Morgunblaðið - 23.05.2019, Síða 51

Morgunblaðið - 23.05.2019, Síða 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 ✝ Lúlla MaríaÓlafsdóttir fæddist í Keflavík 22. júní 1934. Hún lést 24. apríl 2019. Foreldrar hennar voru Ólafur Berg- steinn Ólafsson skip- stjóri, f. 29. október 1911, d. 14. mars 1976, og eiginkona hans Guðlaug Einarsdóttir hús- móðir, f. 20. apríl 1905, d. 2. mars 1965. Systkini Lúllu Maríu eru: 1) Guðrún Ólafía Guðný, f. 20. nóvember 1929, d. 28. júlí 2010, 2) Bergþóra Hulda, f. 9. júlí 1932, d. 22. ágúst 1939, 3) Jóna Þuríður, f. 8. mars 1937, 4) Ólafur Berg- dóttur, f. 1981, Írisi Óskarsdóttur, f. 1987, Evu Óskarsdóttur, f. 1988, 3) Bára, f. 22. maí 1966, sambýlis- maður hennar er Stefán Guð- jónsson. Börn Báru eru, Bylgja Sif Valsdóttir, f. 11. febrúar 1993, Hafþór Valsson, f. 2. júní, Ægir Freyr Valsson, 13. mars 2004, 4) Linda, f. 4. september 1972, eigin- maður hennar er Garðar Már Garðarsson og eiga þau eitt barn saman, Darra Má Garðarsson, f. 23. júlí 2002, auk þess á Linda Ingólf Andra Ágústsson, f. 1. apríl 1996, og Garðar á Inga Þór Garð- arsson, f. 10. júní 1992. Saman eiga Lúlla María og Ingólfur 11 barnabarnabörn. Lúlla María vann margvísleg störf um ævina, meðal annars vann hún í Tryggvaskála á Sel- fossi þar sem hún kynntist eigin- manni sínum. Hún var heimavinn- andi húsmóðir, vann í bakaríi og við heimilishjálp. Útför Lúllu Maríu fór fram 7. maí 2019 í kyrrþey að ósk hinar látnu. steinn, f. 21. septem- ber 1940, d. 28. september 2014, 5) Bergþóra Hulda, f. 13. nóvember 1942, 6) Sólveig, f. 20. jan- úar 1926, d. 15. júlí 2018. Eftirlifandi eigin- maður Lúllu Maríu er Ingólfur Bárð- arson og gengu þau í hjónaband 31. des- ember 1955. Börn þeirra eru: 1) Guðlaug Erla, fædd 13. desember 1953, og á hún eitt barn, Guð- mund Þorvaldsson, f. 10. maí 1973, 2) Hulda, fædd. 12. júlí 1960, eiginmaður hennar er Óskar Lúð- vík Högnason og eiga þau þrjú börn, Guðbjörgu Ingunni Óskars- Ömmu Lúllu, eins og við köll- uðum hana alltaf, verður sárt saknað. Það var alltaf gott að koma á Sigtúnið til ömmu og afa þar sem var tekið vel á móti okk- ur með miklu knúsi. Það var gaman að ræða við ömmu um hin ýmsu mál og hún sagði skemmtilegar ferðasögur af þeim afa. Amma og afi héldu ófá mat- arboðin þar sem vel var veitt í mat og drykk, mikið hlegið og alltaf skemmtilegt að mæta. Okkur eru minnisstæð öll þau skipti þegar kominn var tími til að kveðja þar sem amma stóð lengi úti á tröppum og veifaði á eftir okkur þar til við hurfum úr augsýn. Amma og afi ferðuðust mikið saman bæði innanlands og er- lendis. Seinni árin dvöldu þau yf- ir veturinn í sólinni á Spáni þar sem þau nutu lífsins saman. Þrátt fyrir allar þeirra ferðir gleymdist aldrei að koma með eitthvað fal- legt heim fyrir barnabörnin og síðan barnabarnabörnin. Amma var stolt af sínu fólki og óspör á hrósið við okkur systur. Hún hafði áhuga á því sem við tókum okkur fyrir hendur og veitti okkur mikla athygli. Hún bauð sig til að mynda óhrædd fram sem hármódel þegar Inga var að læra hárgreiðslu og var alltaf