Morgunblaðið - 23.05.2019, Qupperneq 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019
✝ Þóra Friðriks-dóttir fæddist í
Reykjavík 26. apríl
1933. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Grund 12. maí
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Lára M.
Sigurðardóttir hús-
freyja, f. 11.6.
1899, d. 30.11.
1967, og Friðrik V.
Ólafsson, skipherra og skóla-
stjóri Sjómannaskólans, f. 19.2.
1895, d. 19.9. 1962.
Systkini Þóru eru Sigurður
Þór Friðriksson, f. 26.3. 1928,
d. 3.6. 1983, Guðrún Friðriks-
dóttir, f. 22.2. 1930, d. 27.2.
1930, og Þórunn Friðriksdóttir,
f. 7.12. 1931.
Þóra giftist árið 1956 Jóni
Sigurbjörnssyni,
leikara, söngvara
og leikstjóra. Þau
skildu árið 1981.
Dætur Þóru og
Jóns eru: 1) Lára,
f. 11.7. 1957. Börn
hennar og Jóns
Tryggvasonar, f.
6.3. 1959, eru
Iðunn, f. 18.9.
1987, og Tryggvi,
f. 29.1. 1990. 2)
Kristín, f. 4.6. 1965. Maður
hennar er Sigmundur Jó-
hannesson, f. 25.9. 1957. Dætur
Sigmundar og Önnu Marýjar
Snorradóttur eru Tinna Björk,
f. 22.9. 1980, og Arna Þöll, f.
9.12. 1988.
Útför hennar verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 23. maí 2019, klukkan 13.
Elsku amma, nú ertu farin.
Eftir situr þakklæti að hafa
haft þig svona lengi hjá okkur og
fengið að kynnast þér svona vel.
Þú varst ekki þessi dæmigerða
amma. Þegar maður lítur til baka
á lífsskeið og starfsferil þinn
kemur í ljós hvað þú varst sjálf-
stæð, sjálfri sér samkvæm og
fórst þínar eigin leiðir. Þú varst
manneskja sem lét drauma sína
rætast og hefur greinilega ekki
látið neinn segja þér hvernig þú
ættir að vera eða haga þér. Þú
hafðir áhuga á öllu sem maður
tók sér fyrir hendur, hversu hvat-
víst og handahófskennt sem það
gat orðið, nám eða ferðalög. Takk
fyrir að vera jákvæð fyrirmynd.
Takk fyrir allt, amma.
Þín
Iðunn.
Það var alltaf líf og fjör í kring-
um Diddu frænku, móðursystur
mína, þegar maður var að alast
upp í Stóragerðinu og síðar
Heiðargerðinu í austurbæ
Reykjavíkur. Didda frænka eða
„Didda syss“ eins og hún var
jafnan kölluð á mínu heimili,
stakk oft inn nefinu í kaffi og
spjall og hún og móðir mín höfðu
um margt að tala. Þá var spenn-
andi að vera „fluga á vegg“ eins
og svo oft á þessum árum þó ekki
skildi maður allt sem talað var.
Jóladagsboðin sem Didda hélt
voru þekkt og alltaf tilhlökkunar-
efni þegar jólin nálguðust. Didda
var úrvalskokkur og töfraði fram
kæfur og sultur og sjávarrétta-
hlaup svo ekki sé minnst á
sænsku jólaskinkuna. Og það var
ekki nóg með að hún tæki á móti
skyldmennum sínum í hádeginu á
jóladag á Njarðargötunni, ég
vissi það ekki fyrr en síðar að um
kvöldið kom annar hópur í mat,
vinir og félagar úr leikhúslífinu
og annars staðar frá. Svona gekk
þetta í mörg ár og vitnar um
kraftinn í Diddu og hennar heim-
ilisfólki. Og svo fengum við bræð-
urnir að fara með henni á jólaböll-
in í Þjóðleikhúsinu og á fleiri
eftirminnilegar barnasýningar.
