Morgunblaðið - 23.05.2019, Síða 44

Morgunblaðið - 23.05.2019, Síða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Menningarslys geng- ur nú yfir íslenska þjóð. Óbætanlegur menning- ararfur þjóðarinnar er óðum að hverfa fyrir fullt og allt. Hann hefur lítið sem ekkert verið rannsakaður og framtíð- arkynslóðir munu um alla eilífð verða sviptar þeim fróðleik sem hann geymir um lífsbaráttu forfeðranna. Verstöðvar fyrri kynslóða eru flestar að eyðileggjast og skolast út á haf án þess að minnsta tilraun sé gerð til þess; hvorki að verja þær þar sem það er unnt, né rannsaka þær og skrásetja þar sem vörnum verður ekki við komið. Um leið hverfur eitt heildstæðasta „handritasafn“ þjóð- arinnar; samfelld heimild um at- vinnusögu, lífsbaráttu og verkkunn- áttu fyrri kynslóða og undirstaða þess samfélags sem nú byggir landið. Frá landnámi, og jafnvel fyrr, var sjó- sókn önnur meginundirstaða byggðar í landinu, við hlið landbúnaðar. Sjáv- arþorp fyrri tíma voru verin; heimver nærri bæjum en útver fjær, þar sem menn höfðu búsetu yfir vertímann. Verin stækkuðu mjög þegar mark- aðir opnuðust fyrir skreiðarsölu á 14. öld. Sjávarþorp spruttu upp þar sem fiskimið voru fyrir landi. Sum urðu forverar núverandi þéttbýlis en önn- ur voru yfirgefin á vélbátaöld eða fyrr. Eyðingin hefst Fyrir fáeinum áratugum hófst gríðarlegt rof í sjávarkömbum þar sem fyrrum stóðu flestar hinar fornu verstöðvar, með þeim afleiðingum að stórar spildur af margra alda upp- hleðslu jarðlaga sópuðust á haf út. Þykk lög sem hlaðist höfðu upp yfir árþúsund af steinhleðslum búða og öðrum vergögnum; gólfskánir ver- búða; eldstæði og aragrúi forminja hvarf nánast í einu vetfangi; jafnvel á einni stórstraumsflæði. Annað er að fara sömu leið. Ástæður þessara hamfara hafa ekkert verið vís- indalega rannsakaðar, utan þeirra athugana sem ég sjálfur hef gert, en ein þessara fornu verstöðva var Láganúpsver í Kolls- vík, á mínum uppeld- isslóðum. Ég hef leitt að því líkum, m.a. í rit- gerð sem birtist á vefnum kollsvik.is, að beint samband er milli offjölgunar ígulkersins skollakopps og þessa strandrofs. Þegar skollakoppurinn hefur eytt þara- skógum á grunnsævi draga þeir ekki lengur úr afli brimbárunnar og rof- krafti hennar á ströndinni. „Handritin brenna“ Á síðustu áratugum hafa þessar náttúruhamfarir sópað í hafið veru- legum hluta hins dýrmæta og óbæt- anlega þjóðararfs sem legið hefur óhreyfður og órannsakaður í jarð- lögum verstöðvanna. Sumar hinar fornu verstöðvar eru að miklu leyti horfnar í hafið, ásamt minjum sem þær geymdu. Þar verða aldrei gerðar rannsóknir. Aðrar eru stórskemmdar og liggja undir eyðingu. Hvað gera stjórnvöld? Stjórnvöldum hefur margoft verið gert viðvart um þessa eyðingu og vita vel af henni. Minjastofnun og ein- stakir fornleifafræðingar og eldhugar hafa ítrekað vakið á þessu athygli. Fyrir hvatningu mína lagði Lilja Raf- ney Magnúsdóttir fram fyrirspurnir til þriggja ráðherra árið 2017, varð- andi sjóvarnir og verminjar. Í svari mennta- og menningarmálaráðherra kemur fram að stjórnvöld þóttust meðvituð um eyðingu strandminja. Ráðinn var öflugur fornleifafræð- ingur í verkefnið; skráning hafin og aðgerðir undirbúnar. Hins vegar voru fjárveitingar fljótt skornar af og starfsmaðurinn ráðinn til annarra verkefna. Ekki er minnst orði á þetta yfirstandandi menningarslys í öllum orðaflaumnum