Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 7. Á G Ú S T 2 0 1 9 Stofnað 1913  192. tölublað  107. árgangur  TÆKNIN GERIR LÍFIÐ AUÐVELDARA ALDREI FLEIRI ATRIÐI GLEÐIGANGAN UNDIRBÚIN 4BLINDRAFÉLAGIÐ 12 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Fleiri þungaðar konur hérlendis velja nú að fara á einkastofu til þess að athuga hvort fóstur þeirra beri litningagalla, að sögn Kristínar Rut- ar Haraldsdóttur, sérfræðiljósmóð- ur á Landspítalanum. Sumar konur fara jafnvel út fyrir landsteinana til þess að undirgangast svokallað NIPT-próf. Boðið er upp á NIPT-prófið á einni stofu á Íslandi, einkareknu læknastofunni Livio. NIPT er fimm sinnum dýrara en svokallað samþætt líkindamat sem Landspítalinn býður upp á og þjónar sama tilgangi. NIPT- prófið er talsvert nákvæmara en samþætta líkindamatið. Bæði prófin eru til þess gerð að kanna möguleika á litningaþrístæðum 13, 18 og 21. Auk þess er með NIPT skoðaður fjöldi kynlitninga. „Samþætt líkindamat gefur allt að 90% næmi til að greina þessar þrjár þrístæður; 13, 18 og 21 en þetta NIPT-próf hefur >99% næmi fyrir þrístæðu 21 og örlítið lægri fyrir hin- ar þrístæðurnar,“ segir Hildur Harðardóttir, fæðingar- og kven- sjúkdómalæknir hjá Livio. Fleiri kjósa fimm- falt dýrara próf  90% næmi í prófi LSH en 99% í prófi á einkastofu Morgunblaðið/Ómar LSH Kristín vonar að hægt verði að bjóða sumum upp á NIPT bráðlega.MÁreiðanlegri próf »10 Fönnin á Oki á Kaldadal í Borgarfirði minnkar stöðugt, eins og sást þegar ljósmyndari Morgunblaðsins flaug þar yfir í vik- unni. Lengi taldist Ok vera minnsti jökull landsins, en sú skil- greining féll úr gildi þegar snjórinn hætti að falla undan eigin fargi. Jökullinn hvarf og nú segja vísindamenn að allir jöklar landsins gætu verið horfnir eftir 200 ár. Sú staðhæfing er byggð á líkindareikningum sem meðal annars byggjast á þeirri forsendu að hitastig á landinu hækki um tvær gráður á öld. Á morgun, sunnudag, verður við Ok afhjúpaður minning- arskjöldur um jökulinn sem hvarf. Að því standa vísindamenn frá Texas í Bandaríkjunum og hefur framtak þeirra og sagan af Okinu vakið athygli víða um veröld. »20 Morgunblaðið/RAX Fönnin á Oki á Kaldadal er á stöðugu undanhaldi Hjálmar Jónsson, formaður Blaða- mannafélags Íslands, kallar eftir endurskoðun á skattaumhverfi ís- lenskra fjölmiðla. Það taki enda mið af gömlu rekstrarumhverfi sem eigi ekki lengur við. Það sé eðlilegt að byrja á að afnema tryggingagjald og virðisaukaskatt af afskriftum og auglýsingum íslenskra fjölmiðla. Þá sé staða RÚV á auglýsinga- markaði umhugsunarefni. „Það liggur í hlutarins eðli að við getum ekki verið með ríkisfjölmiðil sem er á auglýsingamarkaði,“ segir Hjálmar. Ein leið til að efla einka- rekna fjölmiðla sé að tryggja jafn- ræði í samkeppni. »6 og 24 Draga þarf úr álögum á fjölmiðla  BÍ vill RÚV af auglýsingamarkaði Þjóðleikhúsinu var ekki gert við- vart um að fram- kvæmdir á Hverfisgötu, sem valda lokun hennar og miklu raski, myndu dragast á lang- inn. Ari Matt- híasson þjóðleik- hússtjóri segir að síðast hafi honum verið tjáð að framkvæmdunum lyki um Menn- ingarnótt. Nýtt leikár hefst 19. ágúst og fyrsta frumsýning nýja leikársins á stóra sviðinu, Brúðkaup Fígarós, verður sjöunda september. Ari segir grafalvarlegt að loka Þjóðleikhúsið af með fram- kvæmdum í upphafi nýs leikárs. Margir leggja leið sína í leikhúsið til að kaupa kort, einkum eldra fólk sem kaupir ekki á netinu. Þjóðleikhúsinu er skylt að tryggja aðgengi sjúkra- og slökkvi- bíla en framkvæmdirnar gera leik- húsinu það mjög erfitt. »2 Fengu ekkert að vita Leikhúsið Gæti beðið skaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.