Morgunblaðið - 23.05.2019, Side 54

Morgunblaðið - 23.05.2019, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019 Söngkonan Hera Björk fór fyrir Íslands hönd í Eurovision- keppnina árið 2010. Hún fór til Ísraels og fylgdist með undan- úrslitakvöldinu og lýsti stemning- unni í kringum keppnina í morg- unþættinum Ísland vaknar á K100. Það kom henni talsvert á óvart hversu margir muna eftir henni úr keppninni 2010, en aðdá- endur keppninnar gengu margir að henni og hrósuðu henni fyrir sönginn fyrir níu árum og lýsti hún því skemmtilega í viðtalinu. Hera hefur síðan árið 2009 verið velgjörðarsendiherra SOS Barna- þorpanna og heimsótti hún Barna- þorp bæði í Ísrael og Palestínu meðan á dvöl hennar ytra stóð. Hún segir að á báðum stöðum sé unnið mjög gott starf með börnum sem hafi mörg hver átt mjög erfitt og dramatískt líf. „Börnin sem þarna búa koma mörg hver frá sundruðum fjölskyldum, bæði vegna stríðsástandsins og oft vegna líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis.“ Að sögn Heru vinnur SOS með stjórnvöldum, en sam- tökin taka börnin að sér frá 6 ára aldri og leiða þau í gegnum lífið til tuttugu og þriggja ára aldurs. Hún lýsir því að í Palestínu sé sérstaklega haldið utan um ein- staklingana eftir að þeir hafi náð átján ára aldri. „Þá detta krakk- arnir aftur út í samfélagið og þar eru fyrir oft mjög reiðir og sárir einstaklingar og því auðvelt fyrir krakkana að detta í það sama far,“ sagði Hera og bætti við að þessi tími reyndist einstakling- unum oft mjög erfiður og því mik- ilvægt að fylgja þeim eftir. SOS Barnaþorpin leggja ríka áherslu á að ala upp einstaklinga sem eru víðsýnir og hafa ríka samkennd með mismunandi kyn- þáttum og öðrum þjóðarbrotum, að sögn Heru. Í viðtalinu nefndi hún hið mikla kynjamisrétti sem ríkir í Palestínu og er unnið mark- visst gegn því í starfi SOS þar í landi. „Þarna sló mitt íslenska femíníska hjarta mjög ótt og títt,“ sagði Hera og greinilegt var að henni eru málefni Barnaþorpanna og framtíð barnanna mjög hug- leikin. Viðtalið við Heru Björk var talsvert ítarlegra og má sjá það og heyra á heimasíðunni www.k100.is. islandvaknar@k100.is Díva Hera á sviði í Eurovision-keppninni árið 2010. Í heimsókn Hera Björk heimsótti fólk í SOS-þorpunum. Skellti sér á Eurovision í leiðinni Börnin sem búa í SOS Barnaþorpunum hafa átt erfitt líf. Hera Björk söngkona segir að verkefni Barnaþorpanna sé að leiða börnin í gegnum æskuna og skila þeim heilsteyptum út í lífið. Faðmlag Hera Björk hefur verið velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna frá 2009. Hér fær hún faðmlag og mynd frá lítilli dömu úr einu þorpinu. Ferðafélagar Hera Björk ferðaðist víða í heimsókninni og er hér með íslenskum og erlendum félögum. FYRSTA FLOKKS RÁÐSTEFNU- OG FUNDARAÐSTAÐA UM ALLT LAND – ÁRSHÁTÍÐIR, SÖLUFUNDIR, NÁMSKEIÐ, VEISLUR OG VIÐBURÐIR – Nánari upplýsingar: islandshotel.is/fundir Bókanir: fundir@islandshotel.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.