á Alþingi og þrátt fyr- ir blómlegan búskap ríkissjóðs hefur sáralitlu fé verið varið til skipulegra varna gegn eyðingu verminja. Ámælisverð forgangsröðun ríkisútgjalda Meðan sofandaháttur ríkir um við- varandi eyðingu þessara óbætanlegu menningarminja birtist furðuleg for- gangsröðun stjórnvalda. Jú; vissu- lega ætla þau að gera myndarlega í menningarmálum og verja til þeirra stórfé. En í stað þess að leggja þetta fé til skráningar og varna á verm- injum sem nú eru að verða eyðingu að bráð, á að leggja það í steinsteypu. 6.200.000.000 króna á að verja til að byggja steypukassa utan um hand- ritin dýrmætu og fræðastarf þeim tengt. Ekki efast ég um að betur mætti búa að handritunum, en þykist þó vita að þau séu í viðunandi geymslu. Minna og ódýrara hús hefði vel dugað í þessu efni, en gólfflötur hallarinnar samsvarar gólfi 450 ver- búða. Handritin eru vissulega okkar þjóðarstolt og vel skal að þeim hlúð. Hinsvegar er meiri sú þjóðarskömm að horfa upp á hin „handritin“; nánast alla útgerðarsögu fyrri tíðar, hverfa án þess svo mikið að ræða vandann eða reyna að amla gegn honum. Tafarlausra aðgerða er þörf Ég hvet þingmenn og ráðherra til að hefja tafarlaust aðgerðir til rann- sókna og björgunar verminja í land- inu; áður en allri þeirri menning- arsögu verður skolað í sjóinn. „Alltaf er borð fyrir báru ef neyð ber að höndum“ sagði forsætisráðherra eitt sinn, aðspurður um fjárveitingar í neyðartilvikum. Ríkisstjórnin þarf tafarlaust að leggja fé í þessar neyð- araðgerðir, í samráði við Minja- stofnun. Þær fjárveitingar má lög- festa síðar. Þessi grein er samhljóða erindi sem ég lagði fram á fundi með alls- herjar- og menntamálanefnd Alþing- is 14.05.2019, og sendi samdægurs til mennta- og menningarmálaráðherra. Það er svo þjóðarinnar, og fjölmiðla fyrir hennar hönd, að fylgja því eftir. Eftir Valdimar Össurarson »Meðan sofandahátt- ur ríkir um viðvar- andi eyðingu þessara óbætanlegu menning- arminja birtist furðuleg forgangsröðun stjórn- valda Valdimar Össurarson Höfundur vinnur að minjavernd. guva@simnet.is Höllin reist meðan „handritin brenna“ Hvernig gengur að reka fyrirtæki á Ís- landi með tveimur mismunandi gjald- miðlum? Þeir sem þekkja til rekstrar fyrirtækja gera sér grein fyrir því að oft getur slíkt verið allt að því martröð, eink- um þegar tekjur eru óbreyttar með gjald- miðli sem stendur í stað árum sam- an. Íslenska krónan hins vegar, sem sjálfstæður gjaldmiðill, hefur lengi verið mjög óstöðug eða síðan 1939. Það ár var gengi krónunnar fellt fyrsta sinni og hefur það allar götur síðan verið hlutskipti íslensku krón- unnar að verða gengisfelld og hefur fyrir vikið orðið verri og verri gjald- miðill. Hún hefur í áratugi verið ómæld féþúfa ófyrirleitinna brask- ara og fjárglæframanna sem vilja halda okkur sem sem fastast við þennan örgjaldmiðil sem á fáa sína líka í veröldinni. Eldri sparifjáreigendur sem og stjórnendur lífeyrissjóða og banka eiga engar góðar minningar um nei- kvæða ávöxtun krónunnar. Fram til ársins 1979 var gríðarleg eftirspurn eftir hagstæðum lánum með nei- kvæðri ávöxtun en það ár var verð- trygging útlána og sumra innlána innleidd á Íslandi. Fyrsta áratuginn voru um tíma mjög háir raunvextir eftir þessa róttæku breytingu. Ég yfirtók vegna íbúðakaupa í árslok 1982 mjög há bankalán sem báru 9,5% vexti auk verðtryggingar. Um leið og unnt