Morgunblaðið - 23.05.2019, Qupperneq 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 2019
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Hvers vegna gat Jóhannes Kjarval
ekki teiknað bláklukku?
„Hann gat það alveg,“ svarar
Eggert Pétursson myndlistarmaður
broandi og gengur yfir að sýningar-
kassa í miðjum austursal Kjarvals-
staða og sýnir mér teikninguna sem
er ástæðan fyrir spurningunni. Þar
má sjá hvar Kjarval hefur dregið up
myndir af nokkrum tegundum
blóma og á nokkrum stöðum á milli
þeirra er kunnuglegt flúrað pár
hans; á einum stað við hlið nokkurra
bláklukkna stendur: „Get ekki teikn-
að bláklukku.“
Eggert er einn dáðasti myndlist-
armaður þjóðarinnar, kunnur fyrir
nákvæm málverk sem byggjast á ís-
lenskri flóru. En hér er hann í hlut-
verki sýningarstjórans og hefur sett
saman nýja sýningu með verkum
Kjarvals, málverkum og teikn-
ingum, sem verður opnuð á laugar-
daginn kemur klukkan 16. Og hann
nefnir hana eftir þessari setningu
meistarans: Get ekki teiknað blá-
klukku.
Þrískipting blómaverkanna
Það var vel til fundið hjá stjórn-
endum Listasafns Reykjavíkur að
bjóða Eggerti að kafa ofan í safn
verka Kjarvals og setja saman sýn-
ingu eftir sínu höfði. Og það er for-
vitnilegt að sjá afraksturinn; báðir
eru þekktir fyrir myndir af blómum
– jarðargróður birtist með afar
margvíslegum hætti í verkum Kjar-
vals eins og Eggert sýnir okkur á
markvissan hátt í fjölda verka sem
mörg eru fengin að láni og sjást
sjaldan eða aldrei opinberlega.
Miðrými sýningarsalarins kallar
Eggert „Blómalandslag“, annað er
„Hátíðarblóm“ – þar eru myndir
sem Kjarval málaði af blómvöndum
á senni hluta ferilsins – og þriðja
rýmið kallar hann „Blómaverur“,
þar fléttast andlit og verur saman
við blómapár í málverkum, teikn-
ingum og rissi.
Eggert segist hafa verið með hug-
ann meira og minna við þessa sýn-
ingu undanfarið ár, samhliða
vinnunni við eigin verk, og það hafi
verið skemmtilegt og forvitnilegt.
„Ég mátti taka verkefnið þeim
tökum sem ég vildi en þar sem svo
oft hefur verið sagt að Kjarval hafi
þegar gert það sem ég hef verið að
fást við, þá varð ég bara að gjöra svo
vel og skoða það,“ segir Eggert. Og
hann bætir brosandi við að hann hafi
þurft á því að halda, vinnan að sýn-
ingunni hafi verið eins konar þera-
pía, „að fara loksins ofan í verk Kjar-
vals og rannsaka þá hlið á þeim sem
snýr að mér.
Ég byrjaði á að fara gegnum öll
þau verk eftir hann sem eru skráð
hér hjá safninu, var að því í nokkra
daga og pikkaði út allt það sem
tengdist blómum og gróðri – ekki
mosa þó. Sú þrískipting sem sjá má
hér í sölunum kom þá fljótt, mér
fannst hún augljós.“
Einhver ímynduð flóra
„Í þessum sal eru verk þar sem
Kjarval er eingöngu að fást við blóm
– og þetta er það sem stendur mér í
raun næst,“ segir Eggert þar sem
við stöndum við sýningarkassann
með teikningum í miðrýminu, sem
hann kallar „Blómalandslag“.
„Í párinu er Kjarval alltaf að
teikna blóm, hér er það til dæmis
mjög afstrakt, sjáðu þessa depla hér,
og hann málar stundum bara með
fingrunum. Þetta er einhver ímynd-
uð flóra,“ segir Eggert þar sem
hann bendir á verk máli sínu til
stuðnings.
Við stöndum yfir teikningunni
sem heiti sýningarinnar er sótt í.
„Hér teiknar Kjarval bláklukku vel
en þarna fyrir ofan er bláin eða
dýragras. Svo er hér ágætis teikning
af dúnurt. Hann er eitthvað að pæla
í þessum blómum eins og sést á
párinu í kring.“
– Sat hann mögulega úti í nátt-
úrunni og rissaði þetta upp?
„Það getur verið, þegar hann
gerði þessar skissur,“ svarar Egg-
ert. „Bláberjalyng sem er áberandi í
teikningum hans og málverkum kom
oft í einhverju dundi, til dæmis þeg-
ar hann talaði við fólk. En sjáðu
þessar bláklukkur“ – Eggert bendir
á aðra teikningu – „ég sé að hann á í
einhverjum vandræðum með þær,
alveg eins og ég hef lent í. Hann
teiknar að hluta í blekið með putt-
unum og nær hylkjunum ágætlega,
en þetta er erfitt blóm. En þetta eru
skemmtilegar teikningar og stund-
um skrifar hann komment um þær,
eins og hér.“ Og Eggert hallar sér
yfir eina teikninguna, sem er frá
1946, og les: „Þetta blað gefur þú
ekki vegna þess að þú ert ekki
ánægður með það.“ Þetta hafa verið
skilaboð Kjarvals til sín sjálfs.“
Heillandi skjálfti í höndunum
Það er forvitnilegt að ganga milli
verkanna með Eggerti sem vita-
skuld þekkir öll blóm og nefnir þau
og útskýrir líka vinnuaðferðir Kjar-
vals, tengingu milli verka og þróun
þeirra. Eggert hefur valið liti á
veggina, hlýlega og suma óvenjulega
og sótti þá í verk á sýningunni.
