Morgunblaðið - 23.05.2019, Page 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019
✝ Málfríður Sig-urðardóttir
fæddist á Ísafirði
16. ágúst 1941.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja 11. maí
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Guðný
Runólfsdóttir, f. 3.
október 1913, d. 2.
janúar 1980, og
Sigurður Þórðarson endurskoð-
andi, f. 19. ágúst 1912, d. 3. jan-
úar 1979, Uppeldissystir henn-
ar er Þórey Sævar Sigur-
25. ágúst 2000. Börn Málfríðar
og Marísar eru Sigurður, f. 31.
desember 1959, eiginkona hans
er Kristín Auður Jónsdóttir, f.
17. janúar 1962. Ingibjörg
Guðný, f. 30. apríl 1963, eigin-
maður hennar er Örn Benedikt
Sverrisson, f. 12. júlí 1957. Mar-
grét Linda, f. 6. apríl 1969,
eiginmaður hennar er Krist-
berg Snjólfsson, f. 8. júní 1964.
Viðar Þór, f. 16. júlí 1976, eig-
inkona hans er Tonje Tellefsen,
f. 6. desember 1978.
Barnabörnin eru Kristófer
Már, Ólafur, Petrún, Jóhann
Helgi, Bjarni Freyr, Alma Glóð,
Lilja Björt, Magnús Orri, María
Rós, Ástrós og Mats. Barna-
barnabörn eru Þórhallur Ingi,
Lilja Rós og Ísold Emma.
Útförin fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag, 23. maí 2019,
klukkan 13.
björnsdóttir, f. 30.
júlí 1944, maki
hennar var Örn Ás-
geirsson, f. 4. júní
1942, d. 24. maí
2007.
Málfríður
kvæntist eftirlif-
andi eiginmanni
sínum Marís
Hvannberg Gísla-
syni 4. júní 1960.
Foreldrar hans
voru Gísli Björgvin Magnússon,
f. 30. maí 1905, d. 27. janúar
1977, og Petrún Anna Dorothea
Jónsdóttir, f. 30. ágúst 1909, d.
Elsku mamma, það er undar-
legt að hugsa til þess að þú hafir
yfirgefið jarðlífið, það er þung-
bært að geta ekki hringt í þig eða
hitt þig lengur og knúsað þig. Við
vissum svo sem í hvað stefndi síð-
ustu mánuði og auðvitað reyndum
við að loka augunum fyrir þeirri
staðreynd.
Í gegnum veikindi þín barðist
þú eins og hetja en þú barðist við
krabba í 10 ár, á tímabili héldum
við að þú hefðir komist yfir það en
sú varð ekki raunin því hann er
stundum lúmskur. Eftir heila-
blóðfallið í lok sumars 2018 barð-
ist þú áfram eins og ljón því þú
vildir geta farið heim á nýja heim-
ilið ykkar pabba og þú komst
miklu lengra en nokkur læknir
sagði að þú myndir nokkurn tíma
geta og það lýsir þér vel, þú varst
kona sem gafst ekki upp en
krabbinn hafði yfirhöndina að
lokum.
Þú varst uppgefin eftir átta
mánaða dvöl á sjúkrahúsi svo lík-
lega hefurðu verið hvíldinni fegin
og líkami þinn fjötrar ekki lengur
sálina sem ég ímynda mér að
fljúgi friðsællega í kringum okkur
hin sem eftir erum og vaki yfir
okkur.
Takk fyrir að kenna mér allt
sem þú kenndir mér í lífinu, þar til
við hittumst seinna mamma, elska
þig.
Nú opnar fangið fóstran góða
og faðmar þreytta barnið sitt;
hún býr þar hlýtt um brjóstið móða
og blessar lokað augað þitt.
Hún veit, hve bjartur bjarminn var,
þótt brosin glöðu sofi þar
(Þorsteinn Erlingsson)
Þín
Margrét.
Eitt getum við vitað sem fæð-
umst í þennan heim og það er að
við munum yfirgefa hann á ein-
hverjum tímapunkti, sá tíma-
punktur er ávallt erfiður fyrir þá
sem standa manni næst.
Ég tel mig einstaklega heppinn
með tengdaforeldra, mér var
strax tekið sem einum af fjöl-
skyldunni.
Þegar við bjuggum á Spáni
fengum við einstakan tíma með
foreldrum okkar beggja, við vor-
um það heppin að eyða nokkrum
vikum með þeim og áttum við
ómetanlegar stundir saman, þyk-
ir mér því afar dýrmætt að hafa
fengið tíma með þeim öllum.
