Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 33
dalsflugvelli á dögunum sem
varð þess valdandi að ekki var
umflúið að kalla hans dýrmæta
líf á flug til fundar við höfund og
fullkomnara lífsins sem hann
trúði svo fallega á og treysti fyrir
sér og sínum, öllum stundum.
Ferð okkar saman til Færeyja
fyrr í sumar ásamt góðum hópi
fólks kemur upp í hugann og
verður í minnum höfð.
Hann Sigurvin var jarðtengd-
ur maður sem vængjum þöndum
boðaði framtíð bjarta í eilífð
Guðs sem hann elskaði.
Fráfall Sigurvins er yfirþyrm-
andi reiðarslag. Þungt högg sem
framkallar áleitnar og erfiðar
spurningar sem ekki fást svör
við að sinni en minna okkur jafn-
framt á eftirfarandi:
Vertu
á meðan þú ert
því það er of seint
þegar þú ert farinn.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Kærleikans Guð umvefji þig
nú, kæri vinur, örmum sínum og
elsku. Einnig hana Svanhildi
þína sem þú elskaðir svo eftir var
tekið sem og fjölskylduna þína
fallegu og samstæðu. Vinina
mörgu og öll þau önnur sem þú
elskaðir mest og unnir heitast.
Hann blessi kæra minningu þína
og gefi að hún verði sem flestum
lærdómur og fyrirmynd. Já, Guð
blessi kæra minningu góðs
drengs og dýrmæts vinar.
Sigurbjörn Þorkelsson.
Flugumsjónarmenn Iceland-
air kveðja í dag góðan félaga.
Flugumsjónarmenn undirbúa
hvert flug með gögnum, sem
flugmenn samþykkja. Samskipti
okkar eru mikil.
Sigurvin Bjarnason er ofar-
lega í huga okkar og minnumst
við hans sem góðs vinnufélaga.
Hann kom ávallt brosandi og
ef honum fannst eitthvað athuga-
vert kom hann með jákvæða krí-
tík og uppbyggilegar athuga-
semdir.
Hann kom fram við alla sem
jafningja. Kurteisi og virðing
gagnvart öllum kemur upp í hug-
ann þegar hugsað er til Sigurvins
Hans verður sárt saknað en
við minnumst góðs vinnufélaga
með hlýju og virðingu.
Fjölskyldu Sigurvins, ættingj-
um og vinum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Minnig hans lifir.
F.h. flugumsjónarmanna
Icelandair,
Jón Einarsson.
Það eru til svo ótal margar
spurningar í þessum heimi en því
miður fást ekki svör við þeim öll-
um. Að kenna öðrum til verka og
miðla af þekkingu sinni og
reynslu er vandaverk svo vel
megi vera og ekki sjálfgefið að
eftir standi djúp virðing og vin-
átta nemenda og samferðar-
manna. Þegar fjölga þurfti í hópi
þjálfunarflugstjóra hjá Flugleið-
um á sínum tíma var Sigurvin
Bjarnason vafalítið augljóst svar
við mörgum spurningum því
tengdum – gæddur öllum þeim
kostum sem litið var eftir og vel
rúmlega það. Með sinni sérlega
hlýju og góðu nærveru, léttu
grallaralegu brosi, fagmennsku
og endalausri jákvæðni ávann
Sigurvin sér áðurnefnda virð-
ingu og vináttu allra samstarfs-
félaga sinna. Honum var einkar
lagið að laða fram það besta í
sinni áhöfn, jafnt um borð í flug-
vélinni sem hann stýrði eða í
flugherminum þar sem Sigurvin
eyddi ófáum dögunum í að kenna
nýjum flugmönnum handbrögðin
eða sannreyna kunnáttu sam-
starfsfélaganna. Að mæta í flug
með Sigurvin eða þreyta próf hjá
honum í flughermi var hverjum
flugmanni sönn ánægja – það
reyndi ég sjálfur margoft á eigin
skinni.
