Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Lilja DöggAlfreðs-dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, lýsti áhyggjum af veikri stöðu einkarekinna fjölmiðla í viðtali við Morgunblaðið í gær. Þar sagði hún fyrirhugað fjöl- miðlafrumvarp geta leitt til verulegra breytinga að þessu leyti. Verið væri að skoða leiðir til að jafna stöðu íslenskra og erlendra fjölmiðla á auglýsingamark- aði en virðisaukaskattur væri greiddur af auglýs- ingum innlendra miðla en ekki af auglýsingu erlendra miðla, sem væru einkum Facebook, Google og slíkir. Þetta segir hún réttilega að sé stórmál og bendir á að Norðurlöndin og ESB séu að skoða skattlagningu þessara erlendu netmiðla- risa. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki tekið þeim hug- myndum fagnandi, en benda má á að í fyrra heimilaði hæstiréttur Bandaríkjanna einstökum ríkjum að leggja söluskatt á netsölu þó að seljandinn væri staðsettur utan ríkismarkanna. Eng- inn eðlismunur er á skatt- lagningu af því tagi og af hálfu annarra ríkja gagn- vart bandarískum netrisum. Með hliðsjón af þessari skökku skattalegu stöðu innlendra og erlendra miðla, auk þess hvernig þessir er- lendu miðlar hagnýta efni innlendra miðla endur- gjaldslaust, er svo líka um- hugsunarvert að hið opin- bera, bæði ríki og sveitar- félög, auglýsa óhikað á þessum erlendu miðlum. Jafnvel alþjóðleg fyrirbæri sem Ísland á aðild að, eins og Norræna ráðherra- nefndin, setja auglýsingafé í þessa alþjóðlegu risamiðla. Lilja Dögg sagðist í við- talinu einnig hafa talað fyrir því að horft yrði til Norður- landanna hvað varðaði ríkis- fjölmiðla og auglýsinga- markað, en þar væru ríkisfjölmiðlar ekki á aug- lýsingamarkaði. „Ég teldi farsælast að svo væri líka á Íslandi, ásamt því að vera með styrki til fjölmiðla, eins og boðað er í fjölmiðla- frumvarpinu,“ sagði hún. Þetta er hvort tveggja gert annars staðar á Norðurlöndunum og víðar til að styðja við einka- rekna fjölmiðla og almennt er viðurkennt að þörfin fyrir bein- an og óbeinan stuðning hafi aukist á síð- ustu árum samhliða hraðri tækniþróun. En fleira er gert víðast hvar í þeim löndum sem Ís- land ber sig helst saman við og það er að nota skatt- kerfið til að styðja við einka- rekna fjölmiðla. Þetta er al- menn leið, ekki styrkir heldur óbeinn stuðningur, sem víðast felst í því að virð- isaukaskattur af áskriftum ef felldur niður eða hafður mjög lágur. Í þessu sambandi er ástæða til að vekja athygli á orðum Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamanna- félags Íslands, sem bendir í samtali við Morgunblaðið í dag á að íslenskir fjölmiðlar séu á erfiðum tímamótum og kominn sé tími til að endur- skoða skattaumhverfi fjöl- miðlanna enda taki það mið af gömlu rekstrarumhverfi sem eigi ekki lengur við. Eðlilegt fyrsta skref sé að afnema tryggingagjald og virðisaukaskatt af áskrift- um og auglýsingum. Orð Lilju Daggar og Hjálmars um stöðu einka- rekinna fjölmiðla eiga því miður við rök að styðjast og sé stjórnvöldum alvara með að grípa þurfi til aðgerða má það ekki dragast lengur. Og þá þarf að hafa í huga að þær aðgerðir gagnist þeim sem halda úti raunveruleg- um ritstjórnum og stunda almenna fjölmiðlun. Hafa má í huga að þáverandi menntamálaráðherra skip- aði nefnd vegna erfiðs rekstrarumhverfis einka- rekinna fjölmiðla í árslok 2016. Þá hafði um langa hríð verið ljóst að í óefni stefndi. Síðan hafa verið skrifaðar skýrslur og þessi mál rædd fram og til baka. Nú er