Morgunblaðið - 23.05.2019, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 23.05.2019, Qupperneq 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Árið 1877 komu til Reykjavíkur ungur lyf- sali, Níels S. Krüger, og eiginkona hans, María Angelika að nafni. Nefna má að lyf- sali þessi prýddi apótekið, sem stóð við Austurvöll á horni Kirkjustrætis og Thor- valdsensstrætis, með því að setja á þak húss- ins afsteypur af högg- myndum Thorvaldsens af æskugyðj- unni Hebu og lækningaguðinum Asklepíusi, sem enn eru til. Eftir nokkurra ára dvöl hér á landi lést María Angelika voveiflega haustið 1882 og veturinn eftir dóttir þeirra hjóna fárra mánaða gömul. Krüger lyfsali fékk leyfi yfirvalda til að jarða konu sína og dóttur í sér- stökum grafreit í gamla kirkjugarð- inum, Víkurkirkjugarði, og lét síðan útbúa legstein og snoturt gerði úr pottjárni. Árið 1890 fór þessi lyfsali síðan alfarinn til Danmerkur á heima- slóðir sínar en lengi var hirt vel um þennan sorgarreit og reynt að hlífa honum við hnjaski. Á stríðsárunum síðari reisti banda- ríska hernámsliðið þrjá bragga sunnan við Landsímahúsið til að tengjast íslenska fjar- skiptanetinu. Enginn grunnur var undir bröggunum, þannig að bygging þeirra mátti teljast „afturkræf.“ Bandaríski herinn hef- ur, eins og flestir aðrir herir, ekki fengið orð fyrir að ganga vel um, er einkum þekktur fyrir sprengjuregn, niðurrif og eyðileggingu. En þegar kom að grafreitnum sýndi herinn legstað þessara dönsku mæðgna skylduga virðingu og sést af ljósmyndum að bygging bragganna hefur ekkert raskað við honum. Eftir að borgaryfirvöld tóku við svæðinu aftur komst þessi grafreitur í vanhirðu og nú virðist svo að bæði legsteini og grindum hafi verið farg- að. Núverandi bæjarstjórnarmeiri- hluti hefur svo bætt um betur og góð- fúslega samþykkt að umræddum legstað þessara skammlífu mæðgna, og hluta hins gamla kirkjugarðs Reykvíkinga að auki, væri skóflað upp og ekið á haugana nú í vetur. Flest samfélög sýna gengnum kyn- slóðum og grafreitum skylduga virð- ingu og hjá mörgum þjóðum er slíkt lögfest. Í 33. grein laga um kirkju- garða (36/1993) segir t.d.: „Nið- urlagðan kirkjugarð má ekki nota til neins þess sem óviðeigandi er að dómi prófasts. Ekki má þar jarðrask gera né reisa nein mannvirki.“ For- svarsmenn Lindarvatns, fyrir- tækisins sem stendur að hótelbygg- ingunni í gamla kirkjugarðinum og þar með uppgreftrinum úr kirkju- garðinum, virðast ekkert sjá á þess- um stað annað en dýrmæta lóð enda fer yfirleitt svo þegar peningasjón- armið eru ein til viðmiðunar, að sveigt er hjá lögum og reglum og fornar minjar einskis metnar. Það er hins vegar vægast sagt dapurlegt hve sinnulaus meirihluti bæjarstjórnar Reykjavíkur er um Víkurgarð, hvíld- arstað genginna kynslóða og hluta af elstu byggð í Reykjavík. Grafreitur Krügermæðgna Eftir Jón Torfason Jón Torfason »Nú virðist svo að bæði legsteini og grindum hafi verið fargað. Höfundur er fv. skjalavörður. grenimelur31@simnet.is Áfengismálin eru mér alltaf jafn- hugleikin, því miður má víst segja, því betur væri svo að þau og önnur eiturefni þeim tengd væru ekki alltaf að minna á sig í fregnum. Rétt áðan í þessum orðum sögð- um var verið að greina frá mikilli eit- urefnaneyzlu öku- manna, svo skelfileg sem hún er nú með öllum sínum hræðilegu af- leiðingum, alltof oft. Og enn er beðið um meiri áfengisneyzlu, frelsið mikla er enn komið til umræðu alsjáandi alþingismanna eða hafa þeir ekki vottorð upp á það, þó