Sigurvin bjó að þeirri dýr-
mætu reynslu að hefja sinn leik
sem atvinnuflugmaður í innan-
landsfluginu þar sem flogið var
landshorna á milli á litlum vélum,
oft við krefjandi aðstæður. Er
árin liðu tóku við stærri flugvél-
ar, flugferðirnar urðu lengri
heimshorna á milli og flugskil-
yrði með ýmsu móti sem fyrr.
Hvert sem flogið var, í mótvindi
eða meðvindi, var okkar maður
ávallt á jákvæðu nótunum. Með
sínum hætti voru það einu nót-
urnar sem Sigurvin sló á sína
strengi og aldrei nokkurn tímann
gátum við samstarfsfélagar hans
greint annan tón í leik hans og
starfi.
Það er sárt að horfa á eftir
kærum vini og samstarfsfélaga
kölluðum á brott þegar leikur
virðist hæst standa. Umvafinn
yndislegri fjölskyldu var Sigur-
vin stoltur af sínu fólki og hafði
gaman og yndi af frásögn af
börnum og barnabörnum. Sigur-
vin var líka stoltur af ævistarfi
sínu í fluginu og var í æ ríkari
mæli farinn að leita aftur í ræt-
urnar í einkafluginu með fé-
lögum sínum.
En nú hefur Sigurvin tekið á
loft í hinsta sinnið. Kallaður til
himna með skjótum hætti þar
sem almættið ætlar honum
örugglega hlutverk þar sem
hlýja og manngæska Sigurvins
fær að njóta sín sem áður. Hann
mun örugglega halda áfram að
fylgja sínu fólki lands- og heims-
horna á milli. Ef ekki á flugvél,
þá örugglega á nýjum Audi.
Um leið og ég, fyrir hönd hóps
þjálfunarflugstjóra hjá Icelanda-
ir, þakka Sigurvin fyrir ánægju-
leg kynni og áratuga samstarf
sendi ég fjölskyldu hans, eigin-
konu, börnum og barnabörnum
innilegar samúðarkveðjur.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Fyrir hönd þjálfunarflug-
stjóra Icelandair,
Össur Brynjólfsson.
Sigurvin var einstakur maður.
Hann var hlýr, hann var einkar
fær í mannlegum samskiptum,
hann hafði einlægan áhuga á
fólki. Hann var mannvinur sem
var endalaust jákvæður og
lausnamiðaður. Já, hann valdi að
dvelja í birtunni og sjá heiminn í
fallegu ljósi.
Geri ráð fyrir að lýsingin gull
af manni eigi vel við um hann
Sigurvin. Að hafa unnið með slík-
um manni í rúma tvo áratugi eru
forréttindi. Það er svo gott að
ylja sér við fallegar minningar
núna.
Hjólatúrar í Köben, göngu-
túrar í Helsinki, indverskur í
Crawley, rökræður í Hafnarfirð-
inum og svo mætti endalaust
áfram telja.
Mér þykir líka einkar vænt
um góðan tíma sem við eyddum
nú nýverið þegar við keyrðum
saman til Keflavíkur að taka á
móti góðum vini sem var að
koma úr sínu síðasta flugi.
Þarna höfðum við næði til að
ræða alls konar mál og eins og
venjulega var fjölskyldan Sigur-
vin efst í huga og hann sagði mér
stoltur nýjustu fréttir af Svan-
hildi sinni og sínu fólki. Sigurvin
var frábær fagmaður, nákvæmur
og samviskusamur og átti auð-
velt með að miðla til annarra og
ná því góða fram í fólki.
Það lýsir honum vel að tveim-
ur dögum fyrir slysið þurftum
við fjölskyldan á aðstoð að halda.
Þar var Sigurvin fremstur í
flokki að hjálpa okkur í erfiðum
aðstæðum langt fram á kvöld.
Hann var með brosið sitt bjarta
og ég man eftir að hafa sagt við
félaga okkur þegar hann stökk
liðugur sem köttur fram af sand-
bing að aldur væri afstætt hug-
tak.