„Eftir því sem leið á ferilinn hvarf
Kjarval sífellt meira inn í fantasíuna,
við sjáum það vel hér. En þótt hann
hafi sífellt verið að teikna og mála
blóm, þá var Kjarval enginn grasa-
fræðingur; hann hafði enga sérstaka
þekkingu á því sviði og ruglast oft á
nöfnum. En í verkunum eru oft
stúdíur af blómum. Þetta er til dæm-
is gulmaðra en hann talar um gull-
muru,“ segir Egger um eina teikn-
inguna; „hann kallar þetta silfurjurt
en er silfurmura. Og sjáðu hvað
hann málar hjartarfann fallega.
Hann er frekar kúbískur í formi. Ég
hef sjálfur fengist svolítið við hann
og þekki að blómin verða kúbísk.“
Eggert staðnæmist við fjögur
málverk sem hann hefur hrifist af.
Þau sýna svipað mótíf og hann segir
Kjarval hafa málað þessi verk og
fleiri svipuð inni á vinnustofu sinni á
síðustu árum ævinnar. „Ég kalla
þessi verk hugarlandslag og tengi
þau við ákveðnar hetjur mínar í
myndlistinni eins og Hercules Seg-
ers sem málaði landslag sem hann
hafði ekki séð. Hér eru eins konar
vetrarblóm að koma undan snjón-
um,“ segir Eggert og fingur hans
dansar yfir útlínum þeirra. „Og hér
er eins og blóm komi ofan á landið
eins og víravirki,“ segir hann um lít-
ið málverkið við hliðina. „Ég verð sí-
fellt spenntari fyrir lokatímabilinu á
ævi Kjarvals, þar sem verurnar
verða svo einfaldaðar og andlitin
grótesk. Sjáðu þessa, hvað hún er
fallega einföld, Kjarval málaði hana
alveg undir lok ævinnar,“ segir hann
um verkið sem við stöndum við.
„Þegar listamenn verða gamlir
kemur stundum skjálfti í höndina og
þá pensilskriftina; við sjáum þetta
hjá Rembrandt, Guðmundu Andrés-
dóttur og Kristjáni Davíðssyni, og
það er eitthvað heillandi við þennan
titring …“
Í afneitun varðandi Kjarval
Eggert segir að það væri nánast
endalaust hægt að draga fram
áhugaverða þætti í listsköpun Kjar-
vals og setja saman um þá sýningar.
Það hefur nokkuð verið gert af því
undanfarin ár og hann segir það afar
mikilvægt þegar svo merkur og
áhrifamikill listamaður eigi í hlut.
Hann ítrekar að sér finnist þurfa að
gera lokatímabilinu í list hans slík
skil. Er hann að bjóðast til að setja
saman slíka sýningu?
„Nei!“ svarar hann ákveðinn og
má finna að nægilegur tími hafi þeg-
ar farið í rannsóknir á þessu þema.
En hann bætir við að áfram verði að
skoða verkin frá nýjum sjónar-
hornum. „Það er auðvelt að taka frá-
bærar myndir víða að úr ferlinum og
raða þeim saman í fallegar sýningar
en það er líka spennandi að einangra
viðfangsefni og skoða þau niður í
kjölinn. Eitt af því eru til að mynda
skógarmyndir Kjarvals, mig langar
að sjá úttekt á þeim.“
Að lokum spyr ég Eggert hvort
Kjarval muni nú mögulega vera nær
honum í eigin verkum en áður.
„Já,“ svarar hann og brosir. „Ég
hef lengi verið í afneitun hvað mögu-
leg áhrif frá honum varðar. Kjarval
er svo sterkur að ég hef ekki viljað
opna á áhrif frá honum, þótt ég hafi
alltaf hrifist af honum. Nú er ég orð-
inn það gamall að ég held ég þoli að
bjóða honum til mín, ég held við get-
um skemmt okkur saman á vinnu-
stofunni. Kjarval hefur einhvern
veginn lifnað aftur við fyrir mér.“
Morgublaðið/Einar Falur
Blómalandslag Sýningarstjórinn Eggert Pétursson á sýningunni á Kjarvalsstöðum, við teikningu Jóhannesar
Kjarvals þar sem hann skrifar að hann geti ekki teiknað bláklukku. Eggert valdi að rannsaka blóm í verkunum.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Málarinn Jóhannes Kjarval á vinnustofu sinni árið 1966 og málar eitt þeirra
verka sem Eggert kveðst hrífast mjög af og kallar hugarlandslag.
„Þetta er það sem stendur mér næst“
Eggert Pétursson myndlistarmaður hefur sett saman fjölbreytilega sýningu með verkum Jóhann-
esar Kjarvals með áherslu á blómin í þeim Sýningin verður opnuð á Kjarvalsstöðum á laugardag