ég sjái oft- sinnis hversu menn loka sínum alsjáandi augum þegar kemur að því að ræða afleiðingarnar. Við- skiptafrelsið er það sem öllu skal ráða, víkja á til hliðar heilsufars- legum hættum eins og hverjum öðrum hégóma þegar allsvaldandi „bisnissinn“ á í hlut. Takmarkanir eru ekki til um- ræðu, aðvaranir Al- þjóðaheilbrigðisstofn- unar hunsaðar æ ofan í æ, kæfðar í kjaft- hætti um svokallað frelsi. Og þegar minnst er á bannárin þá ætlar allt af göflum að ganga, því þá er sagt í dag að allt illt hafi fylgt þeim. Og kemur þá ekki bók ein upp í hendurnar á mér og sem ég hlaut að glugga í. Þetta er hin bráðgóða bók Hendriks Ottóssonar frétta- manns: Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands, útgefin 1948 og þar rekst ég á eftirminnilegar setn- ingar, sem mér þykir vænt um að koma á framfæri svo sannar sem þær voru og eru. Það hefur nefni- lega alltof oft verið kastað rýrð á bannárin og hverju þau skiluðu, ekki það að mér detti í hug að al- góð hafi verið, en litið til dagsins í dag þá er hollt að lesa þessar setningar Hendriks þar sem hann er að segja frá ungdómsárum sín- um á bannárunum. Og hér kemur svo tilvitnunin í Hendrik: „Nú var þannig ástatt að þá var aðflutn- ings- og sölubann á áfengi og allur þorri manna taldi sér skylt að virða það. Drukknir menn voru svo sjaldséðir, að hægt var að labba vikum saman án þess að rekast á drukkinn mann, nema þá helzt erlenda sjómenn sem höfðu áfengi í skipum sínum, eða al- þekkta aumingja sem drukku brennsluspíritus. Af þessum ástæðum varð kvenfólk ekki fyrir áreitni eða ókurteisi eins og oft vill verða nú, þegar brennivín er ein helzta tekjulind fjárhirzlu menningarþjóðarinnar.“ Þessi hreinskilna minning Hendriks ætti að vera okkur til ærinnar umhugs- unar og ég staldra alveg sér í lagi við það sem hann greinir frá 1948, en er svo til samanburðar að minna á bannárin. Megi þetta vera þeim til nokkurs fróðleiks er lesa kynnu og raunverulegu frelsi unna. Í þessum orðum skrifuðum er ég að glugga í DV, frásögn af hræðilegum morðum og viti menn, áfengið er virkur eða meðvirkur valdur þeirra flestra. Gluggað í gamla bók og gott betur Eftir Helga Seljan » Og enn er beðið um meiri áfengisneyzlu, frelsið mikla er enn komið til umræðu alsjá- andi alþingismanna. Helgi Seljan Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar IOGT. Sveppir teljast hvorki til jurta- né dýraríkisins heldur til eigin lífríkis. Þeir eru taldir hafa lifað allt að 1.000 milljón ár á jörð- inni og munu standa yfir moldun mann- kynsins, því þeir eru með einstakt og líf- seigt form fæðuöfl- unar og fjölgunar sem gerir þeim kleift að lifa á hverju sem er og fjölga sér í svo miklu magni með dreifingu gróa með vind- um og vatni að gróin er alls staðar að finna. Þeir eru stórtækir í hring- rás náttúrunnar og myndi allur gróður vaxa úr sér ef sveppanna nyti ekki við. Græni gróðurinn og sveppir eru algjörlega háðir hver öðrum. Svepp- ir hafa ekki blaðgrænu og brjóta niður dauðan gróðurinn til sér vaxt- ar og fjölgunar um leið og þeir mynda frjósaman jarðveg fyrir nýj- an gróður. Melting manna og sveppa er áþekk, hvorir tveggja brjóta niður fæðuna með lífhvötum og sýrum. Sveppirnir gera þetta ut- an við sig með því að seyta melting- arefnunum í t.d. brauðið og taka til sín með sveimi það sem þeir þarfn- ast. Við, aftur á móti, étum brauðið, meltum úr því það sem við getum nýtt og reynum svo að losna við af- ganginn og eiturefnin. Af um tveimur milljónum