Nú er Sigurvin farinn í sína
hinstu flugferð og ég sé hann fyr-
ir mér skælbrosandi í ljósinu
fylgjast með sínu fólki og vaka
yfir því.
Hvíl í friði, elsku Sigurvin.
Þín vinkona og samstarfs-
félagi,
Linda Gunnarsdóttir,
yfirflugstjóri Icelandair.
Máltækið „hvað ungur nemur,
gamall temur“ á vel við þegar ég
minnist samstarfsmanns míns til
rúmlega tveggja áratuga, sem
óvænt er nú floginn sína himna-
för.
Sigurvin Bjarnason var
hjartahlýr maður sem um árabil
skipaði sér í framvarðarsveit
þeirra flugmanna félagsins sem
valdir eru til að miðla af reynslu
sinni og færni til þeirra sem
yngri eru. Með hæversku og
hógværð bar Sigurvin þekkingu
áfram til næstu kynslóðar, rétt
eins og við Íslendingar höfum
gert mann fram af manni um
langt árabil. Hans framlag til
þjálfunar á flugmönnum Ice-
landair, einkum undanfarin ár
þegar nýliðun hefur verið með
allra mesta móti, verður seint að
fullu þakkað.
Í því hlutverki komu einstakir
mannkostir hans fram, hvort
sem tilefni var til að hrósa því
sem vel var gert eða ef honum
þótti ástæða til að „hvetja oss að
æðsta verki“ svo vísað sé til fána-
söngsins sem við báðir áttum
sameiginlegt að hafa sungið í
Vatnaskógi þegar ættjarðarfán-
inn var hylltur þar að morgni
dags. Hann bæði trúði og hafði
trú á fólki og með nærgætni, sem
honum var í blóð borin, tókst
honum að skapa rólegt umhverfi,
jafnvel þegar mikið lá við. Gat
hann þannig tryggt farsæla nið-
urstöðu öllum til heilla.
Kannski var það einmitt trúin,
þrautseigjan og lífsviljinn sem
varð til þess að æviskeið Sigur-
vins endaði ekki 26 árum fyrr en
það gerði þegar hann féll útbyrð-
is af skútu og velktist um í öldu-
róti á Skerjafirði á meðan hann
reyndi að synda í land og trúa því
að honum yrði bjargað úr köld-
um greipum Ægis. Fyrir þá
giftusamlegu björgun erum við
ævinlega þakklát.
Nýlega kom það í minn hlut að
framkvæma árlega úttekt á
starfsháttum Sigurvins og áhafn-
ar hans í flugi þeirra til London
og var þann daginn mikið gant-
ast með að nú væri eggið farið að
kenna hænunni. Hvergi bar þar
skugga á fagleg vinnubrögð og
Sigurvin var rétt eins og áður vel
undirbúinn og hafði viðað að sér
ýmsu ítarefni um þær sífelldu
breytingar sem jafnan eiga sér
stað í umhverfi atvinnuflug-
manna.
Á farflugi okkar skýjum ofar
var enginn skortur á umræðu-
efnum og nutu allir viðstaddir
mikillar frásagnargleði Sigur-
vins, sem sagði stoltur frá og
sýndi myndir af börnum sínum,
stórfjölskyldu og ýmsum áhuga-
málum.
Dreyminn á svip sagði hann að
bráðlega gæfist enn meiri tími
fyrir öll slík hugðarefni því að
senn hillti undir starfslok hans
við 65 ára aldur. En eins og segir
í Jobsbók 1.21 „ Drottinn gaf og
Drottinn tók“.
Missir okkar allra er mikill við
fráfall Sigurvins Bjarnasonar en
mestur er hann fyrir fjölskyld-
una og allt það góða fólk sem
stóð honum næst. Innilegar sam-
úðarkveðjur til Svanhildar,
barnanna og fjölskyldunnar allr-
ar.