var að fá hagstæðari lán hjá lífeyrissjóði voru þessi óhag- stæðu lán greidd upp og losnað við þessa erfiðu fjötra. Vextir hafa fylgt lánum frá fornri tíð og þykir sjálfsagt að greiða þeim sem fé lána hóflega vexti og ein- hverja sanngjarna þóknun fyrir. En í dag er eins og að lenda í höndum ræningjalýðs að skulda mikið á Ís- landi. Á þessu þarf að verða veruleg breyting. Mjög margir líta til Evr- ópusambandsins sem mjög raun- hæfrar lausnar til að stefna að auknum stöðugleika í íslensku sam- félagi. En það eru ekki allir sáttir við að tengjast Evrópusambandinu og vísa þeir m.a. til Brexit sem er að áliti flestra mjög slæm blindgata. Í Evrópusambandinu er hins vegar unnið mjög merkt starf sem byggist á því að bæta sem mest samfélagið innan þess og styrkja. Og eigi má gleyma því að við búum við samn- ingsfrelsi sem er galopið þannig að semja má um nánast hvað sem er. Getur verið að andstaðan gegn Evr- ópusambandinu sé vegna ein- hverrar minnimáttarkenndar gagn- vart því og í stað góðra raka er andstaðan klædd tilfinningaríkum þjóðernishroka sem nú veður því miður mjög víða uppi? Undanfarin ár hefi ég gengið nið- ur Laugaveginn 1. maí með íslensku launafólki með fána Evrópusam- bandsins mér í hönd. Fyrir nokkrum árum tók Egill Helgason, blaðamaður og þátta- gerðarmaður, mig tali efst í Bankastrætinu. Innti hann mig eftir því hvers vegna ég hefði þennan fána mér í hönd en hvorki þann ís- lenska né rauðfánann. Ég svaraði að undir rauða fánanum hefðu tugir ef ekki hundruð millj- óna manns verið kúgaðir og nið- urlægðir, jafnvel dregnir í svaðið og komið fyrir kattarnef. Blái fáninn með gulu stjórnunum væri mér ekki kunnugt um að hefði nokkurn tíma verið notaður til kúgunar né nið- urlægingar. Fyrir mér er þessi fáni því augljóst tákn um frelsi, aukin mannréttindi og lýðræði. Staðreyndin er sú að innan Evr- ópusambandsins eru mannréttindi metin töluvert umfram það sem við þekkjum á Íslandi, hvað sem sum- um stjórnmálamönnum á Íslandi sýnist. Þar er samfélagið í góðu ástandi, vextir eru mjög lágir og sama má segja um vöruverð, vísitöl- ur nánast óþekktar enda stöðugleiki afar mikill og flest í mjög góðu ástandi. En til þess þarf að full- nægja skilyrðum Maastricht- samþykktarinnar sem varða skyn- samlega fjármálastjórnun, fjár- lagahalli sé enginn eða innan ákveðinna þröngra marka sem og skuldir og verðbólga. Við á Íslandi höfum alla burði til að uppfylla þessi Maastricht-skilyrði enda hef- ur fjármálastjórnun hjá okkur verið nokkuð skynsamleg undanfarinn áratug. Fyrir áratug var langur greina- flokkur í Morgunblaðinu um kosti og galla aðildar að Evrópusamband- inu. Þáverandi ritstjóri Morg- unblaðsins, Ólafur Stephensen, fékk marga af helstu sérfræðingum landsins til að greina þessi mál í þaula. Nú áratug síðar væri þörf að taka upp þráðinn að nýju og gera okkur grein fyrir hvaða forsendur hafa breyst. Að mínu hyggjuviti væri aðild mjög skynsamleg en auð- vitað eftir okkar forsendum hér á hjara veraldar. Eftir Guðjón Jensson Guðjón Jensson » Aðild að Evrópusam- bandinu hefur oft borið á góma. Hverjir eru kostir og gallar að- ildar? Við þurfum að ræða betur þessi mál með skynsemi og án for- dóma Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ. arnartangi43@gmail.com Betra samfélag – nauðsyn á traust- um gjaldmiðli Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.