uppörvandi og jákvæð þrátt fyrir misjafnar útkomur. Síðastliðin ár átti amma við erfið veikindi að stríða. Alltaf fannst okkur samt eins og hún kannaðist við okkur og að henni þætti gott að fá okkur í heimsókn og áttum við góðar stundir undir lokin þar sem hún naut þess að halda í hendurnar á langömmu- börnunum. Hvíl í friði, elsku amma Lúlla, og takk fyrir allar dýrmætu sam- verustundirnar. Þínar ömmustelpur, Ingunn, Íris og Eva. Tengdamóðir mín fyrrverandi hún Lúlla kvaddi þetta líf í faðmi fjölskyldunnar á Sjúkrahúsinu á Selfossi 24. apríl eftir erfið veik- indi síðustu ár. Það má segja að margt hafi breyst í lífi ungs sveitadrengs þegar hann fór að athuga með stelpurnar á Selfossi og kynntist rauðhærðri tápmikilli stúlku sem leiddi til kynna af fjölskyldunni í Sigtúni 19. Þau kynni standa enn þó að sambandið við rauðhærðu stúlkuna hafi rofnað. Á seinni árum hef ég hugsað að sennilega hafi Lúlla tekið mér meira sem syni en tengdasyni því dæturnar voru fjórar heima og ég fyrsti strákurinn inn á heimilið, sem var ofdekraður af tengdó og fékk meira að segja kokteilávexti með jólaísnum í staðinn fyrir jarðarber, sem mér líkaði ekki vel við í þá daga. Lúlla mín var ekki alltaf mjög málgefin og ókunnugu fólki vildi hún átta sig vel á áður en hún sneri sér að því. Ég tel að ætíð hafi ég átt stað í hjarta hennar því á seinni árum þegar ég var kominn með aðra fjölskyldu vildi hún kynnast henni og spurði ávallt frétta af högum mínum og fjölskyldu minnar er við hittumst yfir kaffibolla. Ég á margar góðar minningar frá Sigtúninu, frá Kanaríeyjum og úr sveitinni. Lúlla var Kanar- ístelpa og þar naut hún sín vel með bónda sínum, fylgdi honum á golfvellinum og tjúttaði við hann fram á rauða nótt. Já, það þurfti hörkuskvísu til að fylgja Ingólfi Bárðarsyni eftir en það gerði hún, þó kannski stundum með svona smá tuði eins og gerist og gengur í líflegu, löngu og farsælu hjónabandi. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Lúllu og fjölskyldu henn- ar, sáttur við að bið hennar eftir hvíldinni er nú lokið. Lífið heldur áfram, Ingólfur, og það er sumar fram undan. Það er þinn tími. Samúðarkveðja, Holli og fjölskylda. Þorvaldur Guðmundsson. Lúlla María Ólafsdóttir ✝ Margeir Ing-ólfsson fæddist á Fáskrúðsfirði 16. desember 1928. Hann lést 10. maí 2019. Margeir var son- ur hjónanna Ing- ólfs Þórarinssonar og Klöru Sveins- dóttur, Melbrún Fáskrúðsfirði. Þar ólst hann upp ásamt þremur systrum, þeim Þórunni Ingólfsdóttur sem er látin, Stefaníu Ingólfsdóttur sem einnig er látin og Gyðu Ingólfsdóttur. Margeir kvæntist 16. desem- ber 1951 Elsu Birgitt Guð- steinsdóttur leiðsögumanni, f. 16. desember 1932, d. 26. októ- ber 2018. Börn þeirra eru: 1) Ingólfur Steinar Margeirsson, sam- býliskona Linda Húmdís Hafsteins- dóttir. Börn hans eru Margeir Stein- ar, Gísli Steinar, Harpa, Þorbjörg Elsa og Ingólfur Steinar. 2) Gyða Hafdís Margeirs- dóttir, BA í ensku, gift Páli Árnasyni viðskiptafræðingi. Börn hennar eru Haraldur Kristinn, Arnar Steinn og Alexandra Bergdís. 