Högni Björn Ómarsson.
Hörmulegt slys. Góður vinur
látinn á einu augabragði. Eftir
sitjum við harmi slegin og syrgj-
um góðan vin. Sigurvin Bjarna-
son kom inn í líf okkar á ung-
lingsárum þegar hann og
Svanhildur fóru að draga sig
saman. Við höfum deilt okkar
gleði og sorgarstundum síðan.
Sigurvin var einstakur. Glað-
lyndur, hjartahlýr, traustur,
ábyrgur, heiðarlegur, ráðagóður
lausnamiðaður og jákvæður. Það
var alltaf svo gaman að heyra
hann segja sögur úr lífi sínu og
starfi. Engum treystum við bet-
ur sem flugstjóra. Hann naut
starfs síns og var einstaklega
fær í sínu starfi bæði sem flug-
stjóri og kennari á kassanum
eins og hann orðaði það sjálfur.
Hann tókst á við verkefni lífsins
á jákvæðan hátt og leysti þau.
Fjölskyldan var honum afar kær.
Hann þurfti snemma að bera
ábyrgð. Alinn upp af einstæðri
móður og svo var Gummi bróðir
hans, sem hann tók einnig
ábyrgð á. Fyrir þeim var hann
svo miklu meira en sonur og
bróðir. Síðan kemur Svanhildur
til sögunnar, sem var hans besti
vinur og lífsförunautur. Milli
þeirra ríkti einlæg virðing og
kærleikur og vinátta. Hann var
stoltur af börnunum sínum,
tengdabörnum og barnabörnun-
um. Við þau var hann einstak-
lega natinn og umhyggjusamur.
Einnig þegar halla fór undan
fæti hjá Ólöfu móður hans. Þá
skipti það hann miklu máli að
koma henni í gott skjól og einnig
Gumma bróður sínum. Hann var
glaður og þakklátur hvað þau
mál leystust farsællega. Í gegn-
um árin höfum við ferðast sam-
an, skipst á matarboðum og notið
samvista með hvert öðru. Upp úr
stendur þó ferð okkar til Ísraels
fyrir tæpu ári síðan. Það var okk-
ur ógleymanleg ferð. Fara á
söguslóðir Biblíunnar, þar sem
hópurinn naut þess að sigla á
Galíleuvatni, dýfa tánum í ána
Jórdan og vera saman í gamla
borgarhluta Jerúsalemborgar.
Það var einstök upplifun og
styrkti okkur öll í trúnni. Við
minnumst Sigurvins með þakk-
læti fyrir ljúfmennsku hans og
trygglyndi. Hann hafði þannig
nærveru að fólki leið vel í návist
hans. Hann var vandaður og með
eindæmum bóngóður. Allt líf
hans einkenndist af því að gefa af
sér.
Við skiljum ekki hvers vegna
Sigurvin var tekinn frá okkur á
þennan hátt, en við trúum því að
hann dvelji nú í dýrð Drottins.
Eftir sitjum við hnípin í sorg og
með kramið hjarta.
Mestur er þó missir Svanhild-
ar, Jón Þórs, Berglindar, Krist-
ínar og fjölsk. þeirra. Aldraðrar
móður hans og Gumma bróður
hans. Megi Drottinn styrkja þau
í sorginni og missinum. Hvíl í
friði, vinur.
Hjördís og Guðmundur Karl.
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR JÓHANN KRISTJÁNSSON
pípulagningameistari,
Skólabraut 3,
Seltjarnarnesi,
lést á Landspítalanum 31. júlí.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hjördís Ólafsdóttir
Þuríður Sigurðardóttir
Kristján Ívar Sigurðsson
Ásthildur Sigurðardóttir
Ólafur Jens Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður, faðir, fósturfaðir,
tengdafaðir, sonur, bróðir og afi,
SIGVALDI PÁLL GUNNARSSON
frá Ólafsfirði,
lést 8. ágúst á Landspítala, Hringbraut.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju
föstudaginn 23. ágúst klukkan 13.