Didda var áberandi hluti af
mínu lífi í barnæsku og fram á
unglingsár því á sumrin var ég
stundum sendur austur fyrir fjall
á Helgastaði undir Vörðufelli en
þar voru hún og Nonni með hesta
í skemmtilegu umhverfi með út-
sýni til flestra átta. Þetta var
sannkallað ævintýraland í minn-
ingunni þar sem hægt var að gera
ýmislegt sér til dundurs; fara í út-
reiðartúra, skoða álfabyggðir,
veiða silung og ganga á Vörðufell
en stundum var líka nauðsynlegt
að taka á því í heyskapnum enda
ekki hægt að stóla á þurrk í
marga daga í röð. Gestagangur
var mikill en Didda stjórnaði allri
þeirri umferð og raunar húshaldi
öllu eins og herforingi og ekki að
sjá á henni þreytumerki hvað
sem gekk á. Það var alltaf stutt í
hláturinn og henni fannst greini-
lega gaman að vera í sveitinni í
hestaraginu og sjálfsagt kær-
komin hvíld frá löngum leikhús-
vetrum. Ekki var óalgengt að
hópar hestamanna riðu í hlað og
fengju sér hressingu. Einhvern
tímann þegar slíkt bar við tókum
við krakkarnir upp á því að setja
salt í sykurkarið þannig að
hópurinn varð að gera sér að
góðu saltaðar pönnukökur. Úr
þessu varð töluvert uppistand
eðlilega en allt varð þó gott á end-
anum. Þessi sumur á Helgastöð-
um hjá Diddu og Nonna og Löllu
og Stínu fyrir margt löngu voru
mikil ævintýri og alltaf erfitt að
kveðja þegar maður hélt í bæinn
aftur.
Og nú er komið að annarri
kveðjustund. Didda frænka er
horfin úr þessum heimi en eftir
stendur minningin um afbragðs-
skemmtilega frænku sem gaman
var að umgangast. Fyrir þau
kynni verður seint fullþakkað.
Blessuð sé minning hennar.
Þorsteinn G. Indriðason.
Nornin reis upp úr gólfinu á
sviði Þjóðleikhússins með stóran
oddmjóan hatt á höfðinu og öll
græn í framan og eiturgufur
stigu upp með henni til þess að
gera hana enn og meira agalega.
Ég hafði ekki orðið eins hræddur
um dagana. Eina huggunin var sú
að Didda frænka var þarna á
sviðinu og lék góðu nornina og þá
fannst mér að ég ætti banda-
mann. Bríet var vonda nornin og
Bessi var fuglahræðan og Mar-
grét var Dórótea og þannig er
fyrsta minningin mín um leikhús.
Þetta var heimur Diddu. Stóra
sviðið í Þjóðleikhúsinu. Og allir
spennandi leikararnir sem voru
vinir hennar. Stóru hlutverkin og
gervin öll og frumsýningarnar og
slúðrið þegar við settumst við
kræsingarnar á jóladag og viss-
um allt um allt sem gerðist fyrir
jólafrumsýninguna. Didda hafði
yndi af leiklistinni en stóra sviðið
fylgdi henni ekki heim öðruvísi en
sem sögubrunnur. Ég veit varla
hlédrægari listamann. Hæglátari
leikara. Nema þá Nonna, sem
hún giftist og átti með Löllu og
Stínu. Í okkar augum var hún
Didda frænka en ekki ein af
fremstu leikkonum þjóðarinnar
sem var eins og heima hjá sér í
mest krefjandi hlutverkum leik-
bókmenntanna og átti farsælan
leiklistarferil sem spannaði ára-
tugi og aðrir kunna á betri skil.
Hún lét mann aldrei finna að
starf hennar væri eitthvað merki-
legra en hvað annað sem við tók-
um okkur fyrir hendur.
Í túlkun hennar brá sjálfsagt
fyrir svipmyndum úr lífi
Reykjavíkurstúlku sem ólst upp á
borgaralegu heimili á Vesturgötu
þegar dunuðu jarðarstríð og
heyra til minningum sem óðum
eru að hverfa úr fjölskyldunni.