kom- ið að því annaðhvort að grípa til aðgerða sem duga eða að draga til baka þau skilaboð að aðgerða sé að vænta. Engum rekstri er greiði gerður með því að ræða árum saman um að bæta rekstrarumhverfið án þess að til aðgerða komi. Mennta- og menn- ingarmálaráðherra og formaður Blaða- mannafélagsins hitta naglann á höfuðið} Umræða um stöðu einkarekinna fjölmiðla U nga fólkið okkar er farið að huga að skólavetrinum og kennarar og skólastjórnendur eru í óðaönn að undirbúa skólastarfið. Flestir hugsa til skólasetningar með ákveðinni tilhlökkun en því miður fylla þau tímamót suma nemendur bæði kvíða og óöryggi. Við vitum að líðan nemenda í íslenskum grunnskólum er al- mennt góð; samkvæmt könnun Rann- sóknastofu í tómstundafræðum við Háskóla Íslands líður um 90% grunnskólanemenda vel eða þokkalega í skólanum en fyrir þá nemendur, og aðstandendur þeirra, sem ekki tilheyra þeim hópi skiptir slík tölfræði litlu. Einn af þeim þáttum sem haft geta áhrif á vellíðan nemenda í skólum er einelti. Sýnt er að einelti getur haft áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu þolenda og neikvæð áhrif á sjálfs- mynd og sjálfstraust. Þar getur skapast langvarandi vandi sem sumir vinna ekki úr fyrr en á fullorðins- árum. Í Svíþjóð hefur farið fram mat á kostnaði sem samfélagið verður fyrir vegna eineltis og var þar miðað við eitt ár af einelti og afleiðingar þess næstu 30 ár á eftir. Miðað við tíðni eineltis var þar áætlað að fyrir grunnskóla með 300 nemendur mætti búast við sam- félagslegum kostnaði sem næmi rúmlega 50 milljónum króna. Ef þær tölur eru yfir- færðar á íslenskar aðstæður má ætla að heildarkostnaður samfélagsins vegna einelt- is næmi allt að átta milljörðum króna yfir slíkt 30 ára tímabil. Það er því mikið í húfi fyrir samfélagið að vinna gegn einelti. Skilningur á einelti og afleiðingum þess hefur aukist en það er staðreynd að allt of margir upplifa slíkt í okkar samfélagi, þótt tíðni eineltis í íslenskum skólum mælist lág í alþjóðlegum samanburði. Einelti felur í sér langvarandi og endurtekið ofbeldi og það fer mjög oft fram þar sem fullorðnir sjá ekki til. Þannig getur einelti verið atburða- rás margra atvika sem hvert um sig virka ekki alvarleg en þegar heildarmyndin er skoðuð er raunin önnur. Einelti getur verið flókið og erfitt viðureignar en eitt mikilvægasta tækið gegn því eru forvarnir og fræðsla. Það er viðvarandi verkefni að halda góðum skólabrag og þar þurfa allir að leggjast á eitt; nemendur, starfsfólk og foreldrar. Einelti á aldrei að líðast, hjálpumst að við að uppræta það. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Átta milljarða kostnaður vegna eineltis Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sumarið hefur verið okkarbesti tími frá upphafi svoþað má búast við enn frek-ari aukningu,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi. Nýjustu veltutölur bókaútgef- enda sem Hagstofan hefur birt sýna um 30% vöxt milli ára í mars og apríl. Eins og Morgunblaðið greindi frá snemmsumars sýndu sömu tölur fyrir janúar og febrúar vöxt í fyrsta sinn í mörg ár, eða um 8%. Þessi já- kvæða þróun í bókaútgáfu heldur því áfram og hlýtur að gleðja marga því tekjusamdráttur í þessari grein undanfarinn áratug hefur verið nærri 40%. Landið tekið að rísa á ný Morgunblaðið hefur fjallað ítarlega um þessa þróun síðustu misseri. Þungt hljóð hefur verið í bókaútgefendum en með tilkomu nýrra laga um endurgreiðslu kostn- aðar við útgáfu og þessar