Bjarnheiður Erlendsdóttir
Freydís Björk Sigvaldadóttir Þorbergur Atli Þorsteinsson
Gunnar Þór Sigvaldason Eva María Oddsdóttir
Adam Bjarki Sigvaldason
Eva Björk Ægisdóttir
Gunnar Þór Sigvaldason Bára Finnsdóttir
S. Finnur Gunnarsson
Sigríður Gunnarsdóttir
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar elskulegrar
eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu,
GUÐBJARGAR VIGNISDÓTTUR,
Lautasmára 1, Kópavogi,
áður til heimilis á Akureyri
og Kópaskeri.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki Sólvangs í Hafnarfirði góða
umönnun og einstaka hjartahlýju.
Kristján Ármannsson
Sigrún Kristjánsdóttir Valdimar Hafsteinsson
Anna Pála Kristjánsdóttir
Eva Kristjánsdóttir
Hafsteinn, Kristján, Guðbjörg, Árni og Kristján Freyr
✝ Björk Guðna-dóttir fæddist í
Reykjavík 14. ágúst
1992. Hún lést 23.
júlí 2019.
Foreldrar henn-
ar eru Þorgerður
Bergvinsdóttir, f.
24. febrúar 1966,
og Guðni Sigur-
bjarnason, f. 12. júlí
1957, d. 30. janúar
árið 2000. Fóst-
urfaðir Bjarkar er Valdimar
Björn Davíðsson, f. 3. maí 1963.
Þorgerður og Valdimar eru bú-
sett í Noregi.
Systkini Bjarkar eru: 1) Guð-
bjartur Kristinn Kristinsson, f.
13. janúar 1983, búsettur í
Reykjavík, sambýliskona hans
er Viktoría Sabína Nikulásdótt-
ir. Börnin eru Maren Dögg og
Alexander Guðni. 2) Arndís
Guðnadóttir, f. 1. febrúar 1994,
sambýlismaður hennar er Pat-
rik Hansen. Sonur þeirra er Isak
Ravn Hansen. Þau eru búsett í
Noregi.
Uppeldisbræður Bjarkar eru;
Almar Freyr Valdi-
marsson, f. 8. ágúst
1983, Davíð Örn
Valdimarsson, f. 25.
janúar 1988, og
Einar Þór Valdi-
marsson, f. 14. nóv-
ember 1992.
Björk ólst upp í
Kópavogi til sex
ára aldurs en þá
fluttust þær mæðg-
ur til Akureyrar
þar sem Björk lauk grunn-
skólanámi. 25. ágúst 2010 eign-
aðist Björk sitt fyrra barn, Anitu
Rán Hertevig, faðir hennar er
Theodor Hertevig Línuson.
Þau fluttust til Noregs en
slitu samvistum eftir þriggja ára
búsetu þar. Ári síðar fluttu þær
mæðgur til Íslands. Seinna barn
Bjarkar er Natan Breki Shac-
kelford, fæddur 20. september
2017. Síðustu árin bjó Björk í
Hafnarfirði.
Útför Bjarkar fór fram í kyrr-
þey 9. ágúst frá Bústaðakirkju.
Björk hvílir í Gufunes-
kirkjugarði hjá föður sínum.
Elsku Björk.
Það voru forréttindi að fá að
kynnast þér, elsku vinkona okk-
ar, þú hafðir einstaka nærveru.
Þú varst svo einlæg, hlý og hjálp-
söm. Þú lýstir upp tilveru okkar
með brosinu þínu.
Minningin um yndislega
stúlku mun lifa með okkur.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er
jörðin.
…
(Tómas Guðmundsson)
Börnum Bjarkar og aðstand-
endum sendum við okkar dýpstu
og innilegustu samúð í þessari
miklu sorg.
Guð blessi ykkur, huggi og
varðveiti.
Þínir vinir
Elís, Hrefna og Beta.
Björk Guðnadóttir