Við mamma sátum hjá Diddu
núna fyrir páska og maður sá að
það var heldur af henni dregið
þótt hún léti ekki á neinu bera
þegar við töluðum um Þóru
ömmu þeirra og Sigurð héraðs-
lækni og Láru móður þeirra og
Nóatúnið og Knudsenana og hvað
þeir væru alltaf skemmtana-
glaðir. Svo hlógu þær og þetta
reyndist vera í síðasta sinn sem
maður sá inn í þau gömlu
tryggðamál með báðum þeim
systrum af Vesturgötunni.
Það var auðvelt að kalla fram
fallegu spékoppana í brosi Diddu
hvernig sem allt velktist. Þannig
kvaddi hún okkur og þannig mun-
um við hana. Blessuð sé minning
Diddu frænku.
Arnaldur Indriðason.
Einhverju sinni sátum við
Þóra Friðriksdóttir saman á
fremsta bekk Þjóðleikhússins að
aflokinni æfingu. Við vorum vinir
til margra ára, en hér var hún að-
stoðarmaður minn og ég var að
stýra fyrstu sýningu minni i leik-
húsinu; leikurinn var ylljúfur og
skáldlegur eftir líbanska höfund-
inn Schéhadé og fjallaði um það
hvort og hvernig draumar
rætast.
– Þarf að margtyggja hlutina
svona ofan í mig eins og þú þurft-
ir að gera á æfingunni? spurði
Þóra.
– Ætli það ekki bara, svaraði
ég.
– Alltaf lærir maður eitthvað
nýtt, sagði Þóra.
Og þannig er það í listinni,
maður er alltaf að læra og það
vorum við bæði að gera á þessum
ánægjulegu æfingum.
Annars kom Þóra úr árgangi í
Þjóðleikhússkólanum sem þótti
óvenjulega efnilegur og áður en
varði voru henni falin stór og
vandasöm hlutverk af ólíkum
toga: launklóka ljóskan Billy
Dawn í gamanleiknum Fædd í
gær, yfirspennta meinfyglið
Abigail í Í deiglunni eftir Miller
og piltagullið Súsanna í franska
farsanum Litla kofanum. Ekki
vantaði að ólíkar voru áskoran-
irnar og margur hefur farið verr
af stað á hinu grýtta fjalagólfi
leikhússins.
Ef undan eru skilin örfá ár í
Iðnó, þar sem hún m.a. lék
dótturina þegar bóndi Þóru, Jón
Sigurbjörnsson, lét reyna aftur á
hið fræga leikrit Pirandellos, Sex
persónur leita höfundar. Annars
var hennar langi og merki ferill
fyrst og fremst tengdur Þjóðleik-
húsinu og þar biðu hennar mörg
og mikil hlutverk, stór og smá, af
öllu lærir maður, líka því smáa;
leikhæfni eykst venjulega við
leikvana og hún varð ein hæfasta
leikkona landsins.
Þegar ég kom til starfa í Þjóð-
leikhúsinu var Þóra ein sterkasta
stoðin í afar sterkum leikhópi, en
það er hverju þjóðleikhúsi nauð-
syn að hafa sterkan hóp karla og
kvenna á öllum þremur helstu
aldursskeiðunum, ekki síður en
að hafa hugmyndaríka, framsýna
og víðsýna leikforystu.
Hlutverk Þóru skiptu tugum ef
ekki hundruðum og stoðar lítt að
setja á þulur. En nokkrar vörður
ber þó að nefna. Fjölhæfni Þóru
og næmleik var við brugðið.