3) Erla Margrét Margeirsdóttir. Dætur hennar eru Rut og Rakel Ragnarsdætur. Alls eru afkom- endur Margeirs orðnir 32. Margeir flutti til Reykjavíkur árið 1945 til þess að mennta sig. Hann fór í Iðnskólann og útskrifaðist þaðan sem húsa- smiður árið 1949 og var meist- ari hans Guðjón Vilhjálmsson. Margeir fékk meistararéttindi árið 1952. Hann kom að smíði fjölmargra bygginga á höfuð- borgarsvæðinu. Árið 1969 stofnaði Margeir byggingafyr- irtækið Dagfara ásamt þeim Þór Kristinssyni, Sigurgeiri Gíslasyni, Sverri Gunnarssyni og Gunnari Lárussyni. Dagfari byggði meðal annars Kjarvals- staði. Þau hjónin byggðu sér þrisvar sinnum hús fyrir fjöl- skylduna. Fyrsta húsið var Mel- gerði 17 í Kópavogi, síðan byggðu þau húsið Faxatún 11 í Garðabæ og loks Engimýri 12 í Garðabæ. Árið 1995 keyptu þau sér hús á Spáni, þar dvöldu þau í ellefu ár, vetrarlangt. Einnig byggðu þau sér sumarbústað í Munaðarnesi. Útför Margeirs verður frá Garðakirkju í dag, 23. maí 2019, klukkan 15. Elsku pabbi okkar kvaddi eftir mjög stutt veikindi. Hann er nú kominn til mömmu sem hann kvaddi með miklum trega fyrir hálfu ári, eftir sjötíu ára sambúð. Þótt árin hans hafi talið níutíu var hann eins og unglamb, var vel inni í allri þjóðfélagsumræðu. Þau áttu sumarbústað í Munaðarnesi þar sem við fjölskyldan áttum saman margar gleðistundir. Síðastliðið sumar var hann óstöðvandi við að huga að öllu því viðhaldi sem bú- staðurinn þarfnaðist og þetta vor- ið var hann byrjaður að klippa og snyrta gróðurinn. Í vetur pantaði hann sér nýjan Citroën-jeppa og beið spenntur eftir afhendingu sem átti að verða í júní. Við ólumst upp við að hlusta á „fransarann“ í útvarpinu, en pabbi hlustaði á franskar útvarps- stöðvar á langbylgjunni þar sem djassinn var í hávegum hafður. Hann sótti mjög oft djasstónleika og við systkinin lærðum að meta þá tónlist. Núna síðast mætti hann á alla viðburði á Djassdög- um í Garðabæ. Honum auðnaðist líka sú gæfa að fara á tónleika hjá bæði Louis Armstrong og Ellu Fitzgerald. Fáskrúðsfjörður átti hug hans og hjarta. Öll sumur var farið til Fáskrúðsfjarðar að hitta ömmu Klöru í Melbrún og systur hans sem þar bjuggu. Þetta var alltaf tilhlökkunarefni og fundum við borgarbörnin hversu gott þetta frelsi var sem pabbi ólst upp við og dásamaði. Fjaran, bryggj- an og fjöllin, þetta heillaði allt. Ferðalög voru þeirra líf og yndi bæði innanlands og utan. Fyrst var notast við tjald, seinna keyptu þau sér tjaldvagn og síðan var keyptur húsbíll. Á honum ferðuð- ust þau bæði innanlands og utan. Fyrir okkur börnin voru þessar útilegur og ferðalög hreint ævin- týri og erum við þeim ævarandi þakklát fyrir að hafa kynnt okkur töfra Íslands. Árið 1995 keyptu þau hús á Spáni þar sem þau dvöldu veturlangt í ellefu ár. Þangað þótti okkur börnunum og barnabörnunum gott að koma og njóta með þeim alls þess sem Spánn hefur upp á að bjóða. Pabbi, smiðurinn, tók húsið allt í gegn, smíðaði sólskála og bílskúr fyrir Citroëninn. Árið 2000 eign- uðust þau sumarbústað í Munað- arnesi, sem leiddi til þess að vetr- ardvölin á Spáni varð sífellt styttri því að þau kusu frekar að vera hér