Millý var þá búin að gangast
undir aðgerð út af krabbanum en
hún lét það ekki stoppa sig, vor-
um við Marís einka-ýtustjórarnir
hennar þar sem hún var í hjóla-
stól.
Mér hefur aldrei þótt neitt leið-
inlegt að segja frá hvað ég á
yndislega konu sem er mér allt.
Millý fékk reglulega að vita af
því hvað þau hjónin hafi vandað til
verka þegar hún var getin og
sagðist hún hafa lagt allt sem í
hennar valdi stóð til að svo yrði.
Millý talaði oft um það við okk-
ur hvað við værum yndisleg sam-
an og þótti mér ekkert leiðinlegt
að segja henni hversu vel giftur
ég væri henni Möggu minni en
hún var og er hetja okkar beggja.
Magga er einstök kona sem stóð
vaktina í veikindum mömmu sinn-
ar og minnar á sama tíma, jafnvel
þó svo að hún sé sjálf að glíma við
veikindi. Þó Magga hafi átt erfitt
með að komast í gegnum dagana
þá lét hún sig alltaf hafa það og
var með okkur bæði á herðum
sér, þó að það hefði þær afleið-
ingar að hún ætti erfiðan dag á
eftir.
Millý háði erfiða baráttu við
krabbamein en það er ekki vinur
sem maður vill hafa nærri sér.
Hún barðist eins og hetja og ætl-
aði sér alltaf að komast heim til
Marísar síns en æðri máttarvöld
voru á öðru máli. Henni gafst ein-
ungis kostur að kíkja nokkrum
sinnum í fáar klukkustundir í
senn á nýja heimilið sem þau
bjuggu sér rétt eftir að hún fékk
heilablæðingu. Millý fékk heila-
blæðinguna sama dag og ég var á
leiðinni með sjúkraflugvél til Sví-
þjóðar þar sem ég gekkst undir
stóra aðgerð.
Þegar áfallið var að koma yfir
hana þá sagði hún við Marís að
þeir væru komnir til að sækja
hana, þar sem þeir ættu að ná í
hana frekar en mig. Hún sagðist
ekki vita hvernig Magga færi að
ef ég myndi ekki lifa aðgerðina af
svo hún bauðst til þess að fara í
minn stað. Þetta lýsir vel hversu
vel hún hugsaði alltaf til mín og
hversu yndisleg kona hún var.
Millý þurfti að liggja inni á
spítala það sem eftir var, það að
geta ekki notið þess að vera með
vinum og vandamönnum heldur
vera rúmföst og þurfa aðstoð við
daglegar þarfir átti ekki við hana.
Ég komst í gegnum aðgerðina
og mætti eins oft og ég mögulega
gat til hennar, þá var ekki að
spyrja að því að hún hafði meiri
áhyggjur af minni heilsu heldur
en sinni eigin.
En enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur, á vel við í
þessu tilfelli því að missa náinn
aðstandanda sem manni þykir svo
vænt um er ávallt erfitt. Við verð-
um að læra að lifa við missinn þó
hann verði ávallt sár.
Ég kveð þig með söknuði, Millý
mín, og ég veit að þú munt heilsa
upp á mig þegar minn tími kemur.
Þinn tengdasonur,
Kristberg Snjólfsson.
Elsku Millý, það er erfitt að
hugsa til þess að þú sért farin.
Þrátt fyrir að við fæddumst ekki
inn í fjölskylduna fundum við
aldrei fyrir því, þar sem þú tókst
okkur strax opnum örmum, við
verðum ávallt þakklátar fyrir það.
Takk fyrir allar frábæru stund-
irnar, elsku amma okkar.
Hvíldu í friði.
Þínar
Alma Glóð og Lilja Björt.
Kær vinkona er fallin frá. Við
kynntumst Millý í Húsmæðra-
skólanum í Reykjavík árið 1957
en þá hófum við allar nám þar
saman. Við vorum heila níu mán-
uði í skólanum og myndaðist mik-
ill og góður vinskapur okkar á
milli. Ári síðar eða árið 1958 út-
skrifuðumst við og hver hélt sína
leið og stofnaði sitt heimili. Vin-
skapurinn slitnaði aldrei og eftir
útskrift stofnuðum við sauma-
klúbb. Við skvísurnar, já við vor-
um svo miklar skvísur, hittumst
alltaf einu sinni í mánuði og hefur
sú skemmtilega samvera staðið í
meira en 60 ár. Það var alltaf
gaman að vera í kringum hana
Millý. Millý var alltaf svo jákvæð
og hress og alltaf til í að gera eitt-
hvað skemmtilegt. Veikindi hafa
hrjáð hana Millý okkar undanfar-
in ár en hún reyndi að mæta og
hitta okkur þegar heilsan leyfði.