Þannig tók hún til dæmis þátt í að
bera mörg ný íslensk leikrit fram
til sigurs á fyrri árum og var þar
oft á léttu nótunum, spaugsöm og
spræk og svolítið háðsk og mein-
leg kannski stundum; hún var
Ljóna Ólfer í Strompleiknum hjá
Laxness og móðirin í Horna-
kóralnum hjá Oddi og Leifi og
síðar smáborgarinn Nína í Sólar-
ferð Guðmundar Steinssonar,
meinvætturin Júlla hjá Kjartani
Ragnarssyni í Týndu teskeiðinni
og kjölfestan Matthildur í Syni
skóarans og dóttur bakarans eftir
Jökul. Að ógleymdum kostulega
sökudólgnum Margréti í Hrólfi
Sigurðar Péturssonar, hinni ís-
lensku útgáfu af Pernillum Hol-
bergs og Toinetttum Molières.
Á hinum alvarlegri nótum naut
sín síðan vel hennar ríka skap og
þróaði næmleiki; þarna er af svo
mörgu að taka, að ekki tjáir að
nefna nöfnum. Vænt þótti henni
t.d. um Önnu Kopetsku í Brecht-
útgáfunni af Schweik, Blanche
Dubois í Sporvagninum Girnd
eftir Tennesse Williams, en
kannski allra helst Mary Tyrone í
Dagleiðinni löngu inn í nótt eftir
O’Neill og þótti ýmsum list henn-
ar ná þar hæst. En allt eru þetta
tindar í leikbókmenntum síðustu
aldar og þeim skila ekki nema
framúrskarandi listakonur.
Við Þóra sendum dætrum
Þóru Friðriksdóttur og öðrum
ástvinum samúðarkveðjur og
þökkum ánægjulega og lærdóms-
ríka samfylgdina.
Sveinn Einarsson.
Þóra Friðriksdóttir
✝ SigurbjörgSæmunds-
dóttir fæddist í
Stóru-Mörk undir
Eyjafjöllum 10. júlí
1928. Hún lést í
Seljahlíð 12. maí
2019.
Hún var yngst
af 14 systkinum,
sem öll eru látin.
Foreldar hennar
voru Sæmundur
Einarsson, hreppstjóri í Stóru-
Mörk, f. 1872, d. 1951, og kona
hans, Guðbjörg María Jóns-
dóttir, húsmóðir í Stóru-Mörk,
f. 1889, d. 1961.
Sigurbjörg var gift Bjarna
Bergmann Ásmundssyni, f. 12.
september 1926, d. 23. mars
2014. Börn þeirra eru: 1) Anna
María, f. 6. ágúst 1951, eig-
inmaður Ingvar Þorvaldsson, f.
1955, þau eiga Bjarna Rúnar, f.
Ragnheiði Helgu Reynisdóttir,
f. 1980, og eiga þau þrjú börn
og Írisi, f. 1984, hún á tvö börn.
Sigurbjörg var yngst 14
systkina í Stóru-Mörk undir
Eyjafjöllum, þar af komust 13 á
legg. Fjölmennt var og marg-
býlt og því líf og fjör og mörg
verkin sem þurfti að vinna.
Hún ólst upp við venjuleg
sveitastörf þess tíma og lærði
að ganga í öll verk. Hún starf-
aði einnig sem vinnukona í
Mið-Mörk og á fleiri stöðum.
Um tvítugt fór hún til Hvera-
gerðis og starfaði í eldhúsi
Garðyrkjuskólans. Eftir að hún
fluttist til Reykjavíkur vann
hún lengi í Sælgætisgerðinni
Amor, í matvöruverslun og síð-
ustu starfsárin sín í þvottahúsi
Landakotsspítala.
Sigurbjörg og Bjarni giftust
1955 og voru þau lengst af bú-
sett á Sogavegi 148 þar til þau
fluttu í þjónustuíbúð í Seljahlíð,
í ágúst 2009, vegna veikinda
Bjarna. Hann lést 2014 en hún
bjó áfram í Seljahlið.
Útför Sigurbjargar fer fram
frá Seljakirkju í dag, 23. maí
2019, klukkan 15.
1983, kona hans er
Halldóra Anna
Ómarsdóttir, f.
