einfalt, sem lægi kannski í augum uppi, þar sem andstæðir pólitískir pólar væru í samstarfi. Á hinn bóginn benda þeir á og segja það koma ánægjulega á óvart hversu góður samstarfsandi sé alla jafna í stjórn- arflokkunum og að ákveðið traust ríki þar, þrátt fyrir ólíkar pólitískar skoðanir. Virðist sem þingmennirnir þakki þann anda því góða samstarfi, trausti og jafnvel vináttu sem tekist hafi með oddvitum ríkisstjórn- arinnar, ekki síst Katrínu og Bjarna. Þingmaður Framsóknarflokks- ins lýsir samstarfinu svo: „Ég held að sömu sögu sé að segja í öllum stjórn- arflokkunum. Við erum ánægð með samstarfið og teljum að það sé mjög jákvætt að svo ólíkir flokkar, sem spanna allt litrófið, geti unnið með þessum hætti saman. Ég held að oddvitar stjórnarflokkanna eigi mik- inn þátt í því að samstarfið gengur svo vel og ég held að Katrín Jak- obsdóttir njóti trausts í öllum stjórn- arflokkunum.“ Engin eftirmál Ólíklegt er talið að andstaða Bjarna Benediktssonar og sjálfstæð- isþingmanna við þungunarrofs- frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra dragi dilk á eftir sér eða hafi neikvæð áhrif á stjórnar- samstarfið. Almennt virðast menn telja að málið hafi verið þess eðlis að hver og einn þingmaður yrði að fá að hafa sína eigin persónulegu afstöðu til málsins, en ekki þurfa að fylgja flokkslínu eða línu ríkisstjórnar- innar. Aðspurðir hver helstu ágrein- ingsmálin séu á milli stjórnarflokk- anna segja sjálfstæðisþingmenn að ágreiningur þeirra við Svandísi Svav- arsdóttur heilbrigðisráðherra sé um- talsverður og hennar áherslur fari mjög illa í marga í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins. Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins bera að öðru leyti samstarfinu við VG vel söguna og segja það ganga með ágætum. Sams- konar tónn heyrist frá þingmönnum VG og virðast þingmenn beggja flokka jafnvel undrandi á því hversu gott og traust samstarfið sé milli flokkanna, ekki síst þegar horft er til þess að himinn og haf er á milli stefnu flokkanna í svo mörgum mál- um, sem kalli vitanlega oft á mála- miðlanir, sem kannski ekki allir séu fullkomlega sáttir við. „Í meginatriðum myndi ég lýsa stjórnarsamstarfinu þannig að það er gott á milli fólks, þótt skoðanir séu oft skiptar,“ sagði stjórnarþingmað- ur. Samstarfið við Framsóknar- flokkinn er einnig sagt vera með ágætum, með einhverjum undan- tekningum þó. Þar er sérstaklega nefnt fjölmiðlafrumvarp Lilju Al- freðsdóttur menntamálaráðherra og því haldið fram að frumvarpið sé illa unnið og ráðherrann hafi kynnt málið opinberlega án þess að hafa verið bú- in að fá fyrir því samþykki í ríkis- stjórn. Lilja muni mæla fyrir frum- varpinu á þessu þingi en það sé alveg ljóst að það verði ekki afgreitt í vor. „Það má segja að fyrsta próf- raunin sem ríkisstjórn Katrínar Jak- obsdóttur fór í gegnum og stóðst raunar með ágætum hafi verið kjara- samningarnir á almenna markaðnum nú í vor. Nú reynir á að ríkisstjórnin tryggi að samningar hins opinbera fari ekki úr böndunum, því þá væri þetta búið,“ segir stjórnarþingmað- ur. Næstu fjárlög önnur prófraun Annar stjórnarþingmaður bend- ir á að næsta prófraun ríkisstjórnar- innar verði gerð fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár, því við blasi að taka þurfi margar erfiðar ákvarðanir þeg- ar kemur að útgjöldum. Og sá þriðji segir: „Vitanlega er ákveðinn núningur og pirringur fyrir hendi, en alla jafna er góður andi og samstarf gengur vel. Stundum verð- ur ágreiningur opinber, eins og t.d. það hvernig heilbrigðisráðherra beit- ir sér gegn sjálfstætt starfandi að- ilum í heilbrigðiskerfinu. Það er mjög þungt í mörgum þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins af þessum sökum.“ Þá hafa þingmenn nefnt til önn- ur ágreiningsmál sem hafi komið upp á yfirborðið með reglulegu millibili. Nefna þeir umhverfismálin sér- staklega, þar sem langt sé á milli skoðana umhverfisráðherra og margra þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sömuleiðis hafi verið tekist á í meirihluta at- vinnuveganefndar um fiskeldismál, en meirihlutinn hafi náð lendingu þar í fyrradag. Gengur vel þrátt fyrir skiptar skoðanir Morgunblaðið/Eggert Ánægja Stjórnarþingmenn þakka góðu samstarfi oddvitanna, Bjarna, Katrínar og Sigurðar Inga, þann góða anda sem ríki á stjórnarheimilinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.