auknu rafrænu áskriftartekjur Storytel virðist landið vera að rísa á ný. Ef tekjur Storytel væru dregn- ar frá þá væri um áframhaldandi samdrátt milli ára í bóksölu þessa fjóra mánuði sem Hagstofan hefur birt fyrir 2019 að ræða. Fyrstu tekjur Storytel á Íslandi urðu til í mars 2018 og eru samkvæmt tölum Hagstofunnar um 20% heildartekna á íslenskrar bókaútgáfu í mars og apríl. Sumarið er tíminn... fyrir hljóðbækur Stefán segir að ekkert lát hafi verið á innstreymi áskrifenda hjá Storytel á Íslandi. Hann segir að alltaf sé að bætast við efni hjá Storytel, bæði frá fleiri útgefendum og efnið komi fyrr en áður. Þannig hafi jólabækur síðasta árs, til að mynda bækur Ragnars Jónassonar og Yrsu Sigurðardóttur, notið mik- illa vinsælda undanfarið. „Sumarið er góður tími fyrir hljóðbækur. Fólk er að ferðast mikið og vill hlusta í bílum, flugvélum og við sundlaugarbakkann. Ég á því von á enn frekari aukningu á tekjum. Það veit ég því hef tölur Hagstofunnar frá því í fyrra og veltutölurnar okk- ar í ár. Það er ekkert sem bendir til annars. Hefðbundna bóksalan kem- ur í lok ársins svo við spyrjum að leikslokum hvort heildaraukning verður. Vonandi stækkar heild- arkakan. Vonandi verður endur- greiðslufrumvarpið til þess að sá bransi rétti úr sér líka. Þá getur orðið hér blómlegur bókmennta- bransi.“ Fá inn nýja bókaunnendur Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu eru yfir 20% við- skiptavina Storytel nýir lesendur, þ.e. þeir sem ekki lásu bækur áður en þeir hófu að greiða fyrir áskrift hjá Storytel. „Hér er því um að ræða nýjar tekjur sem skila sér beint í íslenska bókahagkerfið, rétt- höfum og öðrum sem starfa í grein- inni til aukinna hagsbóta. Það er einnig áhugavert að skv. könnunum sem Storytel lætur gera reglulega meðal viðskiptavina sinna þá lesa um 80% viðskiptavina Storytel einn- ig hefðbundnar bækur,“ segir í til- kynningu frá Storytel. Jafnframt segir þar að þetta sé sama þróun og hafi átt sér stað í Svíþjóð, stærsta markaði Storytel. „Það sem er einna ánægjulegast við þessa þróun að þarna er stór hópur fólks sem las ekki bækur að byrja að njóta ís- lenskra bókmennta. Það er ekki aðeins jákvætt fyrir þessa atvinnugrein sem slíka heldur mjög mikilvægt fyrir íslenska tungu,“ seg- ir Stefán. Enn meiri aukning í veltu í bókaútgáfu Hjá Storytel á Íslandi eru í boði á annað hundrað þúsund hljóðbækur auk rafbóka. Áskrifendur greiða fast mán- aðargjald og fá í staðinn ótak- markaðan aðgang að efni Storytel. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Hjörleifssyni hjá Storytel er meðallengd hljóð- bókar hjá veitunni um átta klukkutímar. „Þetta hefur ver- ið að styttast aðeins. Átta klukkutímar er mjög hæfileg lengd fyrir hljóðbækur. Ef þú ferð mikið yfir tólf klukkutíma finnst fólki það of mikið.“ Það er þó ekki þar með sagt að slíka doðranta sé ekki að finna í ranni Storytel. Þannig segir Stefán að sum- ar bækur í Game of Thro- nes- og Harry Potter- seríunum séu yfir þrjátíu klukkutímar hver. Og bæk- ur glæpasagnahöfundarins Stefáns Mána hafa náð 25 klukkutím- um að lengd. Stefán Máni í 25 klukkutíma MISLANGAR HLJÓÐBÆKUR Stefán Hjörleifsson Velta íslenskrar bókaútgáfu í mars og apríl 2015-2019, milljónir kr. samtals 30% aukning 2018-2019 2015 2016 2017 2018 2019 454 284 368 450 350 250 150 Heimild: Storytel/Hagstofa Íslands Áskriftartekjur Storytel birtust fyrst í tölum Hagstofunnar í janúar 2019

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.