1988, og eiga þau
tvo syni en fyrir
átti Anna María
Huldu Björgu Ara-
dóttur, f. 1973, hún
er gift Warren
D’Juan Hutchins,
búsett í Ameríku
og á þrjá syni. 2)
Ásmundur Berg-
mann, f. 8. ágúst 1955, börn
hans eru Erla Rós, f. 1980, gift
Árna Einarssyni, f. 1976, og
eiga þau tvö börn, Ingunn
Lilja, f. 1987, d. 1987, og Bjarni
Bergmann, f. 1988, í sambúð
með Anítu Selmu Ólafsdóttur,
f. 1987, og eiga þau tvö börn. 3)
Hafþór, f. 15. apríl 1957,
kvæntur Brynju Döddu
Sverrisdóttur, f. 1962, þau eiga
Ingva Rafn, f. 1980, kvæntur
Tengdamóðir mín, Sigur-
björg Sæmundsdóttir, er búin
að kveðja. Amma Sigga. Hún
sem alltaf var jákvæð og glöð
og ekki mikið að trana sér
fram. Aldrei heyrði ég hana
hallmæla neinum eða tala illa
um neinn. Alltaf tilbúin að
gleðja og gefa og aldrei sagði
hún nei við neinni uppástungu.
Og það sem hún gat hlegið oft
– tók alveg bakföll af hlátri ef
henni fannst eitthvað fyndið og
það þurfti ekki alltaf mikið til.
Við eigum svo ótal margar dýr-
mætar minningar. En ég hugsa
að lífið hafi ekki alltaf verið
dans á rósum, oft verið strögl
og basl. En aldrei kvartaði hún.
Hún hefur upplifað miklar sam-
félagsbreytingar á sinni tíð en
alltaf var hún æðrulaus og ró-
leg og gerði aldrei kröfur.
Yngst af 14 systkinum á mann-
mörgu margbýli í sveit. Það
hefur trúlega oft þurft að taka
til hendinni og oft verið líf og
fjör líka.
Þau Bjarni áttu ekki bíl fyrr
en þau voru komin á miðjan
aldur, fóru allra sinna ferða
gangandi, hjólandi eða í strætó
og rútum.
Það var ekki kvartað undan
því. Hins vegar var bíllinn kær-
kominn þegar hann var kominn
og mikið notaður, mest til
ferðalaga um landið sem þau
elskuðu og þekktu svo vel. Við
eigum margar minningar um
ferðalög og bíltúra austur undir
fjöll að kíkja á fuglinn og at-
huga hvort vorið væri komið,
það kom alltaf fyrst undir
Eyjafjöllin. Þegar við bjuggum
á Hvolsvelli voru þau tíðir gest-
ir hjá okkur og þá var oftast
komið við í Stóru-Mörk, á
æskuslóðunum. Þegar heilsu
Bjarna fór að hraka fengu þau
inni í Seljahlíð sem var heimili
þeirra síðustu árin. Sigga
blómstraði þarna, á meðan
heilsan leyfði, fór alveg á fullt í
allt félagsstarf, mætti vel í
handavinnu, leikfimi, upplestur
og aðra viðburði. Hún hafði nóg
að gera og sagði oft við okkur:
mér leiðist aldrei. Vert er að
þakka fyrir góða umönnun sem
hún hlaut í Seljahlíð.
Nú eru þau sameinuð á ný,
Bjarni og Sigga. Tengdaforeld-
ar mínir sem voru svo góð og
gefandi og ég hef svo mikið að
þakka. Takk fyrir að vera
svona lengi í lífi mínu og kenna
mér svona margt. Takk fyrir
allar samverustundirnar heima
og á ferðalögum úti í nátt-
úrunni. Sólarstundirnar á
Sogaveginum og í Vatnsvíkinni,
við Heiðavatn og á Hvolsvelli.
Takk fyrir að taka vel á móti
mér og lána mér son þinn og
kærleiksþakkir fyrir að hugsa
svona vel um börnin okkar. Það
er gott að eiga góðar minningar
og þótt erfitt sé oft að kveðja
þá getum við ekki annað en
verið þakklát fyrir gott og
langt líf.