Við munum sakna Millýjar
okkar, megi minning hennar lifa.
Við sendum Marís og fjölskyldu
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Fyrir hönd saumaklúbbsins,
Sóley Sigurjónsdóttir.
Málfríður
Sigurðardóttir
Mín leiðin löng er
síðan
ég lagði upp í ferð.
Ég er ei efnismikið,
ekki lengi verð.
Vertu fljótur vinur,
ég veitt get svör við því
sem viltu fá að vita
um veðurofsans gný.
Mín bíður eitt það besta
banamein á jörð,
að leysast upp í læðing
sem litar tímans svörð.
Vertu‘ ei spar að spyrja
en spjara vel þinn hug,
flýt þér áður feykja
mér farvindar á bug.
Kannski má heimfæra þetta
kvæði, Skýið, eftir Villa Vill, eins
og hann var nú oftast kallaður, á
þá sem guðirnir elska og deyja
ungir og standa ekki veðurofsans
gný af einhverju tagi en veðurofsi
getur orsakast af mörgu og tekið
á sig margar myndir, eins og við
vitum öll komið líkt og handalaus
maður hafi veifað, svo fljótt getur
veður skipast í lofti.
Það hefur gengið svolítið
þannig á í litla samfélaginu sem
ég bý í og hef alið minn aldur, síð-
an um jól og það sem af er þessu
ári eða jafnvel í allan vetur ef
maður fer í víðara samhengi, að
sorgin hefur komið hér um eins
og veðurofsans gnýr og því miður
Rögnvaldur Helgi
Guðmundsson
✝ RögnvaldurHelgi Guð-
mundsson fæddist
14. nóvember 1978.
Hann lést 30. apríl
2019.
Útför Rögnvald-
ar Helga fór fram
10. maí 2019.
dauðann með í för
stundum og knúið
all harkalega á hjá
nágrönnum mínum,
vinum og ættingjum
og tekið með sér þá
sem guðirnir elska
svo að djúp skörð
eru eftir í samfélag-
inu. Í síðustu viku
bönkuðu þau upp á
hjá mér því þau áttu
að taka „litla“ bróð-
ur minn frá mér í blóma lífsins án
nokkurra aðvarana eða skýringa.
Enn er maður í hálfgerðum dofa
á þessari viku sem liðin er. Elsku
Röggi minn sem hafði allt til
brunns að bera og litla stelpu,
hana Sigurbjörgu, sem hann
hefði vaðið eld og reyk fyrir, litla
augasteininn hans. Þessi ljúfi
drengur sem vildi allt fyrir alla
gera og var á sama tíma lífsglað-
ur og hraustur. Því miður hlotn-
aðist mér ekki sá heiður að alast
upp með honum eða bræðrum
mínum þannig að ég kynntist
þeim frekar eftir að við komum til
vits og ára, en alla tíð verið svo
stolt af honum og þeim að eiga,
lengi vel í sparisjóði, fjóra bræð-
ur og svo seinna meir eina systur
að auki, þannig að þótt ég ælist
upp ein með mínu fólki átti ég
eins og áður sagði systkini og á
enn í eins konar sparisjóði. Mér
þótti svo vænt um það, elsku
Röggi minn, hvað þú vildir rækta
sambandið við stóru systur og
hafa mig með og mér hefur aldrei
dulist væntumþykja þín og ykkar
systkina minna til mín þrátt fyrir
að alast ekki upp saman og hafðu
þökk fyrir það.
Ég vildi svo sárt óska að tæki-
færi okkar til samveru og fjöl-
skyldustunda væri meira, en
svona er þetta að maður heldur
alltaf að maður hafi nægan tíma
en er svo rækilega minntur á það
annað slagið að það er ekki gefið.
Ég trúi að það hafi komið ein-
hverjir að sækja þig og fylgja inn
í Draumalandið og gæta þín fyrir
okkur, það kom alla vega einhver
í fuglsmynd um morguninn inn
um gluggann til Halla míns og
vakti hann en hvarf svo á braut
og sá var pottþétt að láta vita að
þín yrði gætt.
