Morgunblaðið - 23.05.2019, Page 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
NEXØ Sumarborð með steyptri borðplötu og svörtum álfótum.
200x90 cm. 79.900 kr. Nú 63.920 kr.
POGLI Sumarstóll. Ýmsir litir. 11.900 kr. Nú 9.520 kr.
Fimmtudag -
sunnudags
Frí heimsending
á höfuðborgarsvæðinu
ef verslað er fyrir
59.000 kr. eða
meira og greitt
samdægurs
20-30%
af allri
sumarvöru
Raflistahátíðin Raflost hefst í kvöld
í Mengi og stendur yfir í þrjá daga.
Mun þar raf- og tölvutækni fá að
njóta sín listrænt í víðu samhengi
og heiðurgestur hátíðarinnar verð-
ur bandaríski raflistamaðurinn
Jeffrey Alan Scudder sem kennir
sig við Radical Digital Painting. Há-
tíðin er haldin í samvinnu við
Listaháskóla Íslands.
Þriggja daga raf-
listahátíð í Mengi
FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 143. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Um 170 Íslendingar taka þátt í
Smáþjóðaleikunum sem hefjast í
Svartfjallalandi á mánudaginn. Þar
verður keppt í tíu keppnisgreinum
og þar af verða íslenskir íþrótta-
menn þátttakendur í átta. „Smá-
þjóðaleikarnir eru fjölmennasta
íþróttamót sem Íþrótta- og ólymp-
íusambandið sendir keppendur á,“
segir Örvar Ólafsson, aðalfar-
arstjóri íslenska hópsins. Leikarnir
eru haldnir annað hvert ár. »59
Fjölmenn íslensk sveit
send á Smáþjóðaleika
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Franski píanistinn Jean-Yves Thi-
baudet leikur einleik í píanókonsert
nr. 3 eftir James MacMillan á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands í Eldborg Hörpu í kvöld kl.
19.30 undir stjórn Osmos Vänskäs.
Á efnisskránni er
einnig Ciel d’hiver
eftir Kaiju Saar-
iaho og sinfónía
nr. 3 eftir Ludwig
van Beethoven. Thi-
baudet frumflutti pí-
anókonsert MacMill-
ans 2011 og er
verkinu lýst sem lit-
ríku og stórbrotnu.
Sinfónía Beethovens
þykir eitt af tíma-
mótaverkum tón-
listarsögunnar.
Thibaudet leikur kons-
ert James MacMillans
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þúsundþjalasmiðurinn Þórhallur
Sigurðsson er engum líkur enda hefur
listamaðurinn farið í fleiri hlutverk en
gengur og gerist í listasögunni. Annað
kvöld klukkan 20 opnar hann mynd-
listarsýningu í Smiðjunni Listhúsi, Ár-
múla 36 í Reykjavík, og í kjölfarið fer
hann til Svíþjóðar til þess að taka þátt
í Evrópumóti öldungalandsliða í golfi.
Söngurinn er svo aldrei langt undan
frekar en önnur hlutverk á sviði.
„Það eru að verða tvö ár frá síðustu
sýningu, ég hef verið duglegur að mála
síðan og þegar Bjarni Sigurðsson í
Smiðjunni Listhúsi vildi endurtaka
leikinn sló ég til,“ segir listamaðurinn.
Hann sýnir 20 verk eins og síðast, en á
sýningunni 2017 seldust allar myndir á
opnunarkvöldinu. „Það er engin
ástæða til þess að hætta þegar vel
gengur. Ég sá að myndirnar féllu í
kramið og því hélt ég áfram á sömu
braut.“
Laddi segir að myndirnar hafi
breyst, séu þróaðri en áður og
stærri. „Þetta eru áfram karakterar,
fígúrur, sem eru ekki alveg mennsk-
ar en mjög sérstakar.“ Hann leggur
áherslu á að þær eigi ekkert skylt við
persónurnar sem hann hafi skapað á
sviði. „Þetta eru álfarnir í Hellisgerði
í Hafnarfirði, eins og ég sá þá, þótt
ég hafi ekki beint séð þá. Ég hef
kynnst þeim betur og þeir gætu litið
svona út.“
Alltaf að teikna
Myndsköpun hefur fylgt Ladda
frá barnsaldri. „Ég hef alltaf verið
teiknandi og ætlaði mér að verða
myndlistarmaður en myndlistin varð
að víkja vegna þess að við Halli bróð-
ir urðum allt í einu svo vinsælir
skemmtikraftar að annað komst ekki
að.“ Áréttar samt að nóg sé að gera á
öllum vígstöðvum og ekkert lát á
skemmtanahaldi. „Ég er eiginlega
alltaf að bíða eftir því að allt verði bú-
ið einn daginn, sem gerist á end-
anum, en ómögulegt er að segja hve-
nær.“
Upp úr 1970 fór Laddi á kvöld-
námskeið í teikningu í Myndlista- og
handíðaskólanum. „Ég ætlaði að
halda áfram en mátti ekki vera að
því.“ Þegar hann fór af stað með sýn-
inguna Laddi sextugur segir hann að
konan hafi byrjað að mála og þá hafi
hann líka tekið fram penslana á ný.
„Síðan hefur þetta þróast,“ segir
hann.
Myndlistin tekur æ meiri tíma hjá
Ladda og hann telur að hún taki við
af öðru í ellinni. „Ég hef áhuga á að
læra meira,“ segir hann og bætir við
að frá áramótum hafi hann verið á
vinnustofu seinni part dags og málað.
„Ég er ekki mikill morgunhani en
nota þó morgnana á sumrin helst til
þess að æfa mig í golfi,“ segir Laddi.
Hann hefur stundað golf í yfir 30 ár
og er að byrja fjórða árið í landsliði
öldunga. „Næst er það Evrópu-
keppnin í júní,“ segir hann en sýn-
ingin stendur til 3. júní.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Listmálarinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi, við nokkur verka sinna en hann opnar málverkasýningu á morgun.
Fígúrur Ladda eru
ekki alveg mennskar
Þórhallur Sigurðsson opnar myndlistarsýningu