Í huga mér sé ég þau Bjarna
saman á ný – þau eru á leið í
bíltúr um landið, það er sól að
sjálfsögðu, súkkulaði í hanska-
hólfinu og teppi og appelsín í
skottinu. Það fljúga nokkrir
þrestir á eftir bílnum. Hún er í
fjólubláum jogginggalla.
Hvíl í friði, Sigga mín, takk
fyrir mig.
Brynja Dadda.
Sigurbjörg
Sæmundsdóttir
Sálm. 10.14
biblian.is
Þú gefur gaum að
mæðu og böli og
tekur það í hönd
þér. Hinn bágstaddi
felur þér málefni
sitt, þér sem hjálpar
munaðarlausum.
Elsku Helgi
stóri bróðir, takk
fyrir allar stund-
irnar sem við átt-
um saman. Hóg-
værari og betri
bróður hefði ég ekki getað kos-
ið mér.
Frá fyrstu stundum sem ég
man eftir mér varstu mér stoð
og stytta og lærimeistari sem
kom í föður stað, kenndir mér
að hjóla, líma saman módel,
tefla, synda og ýmis trix í dag-
lega lífinu.
Þegar þú fórst með mig
reiðhjólatúr um göturnar,
reiddir mig á reiðhjólinu þínu
eins eldibrandur um Njálsgöt-
una og Grettisgötuna og niður
portið hjá Toppa í Borg og bak-
garðinn á Laugaveginum þar
sem við áttum heima og aldrei
varð maður hræddur í þessum
ferðum því þar fór öruggur
stóri bróðir um með hönd á
stýri, gerðir það líka á öðrum
misgóðum tímum og átt ómæld-
ar þakkir fyrir það.
Mín fyrstu sundtök tók ég
með þér líka í Sundhöll Reykja-
víkur þar sem ég fylgdist með
þér dýfa þér af hærra stökk-
brettinu óhikað. Aðdáunarvert
var að horfa á sundkeppni í
grunnskólanum á Kirkjubæjar-
klaustri, í sveitinni sem hjarta-
þræðir okkar eiga svo sterka
tengingu til.
Þegar þú fékkst bílpróf og
bauðst mér á rúntinn í þínum
Helgi Lárusson
✝ Helgi Lárussonfæddist 26.
mars 1964. Hann
lést 18. apríl 2019.
Útför Helga fór
fram 3. maí 2019.
fyrsta bíl og við
hlustuðum á Pink
Floyd og skrölluð-
um í vetrarfærð-
inni og þú sýndir
enn og aftur ein-
staka hæfileika
sem ökumaður, ör-
yggið uppmálað
enn og aftur.
Ógleymanlegt var
þegar við vorum að
spranga í skips-
flakinu Hólminum á sandinum í
Ólafsfirði á sumardögum og lét-
um okkur gossa aftur og aftur
út í hafið. Þegar þú eignaðist
þinn fyrsta jeppa, Willys ár-
gerð 66, átta gata tryllitæki,
blómstraðir þú, á þeim bíl und-
ir þinni leiðsögn ók ég fyrstu
ökuferðina sjálfur. Það væri
hægt að skrifa margar bækur
um þín góðverk, elsku bróðir
minn, margt höfum við upplifað
sameiginlega, þú vildir frekar
gefa en þiggja og baðst ekki
um margt þó þig vantaði ým-
islegt, því er ég mjög glaður yf-
ir því að það tókst sem þú
baðst um í lokin að verða jarð-
aður í skaftfellskri mold í frið-
lýstum kirkjugarðinum á
Klaustri með okkar forfeðrum.
Nú ertu kominn yfir móðuna
miklu og hittir þar örugglega
víðsýna og hjartahlýja ættingja
og góða vini úr fortíðinni.
Hér kveð ég góðhjartaðan bróður
og vin
sem ekki átti alltaf góðan dag
Í erfiðleikann steig hann ákveðið inn
hugsaði þá hann um annarra manna
hag
gleymdi þá yfirleitt sjálfum sér
Sakna þín mikið, stóri bróðir.
Sölvi.