Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.05.2019, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Sjeik í sólinni Það er í lagi að verðlauna sig við og við og það gerðu þessir á leið heim úr skólanum. Hari Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) er fé- lag verkfræðinga, tæknifræðinga og fólks með menntun á sviði raunvísinda. Fé- lagið var stofnað árið 1912 og starfar nú bæði sem fagfélag og kjarafélag. Félagið er stærsta og öfl- ugasta félag tækni- menntaðra á Íslandi með um 4.500 félagsmenn. Starf- semi Verkfræðingafélagsins er mikilvæg, ekki aðeins fé- lagsmönnum, heldur einnig ís- lensku samfélagi sem farvegur og skynsöm rödd tækniframfara sem framtíðarlífsgæði okk- ar byggjast á. Vorið með birtu sinni og gróanda er tími nýsköpunar í náttúrunni. Í sam- félaginu þarf að ríkja stöðugt vor, þ.e. ný- sköpun þarf sífellt að vera í öndvegi. Mik- ilvægi hennar til að takast á við stærstu áskoranir samfélags- ins verður seint ofmet- ið. Árangursrík ný- sköpun er blanda hugvits, verkvits og siðvits. Hin metnaðarfullu heimsmark- mið Sameinuðu þjóðanna munu ekki nást nema fólk sem býr yfir víðtækri tækniþekkingu leggi sitt af mörkum við þróun nýrra lausna. Þær lausnir munu stuðla að sjálfbæru lífi jarðarbúa og því að núlifandi kynslóðir skili jörð- inni í sama – og helst betra horfi en þær tóku við henni. Hér leikur tæknin aðalhlutverkið. Árangur mun ekki nást á vettvangi stjórn- mála, lagasetningar, viðskipta eða alþjóðasamskipta án tæknilegrar nýsköpunar. Verkefnin eru fjöl- mörg og snúast t.d. um minna hungur, bætt heilbrigði, betri menntun, sjálfbærar borgir og loftslagsmál. Tækniþróun og ný viðskiptalíkön eru lykillinn að ár- angri. Tæknimenntað fólk leikur hér lykilhlutverk og Verkfræð- ingafélag Íslands hefur þegar tek- ið heimsmarkmiðin til skoðunar og vill leggja sitt af mörkum. Verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóð- anna um sjálfbæra þróun óskaði eftir umsögnum um svokallaða landsrýniskýrslu um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunum. VFÍ hefur skilað inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda þar sem athugasemdum er komið á fram- færi og jafnframt gerð grein fyrir nokkrum áherslumálum félagsins sem tengjast heimsmarkmiðunum. Í skýrslunni er m.a. fjallað um mikilvægi félagasamtaka og fræðasamfélags. Félagsmenn VFÍ starfa víðs vegar í atvinnulífinu og búa yfir mikilli þekkingu og reynslu á fjölmörgum sviðum sem m.a. ýta undir sjálfbærni. Félagið myndar tengslanet þessara aðila sem vinna fyrir ríki, sveitarfélög og fyrirtæki og getur þannig stutt við útbreiðslu þekkingar og stuðl- að að þróun nýrra lausna. Heimsmarkmiðin eru metnaðar- full og krefjast lausna á mörgum einföldum og flóknum verkefnum sem blasa við heimsbyggðinni. Til að árangur náist þarf samstarf ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og félagasamtaka. Draga þarf að borðinu þekkingu og reynslu ólíkra aðila. Verkfræðingafélagið er tilbúið til að leggja sitt af mörkum. Eftir Svönu Helen Björnsdóttur »Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna munu ekki nást án tækni- legrar nýsköpunar. Svana Helen Björnsdóttir Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands. svana@stiki.eu Tæknin er lykill að árangri „Stærsti sigurinn er að vera með.“ Þannig hljóðaði fyrsta kjörorð Íþróttasambands fatl- aðra (ÍF) sem fagn- aði 40 ára afmæli um nýliðna helgi. Það er óhætt að segja að ÍF hafi sannarlega lagt sitt af mörkum til þess að efla íþrótta- starf fatlaðs fólks í samfélaginu og skapa því þann virðingarsess sem það hefur í dag. Við stofnun félagsins voru það ekki viðtekin viðhorf að fatlað fólk ætti er- indi í íþróttir. Áhugi almennings var tak- markaður og fátt fatl- að fólk stundaði íþrótt- ir. Með tilkomu ÍF átti þetta eftir að breytast og þegar litið er til baka þá hafa afrek fatlaðs fólks á íþrótta- vellinum vakið einlæga aðdáun og virðingu. Íslenskir keppendur tóku fyrst þátt í Ól- ympíumóti fatlaðra ár- ið 1980 og síðan hefur Ísland átt keppendur á slíkum mótum og sent þátttakendur til keppni í Evr- ópu og á heimsmeistaramót. For- svarsmenn ÍF sýndu einnig mikla framsýni og skilning á mikilvægi íþrótta fyrir alla. Ekki geta þó allir orðið afreks- menn og sumir vilja einungis vera með því að þeir finna það á líkama og sál að iðkun íþrótta hefur góð áhrif. Þá eru áherslur ÍF á hreyfi- og félagsfærni barna á tímum snjallvæðingar aðdáunarverðar og til eftirbreytni. Það er vitað að