Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 48
Tónlistarkonan Magga Stína flytur úrval laga við ljóð Halldórs Lax- ness, auk laga eftir Megas, á stofu- tónleikum Gljúfrasteins á morgun kl. 16. Stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir hvern sunnudag frá júní til 25. ágúst og eru miðar seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs en ókeypis er fyrir börn á leikskóla- aldri. Magga Stína flytur lög við ljóð Laxness LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 229. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Fylkiskonur unnu gríðarlega mikil- vægan 2:0-sigur gegn HK/Víkingi þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max- deildinni, í 14. umferð deildarinnar í Fossvogi í gær. Sigur Árbæinga þýðir að nýliðarnir eru svo gott sem öruggir með sæti sitt í efstu deild á næstu leiktíð. Staða HK/Víkings heldur áfram að versna. »41 Nýliðar Fylkis í fínum málum eftir sigur Friðrik Rafnsson þýðandi flytur er- indi í Hlöðunni á Kvoslæk í Fljóts- hlíð á morgun kl. 15. Mun hann ræða almennt um skáldsögur tékk- nesk/franska rithöfundarins Mil- ans Kundera og viðtökur þeirra hér á landi. Kundera og eiginkona hans, Vera, hafa oft komið til Íslands og hafa íslenskar bókmenntir haft áhrif á bækur hans. Kundera hefur skrifað á annan tug bóka og hefur Friðrik Rafnsson þýtt þær allar á ís- lensku og kynnst honum persónulega. Fyrirlesturinn er öll- um opinn og að honum loknum boðið upp á kaffi. Friðrik fjallar um Milan Kundera á Kvoslæk ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Einar Hansberg Árnason lagði í gær af stað í hringferð til að styðja átak UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum. Á einni viku, eða til 24. ágúst ætlar hann að stoppa í 36 sveit- arfélögum og róa, skíða eða hjóla í sérstökum þrektækjum 13.000 metra á hverjum stað, einn metra fyrir hvert barn sem brotið er á. Þátttaka Einars í átakinu hófst á Akranesi og hann lýkur ferðinni með því að hlaupa maraþon í Reykja- víkurmaraþoninu til stuðnings UNI- CEF. „Ég er ekki auðugur fjárhags- lega en ég hef ýmislegt að gefa og þetta er mín leið til þess,“ segir hann. Um 18% barna á Íslandi verða fyr- ir líkamlegu eða kynferðislegu of- beldi fyrir 18 ára aldur, eða um 13.000 börn. Síðastliðið vor hóf UNI- CEF fyrrnefnt átak undir yfirskrift- inni „Stöðvum feluleikinn“. Ingi- björg Magnúsdóttir verkefnisstjóri segir að því ljúki þegar markmið- unum verði náð í öllum sveitar- félögum, að þau setji sér skýra við- bragðsáætlun gegn ofbeldi á börnum. Liður í átakinu sé að þrýsta á stjórnvöld til að koma upp ofbeldis- varnaráði. Inni í tölum um ofbeldi séu ekki börn sem verði fyrir van- rækslu, andlegu ofbeldi eða einelti og því megi ætla að tölurnar séu töluvert hærri. „Það hræðir okkur,“ segir Ingibjörg. Samtaka í stuðningnum Þegar Einar heyrði af herferð UNICEF segist hann hafa viljað leggja eitthvað af mörkum og eftir að hafa ráðfært sig við eiginkonuna Ás- gerði Örnu Sófusdóttur hafi þau útbúið áætlun sem UNICEF hafi samþykkt. „Mér fannst tilvalið að enda þetta á maraþoni til styrktar UNICEF,“ segir hann og bætir við að þetta verði í fyrsta sinn sem hann hlaupi svo langa vegalengd. „Ég hef mest hlaupið 13 kílómetra í einu.“ Hann leggur áherslu á að hann sé ekki í keppni heldur reyni að ljúka hlaupinu til styrktar góðu málefni. „Ég vona bara að ekki verði búið að loka brautinni þegar ég klára.“ Þess má geta að fyrr í sumar gekk Einar 100 km með sleða í eftirdragi og farg á bakinu til styrktar Krabbameins- félagi Hvammstangahéraðs og áður hafði hann róið 500 km í róðrarvél til styrktar öðrum góðum málstað. Einar er með aðstoðarmenn í ferð- inni og UNICEF er með tvo fulltrúa á hverjum stað til þess að upplýsa fólk um málefnið og taka við undir- skriftum til stuðnings við það. „Konan mín er heilinn á bak við þetta, en bróðir minn er með mér og fjölskyldan er til taks,“ segir Einar, en nánari upplýsingar og dagskrá ferðarinnar má sjá á heimasíðu UNI- CEF (unicef.is). Ljósmynd/Árni Svanur Guðbjörnsson Keppnismaður Einar Hansberg Árnason styrkir átak UNICEF gegn ofbeldi á börnum á óvenjulegan hátt. Vekur athygli á ofbeldi gegn börnum í landinu  Einar rær, skíðar eða hjólar fyrir börnin í átaki UNICEF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.