Elsku hjartans Sigurbjörg
frænka mín, Halla, pabbi, systk-
ini mín og fjölskyldan öll, megi
allar góðar vættir vaka yfir ykk-
ur og styðja.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigg. Jónsson frá Prestshólum)
Þín stóra systir
Guðmunda.
Sérhver draumur lifir aðeins eina
nótt
sérhver alda rís en hnígur jafnan
skjótt
hverju orði fylgir þögn
og þögnin hverfur alltof fljótt.
En þó að augnablikið aldrei fylli
stund
skaltu eiga við það mikilvægan fund
því að tár sem þerrað burt
aldrei nær að græða grund.
Líttu sérhvert sólarlag,
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
Þú veist að tímans köldu fjötra
enginn flýr
enginn frá hans löngu glímu aftur
snýr.
Því skaltu fanga þessa stund
því fegurðin í henni býr.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Takk fyrir öll löngu símtölin,
ég vildi óska að þú hefðir fengið
að upplifa alla þína drauma og
þrár. Hvíldu í friði, fallega sál.
Sigríður.
✝ Guðný Hösk-uldsdóttir
fæddist á Landspít-
alanum í Reykjavík
16. nóvember 1953.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urlands 9. maí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Höskuldur
Jónsson frá Tungu í
Bolungarvík, f. 5.
júlí 1925, d. 7. sept-
ember 1995, og Elín Gísladóttir
frá Melhól í Meðallandi, f. 1.
september 1927, d. 2. febrúar
1993. Systkini
hennar eru Gísli
Jón, f. 13. janúar
1955, maki Sigrún
Einarsdóttir; Ragn-
ar, f. 10. maí 1957,
d. 19. maí 2012,
maki Guðrún Gunn-
arsdóttir; Ármann,
f. 30. júní 1960; og
Elín, f. 8. mars
1964, maki Gunnar
Ágústsson.
Útförin fer fram frá Skál-
holtsdómkirkju í dag, 23. maí
2019, klukkan 14.
Ég kynntist Guðnýju í Bún-
aðarbanka Íslands í Austur-
stræti þar sem við bæði störf-
uðum. Fljótt komumst við að
sameiginlegum áhuga okkar á
hestum og þá var ekki að sökum
að spyrja – þá opnuðust allar
flóðgáttir, við höfðum um margt
að ræða! Í bankanum starfaði
Pétur J. Jóhannsson sem bíl-
stjóri og var kenndur við
Skógarkot á Þingvöllum. Hann
hafði frumkvæði að því að við
Guðný fórum í tvær göngur með
Pétri og Þingvallabændum inn á
þeirra afrétt, smöluðum og rák-
um féð í Gjábakkarétt sem nú er
aflögð.
Það var tilkomumikið að vera
inni í sjálfum þjóðgarðinum, sjá
safnið renna fram, heyra jarmið
og finna ilminn af landinu. Nut-
um við Guðný þessara tveggja
ferða sem við fórum sameigin-
lega ríkulega og minntumst oft
á þessar ferðir. Guðný talaði oft
um Melhól í Meðallandi og
tengsl hennar þangað af mikilli
virðingu. Þar voru hennar rætur
og þar hófst hennar hesta-
mennska. Ég fór þangað eitt
sinn og fékk að kynnast þessari
sveit sem hún var svo hreykin
af, og skil vel, eftir kynni mín af
þessu ágæta landsvæði. Gísli
Tómasson afi hennar var þá á
lífi og keypti ég af honum trús-
stöskur sem ég á enn og hef
notað. Hestaræktun var Guð-
nýju mikið áhugamál og var hún
afar fróð um hestasöguna, ættir
og afkomendur. Hrossarækt
hennar var ekki stór í sniðum en
mikil gæði í þeim gripum sem
frá henni hafa komið. Ég þurfti
stundum að leita ráða hjá Guð-
nýju sem voru lögfræðilegs eðlis
og tók hún mér ætíð vel með
slík erindi og gaf mér góð ráð.
Guðný hafði mikla hlýju til að
bera og velvilja og gaf sér alltaf
tíma til að rækta vinskap okkar
sem varði í 40 ár. Ég mun sakna
minnar ágætu vinkonu sem var
einstök. Aðstandendum votta ég
samúð mína.
Fákur í fjöru
Glæsilegur fer hann Fákur sporið,
fimur stígur yfir urð og grjót.
