Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 38
38 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019 –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir þriðjudaginn 20. ágúst fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 23. ágúst 2019 Heilsa& lífsstíll SÉRBLAÐ BIKARÚRSLIT Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Það er stór stund á Laugardalsvelli í dag þar sem KR og Selfoss leiða saman hesta sína, en klukkan 17 verður flautað til leiks í bikarúrslita- leik kvenna í knattspyrnu í 39. sinn. KR freistar þess að vinna fimmta tit- il sinn í sögunni og þann fyrsta í ell- efu ár en Selfyssingar gera þriðju tilraun sína að fyrsta titlinum. Það er sérstök stund að spila bikarúrslitaleik en búast má við að stundin verði enn einstakari fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur. Rang- æingurinn er goðsögn hjá KR og vann þrjá bikarúrslitaleiki með lið- inu, 2002, 2007 og 2008, en verður nú í búningi Selfoss og miðlar reynslu sinni til leikmanna sem aldrei hafa lyft bikarnum. „Þetta gerist ekki stærra en þetta hér á Íslandi. Ég er alveg búin að segja nokkur orð við stelpurnar, en þetta snýst aðallega um að njóta. Ég var 15 að verða 16 ára þegar ég var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í bikar- úrslitaleik árið 2000. Það fór í reynslubankann hjá mér og vonandi gerist það sama hjá ungu leikmönn- unum í okkar liði. Þetta eru leikirnir sem maður vinnur fyrir allt undir- búningstímabilið. Nú er bara að hafa gaman, njóta og nýta orkuna frá áhorfendum á jákvæðan hátt,“ sagði Hólmfríður við Morgunblaðið í gær, þá nýkomin af síðustu æfingu liðsins fyrir úrslitaleikinn. KR-taugar gleymast í leiknum Selfoss komst í úrslitaleikinn árin 2014 og 2015 en tapaði í bæði skiptin fyrir Stjörnunni. Á þeim árum var Hólmfríður í atvinnumennsku og spilaði til að mynda bikarúrslitaleik- inn í Noregi með Avaldsnes árið 2015, og einnig 2013. Með henni í liði þar var meðal annars Þórunn Helga Jónsdóttir, sem nú er fyrirliði KR. Og taugarnar til KR eru skiljanlega sterkar hjá Hólmfríði, þar sem hún lék yfir 100 leiki í efstu deild. „Það vita það allir að ef ég ætti heima í Reykjavík væri ég bara í einu liði og það er KR. Ég var lengi í KR og það hefur hjálpað mér mikið, innan sem utan vallar, og ég ber til- finningar til félagsins. En þegar flautað er til leiks gleymist það á meðan leikurinn stendur yfir,“ sagði Hólmfríður, en þetta verður þó ekki í fyrsta sinn sem hún mætir KR í bikarúrslitum, því hún var í liði Vals sem vann úrslitaleik liðanna 2011. „Það verður bara gaman að mæta þeim og það er bara frábært að þessi tvö lið séu að spila þennan úrslita- leik. Það sýnir að það þarf virkilega að vinna fyrir því að komast alla leið, það er ekkert gefins í bikarleikjum.“ Suðurlandið er með Selfossi og KR-ingar gáfu út nýtt lag Stuðningsmenn beggja liða munu hittast fyrir leik. Vesturbæingar ætla að hittast í Laugardalnum ein- um og hálfum tíma fyrir leik og hrista sig saman. Þá gaf KR-liðið meðal annars út nýtt lag og tón- listarmyndband fyrir leikinn. Sel- fyssingar ætla að hittast fyrir austan fjall eftir hádegi og koma svo með rútum í bæinn. Það má því búast við skemmtilegri stemningu á vellinum í dag og jafnvel er búist við áhorf- endameti. Núverandi met var ein- mitt sett þegar Selfoss komst annað árið í röð í úrslitaleikinn 2015 gegn Stjörnunni, en þá voru 2.435 áhorf- endur á Laugardalsvellinum. „Það eru nokkur ár síðan Selfoss komst í tvo bikarúrslitaleiki, en þá voru stelpurnar kannski bara saddar að ná að komast svo langt. Það er allt annað hugarfar í dag, meira að segja annað en var þegar ég samdi við liðið í byrjun móts. Ég finn það vel. Það er líka gaman við liðið að við erum fimm leikmenn í hópnum sem erum frá Hvolsvelli og ein frá Hellu. Við höfum því ekki bara Selfoss á bak við okkur, heldur erum við með nánast allt Suðurlandið. Margir munu koma að styðja okkur og það sem við þurfum að gera er að mæta á völlinn, vinna okkar vinnu og njóta þess í leiðinni,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir við Morgunblaðið. Frábært að þessi tvö lið spili bikarúrslitaleik  Reynsla Hólmfríðar vegur þungt hjá Selfossi gegn hennar gamla liði KR í dag Morgunblaðið/Eggert Bikarúrslit Hólmfríður Magnúsdóttir er hér á afmælisdaginn sinn að skora eitt af þremur mörkum sínum fyrir KR í bikarúrslitaleik gegn Val 2008. Í dag verður hún hins vegar í búningi Selfoss í bikarúrslitaleiknum gegn KR. Pepsi Max-deild kvenna HK/Víkingur – Fylkir .............................. 