Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019 Glæsilegir skartgripir innblásnir af íslenskri sögu G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Járnin hafa einatt verið ansi mörg í sköpunareldi Kiru Kiru. Plötur, tónleikar, gjörningar, innsetn- ingar, hljóðlist, myndbanda- og kvikmyndagerð, útsetningar, við- burðaskipulagningar og samstarf af alls kyns toga, með innlendu sem erlendu listafólki. Safnast þegar saman kemur og ferilskrá Kiru er með sanni tilkomumikil. Nýútkomin plata, UNA, er í raun ástæða þess að ég sting niður penna nú, en hún er þannig lukkuð að ég hreinlega varð að tjá mig að- eins um það. En grein þessi birtist líka þegar umsvif eru óvenju mikil hjá tónlistarkonunni og áður en ég vind mér í greiningu UNU er gott að segja frá því helsta. Í dag, t.a.m., kemur út tíutommu deiliplata („split“) á vegum Reykjavík Record Tökunum sleppt... Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Tónaflóð Tónlistarkonan Kira Kira dælir út tónlist þessa mánuðina. Shop þar sem lag Kiru Kiru, „Agni“ prýðir aðra hliðina en lagið „From Water“ eftir hinn bandaríska Aar- on Roche lúrir á hinni (hann hefur t.d. unnið með Laurie Anderson, Psychic Temple, Sufjan Stevens og Anohni). Í apríl kom platan Summer Children út, sem er ánöfn- uð Kiru Kiru og Hermigervli, og inniheldur tónlist þeirra við mynd- ina Sumarbörn sem Guðrún Ragnarsdóttir gerði. Og í júní kom platan Motions Like These út, sam- vinnuverkefni hennar og Eskmo, sem er kvikmyndatónskáld frá Los Angeles. Tónlistin þar á rætur sín- ar í fimmtán stunda vinnulotu á Ís- landi haustið 2014, í hljóðveri Alex Somers, og hafa þau mótað tónlist- ina og tálgað hana til á þolinmóðan hátt síðan, á milli heimila sinna í Los Angeles og Reykjavík. UNA er í senn fallegt og næmt verk og ansi hreint tilkomumikið verður að segjast. Tónlistin er „ambient“-bundin og það er mikil list að ná góðum og sönnum tóni í þeim geira. Tónlistin má ekki vera of ágeng og heldur ekki of langt í burtu en á UNU næst stórgott jafn- vægi á milli þessara þátta. Platan kom þá saman skjótt, og kom það höfundinum nánast á óvart, eins og hún lýsti í viðtali við Reykjavik Grapevine í júní. Það var Andrew Hargreaves úr The Tape Loop Orchestra sem bað Kiru Kiru um plötu fyrir Letra Rec-útgáfuna sína og segir hún, í sama viðtali, að hún væri til í að fólk legðist á gólfið með lokuð augun og léti tónlistina flæða yfir sig. Það virkar og það virkar vel (já, ég lagðist...). Kira Kira lýsir upptökuferlinu sem hráu og skemmtilegu, leikgleði hafi verið í fyrirrúmi og góðir vinir og sam- starfsmenn hafi lagt gjörva hönd á plóg við að spinna þráðinn. Ég gæti skrifað, að mér finnst, út í hið óendanlega um hin mörgu og fjölþættu verkefni Kiru Kiru. Hún er t.d. að skrifa tónlist fyrir Dream Corp LLC þættina sem Daniel Stessen gerir fyrir hið fram- sækna Adult Swim og svo er hún að vinna að kvikmynd um Jóhann Jó- hannsson heitinn ásamt þeim Orra Jónssyni og Davíð Hörgdal Stef- ánssyni, en hún og Jóhann störfuðu náið saman að tónlist. Settu meðal annars Tilraunaeldhúsið á fót rétt fyrir síðustu aldamót, sem var gríðarlega mikilvægt hreyfiafl í neðanjarðartónlist þess tíma. En þrátt fyrir ærinn starfa leggur Kira ríka áherslu á núvitund og léttleika, svo ég vitni til áður- nefnds viðtals: „Leikgleðin er allt. Ég reyni að halda henni á lofti í öllu því sem ég geri – lífið er nógu al- varlegt fyrir.