Hestur þessi leikur létt við vorið
lífsglaður hann tekur sumri mót.
Ungur var hann lítið leiðitamur
og lengi barðist hann við annan hest.
Sá styggur var og gat verið gramur
gaf Fáki spark og á honum sést.
Löngufjörur gulli stráðar strendur,
sitt stökk hann vildi ólmur taka þar.
Svo glaðlegur, af æðri anda sendur
minn elskulegi Fákur létt mig bar.
Snæfellsjökull fullkominn og fagur
með fönn svo hvítur toppurinn þar
skín,
í reiðtúr hefst þar lífsins dýrðardagur
er dásemd heimsins skapar þessa
sýn.
Á Snorrastöðum býr einn merkur
maður,
mikill sagnagarpur Haukur telst.
Við nafnbót fjörukóngs gengst hann
glaður
og gamansögur fólki flytur helst.
Og þar sem Eldborg yfir gróðri
gnæfir
og gjall og hraun að sandsins
faðmi ná,
þar mönnum jafnt sem gæðings
hrossum hæfir
að hlaupa um og skynja lífsins þrá.
(Kristján Hreinsson)
Þormar Ingimarsson.
Fallin er frá vinkona mín,
Guðný Höskuldsdóttir, eftir bar-
áttu við illvígan sjúkdóm. Bar-
áttan byrjaði um vorið á síðasta
ári þegar hún fór í skurðaðgerð
og allt virtist hafa tekist vel,
hún laus við meinið og bjart
fram undan.
Við Guðný kynntumst í gegn-
um hestamennskuna uppi í
Fjárborg fyrir meira en 30 ár-
um, hún þá með áberandi fal-
legan stóran leirljósan hest,
Leira. Guðný þessi smáa, fín-
gerða og fima kona, hrífandi og
mögnuð. Á þessum árum riðum
við út saman öll kvöld og helgar,
hjálpuðum hvor annarri með
trippin sem við vorum að temja,
hún alltaf með hesta frá Ragga
frænda hennar úr Meðallandinu.
Í lok vetrar var farið í sleppiferð
með vinum og fjölskyldu hennar
að Melhól, riðið var þá úr Mýr-
dalnum, um Vík, yfir Mýrdals-
sandinn í Álftaverið og yfir
vatnsmikið Kúðafljótið, en
Raggi á Melhól tók að sér að
lóðsa okkur yfir hættulegt fljót-
ið. Ferðirnar voru ævintýra-
legar og skemmtilegar, lífið var
bara frábært.
Guðný flutti svo austur í
Kjarnholt, þar sem hún stundaði
hrossarækt. Hún hafði óbilandi
áhuga á ræktun og náði flottum
árangri þar með afkvæmi Fjaðr-
ar, Gægju og Fjörgyn. Ófá voru
símtölin okkar á milli þar sem
hún fór yfir sína ræktun og
hvert væri stefnt með hvern
grip. Hún var líka dugleg að
leiðbeina mér með mín hross.
En eftir að hún flutti í Reykholt
fór ferðabakterían að ýta við
okkur aftur. Nú var það fyrst
helgarferð til Berlínar veturinn
2018 að skoða söfn. Stoppað var
sérstaklega lengi í Egypska
safninu, Guðný var alveg heilluð.
Það var eitthvað sem togaði svo
fast í hana, engin spurning að til
Egyptalands yrði hún að kom-
ast, kemur þú ekki með? spurði
hún með blik í sínum stóru bláu
augum, ég ekki viss, en auðvitað
langaði mig með. Um vorið
greindist hún með illskeyttan
sjúkdóm en hún lét veikindin
ekki slá sig út. Hún var byrjuð á
nýjum kafla í lífinu. Í ferðina
fórum við í haust og skoðuðum
menningu forn-Egypta, píra-
mída, hof og grafir, og sigldum
á Níl, meiriháttar ævintýri. Nú
vorum við gömlu vinkonurnar
komnar í ferðagírinn og ætluð-
um að skoða heiminn saman. Í
hvaða ævintýri skyldi halda
næst? Indland, stakk ég upp á,
nei það hefur nú aldrei heillað
mig, Mexíkó? Ekki grunaði okk-
ur þá að þetta væri okkar síð-
asta ferðalag saman.
Hvíldu í friði, elsku vinkona.
Anna Lísa Guðmundsdóttir.
Guðný
Höskuldsdóttir