0:2 Staðan: Valur 13 12 1 0 51:8 37 Breiðablik 13 11 2 0 43:12 35 Þór/KA 14 7 3 4 27:21 24 Selfoss 13 7 1 5 17:15 22 Fylkir 14 7 1 6 20:26 22 Stjarnan 14 5 1 8 14:28 16 KR 13 4 1 8 16:27 13 ÍBV 14 4 0 10 24:37 12 Keflavík 14 3 1 10 22:31 10 HK/Víkingur 14 2 1 11 10:39 7 Markahæstar: Elín Metta Jensen, Val ..............................13 Margrét Lára Viðarsdóttir, Val................12 Hlín Eiríksdóttir, Val.................................12 Cloé Lacasse, ÍBV......................................11 Berglind B. Þorvaldsdóttir, Breiðabliki...11 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki......11 Inkasso-deild karla Fjölnir – Grótta........................................ 0:0 Þór – Haukar............................................ 1:1 Rick Ten Voorde 87. (víti) – Aron Freyr Róbertsson 24. (víti). Leiknir R. – Þróttur R............................. 2:1 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson 11., Ernir Bjarnason 89. – Lárus Björnsson 69. Keflavík – Víkingur Ó............................. 2:1 Adolf Bitegeko 23. (víti), Dagur Ingi Vals- son 71. – Harley Willard 30. (víti). Staðan: Fjölnir 17 10 5 2 34:15 35 Þór 17 9 5 3 29:17 32 Grótta 17 8 7 2 34:24 31 Leiknir R. 17 9 2 6 30:25 29 Fram 17 8 2 7 26:26 26 Keflavík 17 7 4 6 24:22 25 Víkingur Ó. 17 6 6 5 18:15 24 Þróttur R. 17 6 3 8 33:26 21 Afturelding 16 5 2 9 21:30 17 Haukar 17 3 6 8 23:33 15 Magni 16 3 4 9 18:42 13 Njarðvík 17 3 2 12 16:31 11 Markahæstir: Pétur Theódór Árnason, Gróttu ...............13 Rafael Victor, Þrótti R...............................12 Helgi Guðjónsson, Fram ...........................12 Alvaro Montejo, Þór ....................................8 2. deild karla Selfoss – Dalvík/Reynir.......................... 4:0 Kenan Turudija 17., 41., Adam Örn Svein- björnsson 74., Guðmundur Tyrfingsson 84. Kári – ÍR ................................................... 3:1 Eggert Kári Karlsson 43., Andri Júlíusson 62., Ragnar Már Lárusson 68. – Ágúst Freyr Hallsson 50. Staðan: Leiknir F. 15 9 4 2 30:16 31 Vestri 15 9 0 6 20:20 27 Selfoss 16 8 2 6 36:22 26 Víðir 15 8 1 6 26:19 25 ÍR 16 7 3 6 25:23 24 Dalvík/Reynir 16 6 6 4 23:23 24 Fjarðabyggð 15 6 4 5 30:25 22 Þróttur V. 15 6 4 5 26:24 22 Völsungur 15 6 3 6 18:19 21 Kári 16 5 2 9 31:40 17 KFG 15 5 0 10 25:36 15 Tindastóll 15 1 3 11 14:37 6 KNATTSPYRNA Breiðablik dróst gegn tuttugu- földum Tékklandsmeisturum Sparta Prag í 32-liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu í fótbolta í gær. Um er að ræða andstæðing með mikla reynslu af því að spila á þessu stigi keppninnar. „Ég held að við eigum ágæta möguleika. Þetta verða tveir erfiðir leikir en við munum gera allt sem við getum til að komast áfram,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Ís- landsmeistaranna, en Blikakonur sluppu við allra bestu lið Evrópu. Fyrir tveimur árum mætti Stjarn- an öðru tékknesku liði, þáverandi meisturum Slavia Prag, og féll naumlega úr leik í 16-liða úrslitum. Sparta vann titilinn af erkifjendum sínum með naumindum árið 2018 og fylgdi því eftir með öruggum sigri á síðustu leiktíð, þegar liðið tapaði ekki leik í deildinni. Sparta hefur eins og fyrr segir verið fastagestur í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar frá árinu 2009 og fimm sinnum komist í 16-liða úr- slit á þeim tíma, en ekki lengra. Lið- ið komst í 8-liða úrslit tímabilið 2005-06, sem er besti árangur þess, rétt eins og hjá Breiðabliki sem fór jafnlangt ári síðar. Spartaði mætti Ajax frá Hollandi í 32-liða úrslitum í fyrra og tapaði þá samanlagt 4:1. Sara Björk Gunnarsdóttir og liðs- félagar hennar í Wolfsburg drógust gegn Mitrovica frá Kósóvó. sindris@mbl.is Morgunblaðið/Hari Prag-farar Blikakonur fara til Tékklands í 32-liða úrslitunum. Mæta fastagestum í 32-liða úrslitum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.