“ »UNA er í senn fal-legt og næmt verk og ansi hreint tilkomu- mikið verður að segjast. Tónlistin er „ambient“- bundin og það er mikil list að ná góðum og sönnum tóni í þeim geira. Tónlistarkonan Kira Kira, Kristín Björk Kristjánsdóttir, er búin að vera óhemju iðin við kolann í ár og þrjár stórar plötur eru nú komnar út – auk ýmiss annars. Ný sýning Sveinssafns í Sveinshúsi í Krýsuvík á verkum Sveins Björns- sonar (1925-1997) verður opnuð á morgun kl. 15 og nefnist hún Canarí. Er það níunda sýningin í Sveinssafni og dregur nafn sitt af eyjunni Gran Canaria sem Sveinn stytti í Canarí. Allar myndirnar eru úr skissubók sem Sveinn hafði með sér til í Kan- aríeyja 1988 og lét hún óvænt af sér vita fyrir um tveimur árum og reyndust allar myndirnar í henni, 72 alls, vera óskráðar, að því er fram kemur í tilkynningu. „Allar myndir Canarí skissubók- arinnar tilheyra svokölluðu fantasíu- tímabili í list Sveins Björnssonar og hefur Sveinssafn gert sér far um að vekja athygli á inntaki myndmáls þessa tímabils. Í sýningarskrá er vakin athygli á samsvörun tákn- heims Sveins á fantasíutímanum og emoji tjákna sem nútímamaðurinn nýtir sér í síauknum mæli í stafræn- um samskiptum sínum. Mikið hefur verið fjallað um emoji en það sem er áhugavert við þann táknheim í sam- anburði við fantasíumyndmálverk Sveins Björnssonar er að hvort tveggja kallar á nauðsyn þess að hafa vissan skilning á merkingu tákna, enda hafa verið gefnar út op- inberar þýðingar á emoji tjáknunum af tölvurisunum og Sveinssafn hefur leitast við að draga fram merkingu myndstefjanna í verkum Sveins. Eins og alkunn er þá er hægt að leika sér með merkingu emoji tjákna með því að raða þeim saman á mis- munandi hátt og þannig skapa ann- aðhvort öflugri tjáningu eða tví- ræðni þegar eftir henni er sóst. Canarí sýningin vekur athygli á slíkri tví- eða margræðni í mynd- heimi Sveins Björnssonar,“ segir m.a. í tilkynningu. Sýningin Canarí opnuð í Sveinshúsi Úr skissubók „Á himni (Listamað- urinn og músa hans)“. Ein merkasta stríðsmynd kvik- myndasögunnar, Apocalypse Now eftir bandaríska leikstjórann Francis Ford Coppola, á 40 ára af- mæli í ár og af því tilefni var frum- sýnd ný útgáfa af henni og „loka- klipp“, Apocalypse Now Final Cut, í ArcLight Cinerama Dome í Los Angeles í Kaliforníu í byrjun vik- unnar. Mörg kunnugleg andlit mátti sjá á rauða dreglinum og þá m.a. félagana Coppola og Martin Sheen, sem fór með aðalhlutverkið í myndinni. Segir myndin af her- mönnum og herforingjum í Víet- nam-stríðinu og leikur Sheen liðs- foringja sem heldur í leiðangur frá S-Víetnam til Kambódíu í leit að liðsforingjanum Kurtz sem talinn er hafa misst vitið. Marlon Brando lék Kurtz eftirminnilega. Apocalypse Now 40 ára AFP Félagar Sheen og Coppola á frumsýningu Apocalypse Now Final Cut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.