ein- angrun og skortur á félagsfærni getur dregið úr möguleikum ein- staklinga til þess að eiga innihalds- ríkt og sjálfstætt líf. ÍF hefur brugðist við þessum áskorunum samtímans af virðingu og skilningi og lagt sig sérstaklega fram við að bjóða upp á góða leiðsögn og leið- beiningar varðandi iðkun íþrótta. Um leið hefur verið hlúð að fé- lagslegum tengslum sem styrkt hafa sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þátttakenda. Foreldrar, systkini, afar og ömmur hafa einnig fengið hvatningu til þess að taka þátt og hefur það haft uppbyggjandi og já- kvæð áhrif á alla í fjölskyldum við- komandi. ÍF hefur alltaf verið vakandi fyrir straumum samfélagsins á hverjum tíma. Aukin samvinna milli almennra íþróttafélaga og ÍF hefur leitt af sér áhugaverða og skemmtilega þróun þar sem fatl- aðir og ófatlaðir eiga samleið í íþróttum. Allt gerir þetta sam- félagið betra. Ég vil þakka ÍF hjartanlega fyr- ir samvinnuna og framlag þess til að styrkja íslenskt samfélag á liðn- um árum. Ég hlakka til að fylgjast með iðkendum ganga á vit nýrra ævintýra, minni á kjörorðið og hvet sem flesta til að vera með. Eftir Ásmund Einar Daðason » Þegar litið er til baka þá hafa afrek fatlaðs fólks á íþróttavellinum vakið einlæga aðdáun og virðingu. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er félags- og barnamálaráðherra. Stærsti sigurinn að vera með Hinn 21. maí s.l. gekk í Hæstarétti dómur í máli, þar sem reyndi á heimild til endurupptöku á saka- máli sem Hæstiréttur hafði hafnað að vísa frá dómi haustið 2010 og kveðið svo upp efnisdóm í snemma árs 2013. Efn- islega snerist málið um hvort heimilt hafi verið að ákveða hinum ákærðu refsingu fyrir undanskot frá skatti með dómi, þegar fyrir lægi að skattayfirvöld hefðu áður lagt sektir á ákærðu vegna sama undanskots. Hinn 18. maí 2017 hafði Mannréttinda- dómstóll Evrópu kveðið upp dóm í máli ákærðu um að óheimilt hefði verið að gera þeim á þennan hátt refsingu tví- vegis vegna sama brots. Að svo búnu féllst endurupptökunefnd á að dóms- málið skyldi endurupptekið. Gekk dóm- ur Hæstaréttar, eins og áður sagði 21. maí s.l. (mál nr. 12/2018). Með dóm- inum var kröfu sakborninga um endur- upptöku synjað og málinu vísað frá Hæstarétti. Í forsendum dómsins segir m.a. svo: „Mannréttindasáttmálanum hefur eins og áður er fram komið verið veitt lagagildi hér á landi, [...] og hefur stöðu almennrar löggjafar. Í 2. gr. laga nr. 62/1994 er tekið fram að úrlausnir mannréttindanefndar Evrópu, Mann- réttindadómstóls Evrópu og ráðherra- nefndar Evrópuráðsins séu ekki bind- andi að íslenskum landsrétti. Leggja verður til grundvallar að með þessu hafi íslenski löggjafinn áréttað að þrátt fyrir lögfestingu mannréttinda- sáttmálans sé hér á landi byggt á grunnreglunni um tvíeðli landsréttar og þjóðaréttar. Þótt íslenskir dómstólar líti til dóma mannréttindadómstólsins við skýringu mannréttindasáttmálans, þegar reynir á ákvæði hans sem hluta af landsrétti, leið- ir af framangreindri skipan að það er hlutverk Alþingis, innan valdmarka sinna sam- kvæmt 2. gr. stjórnarskrár- innar, að gera þær breyt- ingar á lögum sem þarf til að virða þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska rík- isins samkvæmt mannrétt- indasáttmálanum. Fælist í niðurstöðu dómstóla að þeir hefðu með lögskýringu í reynd mælt fyrir um laga- breytingar í þeim tilgangi færu þeir út fyrir þau mörk sem stjórnlög setja valdheimildum þeirra, sbr. 2. gr. og 1. málslið 61. gr. stjórnarskrárinnar.“ Hér er í reynd staðfest sú afstaða sem fram hafði komið áður í dómum Hæstaréttar um réttaráhrif dóma MDE hér innanlands. Þeir hafa einfald- lega ekki bein réttaráhrif. Að fenginni þeirri staðfestingu ættu yfirvöld dómsmála í landinu að láta nú af undirgefni sinni við gersamlega ótækan dóm MDE á dögunum. Þar hafði verið komist að þeirri niðurstöðu, að einn hinna fjögurra dómara í Lands- rétti sem ráðherra hafði sjálfur gert til- lögu um til Alþingis og Alþingi staðfest, hefði ekki réttilega verið skipaður dóm- ari samkvæmt 6. gr. Mannréttinda- sáttmálans. Sá dómur hefur einfaldlega engin réttaráhrif á Íslandi. Viðbrögðin hljóta að verða þau að setja nú þegar dómarana fjóra til starfa sinna í Lands- rétti. Dómara til starfa á ný Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson Jón Steinar Gunnlaugsson » „Viðbrögðin hljóta að verða þau að setja nú þegar dómarana fjóra til starfa sinna í Landsrétti.“ Höfundur er lögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.