lífteg- unda á jörðinni eru sveppir taldir vera vel yfir 100 þúsund. Þeir lifa einkum í vatni og jarðvegi (gróð- urmoldinni). Flestir sveppir eru fjölfrumungar með mörgum kjörn- um í fryminu líkt og vöðvafrumur okkar og fjölga sér flestir með gró- um. Frumuveggirnir eru sterkir og gerðir af glúkani (ein fjölsykra glúk- ósa) og kítíni (efni sem líkist sellu- lósa). Aðalorsök sjúkdóma í jurta- ríkinu er af sveppavöldum. Næstum einu efnin sem sveppir geta ekki brotið niður eru málmar. Þeir brjóta niður dautt efni og mynda frjósaman jarðveg og eru stundum í sambýli við lifandi dýr og eru oft orsök sjúkdóma í dýrum sem þeir fá næringuna frá. Þeir eru nýttir til framleiðslu á lyfjum (fúkkalyfin), lífrænum sýrum, líf- hvötum og fæðubótarefnum. Með gerjun eru gerðir ostar auk soja- sósu, víns og bjórs. Ekki má gleyma matarsveppunum og pressugeri í súrdeigið. Segja má að sveppir lifi á, brjóti niður og neyti næstum alls úr jurta- og dýraríkinu og allra vara gerðra úr þeim. Allt til að vaxa og fjölga sér og þeir eru fljótir að vaxa við hagstæðar aðstæður og taka yfir t.d. brauðhleif á nokkrum dögum. Þá geta þeir gert út af við ræktun á akri sem oft var ruglað saman við skort á steinefnum. Sveppir eru háðir hita, súrefni (ekki þó allir), sýrustigi (pH 2-8 er algengast), vatni og næringu. Þeir þola frost árum saman og hægja á vexti við lágt hitastig og yfir 65°C hitastig. Um leið og hitastig hækkar eftir frost taka þeir að vaxa aftur. Þeir og gróin þola ekki suðu og deyja, nokkuð sem við nýtum okkur við að sjóða, baka og sjóða niður matvæli og með hitun (korn)sæðis til geymslu. Varðandi vatn þarfast þeir minnst 10-15% en loftraki þarf að vera 70-75% hlutfallslegur raki svo myglu- og slímsveppir dafni. Þá þurfa þeir flestir súrefni en CO2-gas er þeim köfnun líkt og okkur auk fleiri efna. Ljós hefur lítil áhrif á þá nema útfjólublátt. Það finnst ekkert einstakt eitur gegn öllum sveppum en kreósót virkar vel gegn fúasvepp og kopar- sölt gegn öðrum og brennisteinn gegn ryðsvepp t.d. Gróin eru tvenns konar og dreifast annaðhvort með regni, fuglum, nagdýrum og skor- dýrum og svo hin sem dreifast að- allega með vindum. Þá þola gróin að frjósa og þorna án þess að skaðast. Gró sem sest á efni sem inniheldur næringu byrjar strax að spíra ef nægur raki til staðar. Fjöldi gróa er slíkur að heimurinn er á góðri leið með að vera ofurseldur sveppum. Gróin eru alls staðar, við fáum þau í okkur með matnum, öndum þeim að okkur eða drekkum þau í drykkjum. Þau lifa á dauðri húð eins og nögl- um, hárum og dauðum húðfrumum. Þá geta þau sest að í lungum og valdið astma. Í meltingarveginum er oft urmull einfrumunga af gerð- inni candida og þá geta þeir sveimað frá þörmunum út um allan líkamann með vessum og blóði. Gróin eru alls staðar úti og inni og eru okkur ósýnileg. Er ég fór að skoða hina gömlu 740 bls. kennslubók mína í örveru- fræðum frá 1963 varð ég hissa á því að innan við 30 bls. var bara varið til umfjöllunar um sveppi sem höfðu þó þá verið rannsakaðir í 200 ár! Hér bíða því mörg verðug verkefni fyrir mannsandann og þá mætti hugsan- lega mæta framtíðarfæðuskorti líka með meiri hagnýtingu sveppa eða efna úr þeim. Sveppir Eftir Pálma Stefánsson Pálmi Stefánsson » Sveppir eru miklu meiri örlagavaldar í lífi okkar en við gerum okkur grein fyrir. Líf okkar og heilsa er alger- lega undir þeim komin. Höfundur er efnaverkfræðingur. Atvinna Bílar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.