heima, sérstaklega vegna þess að barnabarnabörnum fjölgaði ört. Síðustu tíu árin bjuggu þau að Maltakri 7 í Garða- bæ. Ekkert dró úr ferðagleðinni hjá þeim þrátt fyrir að árin færð- ust yfir og fóru þau í ótal siglingar með skemmtiferðaskipum. Pabbi var mörgum kostum gæddur og var mikill fjölskyldu- maður. Hann hafði mikla ánægju af því að elda og var listakokkur. Hann gerði hverja máltíð að veislumat. Pabbi var maður fárra orða en þegar hann lagði eitthvað til mál- anna voru það gullkorn. Hann var okkar klettur í lífinu og æðruleysi hans er eiginleiki sem við varð- veitum í hjörtum okkar. Nú hefur okkar ástkæri pabbi þegið hvíldina og eftir sitjum við sem elskum hann og þökkum hon- um fyrir allt sem hann hefur gefið okkur. Hvíl í friði, elsku pabbi, þín elskandi börn, Ingólfur, Gyða og Erla. Meira: mbl.is/minnigar Margeir Ingólfsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Emilía Jónsdóttir, félagsráðgjafi Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF HARALDSDÓTTIR, Klapparholti 12, Hafnarfirði, lést mánudaginn 13. maí á hjúkrunar- heimilinu Skjóli. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 27. maí klukkan 13. Sigurborg Skjaldberg Baldur Snæhólm Einarsson Garðar Olgeirsson Anna Ipsen Júlía Magnúsdóttir Ingibergur Gunnar Jónsson Sæunn Magnúsdóttir Haraldur Sigurðsson Bjarni Magnússon Ólína Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR S. MAGNÚSSON, viðskiptafræðingur, Æsufelli 2, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 4. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. María Sigríður Ágústsdóttir Margrét Haraldsdóttir Conny Larsson Ágúst Haraldsson Helga Sigurðardóttir Anna María, Hannes Axel María Sigríður, Margrét Lóa Edda María Okkar ástkæri GUNNAR MAGNÚSSON, áður til heimilis í Litlagerði 14, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. maí, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 29. maí klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Hrafnistu. Didda Gíslína Þórarinsdóttir Guðbjörg Gunnarsdóttir Ólafur Guðjónsson Arnar Þór Gunnarsson Ester Guðbjörnsdóttir Harpa Gunnarsdóttir Guðmundur Baldursson Magnús Gunnarsson Margrét B. Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku hjartans vinurinn minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, GUÐMUNDUR ÖRN NJÁLSSON, vélstjóri, Fossatúni 4, Akureyri, er látinn. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 27. maí klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu Akureyrar, Krabbameinsfélag Akureyrar og Ljósið. Guðrún Birna Jóhannsdóttir Dagný, Sigríður Ásta, Anný Rós Sjöfn og Katrín Lind Guðmundsdætur tengdasynir og afabörn MAGNÚS HELGI ÓLAFSSON, sjúkraþjálfari og vinnuvistfræðingur, lést á líknardeild Landspítalans 20. maí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 27. maí klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Hildur Bergþórsdóttir Ólafur Magnússon Sæbjörg I. Richardsdóttir Lára Magnúsdóttir Tim Miller Rúnar Þór Magnússon Gerda Klotz Kristinn Þeyr Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.